Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 luémR FOLX ■ SIGURÐUR Jónsson missir af næstu leikjum Arsenal í 1. deild ensku knattpspyrnunnar. Sigurði hefur verið sagt að hvíla sig algjör- lega á knattspyrnu í a.m.k. tvær vikur vegna meiðsla í baki. ■ ARNÓR Guðjohnsen fékk eins leiks bann í gær er belgíska aga- nefndin kom saman. Arnór leikur með Anderlecht um næstu helgi, gegn Racing Mechelen á útivelli en missir af næsta leik, gegn Lok- eren á heimavelli. Búist var við að Arnór fengi jafnvel lengra bann, vegna fjölda gulra spjalda, en hann slapp með eins leiks bann. ■ VÍKINGAR hafa fengið annan júgóslavneskan leikmann fyrir sumarið. Hann heitir Zilnic Janez og er 25 ára varnarmaður. Hann lék með Olympia Ljubljana í 1. deild í fyrra. Hinn Júgóslavinn í lið- inu, Goran Micic, mun einnig leika með Víkingum í sumar. ■ HAUKAR í Hafnarfirði ákváðu á stjórnarfundi í gær að stofna karatedeild, þá fyrstu í Hafiiarfirði. Stofnfundur deildar- innar verður haldinn í félagsheimili Hauka, við Flatarhraun, í kvöld kl. 2L___________________________ ÚRSLIT Körfuknattleikur BIKARKEPPNI KARLA: 16 liða úrslit, fyrri leikur: ÍR-Víkverji...............91:70 Handknattleikur 1. DEILD KVENNA: Haukar-KR.................15:29 2. DEILD KARLA: Haukar - Selfoss..........28:30 3. DEILD KARLA: UBK b - Grótta b..........22:22 ÍS - Stjaman b............26:26 Knattspyrna ENGLAND BIKARKEPPNIN - fjórða umferð: Liverpool - Norwich.........3:1 Steve Nicol, John Barnes, Peter Beardsley, vítasp. - Robert Fleck. 29.339. Newcastie - Reading....... 4:1 Mark McGee 2, Mick McQueen, David Ro- bertson. 26.233. QPR - Arsenal...............2:0 Kenny Sansom, Andy Sinto. ■ Liðin sem mætast í 16-liða úrslitum, em: Crystal Palace - Rochdale, Newcastle - Man. Utd., Blackpool - QPR, Oldham - Everton, Bristol City - Cambridge, WBA - Aston Villa, Sheff. Uted. - Barnsley, Liverpool v Southampton. Leikið er 17. og 18. febrúar. DEILDARBIKARINN iímmta umferð: Oldham - Southampton........2:0 Andy Ritchie, Mike Milligan. 18.862. West Ham - Derby............2:1 Stuart Slater, Kevin Keen - Dean Saunders. ■Liðin sem i mætast í undanúrslitum, em: Nott. Forest - Coventry, Oldham - West Ham. ÍTALÍA: Bikarkeppnin - fyrri leikir í undanúrslitum: Juventus - Róma.............2:0 Pierluigi Casiraghi 2. AC Mílanó - Napolí..........0:0 ■Seinni ieikimir fara fram 14. febrúar. HOLLAND: Fortuna Sittard - Feyenoord.1:1 BLAK / LANDSLIÐ SKIÐI Þrír íslend- ingará HM-unglinga Kristinn Bjömsson með áttunda besta árangur- inn í heiminum í sínum aldursflokki SKÍÐASAMBAND íslands hef- ur ákveðið að senda þrjá kepp- endurá heimsmeistaramót unglinga í alpagreinum sem fram fer í Vestur-Þýskalandi i byrjun mars. Heimsmeistaramótið fer fram í bænum Totnau í Vestur- Þýskalandi dagana 3. til 11. mars. Þátttökurétt hafa unglingar á aldr- inum 16 til 18 ára. Þeir sem keppa fyrir hönd íslands eru: Kristinn Björnsson, Ólafsfirði, Arnór Gunn- arsson, ísafirði og Haukur Arnórs- son úr Reykjavík. Þeir munu keppa í þremur greinum; svigi, stórsvigi og risasvigi. Kristinn, sem er 17 ára og yngst- ur þremenninganna, hefur nú 66 fis-stig í svigi sem ætti að gefa honum gott rásnúmer á heims- meistaramótinu. Samkvæmt fis- lista, sem kom út fyrir skömmu, er hann með áttunda besta árangur- inn í svigi í sínum aldursflokki. Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði hefur sýnt miklar framfarir og er nú kominn í hóp bestu unglinga heims í sínum aldursflokki. Hann er eitt mesta efni sem komið hefur fram hér á landi síðan ís- firðingurinn Sigurður H. Jónsson var upp á sitt besta fyrir tíu til KNATTSPYRNA AntoníKR Anton Jakobsson, leikmaður Fylkis, hefur ákveðið að ganga til liðs við KR og leika með liðinu í 1. deild í sumar. Anton er 26 ára miðvailarleikmaður og lék alla leiki Fylkis í fyrra en hann á að baki rúmlega 200 leiki með félaginu. „Mig hefur lengi langað til að breyta til en einhverra hluta vegna hefur aldrei orðið af því fyrr en nú,“ sagði Anton. „Ég hef leikið með Fylki í öllum deildum nema fjórðu og kominn tími til að prófa eitt- hvað annað,“ sagði Anton. Anton er annar leikmaður Fylkis sem skiptir um félag í vetur en áður hafði Baldur Bjarnason gengið til liðs við Fram. Anton Jakobsson fimmtán árum. Þess má geta að Kristinn er sonur hins kunna skíða- stökkvara á Ólafsfirði, Björns Þórs Ólafssonar. HANDBOLTI Auðvelt hjá KR KR sigraði