Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ .FIMMTUDAGÚR 1. FEBRÚAR 1990 29 Geysismótið: Hryssan Sandra frá Hala varð stigahæst HRYSSAN Sandra frá Hala hlaut Hest stig á vetrarmóti hestamanna- félagsins Geysis í Rangárvallasýslu, sem haldið var á Hellu á laugar- daginn. Komið var með 41 hross til keppni, og var keppt í þremur greinum. I töltkeppninni sigraði hryssan Sandra frá Hala, og hlaut hún 10 stig, en eigandi þess hests, sem fær flest stig samanlagt á fimm Vetrar- mótum Geysis, fær folald frá hrossaræktarbúinu á Árbakka í verðlaun. Eigandi Söndru frá Hala er Páll Guðbrandsson í Hávarðar: koti, en knapi Marjolyn Tiepen. í öðru sæti með níu stig var Gustur frá Vindási, eigandi Jón Þorvarðar- son frá Vindási, knapi Jón Jónsson. í þriðja sæti með átta stig var Silf- urblesi frá Svaðastöðum. Eigendur eru Lars og Anders Hansen á Ár- bakka, en knapi Leifur Helgason. í fjórða sæti varð Tommi frá Skarði, knapi og eigandi Borghildur Kristinsdóttir frá Skarði. Syrpa frá Skarði varð fimmta. Knapi í úrslit- um og eigandi Kristinn Guðnason, en knapi í forkeppni var Marjolyn Tiepen. Sverta frá Stokkhólma varð sjötta. Eigendur _ eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. Knapi í forkeppni var Leifur Helgason en Jón Magnússon í úrslitunum. Kynd- ill frá Húsavík varð sjöundi, eigandi og knapi Rúna Einarsdóttir, Gunn- arsholti. Goði 1108 frá Herru varð í áttunda sæti. Eigandi er Sigurður Jónsson frá Herru, en knapi var Sigurður Sæmundsson. Glaður frá Hellu varð níundi, eigandi Kristján Jónsson, knapi Kristjón Kristjáns- son. Gustur frá Skíðbakka varð tíundi, en eigandi hans er Guðbjörg Albertsdóttir, knapi Rútur Péturs- son. I barnaflokki sigraði Fannar Bergsson á Þrym, Erlendur Ing- varsson varð annar á Stjarna og Rafn Bergsson varð þriðji á Funa. í skeiði sigraði Heidi Anette Öye á Seif frá Gerðum, sem er í eigu Sigríðar Ingólfsdóttur. Annar varð Aðalsteinn Aðalsteinsson á Glampa frá Búðarhóli, en Steingrímur Elías- son á þann hest. Magnús Benedikts- son varð svo þriðji á Mósa frá Kotá, en eigandi Mósa er Guðni Kristins- son. Næsta Vetrarmót Geysis verður haldið laugardaginn 24. febrúar nk. tjósmynd/Sig. Sigm. Hryssan Sandra frá Hala sigraði í tölti á Vetrarmóti Geysis, sem haldið var á Hellu um helgina. Knapi er Marjolyn Tiepen. 150 hreinræktaðir íslenskir fjárhundar á landinu öllu Góð loðnu- RÁÐSTEFNA um ræktun íslenska fjárhundsins var haldin sunnudag- inn 28. janúar siðastíiðinn á vegum ræktunardeildar hans í Hunda- ræktarfélagi íslands. veiði GÓÐ LOÐNUVEIÐI var á 50-60 faðma dýpi út af Hvítingum í fyrrinótt. Erlendu loðnuskipin mega ekki veiða svo sunnarlega en íslensku loðnuskipin eru að skipta yfír á grunnar nætur. Harpa tilkynnti um 600 tonn til Seyðisijarðar síðdegis á þriðjudag. Síðdegis í gær höfðu þessi skip tilkynnt um loðnuafla: ísleifur 740 tonn til Vestmannaeyja, Kap II 630 til Vestmannaeyja, Hilmir 600 til Seyðisfjarðar, Pétur Jónsson 1.050 til Seyðisfjarðar, Beitir 1.100 til Neskaupstaðar, Guðmundur 900 til Vestmannaeyja, Gígja 750 til Vest- mannaeyja og Börkur 1.200 til Neskaupstaðar. Skrifstofa Loðnunefndar er opin virka daga frá klukkan 8 til 17. Þess á milli fást upplýsingar um loðnuafla í símsvara 91-22204. Á ráðstefnunni var einkum fjall- að um uppruna hundsins, aðferðir við ræktun hans og vandamál í ræktuninni. Islenska þjóðin, hesturinn og fjárhundurinn eiga ættir að rekja aftur til landnámsins og er þessi hundur því veigamikill hluti af menningararfi þjóðarinnar. Hann hefur verið framræktaður við fjöl- breyttar og misgóðar aðstæður á umliðnum öldum og er því óvenju alhliða og fjölhæfur. Ræktendum íslenska