Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 41 vini við iðkun skákar. Hann sótti skákmót reglulega og heimur skák- arinnar var honum hugfólginn. Halldór var mikill fagurkeri og eins og títt er um góða handverks- menn hafði hann mikinn áhuga á listum. Varð hann snemma mjög mikill áhugamaður um málaralist og eignaðist gott safn málverka. Hann hafði mikið yndi af því að blanda geði við listmálara. Eignað- ist hann marga vini í hópi þeirra. En vænst þótti honum um hinn látna listmálara Sverri Haraldsson frá Vestmannaeyjum. Varð honum tíðrætt um Sverri og verk hans. Er mönnum það í fersku minn er Halldór beitti sér fyrir því að heiðra minningu Sverris með listaverka- gjöf til Vestmanneyinga á liðnu ári. Þegar lífshlaup Halldórs er at- hugað verður niðurstaðan sú, að hann hafi á margan hátt verið gæfumaður. Fátæki drengurinn frá Seyðis- firði sá drauminn rætast. Hann stundaði það starf sem veitti honum lífsfyllingu. Eignaðist gott fyrirtæki og komst í góð efni. Þá var hann lánsamur í einkalífi sínu. Ferðaðist mikið, tefldi og naut málaralistar. Var í reynd kunnur listvinur. En Halldór var ekki frem- ur en við hin ánægður með allt í nútímanum. Honum gramdist sér- staklega skilningsleysi þings og stjórnar á málefnum iðnaðarins. Hann sá heilu iðngreinarnar logn- ast út af. Hinn skeijalausi innflutn- ingur á iðnvarningi þótti honum afleitur. Oft ræddi hann við mig um stöðu iðnaðarins í landinu, hon- um sárnaði þegar hæfir iðnaðar- menn urðu að leggja upp laupana. Mörgum spurningum Halldórs í þessum efnum er ósvarað en þó eru ýmsir nú að átta sig á alvöru máls- ins. Að lokum viljum við í Fögru- brekku 27 þakka hinum látna ná- granna okkar um margra ára skeið fyrir vináttu, sem aldrei brást og sendum Fanneyju og börnunum innilegustu samúðarkveðjur. Það er þeim örugglega mikil huggun í sorginni að hafa átt slíkan ljúfling sem eiginmann, föður, tengdaföður og afa. Lifendum, guð minn líknar þú, liðnum þú miskunn gefur. Veit huggun þeim, sem harma nú, hvfld væra þeim, er sefur. Góðir menn, drottinn, gef þú, að í góðra manna komi stað á öllu ráð einn þú hefur. (Sveinbjöm Egilsson.) Hilmar Björgvinsson „Er ei bjartara land fyrir stefni". Þessi ljóðlína úr kvæði Einars Benediktssonar kom upp í huga minn, er ég spurði lát Halldórs Karlssonar. Ég kynntist Halldóri þegar við Margrét dóttir hans urð- um skólasystur í Kvennaskólanum. Þá myndaðist samheldinn hópur vinkvenna, sem haldið hefur saman síðan. Á þessum árum kynntumst við foreldrum hvor annarrar og það kom fljótt í ljós hvílíkir öðlingar Halldór og Fanney voru. Viðmót þeirra var alltaf sérlega j 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ©atuurflsiMgiiuiir Jánrass®ira & Daffo Vesturgðtu 16 - Símar 14680-132» Prufu-hitamælar hlýtt og þau sýndu okkur alla tíð alúð og vinsemd. Halldór hafði lifandi áhuga á flestum málum og var jafnan ánægjulegt að skiptast á skoðunum Við hann um menn og málefni. Hann var mikill unnandi fagurra lista og átti mikið safn fallegra málverka og kunni að veita öðrum hlutdeild í listinni, eins og hann skynjaði hana. Halldór var listamaður á sínu sviði, um það báru innréttingarnar, sem hann smíðaði, gott vitni. Við vorum nokkrar vinkonurnar sem nutum leiðsagnar hans við val á innréttingum og gaf hann okkur hollráð og reyndist vel í hvívetna. Nú er sár harmur kveðinn að fjöl- skyldu hans. Við vinkonur Margrét- ar og fjölskyldur okkar vottum henni, Gunnari, Fanneyju móður hennar og ástvinum hans öllum innilega samúð. Minningar um góð- lIM iXiaíin sfifa gfirgína. Lilja Hilmarsdóttir Mig langar til að kveðja með fáeinum orðum frænda minn Hall- dór Karlsson trésmið. Það var vorið 1968 sem Halldór kom á heimili foreldra minna og bauð mér að heija nám hjá sér við húsasmíði. Sjálfur hafði hann lært hjá frænda okkar Stefáni Sig- mundssyni húsasmíðameistara. Þau sjö ár sem ég vann hjá Hall- dóri lærði ég ekki bara smíðar, heldur svo ótal margt annað, sem kom sér vel síðar meir. Þegar ég hóf störf hjá honum var hann nýbú- inn að koma sér fyrir í nýju hús- næði. Á smíðastofu hans var ávallt góður starfsandi og eru mér alltaf minnisstæð fyrstu handtökin við hefilbekkinn, því ég er örvhentur og sneri því öfugt við bekkinn og henti Halldór-gaman af. Það var oft til þess tekið hve ósérhlífinn og eljusamur hann var í starfi sínu. Vegna sérstakra skipu- lagshæfileika hans var framleiðnin með ólíkindum. Það var mikill skóli. Halldór gerði eðlilega vissar kröf- ur til starfmanna sinna. Við lærðum vandvirkni og nákvæmni í vinnu- brögðum, auk þess sem reglusemi starfsmanna var í hávegum höfð. Er ég hef þurft að leita til Halldórs hin síðari árin var hann ávallt hjálp- legur. Halldór var fagurkeri og höfðaði málaralistin sérstaklega til hans, einnig stundáði hann táflménnsku og var góður skákmaður. Halldór átti mikla ágætiskonu, Fanneyju Siguijónsdóttur og varð þeim sjö barna auðið. Hann átti við vanheilsu að stríða hin síðari árin, og nú er ég kveð frænda minn vil ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu hans nú. Megi hann hvíla í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þórarinn G. Valgeirsson STJÓRNUNARNÁMSKEIÐ FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í síma 82411 O STJÚRINIUINIARSKÓLIIMN % Konráð Adolphsson Emkaumboð fynr Dale Carnegie namskeiöin' Allar pottaplöntur með Komið í Blðmaval og gerið gðð kaup POTTAPLONTUR Nú gefst einstakt tækifæri. Allar pottaplöntur með 30% afslætti. 1 KERTI | | KERAMIKPOTTAR | GR/ENA TORGID Kerti, serviettur og dúkar. Allt með 30-50% afslætti. Mikið af keramikpottum. 20-50% afsláttur. Frá Græna torginu koma tvö stórkostleg tilboð. 1) Nýjar, steinlausar appelsínur á aðeins 99 kr./kg. 2) Kiwi 1. flokkur líka í Kringluiwi 5 stk. í pk. aðeins 99 kr. Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.