Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.02.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1990 Myndimar af Ara • • og Kristínu í Ogri eftir Þór Magnússon Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus (þ.e. villum) á gang, og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir- tveggju nokkuð að iðja. Ami Magnússon. Að undanförnu hefur þeirri frétt verið slegið upp í fjölmiðlum, blöð- um, útvarpi og á báðum sjónvarps- stöðvunum, að til sölu sé í listahúsi hér í borg málverk fornt af Ara Magnússyni sýslumánni í Ögri og Kristínu Guðbrandsdóttur konu hans. Látið er í veðri vaka, að málverk þetta sé um 400 ára gömul frummynd. Eigi það að vera frummynd að málverki, sem er í eigu Þjóðminjasafns, og muni síðar- nefnda myndin eftirmynd þeirrar sem til sölu er. Er fullyrt í fréttum, að málverk það, sem nú er til sölu, sé afardýrmætt og muni verðmæti þess nema milljónum króna. Nafn dr. Kristjáns Eldjáms er og nefnt í þessu sambandi, að hann hafi skoðað hina umræddu mynd, en ekki er þess getið, að hann hafí lagt neinn dóm á hana við eigend- uma. Hins vegar er ljóst, að nafn Kristjáns á að nota hér sem ein- hvers konar viðurkenningarstimpil á gæði myndarinnar. Þessi frétt vakti nokkra furðu meðal þeirra, sem eitthvað þekkja til þessara mála og er því full ástaeða til að gera grein fyrir mál- verki Þjóðminjasafnsins, svo og þeim öðrum myndum hliðstæðum því, sem til eru. Málverk Þjóðminjasafnsins, sem er minningartafla þeirra hjóna Ara og Kristínar og var í Ögurkirkju, var keypt til safnsins úr kirkjunni árið 1888. Sigurður Vigfússon for- stöðumaður þess fékk nokkru síðar ýmsa aðra gripi úr kirkjunni til safnsins, meðal þeirra fomu altaris- bríkina sem talið er að Bjöm Guðna- son hafí gefíð kirkjunni, og fyrir þessa gripi greiddi hann með nýrri altaristöflu eftir danska málarann Anker Lund. Var þetta hin fyrsta aðaláhugamál Matthíasar. Telur hann, að málverk þetta sé eftir sama meistara, því miður ókunnan, og málað hafí myndina af Guð- brandi Þorlákssyni sem var í Hóla- dómkirkju og hafí þessi mynd verið máluð þar um líkt leyti. Getur Matthías þess eins og Sigurður, að málverkið hafí verið endurbætt í Kaupmannahöfn eftir að það kom til safnsins, en er hann endurskráir það er það farið að grána aftur og kveður hann það þurfa nýrrar aðgerðar við. — Hefur málverkið þá verið endurbætt á ný, en ekki er vitað nánar um það og er það nú í góðu ástandi og forkunnargóður gripur. Málverkið hefur alla tíð verið í safninu frá því að það kom frá kirkjunni, að undanteknu því er það var sent til viðgerðar. Síðan safnið var flutt í hús sitt við Suður- götu hefur það hangið innst í forsal og hefur það því komið fyriraugu mikils fjölda safngesta. Áður hékk það í kirkjudeild í fremstu stofu safnsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sl. haust hafði maður samband við mig vegna málverks í dánarbúi, sem væri hliðstæða við þetta mál- verk safnsins og ætti að selja. Vildi hann fá nánari vitneskju um mál- verkið, en ég benti á sérfræðing, Viktor Smára Sæmundsson forvörð við Listasafn Islands, er gæti rann- sakað þetta málverk og væntanlega lagt gildismat á það. Hann vann um þetta leyti einnig að ákveðnu verki í Þjóðminjasafninu og fékk hann þetta málverk þangað til samanburðar við hitt. Gerði hann nákvæmar athuganir og skrifaði síðar skýrslu um rannsóknir sínar. Það er vitað um þetta síðar- nefnda