Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 _ _ Morgunblaðið/Sissa t ra tískusýningunni, skrautlegar stuttar dragtir og virðuleg-jakkaföt. VERSLUN Þúsund afmælisg’estir í Sautján EIGENDUR tískuhússins 17 á Laugarveginum héldu fyrir skömmu upp á árs afmæli versl- unarinnar og var ýmislegt gert til hátíðarbrigða. Gestum dags- ins var boðið upp á veitingar í Kaffi 17, huggulegu kaffihúsi á miðhæð verslunarhússins og undir kvöldið var efnt til mikilar tískusýningar á efstu hæðinni. Svava Johansen verslunarstjóri 17 sagði að alls hefðu um eitt þúsund manns komið í búðina þennan dag og vel á fjórða hundrað hefðu fylgst með tísku- sýningunni. Að sögn Svövu var tískusýningin stíluð inn á fínni föt í tilefni hátíðanna sem fram undan eru, „Við erum með mikið af slíkum fatnaði frá Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Hollandi. Áberandi í dömulínunni eru svart/hvítar sam- setningar, en hjá herramönnunum sterkari litir en áður, ýmsar sam- setningar. Þá höfum við fímmfaldað skóúrvalið hjá okkur síðasta árið og skósala hefur aukist sem því n'emur,” sagði Svava. En hvað segir Svava á árs af- mæli stórverslunar í bæjarhluta sem hnignað hefur frá sjónarhóli verslunarmanna? Hún svarar, „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur, en í haust fundum við þó fyrir samdrættinum sem leggst á ailt og alla. Verslunin okkar í Kringlunni er ekki nema einn fimmti af stærð verslunarinnar á Laugarveginum, en samt er meiri sala þar miðað við hvern fermeter. ■>*<Hitt er svo annað mál, að þetta hús ‘ á Laugarveginum á svo sannarlega rétt á sér. Við myndum ekki hika við að gera svona lagað aftur.” Morgunblaðið/Árni Sæberg ■ Á afmælisdeg- inum, f.h. Svava Johans- en verslunar- stjóri, Linda • Pétursdóttir fegurðar- drottning og Sigrún Hauks- dóttir verslun- armaður. FRÖNSKU LAMPARNIR FALLEG HÖNNUN MARGAR GERÐIR ** ’ 5 w í Q- le Qauphin FRANCE LAUGAVEG1174 í i < A 0 u h J » , ,j i, J j v A i ,-, /í S 695500/695550 HEKLA LEIKLIST Eins og að fylla lungun af nýju o g hreinu lofti Skagaleikflokkurinn frum- sýndi í gær verkið „Leikurinn um snillingana vonlausu” sem er byggt á bókinni „Glataðir snillingar” eftir William Hei- nesen. Inga Bjanason leikstýrir hópnum, en Leifur Þórarinsson hefur frumsamið tónlist við verkið, en þarna er á ferðinni samvinna milli Skagaleik- flokksins og Tónlistaskólans á Akranesi. Verkið fjallar um hvað verður um listamenn sem þjóðfélagið er ekki reiðubúið að meðlaka, „Við getum nefnt sem dæmi tónlistarmenn í Reykjavík á árunum 1910 til 1920, er engin hljóðfæri voru til staðar. Þessir listamenn þrif- ust ekki og eins og Jónas Hall- grímsson, hreinlega dóu,” segir Inga Bjarnason í samtali við Morgunblaðið. Inga segir að Skagaleikflokkur- inn hafi eitt sinn verið einn af bestu áhugaleikhópum lands- ins, en starfsemi hans hafi koðnað niður. „Þetta er ekkert allt of menningarlega jákvæður bær, þannig að eftir því er tekið þegar í svo stórt er ráðist sem nú er gert. Flokkurinn ætlar að setja allt í. gang á nýjan leik og það með myndarleik, 50 manns standa að sýningunni, þar af koma 40 fram á sviðinu. Hvað segir Inga um að starfa með Skagamönnum? Eru þeir efnilegir á leiklistarsvið- Inga Bjarnason. inu?_ „Ég hef ekki mikla reynslu af því að starfa með áhugamönnum, en verð að segja að þetta hefur verið stórskemmtilegt og jafn framt er ég undrandi á því hvað þetta fólk er bæði hæfileikaríkt og ákveðið. Við megum ekki gleyma því að orðið „amateur” er dregið af „amor” og þýðir ein- hver sem gerir eitthvað af ást. Því er það, að áhugamenn við- Leifur Þórarinsson. halda ákveðnum frískleika sem atvinnumenn verða að gæta sín á að glata ekki. Ég hef verið að vinna með skáldi, rithöfundi, fólki úr sementinu, efnafræðingi stað- arins, sjúkrahúsforstjóranum, sem sagt fóiki úr öllum skotum bæjarins. Þetta er eins og að fylla lungun af nýju og hreinu lofti, að koma í bæinn með líkaman fullan af vítamínum,” segir Inga Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.