Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 BARÁTTAN VID BÁKNIÐ Landsmálafélagið Vörður mun halda málþing um ríkisumsvif laugardaginn 3. febrúar nk. kl. 10.00 til 13.00 í Valhöll v/Háaleitisbraut. 1. Málshefjendur: Friðrik Sóphusson, alþingismaður: Baráttan við báknið; hvað hefur áunnist? Geir H. Haarde, alþingismaður: Atvinnulífið og rí kisbúskapurinn. Hreinn Loftsson, lögmaður: Hvaða fyrirtæki er hægt að einkavæða? Markús K. Möller, hagfræðingur: Hvert er hlutverk ríkisins? Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri: Ríkissjóður: Af hverju ekki halli? 2. Opnar umræður: Málshefjendur ásamt Ólafi [sleifssyni hagfræðingi, Pálma Jónssyni, alþm., og Ólafi G. Einarssyni, alþm. Ráðstefnustjóri. Guðmundur Magnússon, sagnfr. Málþingið er öllu áhugafólki opið. LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR Listmunir- Sýningar- Uppboð Pósthússtrati 9, Austurstrati 10,101 Reykjavík Sími: 24211, P.O.Box 121-1566 UPPBOÐ 25. málverkauppboð Gallerí Borgar, ísamráði við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf., verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld og hefst það klukkan 20.30. Myndirnar verða sýndar ídag á milli klukkan 10.00 og 18.00 í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Meðal verka, sem upp verða boðin, má nef na: 80. Jóhannes S. Kjarval 81. Ásgrímur Jónsson 82. Jón Engilberts 83. Jóhannes S. Kjarval 84. Svavar Guðnason 85. Jóhannes S. Kjarval 86. Jón Stefánsson 87. Jóhannes S. Kjarval 88. Jón Stefánsson 89. Jóhannes S. Kjarval 90. „Gamla myndin11 Höfundur ókunnur Fjallið. Olía. 40x59 cm. Ómerkt. Búrfell og Þjórsá. Vatnslitur. 42x56 cm. Merkt. Frá Þingvöllum. Olía. 80x100 cm. Merkt. Almannagjá. Olía. 1931-32. 60x81 cm. Merkt. Landslag. Olía. 1934. 35x49 cm. Merkt. Himnastiginn. Olía. 75x69 cm. Merkt. Módel. Olía. Frá námsárum J óns í Kaupmannahöfn. 92x62 cm. Merkt á blindramma. Karlagrobb. Olía. 1952. 85x90 cm. Merkt. Skjaldbreiður. Olía. 48x65 cm. Merkt. Fjallkonan. Olía. Máluð um 1952. 100x95 cm. Merkt. Ari Magnússon og Kristín Guðbrandsdóttir. Olía. 115x125 cm. Ómerkt. Samkvæmt aldursgreiningu virðist málverkið vera frá um 1830-1910. Margir telja það þó mun eldra. Uppboðið hefst klukkan 20.30. BORG Helga Asmunds- dóttir - Minning Fædd 13. febrúar 1960 Dáin 22. janúar 1990 Okkur langar með örfáum orðum að minnast vinkonu okkar sem svo skyndilega var kvödd úr þessum heimi eftir örstutt veikindi. Þegar okkur barst sú harmafregn mánudaginn 22. janúar að hún Helga væri dáin var erfitt að trúa því. Það er svo sárt og óskiljanlegt þegar svo ung kona er kvödd burt frá eiginmanni og börnum langt fyrir aldur fram. Á örskoti var hugurinn kominn til Danmerkur til Leifs, eiginmanns Helgu og barna, sem nú áttu um sárt að binda. Lífið er hverfult. Það er svo stutt á milli og ráðþrota reynum við að sjá einhvern tilgang með ótímabæru andláti Helgu sem okkur fannst eiga allt lífið framundan — en kannski er ekki okkar að skilja. Undanfarna daga meðan við höf- um glímt við sársaukann hafa minn- ingarnar yljað okkur. Það er svo margs að minnast. Fyrstu kynni okkar af Helgu og Leifi urðu er þau fluttu í næsta hús við okkur á stúdentagörðum í Árós- um. Hún er skýr minningin frá fyrstu heimsókn til okkar til þeirra. Á meðan við fullorðna fólkið töluðum saman á „íslensku" lögðu synir okkar, þá þriggja ára gamlir, grunn að einstakri vináttu sem enn í dag er að vaxa. Frá upphafi var okkur ljóst hve mikið ljúfmenni Helga var. Aldrei heyrði maður Helgu hallmæla öðrum og hún var alltaf fyrst til að fyrir- gefa. Ekki síst mátti sjá á samskipt- um hennar við börnin sín, Ása og Fríðu, hve heilsteypt Helga var. Þó Helga væri alvörugefin að eðlisfari var samt alltaf stutt í brosið. Marg- ar samverustundirnar áttum við þar sem glens og gaman var í fyrirrúmi. Þó Helga og Leifur flyttust í annað bæjarfélag hélst vináttan sem þá hafði dafnað í tvö ár. Þegar við öll höfðum lokið okkar námi lágu leiðir okkar saman á ný er við flutt- umst til íslands. En eftir nokkurra ára búsetu á Seltjamarnesinu sagði ævintýraþráin til sín. í nóvember sl. fluttist fjölskyldan til Danmerkur á ný, nú til Kaup- mannahafnar. í bréfi sem Helga skrifaði okkur nýlega kemur skýrt fram hversu vel þeim leið í húsinu sem þau höfðu fest kaup á. Húsið sem stendur við Damhussöen er gamalt en mjög vinalegt. Ási og Fríða féll vel á nýjum slóðum og góðar horfur voru i atvinnumálum. Þessi stutti tíma sem fjölskyldan átti í húsinu í Rödovre var vafalaust einn sá besti