fjárhunds- ins hefur með starfi sínu tekist að viðhalda hinum verðmætu eiginleik- um stofnsins og skapað lifandi lista- verk í bestu einstaklingunum, Helstu kostir íslenska fjárhunds- ins eru greind hans og námsfýsi. Hann er mjög sjálfstæður að eðlis- fari, en þrátt fyrir það er hann ljúf- ur og barngóður heimilishundur, tryggur og kátur félagi. Helstu ágallar hans hafa verið taldir geltni og óhlýðni, en þeir ókostir verða að skrifast á reikning þjálfara hundsins þar sem með kostgæfni má auðveldlega kenna honum að hlýða minnstu bendingu. íslenski fjárhundurinn er nú þeg- ar kominn í ræktun víða um lönd þar sem hann nýtur mikillar virð- ingar og síaukinna vinsælda vegna fjölhæfni sinnar. Bæði Norðmenn og Danir rækta stofninn í miklum mæli og þar fjölgar hundunum margfalt meira en hér á landi. ís- lenski fjárhundurinn er mikilvæg kynning landi og þjóð sem sést best á því, að hann er sýndur á öllum hundasýningum á hinum Norðurlöndunum og kemur víða fram annars staðar í Evrópu og Ameríku og nýtur athygli og að- dáunar hvar sem hann kemur. Því miður er ræktun íslenska fjárhundsins alls ekki í höfn og aðeins eru skráðir um 150 hrein- ræktaðir hundar á landinu öllu. Enn er því mikið starf óunnið framund- an. Islenski fjárhundurinn er þjóð- argersemi sem ekki má glatast og það er skylda allrar þjóðarinnar að varðveita hann til frambúðar með aukinni áherslu á ræktunarstarfinu og bættum aðbúnaði íslenska fjár- hundsins í landinu. I'Yéttatilkynning frá Hundarækt- arfélagi íslands. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 31. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði I dag verða m.a. seld 40 tonn af þorski og 10 tonn af ýsu úr Ljósfara ÞH. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 91,00 65,00 90,42 2,830 255.892 Þorskur(óst) 89,00 85,00 85,50 1,926 164.670- Ýsa 139,00 120,00 134,88 2,314 312.096 Ýsa(ósl.) 164,00 117,00 125,69 0,557 70.009 Karfi 59,00 47,00 47,62 1,401 66.711 Ufsi 62,00 49,00 59,24 31,822 1.885.070 Hlýri+steinb. 67,00 65,00 65,08 0,512 33.320 Langa 70,00 65,00 67,52 7,421 501.067 Lúða 320,00 300,00 303,95 0,263 79.940 Keila 43,00 43,00 43,00 0,491 21.113 Samtals 68,36 49,786 3.403.583 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 92,00 92,00 92,00 6,720 618.240 Þorskur(ósl.) 90,00 65,00 78,66 16,755 1.317.895 Ýsa 102,00 102,00 102,00 0,172 17.544 Ýsa(ósl-) 127,00 70,00 111,49 4,942 551.001 Ufsi 53,50 46,00 53,26 1,835 97.730 Ufsi(ósl.) 44,00 44,00 44,00 1,300 57.200 Steinbítur 68,00 68,00 68,00 0,105 7.140 Steinbítur(ósL) 66,00 60,00 62,95 0,838 52.749 Langa 55,00 55,00 55,00 0,250 13.750 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,075 5.250 Keila 29,00 27,00 28,07 0,648 18.192 Samtals 81,79 33,726 2.758.287 I dag verður selt óákveðið magn úr dagróðrabátum. Mismunandi upplýsing- ar um óperuuppfærslu Athugasemd frá Leikfélagi Reykjavíkur MORGUNBLAÐINU héfur bor- ist eftirfarandi athugasemd: Vegna umfjöllunar í Morgun- blaðinu síðustu daga um alþjóð- lega óperusýningu sem áformuð var á vegum Listahátíðar og fleiri aðila en síðan hætt við er nauðsyn- legt að bæta eftirfarandi við at- hugasemd Leikfélags Reykjavíkur sem þegar hefur birst í Morgun- blaðinu: í yfirlýsingu frá stjórn Islensku óperunnar kemur fram að „for- maður Listahátíðar tilkynnti ís- lensku óperunni að ekki gæti orð- ið af óperusýningunni þar sem ráðamenn Borgarleikhússins hefðu dregið þátttöku sína til baka...