Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 Carl Fredrik Hill Myndlist Bragi Asgeirsson Stundum eru settar upp sýningar í kjallarasölum Norræna hússins, sem koma öllum áhugamönnum um myndlist við sökum sérstöðu þeirra, og þannig er því farið með sýningu á verkum Carls Fredriks Hill (1849— 1911), sem stendur til 8. desember. Hún kemur okkur einkum við fyr- ir þá sök, að hér er um að ræða einn af merkilegustu málurum, sem uppi hafa verið í Svíþjóð og um leið á Norðurlöndum, því að Svíar hafa átt afbragðs góða málara. Mitt í allri umræðu um norræna samvinnu vegna væntanlegrar inn- göngu bræðraþjóða okkar í EB, er næsta fróðlegt að gera smá úttekt á því hvemig við ræktum sameiginleg- an menningararf, t.d. í myndlist. Væri nærtækast að athuga annars vegar, hvað fmnskur eða sænskur unglingur veit um brautryðjendur íslenskrar myndlistar og hins vegar, hvað íslenskir unglingar vita um brautryðjendur hinna landanna. Ætli að svarið verði ekki nákvæmlega það sama, svo til ekki neitt! Þetta er dapurleg staðreynd, þótt við eigum menningarmiðstöð í Svía- ríki, sem ætla mætti að sinnti slíkri kynningu að hluta. En svo er það sýnu lakara, að lista- skólanemar sem hafa stundað nám í virtum stofnunum í allt að fjögur ár standa líka á gati varðandi sömu spumingu, þrátt íyrir nám í listasögu allan tímann, en vel að merkja Iista- sögu landa utan Norðurlanda! Hér kemur ljóslega fram norræn minnimáttarkennd í hnotskurn og um leið innbyrðis vanmat á lista- mönnum hinna landanna, þótt hvert land fyrir sig eigi hóp listamanna sem er þeim mjög hjartfólginn. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, vegna þess að komið hefur í ljós, að hér er um vanmat að ræða, og hafa ýmsir listsögufræðingar ver- ið manna iðnastir við að kynda und- ir það með því að líta niður á þennan hátt sem kennsluefni. Á síðari árum hefur norræn mynd- list slegið í gegn úti í hinum stóra heimi og fólk kemur frá fjarlægum heimsálfum í því augnamiði einu að kynna sér hana og um leið er norræn myndlist orðin að sérstökum þætti á hinum stóru listaverkauppboðum. Þannig er einungis hálfur annar ára- tugur síðan Japanir blésu nýju lífí í frægð Edvards Munchs og nú eru málverk eftir Strindberg, sem jafnvel landar hans vanmátu, að verða með þeim verðmætustu á uppboðum. Jafnframt eru dönsku málararnir P.S. Kröyer og Vilhelm Hammershoi orðnir heimsþekktir og má öðru fremur þakka því sýningunni Scand- inavian Today í Bandaríkjunum, að ógleymdri sýningunni „Draumurinn um sumarnóttina”, sem sett var upp í London, París og Dusseldorf við mjög mikla aðsókn og athygli. Jafnvel Frakkar, þessir íhalds- sömu þjóðerniskurfar í listum, sem lengi vel töldu allt alþjóðlegt í núlist- um sem frá þeim kom, en hitt „pro- vensial”, hafa loks neyðst til að viður- kenna Munch en um þessar mundir og fram til 29. desember stendur yfir mikil sýning á verkum hans í Orsay-safninu, Munch og Frakkland „Munch et la France”. Að sjálfsögðu urðu þeir að setja list hans í sam- band við Frakkland, sem er mikið rétt að hluta, en fróðlegt væri að vita hvort þeir viðurkenni að fauvist- amir urðu fyrir áhrifum af honum beint og óbeint, en hann hefur fram- ar öðrum verið nefndur faðir hinnar úthverfu innsæisstefnu (expressjón- ismans), aðrir eru t.d. Van Gogh, Gauguin og Ferdinand Hodler. Hið norræna yfirbragð, sem ein- kennir myndir Munchs