Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 19 F.v.: Matgorzata, Wiestawa og Teresa. Pólverjarnir una sér vel í kjöt- vinnslunni. Andrzej og kona hans. segir Matgorzata loks við mig: „Ter- esa á yndislegan mann og þau ætla sér að halda saman alltaf, hvemig sem lífskjör þeirra verða.” Svo bæt- ir hún við að maður Teresu sé bílaviðgerðamaður, dóttirin sé í skóla og sonurinn á barnaheimili. Líkar betur að borða svínakjöt Wiestawa Pruszynska er líka gift og á tvö börn, hennar börn eru bara tíu árum eldri en börn Teresu. Hún er frá Zambróm sem er lítil borg. Þar hefur hún unnið lengi á skrif- stofu. „Ég kom til íslands til þess að fá betra kaup,” segir hún. „En hér er bara allt miklu dýrara en í Póllandi svo afraksturinn er ekki eins mikill og ég hélt hann yrði.” Hún nefnir sem dæmi að 0,7 lítrar af alkóhóli kosti sem næst 32 dollur- um hér meðan 0,5 lítrar af því kosti um 4 dollara í Póllandi. „Þetta hefur þó allt gengið vel, við vinnum og borðum í mötuneytinu nema um helgar, þá eldum við sjálf alls konar pólska rétti. Okkur líkar betur að borða svínakjöt en kindakjötið sem er svo vinsælt hér.” Hún segist ekki hafa keypt sér neinn fatnað nema það sem nauðsynlegt sé vegna vinn- unnar. „Fatnaður er mjög dýr hér,” segir hún. 1 frístundunum sínum sagðist hún hvíia sig og spjalla við hina úr hópnum. „í síðustu viku fór- um við á bjórkrá til að hlusta á söng og gítarspil, það var mjög gaman. Til Reykjavíkur förum við ekki þeirra erinda.” Wiestawa sagði að marga Pólveij- anna langaði til að sjá Gullfoss og Geysi. „Mér finnst umhverfið hér mjög ólíkt því sem ég er vön. Það er svo tómlegt og eyðilegt, engin tré.” Wiestawa segist ætla heim til fjölskyldu sinnar í vor, en koma aft- ur ef hún geti. „Hvaða áhrif þetta hefur á hjónabandið er ekki gott að segja, aðeins tíminn getur leitt það í ljós,” segir hún og togar háruetið niður á ennið. Þær stollur eru farnar að ókyrrast, vinnan bíður og kaffi- tíminn löngu liðinn. Um leið óg þær standa upp bið ég þær að finna fyr- ir mig athyglisverðan pólskan karl- mann til að spjalla við,-helst mæltan á enska tungu. Körfuboltainaðurinn Meðan ég bíð spennt eftir að Pól- veijinn sýni sig skoða ég myndirnar í smellirömmunum. Þær sýna lagðprúðar ær renna af fjalli undan íslenskum hundum og ríðandi bænd- um. Á næstu mynd er búið að slátra og flá skepnurnar og hengja krofin upp í löngum röðum. Þriðja myndin sýnir alvarlega frammámenn í ís- lenskum landbúnaði sitja við stór fundaborð. „Út af hveiju ættu þeir líka að brosa,” þugsa ég og sest aftur við borðið. í sama mund kem- ur Andrzej Roszczenko stikandi. Hann er yfir tveir metrar á hæð en afar grannvaxinn. „Það vilja margir í Póllandi komast hingað til íslands til þess að fá betra kaup en þorri fólks fær í Póllandi,” segir Andrzej. „Þegar ég frétti af þessari vinnu hér, greip ég tækifærið þó ég eigi aðeins eitt ár eftir til þess að ljúka fjögurra ára námi við íþróttaháskóla í Varsjá. Ég má gera tveggja ára hlé á því námi án þess að það komi að sök. Ég ætla að vera hér í þessi tvö ár, ef ég fæ vinnu svo lengi: Andrzej er nýkvæntur og kona hans er hér með honum. „Hún er í sama íþróttaháskóla og ég, hún er bara styttra komin í náminu. Við erum bæði íþróttafólk, ég hef spilað körfubolta í níu ár, uppá síðkastið í fyrstu deild með liðinu Polonía War- sjá. En á síðasta ári þurfti ég að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné og hætti þá að leika að læknisráði í a.m.k. í eitt ár. Konan mín er hand- boltamanneskja, hún var til skamms tíma í