Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 269. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1991 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Morgunblaðið/KGA DYTTAÐ AÐ LJÓSUNUM VIÐ HÖFNINA Norður-Kórea gæti fram- leitt kiamavopn árið 1993 Lundúnum. The Daily Telegraph. ÓTTAST ER að Norður-Kóreumenn geti framleitt kjarnavopn á næstu árum, jafn- vel 1993, í umdeildri kjarnorkustöð í Yonbyon. Paul Leventhal, sérfræðingur í öryggis- málum við Cambridge-háskóla, segir að flóttamenn frá Norður-Kóreu áætli að fyrsta kjamorkusprengjan þar í landi verði fram- leidd eftir eitt eða tvö ár. Hann segir að spennan í samskiptum austurs og vesturs í kalda stríðinu hafí skyggt á önnur vanda- mál í heiminum og nú séu menn loksins að vakna upp við vondan draum. „Nú eru allir að átta sig á að kjarnorkuvandamálið er komið á nýtt stig, sem kann að reynast enn válegra,” segir Leventhal, sem telur mun meiri hættu nú en áður á að kjarnavopnum verði beitt. Norður-Kóreumenn nota ekki úran við kjamorkutilraunir sínar eins og írakar, held- ur plúton, sem er mun auðveldari leið. Kjarn- orkustöðin í Yongbyon er við Kunon-fljót, um 40 km norðan við höfuðborgina, Pyongy- ang. Náðst hafa gervihnattamyndir af stöð- inni og við hana em gaddavírsgirðingar, múrar og vopnaðir verðir. í henni er kjarna- kljúfur, hannaður eftir Calder Hall-kjarn- orkuverinu í Bretlandi, sem er komið til ára sinna. Talið er að hægt verði að framleiða fimm kjarnorkusprengjur á ári með þessum kjamakljúfí. Francois Heisbourg, forstöðu- maður Alþjóðlegu herfræðistofnunarinnar, segir að búist sé við að Norður-Kóreumenn taki annan kljúf í notkun á næsta ári. Með honum geti þeir framleitt nægilegt plúton í tólf kjarnorkusprengjur á ári. Heisbourg segir að takist Norður-Kóreu- mönnum að framleiða kjarnavopn verði út- breiðsla þeirra á átakasvæðum í heiminum regla fremur en undantekning. Norður- Kóreumenn hafa eins og írakar undirritað alþjóðasamning um takmarkanir við út- breiðslu kjarnavopna. „Sú hugmynd að þjóð- ir undirriti ekki samninginn til að svindla hefur fokið út í veður og vind,” segir Levent- hal. Hann telur að ríki, sem stefna að fram- leiðslu kjarnavopna, beini sjónum sínum einkum að plútoni og herða þurfi eftirlit með framleiðslu þess til að hefta útbreiðsl- una. Hættan á kjarnavopnaframleiðslu Norður-Kóreumanna hefur orðið til þess að æ fleiri ríki krefjast þess að komið verði á fót nýrri stofnun, sem fái víðtækari heimild til eftirlits en Alþjóðakjarnorkumálastofnun- in. Starfsemi hennar taki mið af reynslunni af eftirlitssveitum Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú að rannsaka kjarnavopnatilraunir íraka. Meginhlutverk Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar hefur verið að sinna kjarnorkuverum fremur en kjarnavopna- framleiðslu. Tímarit boðar „ellifasisma” NÝTT tímarit, ætlað öldruðum, er nú í burðarliðnum í Bretlandi. Það á að heita The Oldie og stefnt er að því að fyrsta lieftið komi út í janúar. Richard Ingrams, 54 ára, sem sætti sig ekki við að verða sett- ur á eftirlaun, verður ritstjóri tíma- ritsins og hefur birt stefnuyfirlýs- ingu þess. Þar lýsir einn af dálkahöf- undunum hverju lesendur megi bú- ast við. Hann kveðst ætla að ausa úr sér skömmunum um „þekkingar- leysi, Ieti, heimsku, óheiðarleika og kynferðislegt getuleysi unga fólks- ins”. Ennfremur hyggst hann deila hart á gamla fólkið, sem leggst svo lágt að hampa ungdóminum. Þá ætlar hann að halda uppi áróðri fyrir „ellifasisma”, „sem gengur út frá því sem sjálfgefnu að unga fólk- ið sé óæðra”. Stungu Rússa- gullinu undan FORYSTUMENN danska kommún- istaflokksins (DKP) þágu fjárstyrk frá sovéskum skoðanabræðrum fram á síðasta ár, að sögn fyrrverandi stjórnanda njósnastarfsemi sovésku öryggislögreglunnar, KGB, í Dan- mörku. Maðurinn, sem heitir Míkhaíl Ljúbímov, skýrir frá þessu í viðtali við sovéska vikuritið Rossíja. Hann fullyrðir að leiðtogarnir hafi notað féð til eigin þarfa og árlegur stuðn- ingur hafi síðustu árin verið 2,2 millj- ónir d.kr. (um 20 milljónir ÍSK). „Stjórnmálaráðið [æðsta valdastofn- un sovéska kommúnistaflokksins] staðfesti í þessu sambandi 24. mars 1990 aðgerð nr. NP183/15 um kvittun af hálfu Ole Sohns [þáverandi for- manns DKP) fyrir móttöku á 980.770 d.kr. með dagsetningu í maí sama ár,” segir Ljúbimov. „Taktu svolítið tóbak með til vinanna í Danmörku,” var sagt við hann í aðalstöðvum sov- éska flokksins í Moskvu en tóbak var dulnefni yfir slikar greiðslur til er- lendra skoðanabræðra sem að sjálf- sögðu voru í alþjóðlegum gjaldeyri. Móttaka fór ýmist fram í sovéska sendiráðinu i Kaupmannahöfn, aðal- stöðvum DKP cða á afskekktum stöð- um. Oft var lyft viskíglasi af þessu tilefni, segir njósnarinn sem nú er kominn á eftirlaun. Hann var í Dana- veldi árin 1976-1980. Sohn vísar frá- sögn Ljúbimovs á bug og segist aldr- ei hafa tekið við neinu Rússagulli. Hins vegar viðurkennir hann að Sov- étmenn hafi ef til vill greitt óeðlilega hátt verð fyrir þjónustu sem þeir keyptu hjá prentsmiðju danskra kommúnista, Terpo-Tryk. ALLTAF HAFT ÁHUGA ÁÍSLAHDI ÞR0SKASAGA MANNS ÆVISAGA FORSETA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.