Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1991 3U9fgutiÞIftfetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Lækkun raunvaxta Yaxandi þrýstingur er nú á bankakerfið að iækka raunvexti. Af ummælum for- svarsmanna samtaka atvinnu- vega og verkalýðssamtaka má ráða, að veruleg vaxtalækkun sé ein helzta forsenda þess að skynsamlegir samningar takist á vinnumarkaði. Þá er að sjálf- sögðu átt við lækkun raunvaxta en síðustu vikur og mánuði hafa verið töluverðar sviptingar um lækkun nafnvaxta. Er ber- sýnilegt að bankar og sparisjóð- ir hafa ekki verið á einu máli um, hvernig standa bæri að þeim málum. Yfirlýsing Baldvins Tryggva- sonar, sparisjóðsstjóra í Spari- sjóði Reykjavíkur og nágrennis, hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum þess efnis að sparisjóð- irnir gætu ekki gengið lengra í vaxtalækkunum vegna tregðu Landsbanka og íslandsbanka til þess að gera slíkt hið sama vakti verulega athygli. Deilurn- ar um nafnvaxtalækkun, sem að nokkru leyti eru til komnar vegna hins tvöfalda kerfis verð- tryggðra og óverðtryggðra út- lána sem hér ríkir, hafa hins vegar beint athyglinni frá kjarna málsins, sem er nauðsyn þess að lækka raunvexti veru- lega. 1 OO KOMM- löu *únistar ætluðu að gera út á gróðurhúsaplöntur. En það fór allt í handaskolum. Ashk- enazy sagði í samtali við mig: „Þessu fólki er ýmist hótað eða því er stungið inn í gróðurhús með nýju sniði, vinnubúðir, geð- veikrahæli, ef það mætti verða til þess að breyta því í plöntur.” Og markmiðið var auðvitað að breyta öllu þjóðfélaginu í gróðurhús. Plönt- urnar áttu að fá vinnu, mat og ein- hveija peninga, jafnvel ókeypis sjúkra- og læknishjálp. En það átti að fórna manneskjunni fyrir þessi þægindi. „Þessar plöntur eru vökv- aðar, það er hugsað um rætur þeirra og jarðveg — en hvers vegna? Jú, af því vald og vegsemd stjórnvald- anna er undir því komin að plönt- urnar þrífist vel. Og helzt af öllu mega þær ekki vita, að þær hugsa ekki. Þegar nokkrir einstaklingar neita að láta breyta sér í plöntur, vita allir, hvað gerist. Þá verða til menn einsog Amalrik, Daniel, Sinyavesky og Solzhenitsyn,...” Hver er svo niðurstaðan? Gamall samfylgdarmaður kommúnista, séra Rögnvaldur Finnbogason, hefur nefnt hana tæpitungulaust í sam- tali í Morgunblaðinu 19. desember, ’90, þá nýkominn frá Sovétríkjun- um. Það er skipulögð hungursneyð að fyrirmynd Stalíns í Úkraníu 1927, segir séra Rögnvaldur, „og fyrir því standa auðvitað allskyns mafíur — og þá helst sú sem hefur hreiðrað um sig í Kreml -- þeir sem þola engar breytingar og vilja helst Fyrr á árum, þegar vaxta- stigið var ákveðið af Seðla- banka í samráði við ríkisstjórn, var gjarnan sagt að raunvextir ættu að vera háir þegar upp- sveifla væri i efnahagslífinu til þess að slá á þenslu, en lágir þegar niðursveifla væri til þess að ýta undir vöxt í atvinnulíf- inu. Haustið 1984 var ákveðið að gefa vexti frjálsa og var hugsunin sú, að eðlilegt væri að markaðurinn sjálfur réði vaxtastiginu. Síðustu misseri hefur hins vegar gætt vaxandi efasemda um að markaðslögmálin njóti sín á hinum þrönga og lokaða fjármagnsmarkaði hér. Jafnvel má spyija hvoit t.d. afföll af húsbréfum séu svo há sem raun ber vitni vegna þess að nánast einu kaupendur slíka bréfá í stórum stíl séu lífeyrissjóðir, sem með samráði sín í milli haldi ávöxtunarkröfu hárri. Eina leiðin til þess að bijótast út úr því sé sú, að fá