Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 40
l4Q 'mÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FBBRÚAR 1990 Halldór Karlsson trésmiður - Minning Fæddur 3. september 1930 Dáinn 22. janúar 1990 Á þessum tímum ólgu og um- brota í íslensku þjóðfélagi, þegar gildismat okkar orkar stundum tvímælis, er það vissulega mikils virði að hafa fengið að kynnast manni, sem í lífí sínu og starfí hafði það að leiðarljósi að rétta öðrum hjálparhönd og vera sannur í einu og öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur. Slíkur maður var Halldór Karls- son. Það var sameiginlegur áhugi á skákinni sem leiddi okkur Halldór saman og varð vísirinn að vináttu okkar. í skákinni fann Halldór sér hugðarefni sem gaf lífí hans fyll- ingu eftir amstur dagsins eins og hann komst að orði í viðtali við Morgunblaðið vorið 1981. Dálæti hans á skákinni var einlægt og fölskvalaust, og það var eins og brygði ljóma yfír svip hans þegar hann var sestur við skákborðið og bjó sig undir að hefja taflið. Stund- um leit hann við héma í Bauganes- inu til að biðja mig að líta á skák sem hann hafði þá nýlega teflt í einhverri keppninni og fysti þá gjarnan að heyra álit mitt á tafl- mennskunni. Það var alltaf gaman að fá Halldór í heimsókn og um- ræðuefnið var þá ekki alltaf bundið við skák, síður en svo. Talið barst gjaman að málverkum eða myndum sem hann hafði séð eða var nýbúinn að eignast og þar kom maður aldeil- is ekki að tómum kofunum. Hann var ótrúlega fróður um myndlistar- menn og verk þeirra og í þeim undraheimi sem málaralistin opnaði honum fann hann sér annað hugð- arefni, sem líkt og skákin gaf hon- um lífsfyllingu og nýjar víddir. í sjálfu sér er ekkert undarlegt þótt myndlistin yrði Halldóri svo hug- leikin sem raun ber vitni, því að í honum blunduðu listrænir hæfileik- ar sem fundu sér tjáningarform í starfi hans og verkefnum á Smíða- stofunni. Allt sem þaðan kom ein- kenndist af einstakri smekkvísi og næmri tilfínningu fyrir innra sam- ræmi hlutanna. Ég minntist áðan á viðtal sem Morgunblaðið átti við Halldór vorið 1981. í því kemur fram hvernig hann á unga aldri lagði ótrauður út í lífsbaráttuna með tvær hendur tómar, kom undir sig fótunum í iðngrein sinni og setti að lokum á stofn fyrirtæki sitt, Smíðastofu Halldórs Karlssonar, sem hann rak af miklum þrótti og myndarskap til dánardags. Það er hugþekkur og fágaður blær yfír þessu viðtali og ég get ekki stillt mig um að birta hér úr því nokkrar setningar sem lýsa vel lífsviðhorfum Halldórs og göfgi í hugsun. Það er komið undir lok viðtalsins og Halldór segir: „Mér hefur löngum verið hug- stætt þar sem segir í Jóni Trausta á þá leið eftir skoska stálkónginum Andrew Camegie sem hetjusjóður Carnegie er kenndur við: Auðæfi eru ekki réttmæt nema þeim sé varið til að skapa heill og hamingju sem flestra manna og sá maður, sem deyr frá milljónum sinum óráð- stöfuðum, deyr í smán því að hann hefur brugðist hlutverki sínu. Það ber að hjálpa þeim til frama sem hafa áhuga á að hjálpa sér sjálfír. Það hefur alltaf verið ásetningur minn að verjast oki fátæktarinnar. Það var ekki eftirsóknarverðasti skólinn að ganga í gegnum en það var harður og góður skóli að horfa upp á vandræði fólks á Seyðisfírði á unglingsárunum, áhrifaríkt að alast upp við ástand sem ungt fólk á Islandi í dag trúir ekki og skilur ekki, en ég held að slíkt herði mann til dáða.