málverk, að það mun hafa verið í eigu Hjalta Jónssonar kons- úls. Segja ættingjar Hjalta, að hann hafí keypt málverkið í útlöndum „fyrir löngu“, og er jafnvel nefnt ártalið 1914 í því sambandi. Dóttir Hjalta kveðst þó ekki geta fullyrt, að myndin hafí verið komin á heim- ilið fyrir 1920. Nú er ekki hægt að segja margt með vissu um feril myndarinnar áður en Hjalti eignaðist hana, en líkur benda til, að hún hafí verið í eigu Jóns Vídalíns konsúls og hafí Jón látið mála hana er frummynd Þjóðminjasafnsins var til viðgerðar úti í Kaupmannahöfn. Þau hjón, Jón Vídalín og Helga kona hans, voru ákafir fomgripasafnarar, söfnuðu fomum listmunum og helgimyndum frá íslandi og fengu hluti bæði úr kirkjum og frá einstaklingum. Mikill hluti safns þeirra kom síðar til Þjóðminjasafnsins og er sérstök deild í safninu, en sumt úr safni þeirra hjóna rann til ættingja þeirra, en þau hjón voru bamlaus. — Ekki er hægt að segja, hvers vegna þau Jón og Helga kynnu að hafa viljað eiga slíka eftirmynd, en ætt Jóns Vídalíns er auðrakin til Magnúsar prúða, föður Ara sem á myndinni er, eins og reyndar fjöl- margra íslendinga og hugsanlega allra nú. Hefur Jón ef til vill viljað eiga slíka mynd þess vegna, eða beinlínis að þau hjón hafí talið hana heimilisprýði og fara vel við forn- gripasafn sitt. Þau Jón og Helga skildu og gerðu þá þann kaupmála, að megin- hluti safns þeirra skyldi síðar að þeim látnum renna til Fomgripa- safnsins. Komu flestir hlutirnir til safnsins 1908 að Jóni látnum en annað síðar. Þá má spyija, hvers vegna þessi mynd fylgdi ekki með Vídalínssafn- inu svokallaða til Forngripasafns- ins. Því gæti verið auðsvarað. For- stöðumaður safnsins var um þessar mundir Jón Jacobsson bókavörður, mágur Jóns, er varð síðar lands- bókavörður, og hafa þeir báðir nafnar þekkt manna bezt fram- myndina í Fomgripasafninu og safninu af þeim sökum enginn akkur í þessari eftirmynd. Er líklegast, að Helga, er síðar giftist Madsen prófessor í Kaup- mannahöfn, hafí haldið mynainni á heimili sínu eins og ýmsum öðrum gripum er þau höfðu átt og síðar selt hana Hjalta. Milli Hjalta og þeirra Helgu og Jóns var vinátta og hann gat hafa keypt myndina af Helgu síðar. — Allavega á Hjalti að hafa keypt myndina í útlöndum. Hjalti hefur vel vitað, að hann var ekki að kaupa neinn þjóðardýrgrip, enda getur hann þessarar myndar hvergi í hinni miklu ævisögu sinni. Það er að vísu nokkur ágizkun um Jón konsúl Vídalín, að hann hafi átt og látið gera þessa mynd, en þó er það reist á þeim líkum, að rétt þykir að halda því fram. í blaðafrásögnum er sagt, að mynd sú, sem nú á að fara að selja, sé mun betur gerð en mynd Þjóðminjasafnsins. Virðist sú full- yrðing eiga að sýna, að hún hljóti þess vegna að vera frummynd. En skýringin er ljós á gæðum myndar- innar. Eftirmyndin er gerð af ein- hverjum mjög færum listamanni 19. aldar, en þá var afarmikið um það, að menn létu mála eftir göml- um myndum og völdust til þess færir listmálarar, „kopíistar“, sem höfðu slíkt nánast að atvinnu. Þessir menn kunnu sitt handbragð, þótt sumir þeirra kæmust ekki íangt í skapandi list, enda sam- keppni mikil á þeim markaði. Sigurður Vigfússon segir, að hann hafí látið strengja myndina á undirrammann, þar sem hún hafi verið orðin slök. — í ljós kemur við athugun, að blindramminn er nýlegur, mun yngri en myndin sjálf getur verið. Og það sem merkilegt er er það, að myndin, sem nú er hér