erlenda kaupendur að húsbréfum í stór- um stíl. En hvernig sem á það er lit- ið fer ekki á milli mála, að nú fer saman einhver versta kreppa sem við höfum lent í áratugum saman í atvinnumál- um og eitthvert hæsta raun- horfa á eftir þeim útí hafsauga. Þeir sem sjá framtíð sinni ógnað og vilja tryggja sig í nú- verandi sessi með að- stoð hers og lögreglu.” Þetta voru orð að sönnu einsog síðar hefur komið í ljós. Og hver er þá að sögn sr. Rögn- valds uppskeran af sjötíu ára alræði kommúnismans í Sovétríkjunum? Jú, það er ekki um að villast: „Loks kom ég í einu rómversk-kaþólsku kirkjuna í Moskvu,” segir séra Rögnvaldur, „og hitti þar áttatíu og eins árs gamla þýska konu, sjö barna móður frá Kazakastan. Hún var búin að vinna á samýrkjubúi í fimmtíu og eitt ár en býr nú í her- bergi með dóttur sinni og hefur 45 rúblur í eftirlaun. Það er jafnvirði þriggja dollara á svarta markaðn- um. Það er ævikvöldið sem kom- múnisminn býður fólkinu upp á.” Séra Rögnvaldur horfir ekki í gegn- um öfugt kikkertglasið og sér ein- ungis það sem óskhyggjan vill. Nei, nú þarf engan sjónauka, staðreynd- imar blasa við svartar á hvítu og engu líkara en Hitchcock hafi hann- að þetta þjóðfélag uppúr helvíti Dantes. Á sínum tíma var þetta þjóðfélag kennt við paradís. Mis- notkun orða er oftarenekki undir- staða pólitísks ofbeldis. En orð eru einsog margt í náttúrunni og hún fer litum eftir því hvemig viðrar. Og nú viðrar vel fyrir orð einsog íhald, markaður, einkarekstur. Þetta eru gróskumikil orð nú Á tímum og setja góðan svip á um- hverfið. Og nú halda menn einsog vaxtastig sem um getur. Það þarf enga sérfræðinga í fyrir- tækjarekstri til að sjá að staða atvinnufyrirtækja er nú svo slæm að það er af og.frá að atvinnulífið standi undir þeim raunvöxtum sem nú eru í gildi. í umfjöllun brezka dagblaðsins Financial Times fyrir skömmu um hrun bankakerfisins á Norð- urlöndum, þar sem hver bank- inn á fætur öðrum hefur orðið gjaldþrota, var sérstaklega tek- ið fram að bankarnir hefðu gert þau grundvallarmistök að taka háa raunvexti á sama tíma og mikil niðursveifla var í at- vinnulífinu. Gjaldþrot viðskipta- vina af þeim sökum hefðu átt þátt í gjaldþroti bankanna sjálfra. Það hlýtur að vera alvarlegt, brýnt og aðkallandi umhugsun- arefni fyrir forsvarsmenn lána- stofnana, hvort hið háa raun- vaxtastig sem nú er við lýði, endi með því að bankarnir grafi sína eigin gröf. Fáir einstakl- ingar þekkja betur stöðu at- vinnulífsins en einmitt stjórn- endur lánastofnana. Fáir ein- staklingar hafa betri aðstöðu til að meta stöðu þessara fyrir- tækja. Þess vegna hljóta stjórn- endur bankakerfisins að vita það öðrum mönnum betur að verði ekki um verulega lækkun raunvaxta að ræða mjög fljót- lega stefnir í hvert gjaldþrotið á fætur öðru til viðbótar við það sem komið er, stóraukin töp bankanna til viðbótar við þá miklu ljá™uBÍ sem þeir hafa tapað nú þegar og stórfelld vandamál í rekstri bankanna sjálfra þegar svo er komið. Þess vegna er ekki eftir neinu að bíða. Vissulega verður að hafa hagsmuni sparifjáreigenda í huga í þessu sambandi. Það eru hagsmunir sparifjáreigenda að atvinnulífið geti greitt eðlilega þóknun fyrir lánsfé. Sízt af öllu eru það hagsmunir sparifjáreig- enda að atvinnulífið verði leikið svo grátt, að það geti ekkert borgað. Það er mikill munur á neikvæðum vöxtum fyrri ára og því raunvaxtastigi sem hér ríkir. Eitthvað má á milli