Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NOVEMBER 1991 11 raálum innan tryggingakerfisins, sem eru flókin þeim sem ekki þekkja til. Almannatryggingakerfið hefur gert Haraldi kleift að kaupa bíl, sem hefði ekki verið mögulegt annars. Kristín gefur honum góð ráð um innkaup, saman skipuleggja þau fjármálin og koma sér upp einhvers konar kerfi til að fara eftir þegar dagurinn er skipulagður, því nóg er að gera í skóla, sjúkraþjálfun og heimilisrekstri, sem miðast fyrst og fremst við þann hraða sem Haraldi hentar. Og svo er Haraldi félags: skapur í heimsóknum hennar. „í fyrstu vissum við ekki alveg hvern- ig samskiptum okkar yrði háttað en það þróaðist fljótt. Ég heimsæki hann vikulega og við höfum síma- samband þess á milli. Ég spjalla við hann um það sem hann hefur verið að gera, ekki þó þannig að ég sé með nefið í hans einkamálum og viti um hveija hans hreyfingu,” segir Kristín. Auk hennar kemur heimilishjálp tvisvar í viku til Har- aldar. Hann segist hafa verið mjög heppinn að því leyti að þær hafi aðstoðað sig frá því hann flutti í leiguíbúðina. „Eitt af því versta við stofnanir og sambýli eru tíð manna- skipti. Maður er rétt búinn að kynn- ast starfsfólkinu þegar það hættir.” Haraldur keyrir nú um á nýjum jeppa, þriðja bílnum sínum. Hann segir bílprófið hafa verið stærsta áfangann á lífsleiðinni, sökum þess frjálsræðis sem fylgi því að geta farið ferða sinna. I tvígang hefur Haraldur ekið einn hringinn í kring- um landið og í sumar ók hann norð- ur í Skagafjörð þar sem móðurbróð- ir-hans býr. Þar dvaldist hann lung- ann úr sumrinu, ákvað að veita sjálfum sér gott sumarfrí, eftir að hafa unnið svo mörg sumur. I bíln- um er farsími og talstöð, síminn öryggisins vegna, talstöðin er dellan hans. Heima bíður önnur og stærri talstöð uppsetningar. Á kvöldin lærir hann og vinnur öll verkefnin á tölvu, sem er mikið þarfaþing. Eða þá hann skellir sér í bíó, fer í heimsókn eða fær gesti. Það er einn af þessum sjálfsögðu hlutum sem Haraldur er enn að kynnast. En fijálsræðinu fylgir ábyrgð og Haraldur segir meiri kröfur gerðar til sín nú en áður en hann flutti af Kópavogshæli. „Það varð mikil breyting þegar ég flutti í Drekavog- inn og svo aftur þegar ég flutti hingað,” segir hann. „Það er erfitt en er mér hvatning til að standa mig. Ég nýt þess að takast á við þetta daglega, lít á vissan hátt á það eins og verkefni, sem ég verð að vinna að.” Haraldur segir viðmót fólks einnig hafa breyst, það tali meira við hann en áður og meti hann meira þegar hann hafi sýnt fram á hvers hann er megnugur. „Dugnaður hans hvetur aðra áfram,” skýtur Kristín inn í. „Einn kennaranna hans í Iðnskólanum hefur til dæmis verið afar hjálpleg- ur, aðstoðað hann við að finna nám- skeið og námsefni við hæfi og það sem skiptir ekki minna máli að finna réttan námshraða.” Ekki er þó hægt að líta fram hjá því að viðmót fólks til fatlaðra er ákaflega misjafnt og segir þá oft meira um þroska þess en þeirra fötluðu. „Það er til fólk sem dregur mann niður og það er til fólk sem dregur mann upp,” segir Haraldur. „Fólk er yfirleitt viljugt að hjálpa mér, sumt jafnvel um of, þó að ég vilji það ekki. Það er miskilin hjálp- semi. En biðji ég um hjálp, fæ ég hana yfirleitt.” Framtíðin er að hluta óráðin, Haraldur stefnir að því að ljúka náminu í Iðnskólanum og fara að því loknu í framhaldsnám, t.d. í sambandi við tölvur, en tölvan er honum mikilvægt hjálpartæki við námið. Og rafvirki vill hann verða, segist þurfa að komast að því hvað henti honum best. „Það er eins með vinnu og heimilið, það fer eftir getu hvers og eins, hvort fatlaðir geta unnið á almennum vinnumarkaði og búið einir. Verndaðir vinnustaðir og sambýli þurfa að vera fyrir hendi, en þeir sem geta, ættu að starfa og búa úti í þjóðfélaginu.” Málverkasýning Kristjáns Fr. Guðmundssonar Listaverkasala og listmálarar. Opið frá kl. 13-18. Virka dagafrá kl. 10-18. GALLERÍ 8 Austurstræti 8, sími 18080. Greibslukjör vib allra hæfi: E 1 hhh F~\ VISA EUROCMD mmmm Samkort \ MUNALÁN 11 mán. 18mán. 11 mán. 30mán. 'mrnm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.