Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Undirstaða... ...árangursríks og ánægjulegs lestrar er að lesa hratt. Þú getur aukið lestur og gert hann ánægjulegri með því að margfalda lestrarhraða þinn á hraðlestrarnámskeiði. Það er einnig stað- reynd að ekkert dregur jafn mikið úr árangri skólafólks og lítill lestrarhraði. Hver er þinn lestrarhraði? Er hann einungis 150 til 180 orð á mínútu? Langar þig að lesa 600 orð á mínútu, jafnvel enn meir? Það skiptir ekki máli hver lestrarharði þinn er nú, þú getur margfaldað hann á námskeiði í hraðlestri. Lestrarhraði nemenda Hraðlestrarskólans und- anfarin 10 ár hefur þrefaldast til jafnaðar, hvort- heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig strax á næsta nám- skeið, sem hefst miðvikudaginn 7. febrúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. Ath.: Flest stéttarfélög styrkja meðlimi sína til þátttöku á námskeiðinu. es HRAH.ESTIMSKÓLIM Vegir og vegleysur eftirKristin Kristinsson Fyrir aðeins hálfri öld mátti heita ónumið land þar sem Kópavogs- kaupstaður stendur nú. íbúar voru um 170 árið 1940, en eru um þess- ar mundir nálægt 16.000 og Kópa- vogur því stærsta sveitarfélag landsins utan Reykjavíkur. Saga byggðaþróunar í Kópavogi er margslungin átakasaga sem fjöl- margir litríkir einstaklingar áttu hlut að. Sú saga verður ekki krufin hér að öðru leyti en því, að lítillega verður fjallað um götur bæjarins. Löngu áður en svokallaðir Hafn- arfjarðarbrandarar komust í tísku, gerðu menn sér götur Kópavogs að gamanmáli. Þær þóttu hvort tveggja með allra frumstæðasta móti og auk þess villugjarnt þar með afbrigðum. Ýmsar sögur gengu þar um. Til dæmis þótti kjörið fyrir þá sem hugðust aka erlendis á ókunnum slóðum að æfa sig fyrst í Kópavogi. Lítill broddur var í þessu og sjálf- sagt hefur ríkt skilningur undir niðri á þeim erfiðleikum sem þetta unga samfélag átti við að etja. Kópavogur byggðist upp af efna- litlu fólki og var lengi framanaf svefnbær frá höfuðborginni. Tekju- stofnar bæjarins voru því rýrir, en útþensla byggðarinnar mikil og verkefnin óþrjótandi. Eðlilega voru málin leyst með sem minnstum til- kostnaði og fátt gert til frambúðar. ■ .. Duni dúkarúlíur kalla fram réttu stemmninguna víð veisluborðið. Fallegir litir sem fara vel víð borðbúnaðinn geta skapað þetta litla sem þarf til að veislan verði fullkomin. Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir. Hvað var sagt fyrir 4 árum? Fyrir fjórum árum gáfu sjálf- stæðismenn Kópavogsbúum það kosningaloforð, fengju þeir umboð þeirra til, að fullgera gatnakerfi bæjarins með gangstéttum og lýs- ingu á tveimur kjörtímabilum, það er átta árum. Hér var miklu lofað, en að vel athuguðu máli. Árið 1986 var heiidarlengd gatna í bænum nálægt 54 km. Þar af voru 22 km ófullgerðir. Meginhluti þeirra gatna er í elstu hverfunum. Þessir 22 km voru í mismunandi ástandi, en til að fullgera þá þarf víðast að skipta um jarðveg í undir- byggingu og auk þess frárennslis- og vatnslagnir. Lagnir í þessum götum eru áratuga gamlar, settar niður af vanefnum og svara ekki kröfum tímans. Sumstaðar eru vatnslagnir aðeins 40-50 mm, en lágmarksvídd til að fæða bruna- hana er 100 mm. Að því leyti er hér um brýnt ör- yggismál að ræða. Við töldum að þetta verk mætti vinna fyrir fimm hundruð milljónir króna eða uppfært til núvirðis í kringum einn milljarð. Til að svo mætti verða, þurfti auðvitað ná- kvæma áætlun og skipulagningu, þar sem framkvæmdum var dreift á verktímann og hagstæðum kjör- um náð vegna umfangs verksins. En því miður náðum við ekki eyrum Kópavogsbúa. Þegar kosningastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins hafði birst, sögðu talsmenn vinstri meirihlutans að hér væri um svo sjálfsagt mál að ræða að ekki þyrfti að nefna það sérstak- lega, enda ákveðið að ljúka því inn- an þess tíma sem sjálfstæðismenn boðuðu. Foringi Alþýðubandalagsins lét hafa eftir sér: „Gatnagerð og snyrt- ingu bæjarins lít ég á sem svo sjálf- sagðan hlut, að mér finnst sú stefnuskrá sem hefur það að megin- markmiði sýna andlega fátækt.