vera. ávallt áður að því verði breytt með misnotkun tungunnar. Gamla konan sem séra Rögnvaldur hitti í Moskvu átti því að venjast að mörg orð sem nú þykja þóknanleg voru baneitruð á sínum tíma. Ný merking þessara gömlu orða brejdir ekki umhverfi fólks sem hefur verið alið upp í lyg- um og svo lokuðu þjóðfélagi að þau orð hafa verið lögð Napóleon í munn enginn vissi um ósigurinn við Wat- erloo ef Pravda hefði verið eina dagblað franska keisaradæmisins. I fréttum er talað um íhaldsmenn í Sovétríkjunum og átt við harðlínu- menn í kommúnistaflokknum; líklega gamla stalínista; einnig um breytta stefnu „í átt til róttækra umbóta” og þá eiga fréttamenn við breytingar sem gætu leitt til mark- aðskerfis og kapítalisma. Þetta seg- ir meiri sögu en málalengingar. Og enn verða menn að átta sig á því að samkvæmt íslenzkri mál- venju eru sósíalistar hvorki jafnað- armenn né aðdáendur markaðskerf- is, heldur viljá þeir stjórna því eins- og gömlu karlarnir í Sameiningar- flokki alþýðu, Sósíalistaflokknum, sem sagt er heyri sögunni til, en um það má efast vegna þess kín- verskir kommúnistar hafa svipaða afstöðu til markaðsbúskapar og ís- lenzkir sósíalistar. En pólskir sósíal- istar eru tilaðmynda nær veruieik- anum og nútímanum ef litið er á nýlega stefnuskrá þeirra. Alþýðulýðveldin og Sovétríkin voru kennd við sósíahsma, en það er ekki lengur. Orðið sósíalismi vek- ur minningar um martröð.' M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall Ein þeirra grund- vallarbreytinga, sem núverandi ríkisstjórn hefur lýst yfir að hún vilji beita sér fyrir í þjóðmálum, er einka- væðing, sem gefið hefur góða raun víða um lönd og þá ekki sízt í Bretlandi, þar sem víðtæk einkavæðing hefur farið fram á einum áratug. Þegar rætt hefur verið um einka- væðingu hér, hefur fyrst og fremst verið fjallað um sölu ríkisfyrirtækja til einkafyr- irtækja eða einstaklinga á hinum almenna hlutabréfamarkaði. En eins og Páll Kr. Pálsson, forstjóri Vífilfells hf., benti á í greinum hér í Morgunblaðinu fyrir skömmu fellur útboð á margvíslegri þjón- ustu sem fram fer á vegum opinberra aðila einnig undir þetta hugtak. Nú þegar syrtir í álinn í atvinnumálum má vel vera, að einkavæðing í ýmsum myndum sé einn þeirra þátta í atvinnu- og efnahagsmálum, sem ástæða er til að framkvæma með meiri hraða en að var stefnt. Ætla má, að einkavæðingin geti verið þáttur í að hleypa nýju lífi í ýmsa þætti atvinnulífsins ásamt því að spara ríki og sveitarfélögum, þ.e. skattborgur- um, verulega fjármuni. Landsbréf hf., verðbréfafyrirtæki Landsbankans, efndi til lokaðrar ráðstefnu um einkavæðingu sl. fimmtudag þar sem einn af þeim brezku sérfræðingum, sem unnið hafa að framkvæmd einkavæðingar þar í landi síðasta áratug, Peter Young, flutti fróðlegt og yfirgripsmikið erindi um einkavæðingu í Bretlandi og nefndi nokkur hugsanleg dæmi um einkavæðingu hér. Þessi ráðstefna Landsbréfa var haldin á réttum tíma og á áreiðanlega eftir að verða kveikja að frekari umfjöllun urn þessi málefni hér. Einkavæðing var einn af lykilþáttum í efnahagsumbótum Thatcher. Sumt í fram- kvæmd þeirrar stefnu í Bretlandi hefur tekizt vel, annað miður og er skemmst að minnast athyglisverðrar gagnrýni, sem fram kom á vissa þætti einkavæðingarinn- ar í samtali sem birtist hér í Morgunblað- inu í haust við Douglas Smith, einn af trúnaðarmönnum brezka íhaldsflokksins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu hjá hinum brezka sérfræðingi á ráð- stefnu Landsbréfa hafa 44 stórfyrirtæki í Bretlandi verið einkavædd á þessu tíma- bili auk smærri fyrirtækja. Þærtekjur, sem opinberir aðilar í Bretlandi hafa haft af sölu fyrirtækjanna til þessa dags nema um 35 milljörðum punda og að því er Peter Young upplýsti má búast við, að tekjur af áframhaldandi einkavæðingu muni nema um 5 milljörðum sterlings- punda á ári næstu 5 árin. Um helmingur atvinnufyrirtækja sem voru í opinberri eigu árið 1979 hefur verið seldur til einkaaðila og um 800 þúsund starfsmenn sem þá voru í þjónustu opinberra aðila starfa nú hjá einkafyrirtækjum. Fjöldi fólks sem á hlutabréf í Bretlandi hefur aukizt úr 5% árið 1979 í 24% árið 1990. Þar að auki hafa 1,2 milljónir Ieigu- íbúða, sem áður voru í opinberri eigu, ver- ið seldar til leigjenda og nemur afrakstur af þeirri sölu um 12 milljörðum sterlings- punda. Fjöldi þeirra sem eiga eigið hús- næði í Bretlandi hefur aukizt úr 52% 1979 í 67% árið 1990. Loks hafa ákveðnir þættir opinberrar þjónustu, ekki sízt þjónustu sveitarfélaga, verið boðnir út og eru nú í höndum einka- aðila og nefndi Peter Young sérstaklega í því sambandi sorphreinsun pg gatna- hreinsun. Og nú er í vaxandi mæli leitað til einkaaðila um byggingu samgöngu- mannvirkja, svo sem brúa, jarðganga, þjóðvega, flugvalla og járnbrauta. Allt er þetta afar fróðlegt fyrir okkur íslendinga og óneitanlega bendir margt til þess, að víðtæk einkavæðing geti orðið ríkur þáttur í að losa ríki og sveitarfélög við taprekstur á fyrirtækjum og starfsemi sem engin ástæða er til að opinberir aðilar hafi með höndum, afla tekna fyrir þessa aðila til að greiða niður skuldir, spara út- gjöld með því að bjóða út þjónustu og ýta 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 REYKJAVIKURBREF Laugardagur 23. nóvember undir vaxtarbrodda í atvinnuiífinu með því að gefa einstaklingum tækifæri til að tak- ast á við ný verkefni. Þar að auki getur einkavæðing bersýnilega auðveldað okkur ákveðnar framkvæmdir á samdráttartím- um, sem menn hafa 'ekki séð möguleika á fram til þessa. Skilyrði einkavæð- ingar ÞOTT HINN brezki sérfræðing- ur hafi tekið sér- staklega fram í er-_ indi sínu að hluta- bréfamarkaður væri ekki forsenda einkavæðingar, er Morgunblaðið þeirrar skoðunar, að við þær aðstæður, sem hér ríkja þurfi að gæta að nokkrum atriðum til þess áð einkavæðing geti heppnazt vel. Eitt af því er, að hluta- bréfamarkaðurinn hér á Islandi lúti ákveðnum leikreglum sem eru í samræmi við þau skilyrði sem hlutabréfamarkaðir starfa við erlendis og þá ekki sízt í Evrópu. Það hefur komið skýrt í ljós á undan- förnum misserum, að hlutabréfamarkaður- inn hér er vanþróaður, þótt aðilar þessa markaðar hafi verið tregir til að fallast á það, þar til síðasta skýrsla Enskilda Secur- ities kom fram sl. vor. Þessar takmarkan- ir hlutabréfamarkaðarins hér hafa m.a. komið fram í því að á honum hefur alls ekki verið virk verðmyndun, þótt öðru hafi verið haldið fram. í Enskilda-skýrsl- unni var verðmyndunarkerfið hér, ef á annað borð er hægt að tala um eitthvað slíkt, gagnrýnt harðlega og lagt til að verðskráning hlutabréfa yrði byggð á raunverulegum tilboðum og sölu. í annan stað hefur upplýsingagjöf um markaðinn verið af mjög skomum skammti. T.d. hefur enn ekki verið upp- lýst hveijir keyptu myndarlegan hlut í Flugleiðum fyrir nokkrum vikum og er þó