vörninni í fyrstudeildarliði SKRA í Varsjá. Fyrir okkur er ísland mjög nýst- árlegt land. Það er fróðlegt að kynn- ast hér landi og þjóð, einkum þegar litið er til hinna miklu þjóðfélags- breytinga sem nú ganga yfir í Pól- landi, þegar verið er að skipta yfir úr sósíalísku þjóðskipulagi í kapítal- isma. í þeim öru breytingum sem nú eiga sér stað þar hefur verðlag á matvörum og ö'ðrum nauðsynjum stigið mjög, án þess að laun hafi vaxið að sama skapi. Mönnum til fróðleiks má geta þess að verkamað- ur í Póllandi hefur um 150 til 200 dollara mánaðarlaun meðan íslensk- ur verkamaður hefur þetta 800 til 1.000 dollara. En hér er allt líka miklu dýrara, verðlag hér er svona tvisvar til þrisvar sinnum hærra en í Póllandi. Við hjónin unum okkur hér all vel. Okkur er búin mjög góð aðstaða í nýjum húsum og maturinn hér í mötuneytinu er ágætur. Við vildum hins vegar gjarnan halda okkur við í íþróttunum. Ég fer einu sinni í viku á Selfoss til þess að æfa körfubolta með áhugamannaliði þar. Ég hef meira að segja farið með því liði í eins dags keppnisferð og fannst það mjög mikii tilbreyting. Konan mín hefur hins vegar ekkert getað æft. Það er ekkert handboltalið hér á Hvolsvelli, og engin aðstaða til æf- inga. Við eigum heldur engan bíl og ættum því óhægt með að mæta á æfingar utanbæjar, nema þangað sem góðar rútuferðir væru.” Ég spurði Andrzej álits á íslensk- úm körfubolta. „Hann er nýr fyrir mig. Liðið á Selfossi er áhugamann- alið eins og fyrr sagði, ég var hins vegar í góðu atvinnumannaliði í Varsjá. Samanburðurinn getur ekki annað en verið Selfossliðinu í óhag.” Andrzej spurði mig hvort ég teldi að hann og kona hans gætu fengið vinnu ef samningurinn við Sláturfé- lagið yrði ekki framlengdur. „Ef mögulegt er viljum við vera hér þangað til ég verð að mæta í skól- ann 1. október 1993. Ég vil endilega ljúka náminu í íþróttaháskólanum, því ég stefni að því að verða íþrótta- kennari og þjálfari þegar fram líða stundir.” Að falla að umhverfimi ísafirði. íbúðarhús þeirra Ásthildar Cesil Þórðar- dóttur og Elíasar Skaftasonar við Selja- landsveg á ísafirði kúr- ir makindalega undir snæþekju vetrarins. Undir þekjunni er ekki bara íbúðarhús heldur skrúðgarður sem bíður þess að sólin skíni á ný inn um gluggana sem mynda helming kúlunnar. Hinn helm- ingurinn er torfi lagð- ur, líkt og bústaðir fyrri alda. - Úlfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Hesthús Fáks við Bústaðaveg 17% afsláttur Við getum tekið á móti fleiri hestum í hesthús félagsins í vetur. Gjald fyrir hesta á fóðrum í húsum félagsins við Bústaðaveg verður 17% ódýrara en í húsunum á Víðivöllum. Þeir, sem hafa þegar geitt staðfestingargjald, og eins þeir, sem greiða það fyrir 15. desemþer 1991, fá 7% afslátt af vetrargjaldi í húsum félagsins. Nánari upplýsingar á skrifstofu frá kl. 8-17 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 8-16 á föstudögum. Smölun Fyrsta smölun í beitarhólfum Fáks verður sunnudaginn 1. desember 1991. Réttað verður í Dalsmynni milli kl. 11-12; þar verða einnig öll hross úr Saltvík. Réttað í Arnarholti milli kl. 13-14. Bílar verða á staðn- um. Þeir, sem eiga hesta á Ragnheiðarstöðum og vilja fá þá flutta suður, þurfa að hafa samband við skrifstof- una í síma 672166. Kveðja, Fákur. TILBOÐ ÓSKAST í BMW 318 IS, árgerð '91 (ekinn 15 þús. mílur), Jeep Wrangler H.T. Sahara 4x4, árgerð ’88 (ek- inn 48 þús. mílur), MMC L-300 Mini Bus, ár- gerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16: SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.