“ Þetta var gert Og hver hefur nú raunin orðið á hjá vinstri meirihlutanum á liðnu kjörtímabili? í nýjum hverfum svo sem í Suð- urhlíðum eru götur ásamt gang- stéttum að mestu fullgerðar, enda standa gatnagerðargjöld undir framkvæmdum og heimild til inn- heimtu B-gatnagerðargjalda nýtt að fullu. Af hinum 22 km í eldri hverfun- um hefur aðeins verið lokið við 3 km. Auk þess var sett malbik á 1,5 km yfir, alónýta olíumöl sem orðin var hættuleg umferðinni, án þess að undirbyggja þær götur. Ennþá er því ólokið við 19 km og sumar þeirra gatna í svo slæmu ástandi, einkum í vetrarfrostum, að þær eru hættulegar bæði mönn- um og bílum. Með þessum afköstum má gera því skóna, að endurbyggingu gatna í Kópavogi verði lokið eftir 25 ár, eða árið 2015. Þá verður komin á legg þriðja kynslóðin við þessar götur og þá er hætt við að hinar góðlátlegu gamansögur um göturnar ( Kópa- vogi verði orðnar að nöpru háði. Hvað skal nú til varnar verða? Þær forsendur sem sjálfstæðis- menn gáfu sér 1986 til fjármögnun- ar endurbyggingar gatna í eldri Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511 WSconders Kork-o-Plast Sœnsk gœðavara f 25 ár. KOftK O PLAST et meo slitsleita vinylhúö og notaö i gólf sem rmkJÖ mjrötr á. svo sem á (lugstöövum og á sjúkrahúsum KORK O PLAST er auövrlt aö þríía og þargilegt er aö ganga á pvl. S^rtega hentugt tyrtr virmustaöi, banka og opinberar skrifstofur KOfíK O PLAST tyggir ekki upp jpennu og er rnikiö notaö í tötvuherbergjum KOffK O PLAST f*st I 13 rmsmunandi korkmynstrum Geqnsae. slitSterk Ofl auöbrlfanleg vínyl-filma ________________________ staklega Rakavarnarhúö va'lnr> ko,t<ur 11 •* f köntum. ^^^^T^^^^mismunandi munstrum. Sterkt vinyf-undirlag Fjaörandi korkur EF ÞÚ HYRÐ ÚTI A LANDI ÞÁ SENDUM V» PÉR ÖKEYPtS SYNISHORN OG BÆKUNG. £& Þ ÞORGRÍMSSON & CO ^ Armula 29 Reyk|iivik simi 38640 „Ennþá er því ólokið við 19 km og sumar þeirra gatna í svo slæmu ástandi, einkum í vetr- arfrostum, að þær eru hættulegar bæði mönn- um og bílum. Með þess- um afköstum má gera því skóna, að endur- byggingu gatna í Kópa- vogi verði lokið eftir 25 ár, eðaárið 2015.“ hverfum eru brostnar í dag. Á kjörtímabilinu hafa skuldir bæjarins tvöfaldast á föstu verðlagi og eru nú taldar vera um 1.200 milljónir eftir því sem næst verður komist og eru þá orðnar hærri en saman- lagðar árstekjur af föstum tekju- stofnum. Það er því ljóst að þyngra er nú fyrir fæti með dýrar framkvæmdir, en þá er að leita nýrra leiða og gera nýjar áætlanir. Löngu er orðið tímabært að þetta verkefni fái forgang og Kópavogs- búar hljóta að vera sammála um að lengur verður þessu aðgerðar- leysi ekki unað. íbúar í eldri hverfunum eru að hluta til frumbyggjar Kópavogs eða niðjar þeirra og því það fólk sem drýgstan þátt átti í uppbyggingu bæjarins. Það er mikið tillitsleysi við þetta fólk að ætla því að búa mann fram af manni við slíkar frumbýlisaðstæður, sem jafnframt rýrir verðgildi eigna þess. Sinnuleysi meirihlutans í þessu efni er þeim mun óskiljanlegra, að þeir hafa tekið umhverfismálin föst- um tökum og unnið ágætt starf við fegrun bæjarins. En hvað fellur frekar undir þann málaflokk en það umhverfí sem næst okkur er og mest er notað, göturnar og gangstéttirnar? Lokaorð Engum sem til þekkir blandast hugur um, að í Kópavogi hefur ris- ið upp glæsilegt samfélag á undra- skömmum tíma. Þar hefur lagst á eitt dugnaður og framsækni íbú-' anna og það sem mörgum gleym- ist, ómældur styrkur og hagræði af nábýlinu við höfuðborgina. Eðlilega geldur Kópavogur bernsku sinnar á ýmsum sviðum og því skortir á margt sem sjálf- sagt þykir í bæjarfélögum sem standa á eldri grunni. Það hlýtur því að vera stöðugt mat hvað hafa skuli forgang í rekstri og fram- kvæmd bæjarfélagsins. { komandi bæjarstjórnarkosning- um gefst Kópavogsbúum kostur að hafa áhrif á það mat, með því að kjósa framkvæmdamenn til forystu í bænum. Höfundur er byggingameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.