til sölu, er í nákvæmlega sams konar blindramma. Virðist því augljóst, að gamla blindrammanum hafí verið fleygt við viðgerðina, enda litu menn ekki á slíkar spýtur sem dýrmæti fyrir hundrað árum, og nýr þá settur að þeirrar tíðar hætti. Hefur sami maður og gerði blindrammann sennilegast einnig gert blindrammann á eftirmyndina. Þessi gerð blindramma kom fyrst fram á 19. öld. Því miður er ekki hægt að sjá nú, hver gerði við myndina né hvað það kostaði. Reikningar fínnast engir fyrir viðgerðinni né flutningi myndarinnar. Nú eru það afkomendur Hjalta konsúls sem vilja selja myndina, en ekki virðast þeir þó standa að þeirri sögu um dýrmæti hennar, sem verið er að reyna að koma á kreik í fjölmiðlum, heldur þeir sem eiga að annast söluna og ætla sér álitlegan hagnað. En nú er einnig til þriðja mynd sömu gerðar. Kristín Vídalín, kona Jóns Jacobssonar sem fyrr er nefnd- ur, málaði einnig eftirmynd af mynd Þjóðminjasafnsins. Kemur það fram í viðtali, sem Valtýr Stefánsson ritstjóri átti við Kristínu árið 1939. Þá hékk sú mynd á heimili hennar og kveðst Kristín hafa gert hana að beiðni Jóns bróður síns Vídalíns. Hún segir jafnframt, að Jón hafí fengið mynd safnsins lánaða til Kaupmannahafnar og að hann hafí látið gera við hana. — Hún kallar myndina altaristöflu, sem er að vísu ekki rétt, en hér virðist skína í gegn, að Jón hafí annazt flutning hennar til Hafnar og látið gera við hana, ef til vill kostað sjálfur við- gerðina, eins og hún segir, til að fá að láta gera af henni eftirmynd. Gæti það skýrt, að reikningar fínnast ekki fyrir flutningi né við- gerð myndarinnar. Gæti Jón Vídalín beinlínis hafa kostað viðgerðina af rausnarskap sínum, enda var Forn- gripasafnið févana og fyrir greið- ann fékk hann að láta mála eftir myndinni. Kristín Vídalín kveðst hafa lært að teikna og mála í Kaupmanna- Þór Magnússon „Nú virðist það sama greinilega vera að ger- ast hér sem tíðkazt hefiir erlendis lengi, þar sem allt úir og grú- ir af fölsunum og eftir- gerðum listaverka og forngripa og óvandaðir kaupmenn selja síðan þetta dót sem frum- myndir og ekta hluti á himinháum prísum.“ höfn árið 1890 og er vitað, að hún gerði allmikið af eftirmyndum mál- verka á árum sínum ytra til 1895. — Það, að Jón konsúll hvatti systur sína til að mála eftirmyndina bend- ir til, að honum hafí verið þetta gamla málverk af einhveijum sök- um hjartfólgið. Til er ljósmynd, sem tekin er á heimili þeirra Jóns Jacobssonar og Kristínar, þar sem þau sitja fyrir framan þessa mynd hennar. Virðist myndin prýðisvel gerð, en þó sjást á henni greinileg frávik frá mynd safnsins í ýmsum atriðum. En við samanburð við ljósmynd af málverkinu, sem Kristín málaði og nú er í Ögurkirkju, kemur í ljós, að það er nánast alveg eins í öllum smáatriðum og myndin, sem er hér til sölu nú. Gæti það bent til þess, að Kristín hafi málað eftir þeirri mynd frekar en eftir mynd safns- ins, enda hefur mynd safnsins líklegast verið komin aftur heim til íslands 1890 er Kristín hóf list- nám. Málverk Kristínar erfði Helga dóttir hennar og síðar dóttir Helgu, Sigrid Eva Hansen, áður Sæters- moen, sem seldi sr. Jóni Auðuns málverkið árið 1952. Hékk það á heimili hans í nokkur ár en árið 1959 gaf hann Ögurkirkju málverk- ið á 100 ára afmæli kirkjunnar og þar hangir það nú. Nú má segja að nokkuð virðist orðið ljóst um feril og tilkomu allra þessara þriggja málverka. — Ögur- kirkja eignast