Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 39 ÆSKULÝÐSSTARF „Hftt húsið” lofar góðu Morgunblaðið/Árni Sæberg meiri heldur en við reiknuðum nokkru sinni með,” segir Júlíus. Reykvískir unglingar eiga í ýmis hús að venda, en Júlíus sagði að endingu, að sennilega færi þróttmesta æskulýðsstarf- ið fram í 40 íþróttafélögum sem hefðu innan vébanda sinna 30.000 manns. Þar væri þung- amiðjan, en samtök eins og skátar, kristileg félög og Fé- lagsmiðstöðvarnar væru jafn framt þungar á vogarskálunum, allir ynnu þessir þættir vel sam- an ásamt skólunum en innan veggja þeirra er einnig meira og mirina æskulýðsstarf í full- um gangi. Það nýjasta sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur tekið sér fyrir hendur er „Hitt húsið”, eins og það hefur verið kallað. Vð erum að tala um gamla Þórskaffi, en Borgin hef- ur nú leigt það af Landsbankanum til sex mánaða til reynslu. Þar mun fara fram alhliða frístunda- starf fyrir aldurshópinn 15 til 20 ára. Staðurinn- er hugsaður sem samastaður unglinga á þessum aldri og fulltrúar þeirra sem sitja í stjórn hússins munu móta starfsemina eftir höfðum ungmenn- anna sjálfra. Þarna kemur til með að fara fram tónlistar- dans, leiklistarstarfsemi og margt margt fleira,” sagði Júlíus Hafstein borgarfulltrúi, for- maður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið. Júlíus sagði fleira um „Hitt húsið”, það yrði einnig vettvang- ur smærri og stærri samkundna, dansleikja og árshátíða félaga og skóla. Að sex mánuðum liðnum yrði útkoman skoðuð og í fram- haldi af því tekin ákvörðun um framhald á því starfi sem þar fer fram. Júlíus sagði enn fremur, að því færi íjarri að veturkoman boðaði deyfð í starfsemi ÍTR, öðru nær, ráðið ræki 7 félagsmið- stöðvar og væri skammdegis sá tími sem þar væri mest um að vera og svo væri búið að opna skautasvellið og í fyrsta sinn yrði það opið í heilan vetur. „Aðsókn- in þar hefur verið gífurleg, miklu „Hitt húsið” opnað með látum. Júlíus Hafstein. TÓNLIST PLATÍNUPLATA TIL GÍSLA GÍSLI Helgason flautuleikari fékk afhenta platínu- plötu fyrir skömmu sem er til marks um góðar viðtökur og sölu nýju breiðskífu hans „Heimur handa þér”. Þetta er önnur sólóplata Gísla, en sú fyrri færði honum gullplötu. Gísli hélt útgáfutón- leika á Púlsinum á dögunum og kom þar fram með hljómsveit sinni „Þórgísl”, sem er skipuð auk hans Þóri Baldurs- syni, Tryggva Hubner, Pétri Grétarssyni og Her- dísi Þorvaldsdóttur. Söngvararnir Eyjólfur Kristjansson og Anna Pá- lína Arnadóttir komu þar fram og sungu sitt hvort lagið, þau lög sem þau syngja á hljómplötunni. A plötunni „Heimur handa þér” eru fjórtán lög, tíu þeirra eftir Gísla, en hin eru eftir Þóri Baldurs- son, Oddgeir Kristjánsson, Gísli tekur við platinuplötunni. Morgunblaðið/Sverrir Jóhann Helgason og Lion- el Ritchie. Þrettán hljófær- aleikarar og söngvarar koma fram á plötunni ásamt Samkór Kolbeins- eyjar og Rólandssystrum. Einnig eru tveir erlendir hljóðfærleikarar, Ilan Adl- er frá Venesúela sem leik- ur á suður amerískan smágítar og norska tón- listar- og söngkonan Sin- ikka Langeiand leikur á forna finnsak hörpu í einu lagi. Eitt laganna er til- einkað minningu píanó- leikaans Guðmundar Ing- ólfssonar. HeiSsuverndarstöð Reykjavíkur NÁMSKEIÐ GEGN REYKINGUM Næstu námskeið hefjast eftir áramót, l það fyrsta 6. janúar. == Allir þátttakendur á námskeiðum fram til vors fá nikótín plástur í allt að 4—5 mánuði. Skráning fer fram í síma 22400. Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarfræðingum síðar. Lungna- og berklavarnardeild Jóhanns G. Jóhannssonar 37 lög og textar e m t u N0TUR FYRIR PÍANÓ 0G GÍTAR. GEISLADISKUR FYLGIR Lítiö hefur veriö gert at þvi aö gefa út nótnabækur meö islenskri dægur- tonlist. Þar sem annars staöar er Skífan i tararbroddi og gefur hér ut mjög vandaöa nótnabók fyrir pianó og gítar meö gullkornum Jóhanns G. í frábærum útsetn- ingum Þorsteins Jónssonar. Ekki spillir svo tyrir aö meö bokinni tylgir geisladiskur meö 19 laganna leiknum á pianó. Geisladisk- urinn veröur einnig faanlegur sér og vart er hægt að hugsa sér þægilegri „Dinner- tónlist,,.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.