Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Listi Framsóknar birtur í næstu viku Sj álfstæðismenn tilbúnir með lista í lok mánaðarins FYRSTI framboðslisti fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor verður birtur í næstu viku, en framsóknarmenn eru svo gott sem búnir að ganga frá uppstillingu á sinn lista. Aðrir flokkar fara sér hægar, en reiknað er með að listi sjálfstæðismanna verði lúllmótaður í lok febrúar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrstu dósavélarnar settar upp Fyrstu vélarnar sem taka á móti einnota umbúðum hafa verið settar upp á Akureyri og eru þær stað- settar í versluninni Hagkaup við Norðurgötu. Ann- ars vegar er um að ræða vél sem tekur á móti áldós- um og hins vegar plastflöskum. Vélarnar eru í eigu verslunarinnar, en Kara hf. sem tekið hefur á móti einnota umbúðum á Akureyri sér um að losa vélarn- ar. Á myndinni eru Anna Karen Kristjánsdóttir, sem varð fyrst til að stinga dós í vélina, Laufey Birgis- dóttir deildarstjóri og Gunnar Garðarsson fram- kvæmdastjóri Kara. Knútur Karlsson formaður kjör- nefndar Sjálfstæðisflokksins sagði að verið væri að skoða málin í róleg- heitunum, en efnt var til skoðana- könnunar á meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna um miðjan jan- úar. í henni tóku þátt 235 menn og sagði Knútur að verið væri að fara yfir útkomuna. Hann sagði að í lok febrúar myndi liggja fyrir hvernig listinn yrði skipaður. Gísli Kristinn Lórenzson formað- ur uppstillinganefndar Framsókn- arflokksins sagði að framboðslist- inn væri nær tilbúinn, en eftir væri að ganga frá nokkrum lausum end- um varðandi hann. Fulltrúaráð flokksins hittist að líkindum um helgina og þá verður endanlega gengið frá listanum, þannig að í næstu viku verður ljóst hverjum flokkurinn teflir fram fyrir kosning- arnar í mai. Heimir Ingimarsson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins sagði að búið Vseri að kjósa Fimm menn í undir- búningsnefnd vegna kosninganna og.að Ilkindum yrði efnt til skoðana- könnunar á meðal flokksmanna ein- hvern tíma í þessum mánuði, en Hlíðarfjall: Lítil aðsókn vegna veðurs GOTT skíðafæri er nú í Hlíðar- fjalli og nægur snjór, en hins veg- ar hefúr veðrið ekki leikið við skíðamenn frá því fjallið var opnað um síðustu helgi. ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða sagði að aðsókn hefði ekki verið mjög mikil frá því lyftur voru ræstar í fyrsta sinn á þessum vetri um helgina, enda hefði veðrið verið leiðinlegt. Þó hefðu ótrúlega margir farið á skíði miðað við hversu slæmt veðrið var. ívar sagði að aðsókn í skíðaskól- ann væri mjög góð, en fyrsta nám- skeiðið hófst í vikunni. „Aðsóknin í skíðaskólann hefur aukist og það lofar góðu, það eru margir sem vilja læra á skíði,“ sagði ívar. stefnt væri að þvi að undirbúnings- nefnd sem vinna á að uppstillingu á lista flokksins lyki störfum fyrir fyrstu helgina í mars. Kvennalistakonur sátu á vinnu- fundi í fyrrakvöld og þar var skipað í nokkrar nefndir sem vinna eiga að undirbúningi vegna kosning- anna. Hólmfríður Jónsdóttir sagði að ekki væri búið að tímasetja það hvenær listinn yrði tilbúinn, né á hvern hátt stillt yrði upp, en senni- lega yrði efnt til skoðanakönnunar. Herdís Ingvadóttir sem sæti á í undirbúningsnefnd á vegum Al- þýðuflokksins sagði að efnt yrði til skoðanakönnunar á meðal flokks- bundinna Alþýðuflokksmanna sem og einnig stuðningsmanna flokksins og yrði niðurstaða hennar höfð til hliðsjónar fyrir nefndina varðandi uppstillingu á lista. Ekki hefur ver- ið ákveðið hvenær skoðanakönnun- in verður gerð, en líklega yrði hún þriðju helgina í febrúar. Kaldbakur á Greuivík hefiir tekið á móti 15 tonnum af físki á móti 150 í fyrra Miklar ógæftir í janúar: Höfum ekki fengið ugga, segir verkstjóri Borgar í Hrísey ÓGÆFTIR í nýliðnum mánuði hafa sett svip sinn á atvinnulíf smærri staða við Eyjafjörð og hefúr vinna í fiski verið afar stopul það sem af er árinu. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að janúarmánuður hefði verið einstaklega Iélegur og þyrfti að fara langt aftur í tímann til að finna annan sambærilegan. Þá sjaldan að gefið hefúr á sjó hefur lítið fiskast, en menn voru bjartsýnir á betri tíð og töldu að nú hlyti að fara að rætast úr. Þorsteinn Pétursson hjá Kaldbak hf. á Grenivík sagði að einungis hefði verið unnið í frystihúsinu í þijá daga allan mánuðinn og væri fólkið heima á atvinnuleysisbótum. Kaldbakur hefur tekið á móti 15 tonnum af fiski í janúarmánuði, en sama mánuð í fyrra höfðu 150 tonn borist þar að landi. „Þetta er ekki upp í nös á ketti, en það þýðir ekki annað en vona að þetta fari að lag- ast,“ sagði Þorsteinn. Arnþór EA, sem er í eigu G. Ben á Árskógssandi, fór í sína fyrstu veiðiferð í gær. „Það hefur ekkert verið hægt að fara út fyrr, ógæftir hafa hamlað því að hægt sé að stunda sjóinn," sagði Reynir Gísli Hjaltason hjá G. Ben. Sæþór EA hefur verið á rækju, en lítið fengið að sögn Reynis. Hann sagði að vinna á Sandinum hefði verið stopul hjá útgerðum bátanna og þeir hjá G. Ben hafa til að mynda enn ekki ráð- ið starfsfólk til sín. „Við höfum fastan kjarna sem hefur unnið í við- haldi og undirbúningi fyrir veiðarn- ar, en ég býst við að við förum að ráða starfsfólk fljótlega.“ Valdimar Kjartansson útgerðar- maður á-.Hauganesi sagði að einung- is tveir róðrar hefðu verið farnir í janúar frá plássinu og úr þeim feng- just þetta 5-6 tonn, sem þætti frek- ar dapurt. „Þetta hefur verið óskap- lega lélegt, þegar ekki hefur verið illviðri og hægt að róa þá fæst eng- inn fískur. Það virðist sem ekkert æti sé fyrir fiskinn. Oft hefur janúar verið lélegur en ekki eins slæmur og nú,“ sagði Valdimar. Frá Hauga- nesi eru gerðir út þrír bátar, á bilinu frá 30 og upp í 90 tonn. Valdimar sagði að vinna í landi væri lítil og fólk sem ynni við fiskverkun væri á atvinnuleysisbótum. „En það verður nóg að gera hér þegar fer að veið- ast og þá vantar frekar fólk hingað en hitt.“ „Við höfum ekki fengið ugga það sem af er árinu,“ sagði Jóhann Sig- urðsson verksjóri hjá Borg hf. í Hrísey. Borg gerir út bátana Ey- borgu og ísborgu og hafa þeir verið á rækju og landað á Blönduósi. Jó- hann sagði að aðrir bátar myndu leggja upp afla hjá Borg þegar veiði færi að glæðast. Þrátt fyrir fiskleysi hefur verið haldið uppi átta tíma vinnudegi og sagði Jóhann að ýmis- legt þyrfti að lagfæra og dytta að. ÍSLANDS Póstbox 1464 121 Reykjavlk Sími 27644 Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1400 (slendingum bæði heima og erlendis á slðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð- ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn i bréfaskóiaforml. Þú færö send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynnlngu skólans með því að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu i sima 27644 núna strax, simsvari tekurvið pöntun þinni á nóttu sem degi. -Tlma- lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. ÉC ÓSKA EFTIR AD FA SENT KVNNINGARRIT HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU NAFN. Nfll HEI HEIMILISF. Krossanesbruninn: Tjón á verksmiðjuhúsinu metið á um 100 milljónir TJÓN sem varð á verksmiðjuhúsi Krossaness í stórbruna á gamlárs- dag er metið á rétt um 100 inilljónir króna. Enn hefúr ekki að fúllu verið metið hversu mikið Ijón varð á vélum og tækjum og þá liggur heldur ekki enn fyrir hver rekstrarstöðvunartrygging verkstniðjunniir verður. Tjón á verksmiðjuhúsinu sjálfu er metið á rétt um 100 milljónir króna og þar með er talið starfsmannaað- staða, stjórnherbergi og fleira. Hús- ið er tryggt hjá Vátryggingafélagi íslands. Ekki liggur fyrir mat á tjóni véla og tækja, né heldur hver rekstr- arstöðvunartrygging verksmiðjunn- ar verður. Nýja mjölblöndunarkerfi verksmiðjunnar var tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni, en önnur tæki hjá Sjóvá Almennum, en þeir síðarnefndu eru einnig með rekstrar- stöðvunartryggingu verksmiðjunn- ar. Búist er við að búið verði að meta tjónið að fullu innan hálfs mánaðar. Geir Zoéga framkvæmdastjóri Krossanesverksmiðjunnar sagði að um tíu manns ynnu hjá verksmiðj- unni við að rífa niður og henda ónýt- um hlutum. Verkið gengi þokkalega og væri að því stefnt að hreinsunar- starfi verði lokið um svipað leyti og mat á tjóni liggur fyrir, eða eftir um það bil hálfan mánuð. Áætlanir manna miðuðust við að verksmiðjan yrði endurbyggð fyrir næstu loðnu- vertíð, en áður en endanleg ákvörðun þar um yrði tekin yrði að liggja fyr- ir hvað út úr tryggingum fengist og hver kostnaður yrði við uppbygging- una. Þeir Geir Zoéga og Sigfús Jónsson bæjarstjóri og stjórnarformaður Krossaness heimsóttu kaupendur mjöls frá verksmiðjunni í Bretlandi 1 vikunni og ræddu stöðuna eftir brunann og líkur á áframhaldandi kaupum þeirra á mjöli. Geir sagði að bresku aðilarnir væru áhuga- samir um að kaupa áfram mjöl frá Krossanesi. „Þeir sögðust hafa fund- ið mjöl sem væri svipað að gæðum, en ekkert betra, þannig að það er verulegur áhugi hjá þessum aðilum að kaupa áfram af okkur mjöl,“ sagði Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.