sem þau áttu saman. En fljótt skipast veður í lofti. Það er með sárum söknuði og þökk sem við kveðjum Helgu vin- konu okkar. Elsku Leifur, Ási og Fríða, sorg ykkar er mikil og söknuð- urinn sár. Við sendum ykkur og öllum hennar ástvirium okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Þú sást það vinur, orðin þraut og þá tók þögnin við, og henni sagðist betur. (Þorsteinn Erlingsson) I Dóa og Einar Þegar við erum ung snýst tilvera okkar oftast um hin veraldlegu gæði. Það þarf að koma þaki yfir höfuðið, innrétta heimilið, endurnýja bílinn svo ekki sé minnst á hvort komist verði til útlanda í sumarfr- íinu. Sjaldnast leiðum við hugann að því hve heppin við erum að hafa góða heilsu, hvað þá að hugurinn beinist að dauðanum. Dauðinn, sem er svo fjarlægur, er eitthvað sem hendir okkur á gamals aldri þegar við erum orðin þreytt og lúin, eða einhvetja aðra en okkar nánustu. En allt í einu er öryggi okkar ógnað. Án nokkurs fyrirvara er höggvið stórt skarð í vinahópinn sem ekki verður fyllt. Hún Helga okkar er dáin, hún sem hefði orðið þrítug í næsta mán- uði. Og augu okkar opnast fyrir því að veraldlegu gæðin virðast einskis virði þegar ástvinir falla frá. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Okkur þykir alveg sjálfsagt að vakna upp af værum svefni, sann- færð um að allt sé eins og það var í gær. Þegar sorgarfréttin um tát Helgu barst, hrundi tilvera og ekki virðist lengur sjálfsagt að hafa góða heilsu. Við kynntumst allar er við vorum við nám í Horsens í Danmörku fyrir u.þ.b. fimm árum. Við vorum frekar fámennur hópur íslendinga þar sem allir þekktust. Að búa fjarri fjöl- skyldu og vinum var oft erfitt og leiddi til náinna kynna meðal margra okkar. Kynna sem rofnuðu ekki þó heim væri komið. Helga og Leifur fluttust aðeins seinna en við hin til Horsens ásamt Ása, syni Helgu. En Helga var fljót að falla inn í hópinn því hún átti svo auðvelt með að kynnast og að- lagast fólki með glaðværð sinni og hreinskilni. Stuttu síðar fæddist þeim dóttir, Hólmfríður, sem verður fímm ára í apríl nk. Við vorum þijár úr hópnum sem vorum ný orðnar mæður í ókunnu landi, fjarri íjölskyldum okkar og því tengdumst við mjög nánum böndum. Nær daglega hittumst við með barnavagnana og Ási litli trítlaði með svo góður og nærgætinn við litlu prinsessurnar þijár, eins og þær væru allar systur hans. Við deildum gleði og áhyggjum og barnauppeldið átti hug okkar allan. Þegar heim var komið héldum við áfram að hittast og rækta vinátt- una. Oft var setið fram á rauða nótt í saumaklúbbnum okkar. Því það var frá svo mörgu að segja. Og átti Helga ekki hvað síst stóran þátt í því hve þessar stundir voru ánægju- legar og ógleymanlegar. Það er ekki oft sem við hittum persónu eins og Helgu, svo einlæg og hreinskilin og án allrar tilgerðar. Þótt áhyggjur hrjáðu hana var alltaf stutt í hlátur- inn hennar og hún var fljót að sjá broslegu hliðarnar á málunum. Helga og Leifur ákváðu að flytj- ast utan aftur. Þau létu drauminn rætast í nóvember sl. Kaupmanna- höfn varð fyrir valinu, enda æsku- heimkynni Helgu. Það var ógleymanlegt kvöldið þegar við komum saman tuttugu stelpur frá Horsens sl. haust þar sem Helga var hrókur alls fagnaðar þetta kvöld eins og svo oft áður. Með sinni skemmtilegu og spaugi- legu frásagnargleði kom hún okkur til að hlægja svo mikið, að tárin streymdu niður kinnar okkar. Án þess að vita það þá var þetta kveðjustund okkar með Helgu. Við vorum sannfærðar um að við mynd- um hittast áður en langt um liði. Eftir að Helga fluttist utan var saumaklúbburinn okkar ekki sá sami. Viku fyrir andlát hennar sát- um við saman fjórar og lásum bréf frá henni sem var svo uppfullt af bjartsýni og gleði. Hún skrifaði um hve Ási væri ánægður í skólanum og hve Fríða var orðin dugleg að bjarga sér á dönsku í leikskólanum og allt var svo bjart framundan. Nýr kafli í lífi þeirra var að heljast og við samglöddumst þeim svo innilega. Við ætluðum allar að skrifa henni línu næstu daga en enginn veit sinn næturstað og nú er það orðið of seint. Helga veiktist skyndilega og lést þann 22. janúar á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Ótal minningar hrannast upp í huganum, minningar um góða stúlku, minningar sem munu varðveitast í hjörtum okkar allra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að, minnast, margs er aé sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku -Leifur, Ási, Fríða og ást- vinir, megi guð vaka yfir ykkur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.