Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 SIEMENS-dæd' STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND Kársneshöfti - framtíð Kópavogs eftir Guðna Stefánsson Þriðjudaginn 23. janúar sl. var samþykkt í bæjarstjóm Kópavogs deiliskipulag af hafnarsvæðinu á Kársnesi. Ég tel að hér sé um stærra mál að ræða fyrir Kópavog en margur áttar sig á í fyrstu. Árið 1952 var gamla bryggjan byggð. Gott mannvirki á þeim tíma og hefur staðist tímans tönn með ágætum. Síðan lágu allar fram- kvæmdir niðri um langt árabil þar til fyrir fáum árum að framkvæmd- ir hófust að nýju. Nú er búið að gera varnargarð sunnan gömlu bryggjunnar og er þar í kverkinni komin mjög góð aðstaða fyrir um það bil 40 smærri báta við flot- bryggju þá sem þar hefur verið komið fyrir. Nú liggur næst fyrir að hefja uppfyllingu og gerð varnargarðs norðan bryggjunnar gömlu. Þar er gert ráð fyrir fískihöfn, þar sem stærri fiskiskip, svo sem togarar, geta athafnað sig. Vestan og norðan hafnar þessar- ar, á hafnaruppfyllingunni, er svo fyrirhuguð fragthöfn með um 350 metra viðlegukanti. Þetta kann í fyrstu ekki að virðast vera verkefni fyrir nánustu framtíð, en þó er þetta mjög raunhæf framkvæmd og þýð- ingarmikil fyrir þróun atvinnulífs í Kópavogi. Hið nýsamþykkta deiliskipulag hafnarsvæðisins nær yfir 16 hekt- ara svæði. Samkvæmt því eru áætl- aðar nýbyggingar á þessu svæði allt að 23.000 fm að grunnfleti. Þarna myndast því mikil og góð aðstaða fyrir hafnsækinn iðnað og starfsemi tengda sjávarútvegi. Það gefur augaleið hvílík lyftistöng þessar framkvæmdir verða fyrir atvinnulíf Kópavogs. En óvíða eru betri náttúruleg hafnarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu en einmítt þarna. Þetta skipulag hefur verið unnið af Bæjarskipulagi Kópavogs undir forystu Birgis H. Sigurðsson- ar skipulagsstjóra og fínnst mér að vel hafi tekist til. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort nægjanlega góðar flutningsleiðir séu fyrir hendi frá höfninni. Með tilliti til nútíma flutningatækni verður að svara því til að svo sé. Guðni Stefánsson „Þarna myndast því mikil og góð aðstaða fyrir hafhsækinn iðnað og starfsemi tengda sjávarútvegi. Það gefur augaleið hvílík lyfti- stöng þessar fram- kvæmdir verða fyrir atvinnulíf Kópavogs. En óvíða eru betri nátt- úruleg hafnarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu en einmitt þarna.“ íslenskar neysluvenjur og íslenskar tennur eftir Ingu Þórsdóttur Tannskemmdir eru algengari kvilli á íslandi en meðal annarra þjóða sem þekkja tannburstann og við berum okkur gjarnan saman við. Þannig eru tannskemmdir til dæmis tvisvar sinnum algengari á íslandi en á öðr- um Norðurlöndum og þrisvar sinnum algengari en í Bandaríkjunum. Sýra auðveldar holumyndun í tönnunum, en eftir sykurneyslu geijast sykurinn í munninum af völdum baktería og tennurnar eru svo að segja í sýrubaði í um það bil hálfa klukkustund eftir að syk- urs er neytt. Mörg mál yfír daginn sem innihalda sykur eru því það besta fyrir Karíus og Baktus og það versta fyrir heilsu tannanna. Nart í sætindi er eiginlega víta- hringur þar sem sykur mettar fljótt en veldur því jafnframt að svengdin segir fljótt til sín aftur, en þá er því miður oft notuð sú lausn sem virðist svo auðveld, að fá sér bara svolítið meira nammi. Á tannvernd- ardögum undanfarin ár hefur verið bent á að við Islendingar neytum