Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 5 VHTU AUKA Soffía I. Gubmundsdóttir: „Þegar ég hugðist fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir fimm ár í húsmóðurstarfi fann ég að mig skorti þekkingu til að vinna fjölhæf skrifstofustörf, eins og mig langaði til. Mitt tiu ára gamla stúdentspróf kom mér inn á sölu- og markaðsbraut hjá Skrifstofu- og ritaraskólanum og var sá vetur bæði mjög skemmti- legur og lærdómsrikur. Þar eignaðist ég góðar vin- konur og kynntist afbragðs kennurum. Það var stór ákvörðun að innritast í Skrifstofu- og ritarskólann, sem ég sé svo sa'nnarlega ekki eftir. I dag starfa ég hjá Isaga.hf." Hagnýtt, stutt og viðurkennt nám í takt við þarfir atvinnulífsins mt Halldóra Jóhannsdóttir: „Eg sóttist eftir stuttu námi, sem kæmi inn á sem flest svið skrifstofustarfsins. Skrifstofustarfið getur verið margþætt og þvi er nauðsynlegt að hafa haldgóða þekkingu á bak við sig. Nám mitt hjá Skrifstofu- og ritaraskólanum hefur komið i góðar þarfir i starfi minu sem ritari hjá Globus hf." Þóröur H. Hilmarsson, forstjóri Globus hf.: „Reynsla okkar af starfsmönnum, sem stundað hafa nám í Skrifstofu- og ritaraskólanum sýnir að námið hentar í alla staði vel til hvers konar ritarastarfa og allra almennra skrifstofustarfa. Sérstaklega hefur verið áberandi hversu fljótt þessir starfsmenn hafa náð tökum ó nýju starfi og nýjum verkefnum." W Ruth Stefnis: „Eg varð stúdent 1984 og fór strax i framhaldsnám við Háskóla Islands, þar sem ég lagði stund á sálfræði í 3 ár. Eg sóttist eftir stuttu og"hagnýtu námi í takt við þarfir vinnumarkaðarins, sem mér finnst Skrifstofu- og ritaraskólinn bjóða upp á. Eg starfa sem auglýsinga- og markaðsstjóri hjá Hótel Islandi." jgaSÍB_____________________ Katrin Óladóttir, ráóningarstjóri hjá Hagvangi: „Skrifstofu- og rifaraskólinn hefur markvisst unnið að því að þjálfa og leiðbei.na þeim, sem áhuga hafa á að gegna skrifstofustörfum. Atvinnurekendur hafa í auknum mæli sýnt áhuga á að ráða nýútskrifaða nemendur skólans til almennra skrifstofustarfa. Er það bæði þeirra mat og okkar, sem vinnum við starfsmannaráðningar, að þeir, sem útskrifast með góðan vitnisburð, séu vel undirbúnir til að takast á við svo fjölbreytt starf sem hið almenna skrifstofustarf er i dag." HHHHHHHHHHiHHBHBB — #•£- • a. _ i Ingibjörg Ólafsdóttir: „Námið i SR opnaði mér dyr að atvinnumarkaði, sem ég hafði áður enga möguleika að komast á. Það er eins og að taka lyftuna upp á 10. hæð i stað þess að fara stigann. Félagsandinn er góður og kennararnir eru frábærir. Ég fékk starf hjá Vátryggingarfélagi Islands hf. i gegn- um starfsþjálfunina i skólanum og er nú fastráðin þar." VÍS hefur því að fyi Skrifstofu Sigþrúóur Gubmundsdóttir, fræbslufulltrúi, Vátryggingafélags Islands hf.: „Þeir nemendur, sem verið hafa i starfsþjálfun hjá okkur, bera skólanum gott vitni. I honum er greinilega lögð áhersla á góð vinnubrögð og ástundun og nemendur hans því vel færir um að takast á við flest almenn skrifstofustörf að námi loknu. ráðið nemendur til starfa að þjálfun lokinni og við mælum hiklaust með rirtæki og stofnanir, sem eru að leika eftir góðu skrifstofufólki, snúi sér til og ritaraskólans." Starfsþjálfun í fyrírtækjum veitir nemendum mikilvæga innsýn í skrifstofustörf Námstími er 2 XI3 vikur, 3 kukkustundir daglega (440 klst.) Islandsbanki veitir starfsmenntunarlán w Við stefnum hátt og gerum kröfur til þess að tiyggja hagnýta menntun og góða starfskrafta Þú getur valið um: hádegistíma eða síðdegistíma Skólinn hefst mánudoginn 13. janúar Innritun stendur yfir í símum 91-10004 og 621066 SR SKRIFSTOFU- OG RITARASKÓLINN Stjórnunarfélag íslands Skrifstofu- og ritaraskólinn er í eigu Stjórnunarfélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.