Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 50
rsi T' 50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 KORFUBOLTI Leelög- legur með Tindastóli James Lee, bandaríski leikmaður- inn sem Sauðkrækingar fengu í stað Bo Heidens, er orðinn löglegur með Tindastóli. KKÍ fékk „grænt ljós“ frá FIBA (Alþjóða körfuknatt- leikssambandinu) í gær, um að Lee mætti leika á íslandi. KKÍ gaf því út keppnisleyfi til handa Banda- ríkjamanninum. Lee má því leika með Tindastóli síðari bikarleiknum gegn Þór á auðárkróki í kvöld. Þór vann fyrri leikinn, sem fram fór á Akureyri, með 30 stiga mun. Ikvöld FJÓRIR leikir verða í 16-liða úr- slitum bikarkeppni KKÍ, síðari leikir, i kvöld. Haukar og Valur leika í Hafnarfirði, ÍS og Njarðvík í Kenn- araháskólanum, Reynir og ÍBK í Sangerði og Tindastóll og Þór á Sauðárkróki. Allir leikimir hefjast kl. 20.00. ■Fram og B-lið FH leika í 2. deild karla í handknattleik 1 Laugar- dalshöll kl. 20:15. Þróttur ogÍR leika í 2. deild kvenna á sama stað kl. 19.00 og í 3. deild karla leika UFHÖ og B-lið KR í Hveragerði kl. 20:00. LYFJAHNEYKSLIÐ A SAMVELDISLEIKUNUM „Verðum að af- hjúpa svindlarana" ÞRIÐJI lyftingamaðurinn féll í gær á lyfjaprófi á Samveldisleikunum, sem nú eru háðir í borginni Auckland á Nýja Sjálandi. Hafa mál lyftingamannanna sett Ijótan blett á leikana og skyggt á afrek og árangur í öðrum greinum og valdið mikiili reiði. Sam Coffa, formaður Lyftingasambands Samveldisins, sagði þremenninganna hafa gert íþróttinni hið mesta ógagn. Hvatti hann lyfjanefnd leikanna til þess í gær að taka alla lyft- ingamenn á leikunum í lyfjapróf. „Við verðum að afhjúpa alla svindlara og grafa þá iifandi," sagði Coffa. m Igær var tilkynnt að velski lyftingamaður- inn Gareth Hives hefði fallið á prófi en hann vann þrenn silfurverðlaun í 100 kg flokki og verður sviptur verðlaunum. Áður hafði annar velskur lyftingamaður, Ricky Chaplin, og einn indverskur, Subratak- umar Paul, fallið á lyfjaprófi á leikunum. Chaplin vann gullverðlaun í snörun í 75 kg flokki og Paul tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í 67,5 kg flokki. Paul hefur verið sendur heim frá leikunum og í gær ráku liðsstjórar velska keppnisliðsins sömuleiðis þá Chaplin og Hives heim. Þremenningamir reyndust allir hafa tekið vöðvaaukandi horm- ónalyf, svonefnda anabólíska stera. Framkvæmdaraðilar leikanna hafa verið gagnrýndir fyrir þá ákvörðun sína að velja keppendur í lyftingum til lyfjaprófs af handa- hófi og skylda ekki verðlaunahafa sjálfkrafa til prófs, eins og Alþjóðalyftingasambandið (IWF) hafði lagt til. Lyftingaíþróttin varð fyrir miklu áfalli á Ólympíuleikunum í Seoul er fimm lyftingamenn urðu uppvísir að lyfjam- istnotkun eða helmingur allra íþróttamanna, sem þar féllu á lyijaprófi. Allir breskir lyftingamenn eiga nú yfir höfði sér útskúfun frá alþjóðakeppni vegna máls Chaplins og Hives; ekki aðeins velskir, heldur enskir, skoskir og norður-írskir líka. Samkvæmt reglum IWF kemur bann af því tagi til framkvæmda falli tveir lyftingamenn innan sama landssambands á prófi á sama árinu. Reyndar þurfti ekki Hives til því með falli Chaplins voru tveir breskir lyftingamenn fallnir á prófi á stuttum tíma þar sem enskur lyftingamaður, Dean Willey, hafði fallið á prófi í London sl. október á úrtökumóti fyrir Samveldisleikana. Reuter VO' cr [ V STÓRBORGAR ÚTSALAN HELDUR ÁFRAM Þetta eru helgarferðir til London, Luxemborgar, Kaupmannahafnar, Frankfurt og Stokkhólms. Brottfarir eru alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og verðið er aðeins krónur i Þetta er ekkert verð fyrir svona ferð. Bókið snemma - takmarkaður sætafjöldi. Fargjaldið gildir í brottfarir frá 1. febr. til 31. mars 1990. Ferðir á ofangreindu fargjaldi eru aðeins til sölu í febrúarmánuði. FLUGLEIÐIR Ricky Chaplin vann gull í 75 kg flokki, en féll síðan á lyfjaprófi og var sendur heim. Mm FOLK H FRAM og Valur leika í sama riðli í Reykjavíkurmótinu í knatt- spymUj en dregið var í riðla í fyrra kvöld. I B-riðli leika: Fram, Valur, Ármann og Þróttur. í A-riðli leika: KR, Víkingur, ÍR, Fylkir og Leiknir. Mótið hefst 11. mars og fara allir leikirnir fram á gervigra- svellinum í Laugardal. H ÞORSTEINN Jóhannesson tekur við þjálfun HK liðsins í hand- knattleik í stað Páls Björgvinsson- ar sem var sagt upp störfum á mánudagskvöld. Þorsteinn hefur áður þjálfað HK og þekkir því vel til í herbúðum liðsins. HK er í neðsta sæti 1. deildar með fímm stig eftir 12 umferðir, en skammt á undan með sjö stig eru KA, Víkingur og Grótta. H STEÁN Þór Stefánsson, knattspymumaður úr FH, hefur gengið til liðs við ÍR sem leikur í 2. deild. Stefán er tvítugur miðvall- arleikmaður. H GUNNAR Nordahl, einn fræg- asti knattspymumaður Svía á árum áður, mun draga í riðla í Evrópu- keppni landsliða í Stokkhólmi á morgun. Gunnar, sem er 68 ára, lék með AC Mílanó þegar Albert Guðmundsson lék með félaginu, skoraði 225 mörk í 291 leik á keppnisferli sínum. Hann var fyrsti Svíinn til að gerast atvinnumaður utan Svíþjóðar. H EGGERT Magnússon, formað- ur KSÍ og Ellert B. Schram, fyrr- um formaður sambandsins verða fulltrúar íslands í Stokkhólmi. Óskariðill Eggerts er þannig: Ítalía, Danmörk, Frakkland, Is- land og Luxemborg. Nú er spyrn- ingin hvort að ósk Eggerts rætist? H HAUKAR hafa fengið liðsstyrk í knattspymunni. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við þá. Ólafur Jóhannesson, sem lék áður með Fylki og Ómar Bragason, sem lék með Sindra. H HOLLENDINGAR verða að bíða þar til í lok febrúar, til að fá að vita um hvort að Ruud Gullit verði tilbúinn til að leika með þeim í HM á Italiu í sumar. Gullit var skorinn upp fyrir meiðslum á hné í desember. Læknar segja að þessi snjalli leikmaður geti farið að æfa aftur eftir þrjár vikur. H GULLET, sem er 27 ára, segir sjálfur að hann verði orðinn góður fyrir Evrópuleik AC Mílanógegn Mechelen í apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.