fyrirtækið almenningshlutafélag og hags- munamál fyrir aðra hluthafa að hafa slík- ar upplýsingar undir höndum. Ástæðan fyrir því, hve þessi upplýsingagjöf hefur veri'ð takmörkuð er ótrúleg tregða helztu fyrirtækjanna, sem skráð eru á hlutabréfa- markaði, til þess að skrá sig á Verðbréfa- þingi íslands, en slíkri skráningu fylgir ákveðin upplýsingaskylda. Þessa tregðu er ekki hægt að skilja á annan veg en þann, að fyrirtækin hafi viljað komast hjá þessari upplýsingagjöf. í þriðja lagi hefur verið nánast útilokað að koma við framkvæmd lagaákvæða um innheijaviðskipti, sem augljóslega er mikil hætta á í okkar fámenna kunningjaþjóðfé- lagi, en sú upplýsingagjöf sem skráning á Verðbréfaþingi skyldar fyrirtækin til er forsenda þess, að hægt sé að fylgjast með því, hvort um innheijaviðskipti er að ræða. Loks er brýnt, að áður en til einkavæð- ingar kemur að nokkru ráði, verði sett lagaákvæði, sem skylda fyrirtæki eða ein- staklinga sem eignast hafa ákveðið hlut- fall í öðru fyrirtæki, t.d. þriðjung, til þess að gera tilboð í fyrirtækið allt. Ætla verð- ur að vísu, að slík lagaákvæði komi til sögunnar vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu en augljóst er að þau þurfa að vera til staðar þegar kemur að umtalsverðri einkavæðingu. I kjölfar skýrslu Enskilda Securities hefur náðst samstaða milli stjórrivalda og aðila hlutabréfamarkaðar um flest þessi atriði, þótt fyrirvari skuli á því hafður þar til í ijós kemur hvernig framkvæmdinni verður háttað en það lofar góðu að nokkur stærstu fyrirtækin á hlutabréfamarkaðin- um hafa ákveðið að skrá sig á Verðbréfa- þingi og hefði það mátt gerast mun fyrr. Þau atriði sem hér hafa verið nefnd eru algjör forsenda þess að hlutabréfamarkað- urinn á íslandi iúti eðlilegum, heiðarlegum og sanngjörnum leikreglum og það kemur auðvitað ekki til máia að heíja víðtæka sölu á opinberum eignum á hinum opna hlutabréfamarkaði fyrr en þær leikreglur hafa verið tryggðar. Við lifum ekki í þjóð- félagi frumskógarins. En jafnframt þarf að huga að öðrum þáttum. Þar má nefna, að það er verulegt og vaxandi vandamál hvað samkeppni ér takmörkuð. Fijáls samkeppni nýtur sín vel og blómstrar í matvöruverzlun á höfuð- borgarsvæðinu, eins og við sjáum þessa dagana, en því fer fjarri að hún njóti sín eða blómstri á öðrum sviðum t.d. á fjár- magnsmarkaðinum. Þær umræður, sem orðið hafa að undanförnu um vaxtamál sýna t.d. ljóslega að það er tæpast hægt að segja að markaðsöflin virki þegar um vexti er að ræða, eins og að var stefnt með vaxtafrelsinu sem tekið var upp haust- ið 1984. Þótt einokun ríkisins sé vond er einokun einkafyrirtækja ekkert betri. Við framkvæmd einkavæðingar þarf að huga mjög að því að samkeppni verði til staðar. Athyglisvert var að heyra hjá Peter Young á ráðstefnu Landsbréfa, að þar sem ekki hefur tekizt að tryggja samkeppni við framkvæmd einkavæðingar í Bretlandi eru fyrirtækin sett undir gamaldags verðlags- eftirlit, sem er svo hart að þau mega ekki einu sinni hækka verð á þjónustu sinni í samræmi við verðbólgu! Hins vegar var gagnrýni Douglas Smith, seni fyrr var nefndur, hörðust á einkavæðingu, þar sem næg samkeppni er ekki fyrir hendi. Hann taldi hagsmuna neytenda ekki hafa verið gætt sem skyldi. Loks má nefna, að samþjöppun valds og áhrifa hefur verið vaxandi vandamál hér. Gunnar Helgi Hálfdanarson, forstjóri Landsbréfa hf., vék að þessu í upphafi ráðstefnu