fyrir nokkrum öldum minningartöflu þeirra Ara og Kristínar í Ögri, hugsanlega þegar nýgerða. Hún er þar þangað til 1888, að hún er seld Forngripasafn- inu, sem sendir hana bráðlega til Kaupmannahafnar til viðgerðar. — Málverkið er síðan í Þjóðminja- safninu. Jón konsúll Vídalín, sem séð hafði um að láta gera við hana (líklegast haft myndina í farangri sínum, er hann fór til Kaupmanna- hafnar að hausti, en þau hjón bjuggu þar yfir veturinn, og komið með hana að vori), lætur mála handa sér vandaða eftirmynd, sem hann einhverra hluta vegna vildi eiga af þessu merkilega málverki. — Það máiverk er nú boðið til sölu. Kristín, systir Jóns, málar síðan að hvatningu hans aðra eftirmynd af málverkinu handa sjálfri sér meðan það er þarna í Kaupmanna- höfn, eða hugsanlega nokkru síðar og þá eftir málverki Jóns. — Það málverk er nú í Ögurkirkju, þar sem upphaflega myndin hafði hang- ið. Nú er að víkja að þætti forvarðar- ins, sem rannsakaði myndirnar tvær nú nýlega, mynd safnsins og svo þá, sem til sölu er nú. Hann skilaði skýrslu um niðurstöðu sína sem virðist afarvel unnin enda beitt bæði listfræðilegri og efnafræði- legri þekkingu og tiltækri rann- sóknartækni. Skýrsla Viktors Smára Sæ- mundssonar er í fáum orðum á þá leið, að í málverkunum séu á ýmsan hátt ólík litarefni. í málverki Þjóð- minjasafnsins eru mun eldri litir og nefnir hann t.d. litinn blý-tingult. Hann var nær allsráðandi sem gult litarefni í evrópskum málverkum ásamt gulu okkri fram að lokum 17. aldar, en þá komu betri litar- efni fram og þetta gleymdist. Það var ekki uppgötvað á ný fyrr en árið 1941 er það fannst með^geisla- greiningu á málverki. — I sölu- myndinni er hins vegar cadmium- gulur litur, sem fundinn var upp sem litarefni árið 1818 og settur á markað árið 1830 og náði þá strax mikilli útbreiðslu. — í málverki Þjóðminjasafnsins er blái liturinn náttúrulegt últramarín, sem var algengt litarefni fram yfír aldamót- in 1800, er farið var að framleiða það með efnafræðilegum aðferðum (verksmiðjuframleiðsla). Það finnst þó í um 5% málverka frá síðustu öld. — Blái liturinn í sölumálverkinu er hins vegar mjög sennilega efna- framleiddur (skv. nýrri rannsókn en upphaflega skýrslan segir). Niðurstöður Viktors Smára eru þær, að málverkið, sem nú er til sölu, sé málað einhvern tíma á bil- inu 1830-1910, en málverk Þjóð- minjasafnsins frá því fyrir aldamót- in 1700. Telur hann, að málverkið sé líklegast málað hér á landi um eða fyrir 1650. Ég hef gert svo ýtarlega grein fyrir þessum málverkum, sem hér um ræðir og valdið hafa nokkru fjölmiðlaþoti vegna þess, að nú virðist það sama greinilega vera að gerast hér sem tíðkazt hefur erlend- is lengi, þar sem allt úir og grúir af fölsunum og eftirgerðum lista- verka og fomgripa og óvandaðir kaupmenn selja síðan þetta dót sem frummyndir og ekta hluti á himin- háum prísum. — Margir láta blekkj- ast, enda eru oft miklir peningar í húfí og þar er reynt að gera falsan- ir sem trúverðugastar. Er þó ekki alltaf um að ræða falsanir heldur gamlar eftirmyndir, sem gerðar voru á tímum þá er menn mátu eftirmyndir merkra listaverka meira en nú gerist. Oft er líka reynt að blekkja sérfræðingana, en í flestum tilvikum eru málin þó svo augljós, ef farið er ofan í saumana, að prangið mistekst. Höfiindur er þjóðmiiýavörður. Ljósmynd af frummynd málverksins í Þjóðminjasafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.