meiri sykurs en aðrar þjóðir á jarð- arkringlunni og að við fáum næst- um fjórðung orkunnar úr sykri. Sykurinn er í sælgæti, um það bil 50 grömmum á dag á hvern Islend- ing, í gosi, en við drekkum þrisvar sinnum meira af því en nágranna- þjóðirnar, í sætum kökum og fleiru af svipuðu tagi. Hvers vegna þessar skammir? Þetta vitum við allt saman og höfum le.ngi vitað. Þetta er leiðinlegt raus og aukinheldur ófínt og ómenning- arlegt, því að hvað er hversdags- legra en matur og tennur? Þar að auki er þetta ekki sérlega mikil- vægt því að það er alltaf hægt að lappa upp á skemmda tönn eða fá sér falskar ef í hart fer. Ég veit ekki hve mörg okkar bregðast nokkurn veginn svona við stað- reyndum um neysluvenjur íslend- inga, en víst er að við lítum allt öðru vísi á þessi mál en flestar aðr- ar þjóðir. Kannski erum við þrátt Inga Þórsdóttir Y „Kannski erum við þrátt fyrir allt ósköp fávís. Kannski enn svo frum- stæð að við einblínum á það að koma okkur upp búi og skreyta það, en gleymum að lífsgæði menningarþjóða í dag felast að mjög miklu leyti í góðu heilsufari, sem byggist á öflugu for- varnastarfí.“ fyrir allt ósköp fávís. Kannski enn svo frumstæð að við einblínum á það að koma okkur upp búi og skreyta það, en gleymum að lífsgæði menningarþjóða í dag fel- ast að mjög miklu leyti í góðu heilsufari, sem byggist á öflugu forvarnastarfi. Viðgerðir eru dýrari en forvarnir, bæði fyrir hvern og einn og fyrir samfélagið, en meðan við áttum okkur ekki á því þá erum við hreinlega á eftir, vegna þess að fátækar þjóðir og ríkar, ásamt bandalögum ýmissa landa, gera sér æ betri grein fyrir þýðingu hinna svokölluðu forvama. Eina ráðið er að við áttum okkur á því, að bestum árangri verður náð með sameiginlegu átaki í fræðslu og öðru forvarnastarfi, sem getur hjálpað okkur til þess að temja okkur nýjar neysluvenjur. Með því að gera betri neysluvenjur að sam- eiginlegu áhugamáli hætta þær að vera leiðinlegar og ómenningarieg- ar, og fara að skipta okkur verulegu máli. Og þar með þurfum við aldrei eða sjaldan að lappa upp á skemmda tönn, hvað þá að fá okk- ur falskar. Við vitum að sykur og sínart eru stóru skemmdarskrínin, en hvað getum við gert sem er ekki svo erfitt að það virðist óframkvæman- legt? Fyrsta og besta ráðið er að drekka vatn við þorsta í stað gos- drykkja. Sums staðar er hér reynd- ar erfiðara að ná í glas af vatni en gosdrykkjarflösku. Við þurfum þess vegna að skapa aðstæður sem gera það jafn auðvelt að ná í vatnsglas eða vatn á flösku eins og í í gos- drykki. Nægilegt magn matar á mat- málstímum getur komið í veg fyrir nart milli mála, en sé erfitt að forð- ast það ættum við að velja sykur- snauða og trefjaríka aukabita. Trefjaríkar fæðutegundir, t.d. ýmiss konar grænmeti, eru um margt nytsamlegar fyrir kroppinn og ekki síður fyrir tennurnar. Trefj- ar auka þörfina fyrir að tyggja vel og auka þar með munnvatnsrennsli sem jafnar sýrustigið í munninum og vinnur þannig gegn tann- skemmdum. Áuk þessa stuðla trefj- arnar að magafylli sem varir lengur og koma í veg fyrir ótímabæra svengd. Smáum sem stórum sælgætis- hákum væri loks hollt að breyta neyslu sinni í þá veru að borða nammi sjaldnar, t.d. einu sinni í viku, en magnið í þessi einstöku skipti skiptir þá minna máli. Höfundur er doktor í næringarfræði ogstarfar við Landspítaiann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.