fyrirtækisins um einkavæðingu og sagði m.a.: „Einnig er afar mikilvægt að einkavæðingin leiði ekki til samþjöppun- ar valds og að einstakir aðilar, hagsmuna- hópar eða fyrirtæki nái ekki að treysta stöðu sína á kostriað heildarinnar ... Ég vil sérstaklega minna á í því sambandi að íslendingar hafa áður gengið í gegnum meiri háttar breytingar á þessari öld, oft fyrir tilstilli stjórnvalda án þess að reynt hafi verið að geta sér til um afleiðingarn- ar. Þessar breytingar hafa ítrekað leitt til gífurlegrar tilfærslu eigna og valda á kostnað heildarinnar með tilheyrandi ólgu og átökum. Þar má t.d. nefna úthlutun innflutningsleyfa eftir heimsstyijöldina síðari og óðaverðbólgu á sjöunda og fyrri hluta áttunda áratugarins samfara lág- vaxtastefnu stjórnvalda. Það ójafnræði sem myndaðist í kjölfarið hefur komið víða fram, t.d. á hinum viðkvæma íslenzka hlutabréfamarkaði. Að síðustu má nefna nýlega úthlutun fiskveiðikvóta.” Þetta eru athyglisverðar ábendingar sem nauðsynlegt er að hafa í huga þegar kemur að framkvæmd einkavæðingar. Verði að henni staðið á þann veg, að tiltölu- lega fámennur hópur einstaklinga eða fyr- irtækja leggi undir sig þá starfsemi sem í boði verður, er það auðveldasta leiðin til þess að eyðileggja einkavæðinguna þegar í upphafi. Búnaðar- bankinn og vegagerð EITT ÞEIRRA RIK- isfyrirtækja, sem hvað oftast er nefnt, þegar rætt er um einkavæð- ingu, er Búnaðar- bankinn. Ástæðan er auðvitað sú, að þetta er sú ríkiseign sem vænlegast er talið að selja, að bankinn gengur vel, skilar ár eftir ár góðum hagnaði og er þess vegna talin góð söluvara. í þessu efni er hins vegar margs að gæta. Ef fjallað er um sölu Búnaðarbankans í tengslum við þær forsendur fyrir einka- væðingu sem áður var vikið að er t.d. augljóst að samkeppni á fjármagnsmark- aðinum er mjög takmörkuð. Hægt er að færa fyrir því efnisleg rök að hún hafi minnkað mjög á örfáum árum vegna sam- einingar fjögurra banka í einn og tengsla flestra verðbréfafyrirtækjanna við banka. Eina verðbréfafyrirtækið sem nú er starf- andi, sem enginn banki á aðild að, er Handsal hf. en þess ber þó að geta, að íslandsbanki er ekki meirihlutaaðili að Fjárfestingarfélagi íslands hf., þótt bank- inn eigi þar stóran hlut. Sameining bankanna fjögurra í íslands- banka og eignaraðild að Islandsbanka hef- ur líka vakið upp spurningar um hvað eðlilegt sé að einstakir aðilar eigi stóran hlut í banka. Morgunblaðið hefur áður. lýst þeirri skoðun að hlutur stærstu ein- stöku hluthafanna í íslandsbanka sé of stór. Jóhannes Nordal, formaður banka- stjórnar Seðlabanka íslands, vék að þessu atriði á fundi með bankamönnum sl. vor og taldi koma til greina að setja einhver ákvæði um hámarkseignaraðild. -Verði Búnaðarbankinn seldur á almenn- um hlutabréfamarkaði að óbreyttum að- stæðum er t.d. áugljóst að stærstu hluthaf- arnir í íslandsbanka gætu keypt jafnstóran hlut í Búnaðarbanka og með samráði sín í milli ráðið báðum bönkunum. Samfélagið mundi aldrei þola slíkt. Þess vegna sýnist full ástæða til, áður en Búnaðarbankinn verður seldur á almennum markaði, að sett verði lagaákvæði sem takmarki mjög rétt einstakra aðila til þess að eiga hlut í banka og til umræðu hlýtur að koma hvort slík takmörkun á einnig að tryggja að sömu aðilar geti ekki með samráði sín í milli náð raunverulegum yfirráðum yfir tveimur bönkum, t.d. íslandsbanka og Búnaðarbanka. Til upplýsingar fyrir þá sem