Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Átt þú spariskírteini semeru innleysanleg núna? Ráðgjafar Kaupþings hf. annast innla usn spariskirteina rikissjóðs 1988-1D2, þér að kostnaðarlausu eða skipta þeim i ný ríkisskuldabréf með skiptiuppbót. Athugið að spariskírteini afflokki 1988-1D2 ERUÁ LOKAINNLAUSNíDAG, 1. FEBRÚAR. Auk spariskírteina rikissjóðs býður Kaupþing hf: Einingabréf 1,2* og 3 Skammtimabréf Bankabréf Hlutabréf *Einingabréf 2 eru EIGNARSKA TTSFRJÁLS ó sama hátt og spariskirteini ríkissjóðs. Sölugengi verðbréfa i.febrúar 1990: EININGABRÉF 1............4.636 EININGABRÉF 2............2.5 47 EININGABRÉF 3............3.050 SKAMMTÍMABRÉF............1.581 Gengi hlutabréfa hjá Kaupþingi hf. /. febrúar i 990: Alþýðubankinn hf. Eimskipafélag íslands hf. Flugleiðir hf. Hampidjan hf. Kaupgengi 1,20 3,95 É51 1,64 Sölugengi .. 1,26 .. 4,15 .. 1,61 1 8(f Hávöxtunarfélagið hf. 14.00 ..15,00 Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,48 .. 1,60 lðnaðarbankinn hf. 1,7.0 .. 1,80 Olíufélagið hf. 3,10 .. 3,30 Sjóvá — Almennar hf. 3,95 .. 4,15 Skagstrendingur hf. 3,20 ■ ■ 3,40 Skeljungur hf. 3,45 .. 3,70 Tollvörugeymslan hf. 1,02 .. 1,05 Verslunarbankinn hf. 1,50 .. 1,5 8 Þróunarfélag íslands hf. 1,52 .. 1,60 Hlutabréf í flestum þessum félögum eru greidd út samdægurs. KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavtk, sími 91-689080 Gamlar rætur Starri í Garði hefiir verið einn umsvifamesti penni Þjóðviljans um áratuga- skeið og er honum gjarnan att á vaðið, ef mikið liggur við. Hann á rætur í Sósíai- istaflokknum, ef ekki gamla Kommúnistaflokki íslands. Vafalaust hefur hann alla tíð verið talsmaður sam- fylkingar með jafiiaðar- mönnum, þegar það hefiir hentað flokki hans. Fullt nafii var Sameiningarflokk- ur alþýðu-sósíalistaflokkur- inn. Alþýðubandalagið var líka stofiiað til að samfylkja vinstri mönnum. En Starri í Garði og sam- herjar hans úr Sósíalista- flokknum meina allt annað með pólitískum hugtökum en þorri fólks gerir al- mennt. Þannig er td. með hugtakið lýðræði, sem flest- ir vita hvað þýðir í hinum vestræna heimi. í hugum sósíalista (eitt hugtakið, sem kommamir hafa stol- ið), merkir orðið lýðræði allt annað. Það merkir lýð- ræði flokksins. Ekki fólks- ins. Um alla Austur-Evrópu hafa kommúnistasfjórnir lýst rikjum sínum sem „lýð- ræðislegum lýðveldum". Það nægir ekki að kalla þau ein&ldlega lýðveldi, því „lýðræðislegt lýðveldi" merkir í raun ríki undir einræði kommúnistaflokks- ins. Eigin formerki Hvers vegna skyldi Starra í Garði og félögum hans vera svo illa við sam- ciningu með Alþýðuflokki Jóns Baldvins, þótt þeir sjálfir hafi siglt undir nafiii „sameiningarflokks al- þýðu“? Það er vegna þess að sameining eða samfylk- ing hefur aðra merkingu í þeÚTa augum en flestra annarra. Þeir eiga við sameiningu undir þeirra eigin for- merkjum — sameiningu jaihaðarmanna og annarra vinstri manna undir þeirra eigin stjóm — í flokki, sem þeir sjálfir hafa á valdi sínu. Það er allt í lagi að sam- fylkja með Alþýðuflokknum Ólafur Ragnar eða hópum úr honum til að auka pólitísk áhrif þeirra sjálfra. Það hefiir aldrei staðið til að Alþýðuflokkn- um bættust liðsmenn úr þeirra röðum. Þess vegna era hug- myndir Ólafs Ragnars van- helgar. Gamla gengið í Al- þýðubandalaginu er ekki reiðubúið til að efla pólitísk völd Ólafs Ragnars i sam- fylkingu með Alþýðuflokki Jóns Baldvins, því þar réði það ekki ferðinni. Púðurreykur Grein sína í Þjóðviljanum nefiiir Starri „Bersögli". Það er réttnefhi. í greininni sem er ntað sem opið bréf til Ólafs Ragnars, fiallar Starri m.a. um myndun ríkissljóraar- innar og er ekki hrifinn, svo og um fundaherferð þeirra sameiningarpostulanna „A rauðu