Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRUAR 1990 17 Ávallt hefur verið mjög samstaða í bæjarstjórn Kópavogs um málefni hafnarinnar. Sérstök hafnarnefnd, skipuð 5 fulltrúum, hefur starfað af miklum dugnaði og einhug að framgangi og uppbyggingu hafnar- innar. Þær framkvæmdir, sem þeg- ar er lokið, hefur Kópavogskaup- staður orðið að kosta alfarið af veikum mætti, þar sem höfnin hef- ur til þessa litla náð hlotið fyrir augum fjárveitingavaldsins þrátt fyrir góðan vilja þingmanna kjör- dæmisins. Vonandi fer skilningur Alþingis vaxandi á þessu mikla hagsmunamáli okkar Kópavogsbúa, sem raunar einnig næstu nágranna okkar. Það verður að viðurkennast, að ástandi gatna og öllum frágangi hafnarsvæðis Kópavogs er ábóta- vant í dag. Þess vegna verður að leggja á það höfuðáherslu að um- hverfismálin verði tekin föstum tök- um á hafnarsvæðinu, bæði hvað varðar götur, lýsingu og frágang lóða. Til umhverfismála teljast auðvit- að fráveitumál Kópavogs og ná- grannabyggðanna. Mikið átak bíður þessara sveitarfélaga í lausn meng- unarvarna Skeijafjarðar og vog- anna þar inn af. Eg tel að.þarna sé verkefni sem Reykjavík, Kópa- vogur og Garðabær verði að sam- einast um að leysa af fullum ein- hug. Þar getur enginn án annars verið. Ábyrgð okkar íbúa höfuðborgar- svæðisins er mikil gagnvart því mikla náttúrulífi, sem er að finna á Skeijafirði og í Faxaflóa. Okkur ber brýn skylda til að koma í veg fyrir frekari mengun þessa svæðis og að endurheimta hreina strand- lengjuna, þar sem fólk áður stund- aði sjóböð og gönguferðir sér til ánægju og heilsubótar. Sjórinn er undirstaða lífskjara íslendinga að fornu og nýju. Þess vegna hlýtur það að vera frum- skylda hvers bæjarfélags að stuðla að því, að þeir borgarar sem það vilja geti sótt til sjávarins sína lífsbjörg. Framtíð Kópavogshafnar er því mál sem jivern íbúa bæjarins skipt- ir máli. Ég heiti því á Kópavogsbúa að láta sig varða þróun hafnarinnar og leggja uppbyggingu hennar lið eftir megni. Það er að búa í haginn fyrir framtíð Kópavogs. Höfundur er einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins íKópavogi. A.HANSEN • VEITINGAHÚSIÐ í FIRÐINUM • A.HANSEN • RÓMAÐ FYRIR VEITINGAR Veitingahúsið í Firðinum ... nœr en þig grunar! febrúar og mars bjóðum við spennandi máltíð á aðeins 795 kr. Val eftir vild. Forréttur • Súpa dagsins. • Reyktur lax með eggjahrœru. Aðalréttur • Omeletta með þremur mismunandi fyllingum. • Pasta Fortelini með sveppum, skinku og fleski. • Soðinn saltfiskur með spínatsósu. • Vínarsnitsel með pönnusteiktum kartöflum. Kaffi HELGARTILBOÐ • Reykþurrkuð gœsabringa með Waldorfsalati. • Kjötseyði „Julienne". • Sítrónu sorbet. • Turnbauti með sveppum og bakaðri kartöflu. • /s „Melba“. Verð samtals 2.450 kr. í dag er ekki meira mál að skella sér suður í Fjörð í A.HANSEN úr miðbæ Reykjavíkur en upp í Breiðholt eða Árbæ. ALHLIÐA VEITINGAHÚS í rúmgóðum og vinalegum veitingasal á neðri hæð leggjum við metnað okkar í lipra og þægilega þjónustu á öllum veitingum. í nýjum sérréttaseðli er að finna ótal spennandi og girnilega rétti. SÉR Á PARTI Salirnir á efri hæðinni eru tilvaldir fyrir smærri og stærri kaffi- og matarfundi, hádegisklíkur í leit að næði og árshátíðir klúbba og félaga AHANSEN Vesturgötu 4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI Nú þegar fermingarnar nálgast, er rétt að hafa í huga fjölbreytta veislu- þjónustu okkar í húsinu og utan þess. í DAGSINS ÖNN Það er heitt á könnunni allan daginn og kakóið okkar yljar ekki síður en kaffið. LÍF OG FJÖR „Pöbbinn" á efri hæðinni er vinsæll samkomustaður á hverju kvöldi. Frá fimmtudagskvöldi til sunnudagskvölds er sprelllifandi tónlist og stemningin ólýsanieg! A.HANSEN • NOTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN • ALHLIÐA VEITINGAHÚS • A.HANSEN UTSALA - UTSALA Alh aó 0% afslóttur HAGKAUP /4C£t c eiM&i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.