Hauka í gær, 15:29, í 1. deild kvenna í handknatt- leik og nældi sér þannig í dýrmæt stig í botnbaráttu deildarinnar. Haukar héldu i við KR-inga í fyrri hálfleik og í leikhléi var staðan 10:13. í síðari hálfleik skildu svo leiðir. . Björk Hauksdóttir gerði seW mörk fyrir Hauka og Halla Grétars- dóttir gerði fjögur. Sigurbjörg Sig- þórsdóttir gerði átta mörk fyrir KR og Snjólaug Benjamínsdóttir og Nellý Pálsdóttir sex mörk hvor. KNATTSPYRNA / ENGLAND Sansom skaut Arsenal út Liverpool átti ekki í vandræðum með Norwich KENNY Sansom, fyrrum fyrir- liði Arsenal, lét stórt hlutverk þegar QPR sló Englandsmeist- arana út úr bikarkeppninni á Loftus Road, 2:0. Sansom skor- aði fyrra markið, 57. mín., eftir mikil mistök John Lukic, mark- verðar Arsernal, sem spyrnti knettinum til Ray Vegerle. Hann þakkaði fyrir sig og renndi knettinum til Sansom, sem skoraði. Arsenal sótti grimmt eftir það, en leikmenn QPR vörðust. Þegar 15 sek. voru til leiksloka náðu þeir skyndisókn og gulltryggði Andy Sinton sigurinn. Hann fékk knöttinn frá Vegerle, sem ætlar að leika með Bandaríkjunum á HM á Ítalíu. Gífurlegur fögnuður braust út á Loftus Road og geystu stuðn- ingsmenn QPR inn á völlinn. Peter Beardsley, sem skoraði úr vítaspyrnu fyrir Liverpool, lagði upp hin tvö mörkin í 3:1 sigri „Rauða hersins" gegn Norwich. Steve Nicol Tæplega helmingur gefur ekki kost á sér Þurfa að borga sjálfirferðirtil keppni og æfinga og John Barnes skoruðu. Beardsley fiskaði vítaspyrnuna sjálfur. Nýliðinn David Robertson, sem kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Newcastle, skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins gegn Reading, 4:1. Átta fastamenn vantaði í lið Derby - þar á meðal Peter Shilton, markvörð - sem varð að sætta sig við tap, 1:2, gegn West Ham á Upton Park í deildarbikarkeppninni. Oldham vann Southampton, 2:0, í sömu keppni og tryggði sér í und- anúrslit í fyrsta kipti í 77 ár. Old- ham hefur ekki tapað leik á heima- velli síðan í janúar 1989. Andy Ritc- hie, sem félagið keypti frá Leeds á aðeins 15. þús. pund, skoraði fyrra markið - hans tuttugasta mark í vetur. Ritchie er markahæsti mað- urinn í deildarbikarkeppninni, með átta mörk. Fimm af tólf leikmönnum sem valdir voru í landsliðið í blaki gefa ekki kost á sér til æfinga fyrir Smáþjóðamótið í blaki sem fram fer á Möltu í maí. Allir þrír leikmenn KA hafa ákveð- ið að gefa ekki kost á sér og tveir af fimm leikmönnum ÍS hafa gefið sama svar. Ástæðan er mikil fjárútlát í tengslum við æfingar og keppni en gert er ráð fyrir því að leikmenn borgi sjálfir stóran hluta ferðakostn- aðar við keppni og æfingar. „Við höfum lítinn tíma til að safna pening- um og það er hart ef menn geta ekki gefið kost á sér í landsliðið vegna peningaleysis. Við vinnum mikið fyrir félagið og ef við þyrftum einnig að vinna fyrir Blaksambandið þá yrðum við að hætta að æfa,“ sagði Sigurður Ólafsson, leikmaður KA. Kjartan Páll Einarsson, formaður Blaksambandsins, sagði að líklega yrði reynt að telja þessum leikmönn- um hughvarf. „Við höfum ekki gefið upp alla von um að fá þessa leikmenn aftur í liðið en líklega verðum við að bæta einhveijum við hópinn," sagði Kjartan. Þeir sem gefa ekki kost á sér eru Stefán Magnússon, Stefán Jóhannes- son og Sigurður Ólafsson úr KA, og Þorvarður Sigfússon og Gunnar Svanbergsson úr IS. Eftir í landsliðshópnum eru þá Leifur Harðarson, Jón Árnason og Einar Ásgeirsson, Þrótti, Sigurður Þráinsson, Arngrímur Þorsteinsson og Bjami Þórhallsson, ÍS, og Vignir Hlöðversson úr HK. Þjálfari landsliðsins er Zhao Shan Wen, sem þjálfar einnig lið ÍS. Kenny Sansom. SNÓKER Jafnt í einvíginu Steve Davis og Alex Higgins skildu jafnir í snóker einviginu í íþróttahúsi Vals í gær í mjög skemmtilegum leik. Higgins komst í 2:0 og 3:1. Dav- is jafnaði 3:3 en Higgins komst yfir að nýju, 4:3. Davis náði svo að jafna með frábærum leik í átt- unda og síðasta ramma. Knattspyrnusamband íslands auglýsir eftir þjálfurum fyrir eftirfarandi landslið karla: U-21, U-18, og U-16. Upplýsingar veita formenn nefndanna: U-21 Sveinn Sveinsson, sími 685784 U-18 Helgi Þorvaldsson, sími 73914 U-16 Jón Gunnlaugsson, sími 93-12329 Lysthafendur sendi umsóknir til skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511, fyrir 9. febrúar nk. merktar við- komandi landsliði. Knattspyrnusambandið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.