hefði hann aldrei getað sótt til Frakklands, en hins vegar dáði hann franska list og franska menningu og var vinur ýmissa andans jöfra samtímans. Af þessu má marka, að norræn myndlist er dálítið sem snertir alla norræna menn og líta skal upp til, og þvf vildi ég leggja sérstaka áherslu á það varðandi sýningu Carls Fred- riks Hills. Ferill Hills var mjög sérstæður að því leyti, að hann var ekki aðeins á mörkum geðveiki eins og svo margir norrænir snillingar myndlistarinnar, heldur varð geðveikur, þjáðist af gðeklofa og mátti dvelja á hælum hluta lífs síns. Einkenni mikilla lista- manna eru iðulega ríkar geðsveiflur, svo að á köflum jaðrar við spreng- ingu og missi geðheilsunnar og þetta hefur reyndar gerst í mörgum tilvik- um eins og sagan segir okkur. List- sköpun reynir nefnilega svo mikið á tilfinningalífið og skynrænar kenndir að mönnum er það á stundum um megn. Listin er kröfuharður hús- bóndi, sem fylgir iðkendum sínum í svefni og vöku og veitir enga vægð, hvorki líkamlega né andlega. Það er flestra hlutskipti að verða að berjast við fordóma og litla viðurkenningu meginhluta lífs síns og einungis það reynir á sálina. Einmitt þetta kemur svo vel fram í lífsferli Carls Fredriks Hills, en hann gekkst allur upp í listsköpun sinni og varð að beijast við margs konar mótlæti. Er merkilegt til þess að hugsa að tveir af snjöllustu mynd- listarmönnum Svíþjóðar hlutu svipuð örlög og í báðum tilvikum í Frakk- landi, en hinn var Ernst Josephson. Urðu þeir meira að segja samskipa til Lubeck á leið sinni til Parísar, en samskipti þeirra urðu lítil, enda fóru þeir ekki sömu landleið til borgarinn- ar. Faðir hans, Carl Johan Hill, stærð- fræðiprófessor í Lundi, var algjörlega mótfallinn því að hann hæfi listnám eftir stúdentspróf árið 1870, og þvingaði hann til að hefja nám í fag- urfræði við háskólann í Lundi. En haustið 1871 hélt hann til Stokk- hólms og nam í tvö ár við listaháskól- ann þar og var Edvard Bergh kenn- ari hans næstu tvö árin. Áður hafði hann þó verið í undirbúningsnámi í Lundi hjá teiknikennaranum Axel Hjalmar Lindquist. Hill leiddist öll akademísk fígúru- teikning og vildi helst mála landslag óg j)ví hélt hann til Parísar árið 1873. I París rannsakaði hann gömlu meistarana á Louvre svo sem Ruisda- el, Rembrandt, Velasques o.fl. en samtímamálarana í Luxemborgar- safninu. Aðaláhrifavaldar hans í samtímalist voru þeir Camille Corot . . og Gustave Courbet, en einnig ung- ' verski málarinn Lásló Paál og kemur það greinilega fram í málverkum á sýningunni í Norræna húsinu. i Hér er um að ræða þá stefnu í málverki sem nefna mætti hugsvif raunsæisins eða jafnvel hið dul- I ramma raunsæi og byggðist á dýrk- un dularmagna náttúrunnar. Þótt málverkin á sýningunni séu ekki mörg þá lýsa þau þessari stefnu vel, þar sem jafnvel svo hversdags- legt myndefni sem gijótnáma við Oise fær á sig blæ dularmagna. En ein myndin „Græn engi í Konungs- skóginum” („Bois-le-Roi”) hefur al- gjöra sérstöðu fyrir ferskleika sinn, og sú hefur yfir sér svo mikla jarð- neska töfra að hún ein væri gild ástæða til að gera sér ferð á sýning- una. Á sýningunni eru einnig teikning- ar og lýsa þær vel hugarheimi lista- mannsins eii hann hrærðist í tignar- höllum þar sem hann hafði samneiti við frægar persónur mannkynssög- unnar, og sat þar jafnvel á bekk með grískum goðum. Teikningarnar eru og morandi