“ „Stundum liggur í loftinu spurn- ing um metnað. Ég hef aldrei verið metnaðargjam maður, en hef þó metnað fyrir mitt fag og mína fram- leiðslu. Metorð freista mín ekki. Kosturinn er að vera íslendingur og gera góða hluti, slíkt er engin hindrun eins og sumir halda. Það hefur mér hins vegar verið metnaðarmál á löngum ferli í við- skiptum að hjálpa þeim sem hefur þurft á því að halda, því að það rætist alltaf úr fyrir húsbyggjend- um um síðir. Ég hef haft ánægju af því að Iétta undir um stundarsak- ir og aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég þurft að standa í útistöðum til að fá minn hlut. Minn metnaður hefur verið að láta hlutina ganga upp. Á því byggist þróunin í að skapa atvinnufyrirtæki. Það er stefnt að sigri í skák, sigri í lífinu." Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að hafa fenið að kynnast Halldóri Karlssyni og varð oftar en einu sinni aðnjótandi einstakrar lipurðar hans og hjálpsemi. Minnisstæðast er mér þegar við fórum upp í Borgarfjörð á bílnum hans með jeppakerm í eftirdragi til að sækja steina í vegg- inn fyrir ofan arininn hérna í Bauganesi. Þetta er ein höfuðprýði heimilisins og tengist .ávallt minn- ingunni um góðan vin. * Halldór var gæfumaður í einka- lífi sínu. Hinn 27. febrúar 1954 gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Fanneyju Sigurjónsdótt- ur, sem bjó honum gott og fagutt heimili og studdi hann dyggilega á lífsleiðinni. Þau eignuðust 7 mann- vænleg börn, sem öll em komin vel til manns, og nú em barnabörnin orðin 13. Við Auður minnumst Halldórs í dag með þakklæti og virðingu. Fan- neyju og fjölskyldu hennar allri vottum við innilegústu samúð okkar og látum þá von í ljós að hugljúf minningin um góðan og ástríkan heimilisföður megi milda þá sorg sem ástvinamissi óhjákvæmilega fylgir. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfír hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg, (Grímur Thomsen) Auður og Friðrik Góður drengur er genginn. Fregnin kom snöggt og óvænt. Okkur setur hljóð og tilfínning dep- urðar og eftirsjár fyllir hugann. Vinátta okkar hófst fyrir liðlega 30 ámm, er Halldór tók að sér að smíða fyrir okkur og hélst vinátta við þau Fanneyju æ síðan. Halldór var stór og myndarlegur maður. Hæverskur, hæglátur og vingjarnlegur. Hann var vinur vina sinna. Hann var drengur góður. Við höfum að sumu leyti svipuð áhugamál, og þau tengdu okkur saman. Hann hafði mikinn áhuga á skák og var sjálfur góður skákmaður. Halldór gaf sér góðan tíma til að ræða málin, og góð mannleg sam- skipti vom honum mikils virði. Það var ríkt í skapgerð Halldórs að leysa sem bezt af hendi verkefni fyrir viðskiptavini sína. Halldór gat sér enda gott orð fyrir vandaðar smíðar og var góður verkmaður. Með eljusemi og dugnaði byggði Halldór upp fyrirtæki sitt, sem hann rak síðustu árin með syni sínum. Reksturinn var honum hugleikinn. Þau Fanney áttu fallegt heimili, sem var prýtt mörgum fallegum myndum, sem þau höfðu eignast gegnum árin, en stærsta heimilis- prýðin var stóri og fallegi barnahóp- urinn þeirra. Halldór varð þeirrar gæfu njótandi að eignast góðan og tryggan lífsfömnaut. Nú að leiðarlokum viljum við og börn okkar þakka Halldóri og Fann- eyju fyrir að hafa átt vináttu þeirra öil þesi ár. Þar bar aldrei skugga á. Guð styrki Fanneyju og börnin í þeirra miklu sorg. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Ásdís og Gottfreð Þitt er menntað afl og ðnd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd og hjartað sanna og góða. Þetta erindi kemur mér í hug, er ég minnist Halldórs Karlssonar, trésmíðameistara í Kópavogi, sem lést þann 22. þessa mánaðar. Halldór var giftur Þum frænku minni og áttu þau saman sjö börn, sem öll eru uppkomin. Ég minnist Halldórs sem einstaklega indæls og hjartahlýs manns. Hann var maður gestrisinn og gjafmildur og reyndist mér og minni fjölskyldu ætíð vel. Halldór var skákmaður góður og listunnandi mikill. Átti hann mikið safn málverka heima fýrir, sem gaman var að skoða. Þura og Hall- dór buðu okkur systkinunum oft í mat og vom málin þá rædd. Hall- dór spurði frétta af okkur og gaf góð ráð, sem síðar hafa nýst okkur vel. Nú er Halldór allur. Þrátt fyrir að samfylgd okkar hafí verið allt of stutt, er ég margs vísari. Ég er þakklátur fýrir að hafa fengið að kynnast þessum mæta manni og eiga með honum ánægjustundir. Þar var góður maður á ferð þar sem Halldór var. Ég bið algóðan Guð að blessa Þuru frænku og aðra ástvini og styrkja í sorg þeirra. Guðjón Ólafúr Jónsson, Saurbæ Þegar Fanney hringdi og til- kynnti mér lát Halldórs manns síns varð mér næstum orðfall. Hvað ertu að segja, urðu mín vandræðalegu orð. Hvílíkt reiðarslag fyrir Fann- eyju og aðra aðstandendur. Halldór horfinn af sjónarsviðinu. Það er eins og sviftivindur, sem engu skilar, hafi hrifið hann á braut. Kynni mín af þeim hjónum hófust fyrir röskum tuttugu ámm og þá þegar og alla tíð síðan einkenndust þau af hinu ljúfa og hlýja viðmóti þeirra, sem þau höfðu í svo ríkum mæli og aldr- ei verður fullþakkað. Það er erfítt að hugsa sér hina snöggu atburða- rás. Rúmri viku fyrir fráfall Hall- dórs vomm við að skemmta okkur í glaðværum hópi og nú er hann ekki lengur meðal okkar. Það er von mín að þessi mikli atorku- og athafnamaður fái að mæta til starfa á bjartara sviði en honum fannst íslenskri þjóð búið nú um stundir. Kæra Fanney, það er bón mín að hinn mikli guðlegi máttur veiti þér og fjölskyldu þinni huggun og t Faðir okkar, BJARNI GÍSLASON kennari, Auðarstræti 13, Reykjavík, andaðist á heimili sínu 27. janúar. Gfsii Bjarnason, Edvarð Bjarnason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GARÐAR ÓSKARSSON, Njálsgötu 18, Reykjavik, lést á heimili sínu 30. janúar. Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Garðarsson, Sigurborg Garðarsdóttir, Ásdis Garðarsdóttir, Hafsteinn Garðarsson, Bryndís Garðarsdóttir, og barnabörn. Guðrún Jónasdóttir, Svanur T ryggvason, Snjólaug Bragadóttir, Guðjón Sverrisson t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR H. GUÐMUNDSSON, Helgamagrastræti 23, Akureyri, áður bóndi á Hrappsstöðum, Bárðardal, er lést í Kristnesspítala sunnudaginn 28. janúar, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Helga Guðvarðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, áður búsett í Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 2. febrúar kl.15.00. Hildur Jónsdóttir, Frímann Gunnlaugsson, Kristín Björg Jónsdóttir, Unnur A. Jónsdóttir, Vésteinn Ólason, Magnús Jónsson, Elín Halldórsdóttir, Sigurjón Jónsson, Ingunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. styrk í þeim mikla harmi, sem að ykkur er kveðinn. Guðni Daníelsson Halldór Karlsson, húsasmíða- meistari, Vallhólma 