Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 5 Háskólaútgáfan: Nýtt rít komið út um Evrópubandalagið Ut er komin á vegum Háskólaútgáfiinnar bókin Evrógubandalagið eftir Gunnar G. Schram, prófessor við lagadcild Háskóla íslands. Bók- in er fyrsta almenna fræðslu- og yfirlitsritið sem gefið er út á íslensku um Evrópubandalagið í Brussel og starfsemi þess. Einar Benediktsson, sendiherra Islands hiá handalao-inu í Brussel, ritar formála. 1-3% hækkun aksturs- gjalds ríkisstarfsmaima Ferðakostnaðarnefnd hefúr ákveðið akstursgjald í aksturssamning- um ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana. Hækkunin er á bilinu 0,8 til 3,02%. Akstursgjald var síðast ákveðið í júní í fyrra en hækkunin nú gildir frá 1. janúar síðastliðnum. Gerð er grein fyrir markmiðum, stefnu og starfsemi Evrópubanda- lagsins, en umræða um afstöðu ís- lands til bandalagsins hefur verið mjög á dagskrá undanfarið og mun verða í deiglu er fram líða stundir. Bókin er meðal annars ætluð til nota í skólum þar sem um þessi efni er fyallað. í upphafi bókarinnar er skýrt frá aðdraganda að stofnun Evrópu- bandalagsins, Ráðherraráðinu og Framkvæmdastjórninni í Brussel, þingi bandalagsins í Strassborg og dómstól þess í Lúxemborg. Rætt er um stefnu bandalagsins og grein gerð fyrir helstu verkefnum og sam- vinnu þeirra 12 þjóða sem að því standa. Þá eru skýrð helstu atriðin í störf- um bandalagsins; frjáls flutningur vöru á milli aðildarlanda, fijáls flutn- ingur vinnuafls, frelsi til atvinnu- reksturs og fijáls fjármagnsflutning- ur. Fjallað er sérstaklega um hina sameiginlegu stefnu EB í sjávarút- vegs- og landbúnaðarmálum og einn- ig á öðrum sviðum, svo sem í um- hverfis- og menningarmálum, skattamálum, félagsmálum og ut- anríkismálum. Rætt er um þá samninga EB og EFTA sem senn munu hefjast um sameiginlegt efnahagssvæði Evrópu (EES) og hvaða breytingar þeir munu hafa í för með sér á sviði við- skipta, fjármála, atvinnu- og félags- mála fyrir EFTA-ríkin, en Island er Gunnar G. Schram. prófessor við lagadeild Háskóla íslands. sem kunnugt er eitt þeirra. Loks er fyallað um samskipti ís- lands og Evrópubandalagsins, en hinn 320 milljón manna markaður EB er mikilvægasti markaðurinn fyr- ir íslenskar afurðir. Bókin Evrópubandalagið er 200 blaðsíður, Hilmar Þ. Helgason sá um útlit, Árni Finnsson um umbrot og prentun annaðist Ríkisprentsmiðjan Gutenberg. Bóksala stúdenta annast dreifíngu og fæst hún þar og einnig í flestum bókaverslunum. Almennt gjald fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana er 23,65 krónur á kílómeter, fyrir 10 til 20 þúsund kílómetra 21,20 krónur og umfram 20 þúsund kílómetra 18,70 krónur. Hækkun í hverju tilfelli nemur 20 aurum á kílómeter og er á bilinu 0,8 til 1,08%. Serstakt gjald, sem nær til akst- urs úti á vegum, hækkar um 50 aura á hvern kílómeter fyrstu 10 þúsund kílómetrana og verður 27,40 krónur. Þá er hækkunin 45 aurar á kílómeter fyrir 10 til 20 þúsund kíló- metra og 40 aura fyrir akstur um- fram 20 þúsund • kílómetra og fer í 24,50 og 21,65 krónur. Hækkun á þessum lið er á bilinu 1,86 til 1,93%. Torfærugjald hækkar um eina krónu, í 34,50 krónur, fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana, um eða 2,99%. 90 aura hækkun er fyrir 10 til 20 þúsund kílómetra og verður 30,85 krónur, eða sem nemur 3,01% og loks hækkar gjaldið um 75 aura fyrir akstur umfram 20 þúsund kíló- metra og verður 27,20 krónur, sem er 3,02% hækkun. Hvaðer ArmadElex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllum frá (A)rnstrong tt Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640 Þarna sérðu Tómas. Hann nýtur þess að ferðast um landið - og hann hefur efni ó því! Tómas hefur alltaf haft yndi af fjalla- ferðum. Hann kynntist þeim hjá vini sínum sem átti fjársterka foreldra og gat fyrir vikið ekið um á rándýrum fjallajeppa. Tómas ákvað að þegar hann keypti bíl þá yrði það góður bíll sem myndi duga vel á hálendinu og verða góður í endursölu. Petta varfyr- ir 4 árum. Tómas var svo heppinnjið vinna 500.000 kr. í happdrætti þegar hann var 16 ára. Og hamingjuhjólið snerist áfram því hann komst í sam- band við sérfræðingana hjá Fjárfest- ingarfélagi íslands hf. og í samræmi við ráðleggingar þeirra keypti hann KJARABRÉF fyrir vinningsupphæð- ina. í sumar - 4 árum seinna - gat hann keypt sér 2.000.000 kr. jeppa. KJARABRÉFIN hafa nefnilega fjórfaldast á síðustu 4 árum og árið 1990 hefur upphæðin líkast til tvöfald- ast að raungildi. Og auðvitað er Tóm- as áfram í sambandi við Fjár- festingarfélagið - hann stefnir nefni- lega að því að skipta eftir 2-3 ár! - Gott hjá þér Tomitii! FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI, S. 28566 • KRINGLUNNI, S. 689700 • AKUREYRI, S. 25000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.