af fólki, þar sem kynferð- isangist hans fær fijálsa útrás og hér hverfa skilin á milli karla og kvenna þannig að karlmenn geta prýtt konubijóst! Óróleikinn í teikningunum stingur mjög í stúf við rósemina í málverkun- um þar sem líkast er sem tíminn standi kyrr en órósemin kemur þó fram í útfærslu himinsins, sem jafn- an er á mikilli hreyfingu yfir þraut- máluðu landslaginu. Þetta er gott framtak hjá Norræna húsinu þótt kannski hefði einnig mátt velja annað sýnishorn teikninga og meira af málverkum. Hér er kjörið tækifæri til að kynna skólafólki einn af mestu myndlistar- mönnum Svíþjóðar og fólk skyldi fjöl- menna á staðinn. Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum: „Leignflug miiu leggj- ast niður hér á landi” Spurning um tíma hvenær Flugleiðir hefja áætlunarflug til Spánar FLUGLEIÐIR ætla að hasla sér völl á flugleiðum innan Evrópu og stefna að því að allt að 25% af tekjum félagsins verði af flugi á þessum leiðum í nýju rekstrarumhverfi innan Evrópska efnahags- svæðisins. Þá stefnir félagið að því að markaöshlutdeild innanlands verði aldrei minni en 75% og að innan tíðar hefjist áætlunarflug á hefðbundnar leiguflugleiðir eins og Malaga og Mallorca. Þetta kom fram í erindi Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, á fundi sem Islenski markaðsklúbburinn hélt á miðvikudag um flugsam- göngur í ljósi nýgerðra EES-samn- inga. Pétur sagði í erindi sínu að mjög strangar leikreglur hefðu gilt um áætlunarflug allt frá því það hófst. „Með nýjum leikreglum sem taka væntanlega gildi 1993 verða takmarkanir um markaðsaðgang afnumdar. Öll ákvæði um sæta- framboð og skiptingu eiga að hverfa. Það á að vera heimilt að bjóða hvaða fargjald sem er, en þó þannig að það sé sýnt að það standi undir kostnaði, þannig að svokallað „dumping” verður ekki leyft,” sagði Pétur. Verðlagning fargjalda ekki frjáls hér Pétur sagði að þó væri í reglun- um ákvæði um að fargjöld yrðu ekki fijáls þar sem samkeppni væri ábótavant. Samkvæmt túlkun Evrópubandalagsins væri henni ábótavant'þegar færri en þrjú flug- félög önnuðust áætlunarflug á Ieið- inni. „Við sjáum því ekki fram á það að ef reglumar verða eins og tiilögumar eru að fijáls verðlagn- ing verði á flugleiðinni til og frá ísjandi.” Pétur sagði að reglurnar tækju gildi í þremur áföngum. Sam- kvæmt 2. áfanga sem tók gildi í nóvember 1990 geta flugmálayfir- völd hvers aðildarlands tilnefnt fleiri en einn aðila til flugs á áætlunarleiðum, þ.e.a.s. ef farþeg- afjöldinn er yfir 100 þúsund manns á ári á leiðinni. Stærsta flugleiðin til og frá íslandi er Kaupmanna- höfn en farþegafjöldinn er einung- is 70-80 þúsund manns. í 3. áfanga yrði þetta ákvæði numið úr gildi þannig að hver sem er getur tekið að sér fiug. Þá gætu flugfélög einnig tekið að sér flug milli tveggja landa sem eru ekki heima- lönd félagsins, sem er svonefndur 5. flugréttur. Einu takmörkin sem honum eru sett er ef ríkisstjórnir beggja landa sem eiga í hlut beita neitunarvaldi. Einnig gætu Flug- leiðir hafíð innanlandsflug í Evr- ópu. Flug milli Evrópulanda Auk þessa kom fram í máli Pét- urs að samræma ætti fjölda ann- arra atriða í flugrekstri milli EES- landa, t.a.m. ætti að fylgja sömu stöðlum við veitingu fiugrekstrar- leyfa og að afnámi tollfijálsrar sölu í flughöfnum og um borð í flugvélum hefði verið frestað til 1999. :kíS xoimí 88 ct i "'1- tc