Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (P* Gættu þess að gleyma engu í dag. Sumar af áætlunum þín- um breytast núna. Það ríkir jafnvægi í skiptum þínum við nána ættingja og þú tekur ákvörðun sem varðar starf þitt. Naut (20. apríl - 20. maí) (fift Kæruleysi í meðferð fjármuna eða annarra verðmæta geta komið þér í koll. Dómgreind þín getur verið gloppótt í d^g, en ástarsamband þitt styrkist. Tviburar (21. maí - 20. júní) í» Ástvinur þinn fer sínar eigin leiðir í dag. Truflanir kunna að valda því að verkefni sem þú ætlaðir að sinna frestast. Búðu þig vel undir verkefni sem þú þarft að takast á hend- Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú átt í erfiðleikum með að koma hlutunum í verk í vinn- unni í dag. Einhver lætur und- ir höfuð leggjast að standa við gefið loforð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <e€ Þú átt erfitt með að ná til ein- hverrar manneskju eða fá ákveðið svar frá henni um sam- eiginlegt hagsmunamál ykkar. Haltu þig heima við í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Skapandi einstaklingar eru innblásnir í dag. Vinur þinn getur ómögulega skilið sjón- armið þitt. Njóttu þess að sinna hugðarefni þínu. Vog (23. sept. - 22. október) Glöggskyggni þín á möguleika þína í vinnunni er ekki upp á marga fiska þessa dagana. Taktu ákvörðun sem þú hefur ýtt á undan þér. Þú vinnur að því að prýða heimili þitt i dag. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Óvæntur aukakostnaður fellur á þig núna. Vertu ekki kæru- laus í sambandi við heilsu þína eða mataræði. Þú finnur fyrir miklum sköpunarkrafti innra með þér og listrænir hæfileikar þínir blómstra. Bogmaóur (22. nóv. — 21. desember) <50 Þú getur haft hlutina eftir eig- in höfði án þess að særa náinn ættingja eða vin. Þú berð sterk- ar tilfinningar í ástarsambandi þínu, en situr fast á þeim. Forð- astu eyðslusemi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur engan tíma til að sinna yfirborðslegu fólki í dag, þó að þú ættir endilega að vera innan um fólk í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það sem gerist á bak við tjöld- in kemur þér vel þegar til langs tíma er litið. Láttu ekki meira uppi um fyrirætlanir þínar en þú telur óhætt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú gerir þér vonir um frama í starfi þínu, sumar þeirra með öllu óraunhæfar. Ferðaáætlan- ir sem þú hefur unnið þarfnast endurskoðunar. Stjörnusþána á að lesa sem dægradv'ól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA É<3 QET EICKJ /VtUUáÐ M£H V. G/FTMG/te, rUSSt 5~ CrlGlHAnAMNINUM EÐA S (ötFTlNGAeAFMÆUo\ M£0 e. EtGINMANNUiUM . 1....^....... .......1.....■■■rTimiTTTTTTrTTTTTrrmrirTnTiTnnnnTimTriifnimmTTiiiiinnTnimiiniiiiii SMÁFÓLK Já, kennari, þetta er erfitt próf... NO, MA'AM, i pipn't MEAN TO BE 5ARCA5TIC... Nei, kennari, ég ætlaði ekki að vera meinyrt. . . All I 5AIP U)AS, WMEN I CAME IN TMI5 M0RNIN6,1 PIPN'T REALIZE U)E WERE TAKIN6 TME BAR EXAM.. Allt sem ég sagði, þegar ég kom í morgun, var, að ég gerði mér ekki grein fyrir því, að við værum að taka takt-prófið ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar kemur að úrslita- ákvörðun . í spaðabút suðurs, liggur fyrir fullkomin talning á höndum andstæðinganna. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 4 ¥107543 ♦ G87 ♦ ÁG43 Suður ♦ ÁKD732 ¥D ♦ D62 ♦ D95 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar Pass Pass Pass - Vestur tekur kóng og ás í tígli, en spilar síðan smáu hjarta yfir á kóng félaga síns. Austur skilar auðvitað tígli, sem vestur stingur og spilar hjartaás (aust- ur fylgir lit). Sagnhafi trompar, tekur ÁK í spaða, en vestur hendir hjarta í síðari spaðann. Vörnin hefur fengið 4 slagi, fær örugglega annan á tromp, svo nú veltur allt á því að gefa eng- an á lauf. Hvernig er best að spila? Vestur er upptalinn; hefur bersýnilega byrjað með skipting- una 2-5-2-4. Því kemurtil greina að spila út laufdrottningu í þeirri von að tían falli önnur í austur. En slíkur vonarstíll er óþarfur þegar hægt er að þvinga vestur í hjarta og laufi: Vestur ♦ G9 V KG962 ♦ ÁK ♦ K1086 Norður ♦ 4 ¥ 107543 ♦ G87 + ÁG43 Austur ♦ 10865 VÁ8 ♦ 109543 ♦ 72 Suður ♦ ÁKD732 VD ♦ D62 ♦ D95 Það má bara ekki faila í þá gryfju að spila spaðadrottningu og meiri spaða. Þá á blindur aðeins 4 spil: eitt hjarta og ÁGx í laufi. Austur skilar laufí og nú verður að trompa þvingunarspil- ið í hjarta til að komast heim. Því er nauðsynlegt að dúkka spaða fyrst, svo hægt sé að halda tveimur þjörtum eftir í borði. _ SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Múnster í Þýzka- landi í haust kom þessi staða upp í viðureign Sovétmannanna Kal- initsjevs (2.430), sem hafði hvítt og átti leik, og Serebrjaniks (2.385). 21. Hxd7! - DXd7, 22. Rh6+! - Kh8 (Skárri vörn var 22. — gxh6 með það fyrir augum að svara 23. Dxf6 með 23. — Dc6+, 24. Kgl — e5!, en hvítur vinnur eftir 23. Bxf6! - Dc6, 24. He4 - h5, 25. Kgl með hótuninni 26. Hg4+) 23. Dxf6! — e5, 25. Bxe5 og svartur gafst upp. ltúmlega tvö hundruð þátttakendur tóku þátt á mótinu, þar af fimm stórmeistarar. Efstir og jafnir urðu stórmeistararnir Kupreitschik, Sovétr., og Lev Gut- man, Þýskalandi. Þeir hlutu Vh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.