“ Þetta er ekki rétt. „Ráðamenn Borgarleikhússins" eða nánar til- tekið leikhúsráð Leikfélags Reykjavíkur var með málið til at- hugunar — og hafði hvorki sam- þykkt þátttöku né hafnað — þegar þær fréttir bárust frá Listahátíð að hætt hefði verið við verkefnið, að því er okkur skildist vegna þess að það gengi ekki upp fjár- hagslega og rækist auk þess á önnur dagskráratriði sem Lista- hátíð ráðgerði í Borgarleikhúsinu. Af umfjöllun Morgunblaðsins um þessa er ljóst að hinir ýmsu aðilar hafa fengið mismunandi upplýsingar um það hvers vegna var hætt við hana. Virðist því ýmislegt málum blandið og enginn vita almennilega hveijar ástæð- urnar voru. Hér verður ekki reynt að grafast fyrir um það en aðeins ítrekað að Leikfélag Reykjavíkur hafnaði því ekki að taka þátt í þessu verkefni. F.h. Leikfélags Reykjavíkur, Sigurður Karlsson. ■ / TILEFNI þess að sveita- söngkonan Tammy Wynette skemmtir á Hótel íslandi 8., 9. og 10. febrúar, efna Útvarp Aðalstöð- in og Hótel ísland til samkeppni um íslenskan texta við sveitasöng- inn Stand by your man, upphaf- lega í flutningi Tammy Wynette. Wynette afhendir verðlaunin í eigin persónu í samkvæmi, sem haldið verður henni til heiðurs. Fyrstu verðlaun eru kvöldverður fyrir fjóra á Hótel íslandi á söng- skemmtuninni föstudaginn 9. febr- úar. Önnur og þriðju verðlaun eru aðgöngumiðar á hljómleikana 8. febrúar. Dómnefnd skipa Jón Sigurðsson bankamaður, Þorsteinn Eggerts- son teiknari og textahöfundur, og Iðunn Steinsdóttir rithöfundur og textahöfundur. Skila þarf söngtextunum í um- slagi með dulnefni ásamt réttu nafni höfundar fyrir laugardaginn 3. febrúar í Aðalstöðina, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík. H GÍSLI Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Aust- urlands, var sagður Markússon og formaður sjóðsins í frétt um vaxtamál lífeyrissjóða á þriðjudag. Þetta leiðréttist hér með. ■ TRÍÓ Jóns Möller leikur jass í Risinu á efstu hæð Klúbbs- ins við Borgartún í kvöld, fimmtu- daginn 1. febrúar frá kl. 21:30 til kl. 01. Tríóið skipa Jón Möller á hljómborð, Þórður Högnason á bassa og Sveinn Óli Jónsson á trommur. í leikhé verður leikinn jass af hljómplötum. ■ BANDALAG íslenskra lista- manna skorar á stjórn Menningar- sjóðs útvarpsstöðva og formann hennar, Pál Skúlason, í samvinnu við Svavar Gestsson menntamála- ráðherra, að beita sér fyrir nauð- synlegum breytinguin tll þess að sjóðurinn geti orðið hornsteinn skapandi dagskrárgerðar fyrir sjón- varp og útvarp. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Bandalags íslenskra lista- manna, sem samþykkt var á stjórn- arfundi fyrir skömmu. Bent er á að sjóðurinn hafi ekki gegnt hlut- verki sínu, sem var að styrkja metn- aðarfulla dagskrárgerð og auk þess að greiða hluta af rekstri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. í stjórnarsam- þykktinni segir að auki að gefa þurfi listamönnum kost á að sækja beint til Menningarsjóðsins burtséð frá dagskrárstefnu stöðvanna. ■ FRAMHALDSNÁMSKEIÐ í ítölsku verður haldið á vegum Heimspekideildar Háskóla ís- lands og Endurmenntunarnefiid- * ar HÍ 6. febrúar til 2. mars. Marco Bottavi, prófessor og sendikennari frá ítölsku menningarmálastofnun- inni Mondo Italiano kennir. Nán- ari upplýsingar á skrifstofu endur- menntunarnefndar. Eitt verka Daða Guðbjörnsonar sem sýnir í Gallerí RV. ■ DAÐI Guðbjörnsson opnar sýningu í Gallerí RV, Réttarhálsi 2, föstudaginn 2. febrúar. Daði Guðbjörnsson er fæddur 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og síðan framahaldsnám við Ríkis- akademíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistamanna og er í safnráði Listasafiis íslands, Á sýningunni eru aðallega olíumyndir, en einnig nokkuð af grafíkmyndum. Þetta er 12. einkasýning Daða, en hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl. 8—17 og lýkur 23. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.