Pétur sagði að Flugleiðir hygð- ust í ljósi þessa hasla sér völl á flugleiðum innan Evrópu sem hafa verið vanræktar af stærri flugfé- lögum. „Við munum hefja flug inn- an Evrópu og stefnum að því að 20-25% af okkar tekjum verði af flugi innan Evrópu. Við munum væntanlega leita að flugvelli sem er ekki þjónað vel í dag og opna þaðan leiðir til annarra Evrópu- landa.” Þá myndu Flugleiðir bæta við áætlunarleiðum í Evrópu og auka tíðni ferða. Pétur sagði að EES-samningur- inn leiddi til þess að fjölmörg flugfélög yrðu sett á laggirnar og þau myndu eflaust leita inn á markaði sem eru vannýttir af stóru félögunum. Einn slíkur markaður yrði líklega ísiand. Hann sagði að aðrar afleiðingar fijálsræðisins yrðu þær að verð myndu lækka, en þó ekki í sama mæli og þau lækkuðu þegar flug- rekstur var gefinn fijáls í Banda- ríkjunum. Kostnaðurinn af flugi innan Evrópu væri mun hærri en í Bandaríkjunum sem helgaðist meðal annars af því að flugvellir í Evrópu væru flestir fullnýttir auk þess sem flugstjórnarsvæði i Evr- ópu væru 22 en aðeins eitt í Banda- ríkjunum. Þetta þýddi t.a.m. að á flugleiðinni Kaupmannahöfn-Róm væri flogið yfír sjö flugstjórnar- svæði í hlykkjum á meðan flogið væri í beinni línu frá New York til San Francisco. Af þessum sök- um kæmu Evrópubúar ekki til með að, sjá söimt yerðþróunrog' varð í Batídárikjuntmt.f uiöovvé ihymiuM Morgunblaðið/Þorkell Frá hádegisverðarfundi ÍMARKS á Hótel Sögu í gær. Tímaspursmál með flug til Malaga Pétur spáði því að leiguflug leggðist að miklu leyti niður hér á landi og að leiguflugfélög sneru sér í vaxandi mæli að áætlunar- flugi og því að breyta núverandi leiguflugleiðum í áætlunarflugleið- ir. Áætlunarflugfélög myndu á sama hátt fjölga áætlunarflugleið- um og fara inn á hefðbundna markaði leiguflugfélaga. „Ég tel aðeins tímaspursmál hvenær Flug- leiðir fara að fljúga til Spánar, hvort sem það er Mallorca eða Malaga. Við ætlum að keppa við leiguflug með flugvélum sem eru hannaðar til að þjóna farþegum vel í áætlunarfiugi,” sagði Pétui-. Hann sagði að samkeppnin leiddi til þess að flugfélög stefndu að aukinni hagkvæmni stærðar með innri vexti, sameiningu, yfir- töku eða með því að mynda með sér bandalög. Hann sagði að Flugleiðir hefðu búið sig undir framtíðina síðastlið- in þrjú ár með endurnýjun flugflot- ans og allsheijarstefnumörkun. Félagið væri vel í stakk búið undir harðnandi samkeppnina innan- lands sem erlendis. „Við sáum fram á það að heimamarkaðurinn yxi aðeins að óverulegu leyti og að samkeppni í flugi hingað færi ört vaxandi þannig að okkar hlut- deild í heimamarkaðnum myndi minnka.” „Við munum af öllu alefli veija okkar markaðshlutdeild á íslandi. Við höfum sett okkur það að mark- aðshlutdeild okkar fari niður fyrir 75% og allri samkeppni verður mætt af fullri hörku. Við höfum sagt að á næstu árum munum við beijast um hvern einasta farþega, hvert kg í frakt og hvern einasta póstpoka. Ég held að það sé rétt að öllum sé það ljóst.” Á fundinum flutti Halldór Sig- urðsson framkvæmdastjóri Atlantsflugs stutt erindi. Hann sagði m.a. að Atlantsflug teldi sig ekki vera í samkeppni við Flugleið- ir heldúr þjónustuaðila fyrir ferða- skrifstofur í landinu. Ef markaður væri fyrir leiguflug yrði það til staðar en það réðist af markaðnum hvort þörf væri fyrir slíka starf- semi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.