telja að hér sé gengið gegn þeim sjónarmiðum að markaðsöflin eigi að ráða skal tekið fram að á ráðstefnu Landsbréfa upplýsti Peter Young annars vegar að Bretar hefðu sett þak á rétt erlendra aðila til að eiga hlut í brezkum bönkum og hins vegar að hægt væri að koma í veg fyrir samþjöppun valds í tengslum við einkavæðingu með sér- stakri eignaraðild ríkisins að slíkum fyrir- tækjum. Umijöllun hins brezka sérfræðings um einkavæðjngu samgöngumannvirkja var forvitnileg. Hann tók sem dæmi hugsan- Iega breikkun Reykjanesbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkur, semtalið væri að mundi kosta 1.200-1.400 milljónir króna og benti á þann möguleika að breikkun vegarins og rekstur yrði boðinn út til einkaaðila sem hefðu síðan rétt á að innheimta vegagjöld sem gætu numið um 80 krónum en slík gjaldtaka mundi gi-óflega reiknað geta staðið undir fjárfest- ingunni. Þetta er umliugsunai’verð. ábending. Að vísu er ástæða til að minna á að þegar hinn nýi vegur var opnaður fyrir þremur áratugum var vegatollur tekinn á þessari leið. Reiðir vegfarendur lögðu hins vegar eld að tollskýlinu og þar með lauk tilraun- um íslendinga til að byggja þjóðvegi með þessum hætti! En nú er öldin önnur og viðhorf fólks annað. Margir hafa kynnzt slíkri gjaldtöku í öðrum löndum og sjá ekkert athugavert við hana. Spurning er, hvort hér er hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Tryggja breikkun Reykjanesbrautar og jafnframt að sjá verktakafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra fyrir nýjum verkefnum sem þessi fyrirtæki gætu sjálf fjármagnað með þátt- töku erlendra aðila. Slíkar hugmyndir hafa verið ræddar í sambandi við jarðgöng und- ir Hvalfjörð. Vel má vera, að einkavæðing samgöngumannvirkja geti einmitt verið mjög heppileg nú á samdráttartímum og átt þátt í að hleypa nýjum krafti i atvinnu- lífið. Ekki er hægt að sjá nokkur rök gegn því, að erlendir fjárfestar gætu átt aðild að slíkum framkvæmdum. Þeir fara hvorki með vegina né jarðgöngin! Og miðað við þær venjur, sem tíðkast í Bretlandi verður ekki annað séð en hægt sé að koma í veg fyrir óhóflega gjaldtöku slíkra fyrirtækja með auðveldum hætti. Loks má nefna, að brezki sérfræðingur- inn lagði mikla áherzlu á að við fram- kvæmd einkavæðingar í Bretlandi hefði starfsfólki opinberra fyrirtækja sem voru einkavædd verið auðveldað að kaupa hlut í fyrirtækjunum með sérstöku verði hluta- bréfa eða sérstökum greiðsluskilmálum og hljóta slíkar hugmyndir að koma til um-. fjöllunar t.d. í sambandi við sölu á Skipaút- gerð ríksins, en starfsmenn fyrirtækisins hafa sýnt því sérstakan áhuga að mynda hlutafélag um rekstur þess. Væri ekki úr vegi að Halldór Blöndal samgönguráðherra og samstarfsmenn hans kynni sér sérstak- lega þær leiðir, sem þarna hafa verið farn- ir svo og byggingu og rekstur samgöngu- mannvirkja á vegum einkaaðila, sem aug- ljóslega geta verið merkileg nýjung í okk- . ar atvinnulífi. „Þess vegna sýn- ist full ástæða til, áður en Búnaðar- bankinn verður seldur á almenn- um markaði, að sett verði laga- ákvæði sem tak- marki mjög rétt einstakra aðila til þess að eiga hlut í banka og til umræðu hlýtur að koma hvort slík takmörkun á einnig að tryggja að sömu aðilar geti ekki með samráði sín í milli náð raunveruleg- um yfirráðum yf- ir tveimur bönk- um, t.d. íslands- banka og Búnað- arbanka.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.