ljósi“. Kennir hami þá við jólasveina. í síðari hluta greinar sinnar segir Starri: „Svo komu áramót. Boð- skapur þinn í Þjóðviþ'anum Starri í Garði af því tílefni var aldeilis dæmalaus. Miklir atburðir höfðu gerst í Austur-Evr- ópu um þessar mundir. Þeir virtust hafa haft þau áhrif á þig, að þú tylltir ekki svo mikið sem tá á jörðina. Lenínisminn er bú- inn að vera! Kommúnism- inn endanlega liðinn undir lok! Lýðræðið hefir sigrað! Styrjaldarhætta endanlega úr sögunni! Sósialismi skal hér eftir vera bannorð! Og svona áfram endalausar upphrópanir og staðhæf- ingar. Ekki var nú beðið eftir því að púðurreyk þess- ara atburða svifaði ögn frá, svo ratljóst yrði, betur hægt að ná áttum á hver þróunin kynni að verða að loknum fyrsta þætti þessara at- burða. Æ, nei, það lá svo mikið á.“ Kratismi „Eftir allt þetta sem þú taldir heyra sögunni til, ja, þá var ekkert eftir nema blessuð jafnaðarstefiian, kratisminn. Og það sem mikilsverðast var, þið fóst- bræður, þú og Jón Baldvin, vorað sigurvegarar, hetjur dagsins! Nú er öllum hindr- unum úr vegi rutt, nú látum við fóstbræður riki okkar renna saman í eitt! Þetta var nú eiginlega inntakið í nýársboðskap þinum. Síðan koma staðhæfingar um að enginn stefiiumunur sé á mUli sósialisma og kratisma og hafi aldrei verið, allt misskilningur. Báðir stefiii að sama marki, jöfnuði meðal jarðarbúa o.s.frv. Látum svo gott heita." Merkið stendur „Sósialistar töldu frum- skilyrði þess að svo mætti verða, að kapítalismanum, auðvaldsskipulaginu væri komið fyrir kattaraef. Að- eins þannig yrði markinu náð. Kratar hins vegar, jafiiaðarmenn eins og þið fóstbræður vijjið kalla ykk- ur, hafa fyrir löngu sæst við auðvaldið, lofað þvi að hafa lyklavöldin í grund- vallaratriðum og það þótt kratisminn hefði meirihluta á þjóðþingum, mynduðu einir rikisstjóra. Jöfiiuður- inn hefir þá orðið eftir því, í skötulíki. Þetta er nú í stórum dráttum sá grund- vallarstefhumunur, sem er á milli A-flokkanna íslensku. Það breytir engu um það þótt þeir í austrinu hafi klúðrað hörmulega sinum sósíalisma. Merkið stendur þótt maðurinn falli." Kurr „Nú er slikur kurr í liði bænda, að allt stefnir til samblásturs gegn konungi. Haldir þú uppteknum hætti gerist annað tveggja: Að þú verðir afhrópaður sem kóngur, eða að ríki þitt lið- ist í sundur. Eitt er vist: Þú kemst aldrei með riki þitt í heilu lagi inn i komp- aní ykkar fóstbræðra. Nú er bara að sjá hvort þú bregst við bersöglinni á sama hátt og Magnús hinn góði, og hlýtur þá að laun- um auknefiiið Olafur hinn góði, eða Ólafiir helgi.“ Ólafur hinn góði - Ólafur helgi? Það mun verða hin mesta píslarganga fyrir Ólaf Ragnar Grimsson, formann Alþýðu- bandalagsins, að leiða lið sitt til sameiningar með flokki Jóns Baldvins — samfylkingar íslenzkra jafnaðarmanna. Þetta má glöggt sjá af grein Starra í Garði í Þjóðviljanum sl. þriðju- dag. Þar er ORG hótað brottvísun úr for- mannsstóli eða klofningi flokksins. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR 44144 - 44733 TOYOTA NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144 TOYOTA CAMRY XL 2000i '87 Beige. 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 30 þús/km. Verð kr. 950 þús. MAZDA 626 GLX ’88 Hvítur. Sjálfskiptur. Ekinn 20 þús/km. Verð kr. 1.030 þús. TOYOTA LANDCRUISER >87 Stuttur. Silfurgrár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 80 þús/km. Verð kr. 1.450 þús. TOYOTA COROLLA ’85 Rauður. Sjálfskiptur. 3ja dyra. Ekinn 70 þús/km. Verð kr. 420 þús. TOYOTA LANDCRUISER '86 Dökkgrár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 27 þús/km. Verð kr. 1,2 millj. COROLLA XL ’88 Grár. 4ra gíra. Ekinn 20 þús/km. Verð kr. 740 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.