16, Kópavogi, andaðist 22. janúar sl. og er til moldar borinn í dag. Með Halldóri Karlssyni er geng- inn mikill mannkostamaður, sann- kallaður öðlingur, sem margir minnast með söknuði. Hann var að góðu kunnur stórum hópi manna, sem notið höfðu frá- bærra hæfíleika hans á ýmsum sviðum. Halldór fæddist á Seyðisfirði 3. september 1930 sonur hjónanna Karls Sveinssonar, verkamanns, og Kristínar H. Halldórsdóttur. Voru þau hjónin bæði af kunnum austfírskum ættum. Þau voru dugleg og samhent í lífsbaráttunni, sem var ærið hörð á þeim árum er Halldór var að vaxa úr grasi, kreppuárunum. Oft minnt- ist hann þessara erfiðu tíma fyrir austan og ákvað ungur að freista þess síðar meir að verða efnalega sjálfstæður. Hann varð snemma hneigður til smíða og átti sér þann draum að verða trésmiður, þegar hann yrði fullorðinn. Halldór hafði mikla ánægju af því síðar á lífsleiðinni að segja frá mönnum og málefnum æskuáranna á Seyðisfirði. Oft nefndi hann Johan Ellerup, lyfsala á Seyðisfirði, en hjá honum starfaði Halldór, sem unglingur. EUerup átti töluverðan þátt í að móta Halldór og lífsviðhorf hans. Minntist hann ævinlega Ellerups með þakklæti og virðingu. Halldór fylgdist vel með, Seyð- firðingum hér fyrir sunnan og tók þátt í félagslffi þeirra. Foreldrar Halldórs fluttust til Reykjavíkur ásamt börnum sínum árið 1947. Halldór hóf nám í húsasmíði hjá Stefáni Sigmundssyni, húsasmíða- meistara, oglauk sveinsprófí 1951. I trésmíðinni nýttust hæfíleikar Halldórs vel. Frábær dugnaður hans og vandvirkni öfluðu honum trausts og vinsælda. Hann hafði frábært smiðsauga, var reyndar listamaður I sínu fagi og ágætur teiknari. Stærsta gæfuspor Halldórs var stigið þegar hann kvæntist Fann- eyju Sigurjónsdóttur frá Kópareykj- um í Reykholtsdal. Fanney er mikil mannkostakona, elskurík og dugleg. Þau hjónin eignuðust 7 börn, sem öll eru á lífi, óvenju gjörvilegur hópur. Barnabörnin eru orðin 13 talsins.. Halldór var heimilisfaðir af gamla skólanum, fylgdist með hópnum sínum og studdi á allan hátt. Var fjölskyldulíf þeirra hjóna til fyrirmyndar. Eins og áður sagði var Halldór snemma ákveðinn í því að koma undir sig fótunum efnalega. Halldór hóf eigin rekstur í bílskúr eins og algengt var áður fyrr, þeg- ar erfítt var að komast yfir iðnaðar- húsnæði. Framleiddi hann aðallega innréttingar, einkum eldhúsinnrétt- ingar. Öðlaðist hann miklar vin- sældir fyrir verk sín og dafnaði fyrirtæki hans vel. Halldór stækkaði fljótt við sig og hin síðari ár rak hann myndar- legt fyrirtæki í eigin húsnæði í Dugguvogi 23, er hann kallaði Smíðastofu Halldórs. Innréttingar hans er að finna víða um landið. Var Halldóri tíðrætt um smíðina og gladdi það hann mjög, þegar heilu fjölskyldumar skiptu við hann. Sérstakt ánægjuefni var það hon- um, þegar ungt fólk pantaði hjá honum innréttingar og lét þess get- ið, að foreldrarnir hefðu skipt við hann mörgum árum áður. Hjálpaði Halldór mörgu efnalitlu fólki til þess að innrétta hjá sér, lánaði oft til langs tíma og gekk ekki hart fram við innheimtu. Tel ég það fullvíst, að margir hugsi til hans á kveðjustund með þakklæti í huga. En hinn látni vinur átti fleiri áhugamál en starfið. Er það einkum tvennt sem ég vil minnast á hér, skákíþróttin og málaralistin. Halldór var vel fær skákmaður, tefldi töluvert og eignaðist marga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.