Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 REIPTOGIÐ UM ÞJOÐARA UÐINN eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur KREPPUÁSTAND er framundan í íslenskum efnahags- og atvinnu- málum ef ekkert verður að gert. Staðreyndirnar blasa við. Okkar helsta lífsbjörg, fiskimiðin, gefa ekki það af sér sem vonir manna gáfu til kynna og nú hefur álvers- framkvæmdum, okkar helstu „von” til eflingar efnahaginum að mati sumra, verið frestað um óá- kveðinn tíma. I Ijósi þessa spyrja menn sig nú að því hvað við taki. Og menn hafa svo sem ráð undir rifi hverju, eins og fram kom í viðtölum við fólk úr ýsmum stétt- um þjóðfélagsins í síðasta sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins i grein sem bar yfirskriftina „Atvinnulíf- ið á hverfanda hveli”. En ein er sú krafa, sem verður æ háværari í okkar litla þjóðfélagi með degi hveijum, en hún er sú að bolfiski, það er að segja þorski og ýsu, sem aflað er við Islandsstrendur, skuli landað hér á landi til frekari vinnslu en fari ekki óunnin úr landi, eins og al- gengt hefur verið á síðustu árum. Meðal annarra hefur Félag kaup- enda á innlendum fiskmörkuðum sett fram þessa kröfu, Verka- mannasambandið svo og sveitarfé- lög vítt og breitt um landið. Hags- munaaðilum sýnist þó sitt hverjum í þessu efni, eins og fram kemur hér á eftir, þar sem rætt er við _ þá Gunnar Ragnars, forstjóra Út- gerðarfélags Akureyringa, sem rekur bæði öfluga fiskvinnslu og útgerð, Gísla Jón Hermannsson, framkvæmdastjóra Ögurvíkur, sem gerir út þijá togara og send- ir allan aflann óunninn úr landi, Guðjón Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóra gámaútflutnings- fyrirtækisins Hrellis á Höfn í Hornafirði, og Bjartmar Péturs- son, fiskverkanda í Hafnarfirði. ■ Sú krafa verður æ háværari að öllum afla skuli landað „heima”. Hagsmunaaðilar eru skiptir hvað þetta varðar og hér verður rætt við fjóra aðila í sjávarútvegi, tvo á móti og tvo meðmælta þessum hugmyndum ylð getum ekki leiðrétt þessa tvo þætti sem hafa brugðist, nema að litlu leyti,” sagði forsætisráðherra í viðtali við Morgun- blaðið um síðustu helgi og fram kom jafnframt að hann teldi aukningu veiðiheimilda nú bæði varasama og hættulega. „Við viljum ekki fara út í það sem áður var gert: erlendar lántökur, stofnun sjóða og endurlán til fyrirtækja,” segir Davíð. „Við hyggjumst gefa fyrirtækjunum færi á því að nota tímann til þess að hag- ræða hjá sér, nýta betur sinn afia og komast í gegnum þessi tvö ár, fram til þess að samningurinn um evrópskt efnahagssvæði fer að hjálpa þeim og vonandi fram til þess verður hægt að auka fiskafiann á ný, sem verður að gerast, því annars eigum við enga framtíð í þessu landi.” Útflutningur á ísfíski hefur dregist saman um 20% fyrstu tíu mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra og er ástæðna meðal annars að leita í góðu fiskverði á innlendum fisk- mörkuðum, en töluverð aukning hef- ur verið á fiskmörkuðum innanlands í ár miðað við í fyrra. Þannig nam aukning hjá Fiskmarkaðinum hf. í Hafnarfirði um 18% á milli ára fyrstu tíu mánuði ársins og verðmætaaukn- ing 39%. Magnaukning hjá Fisk- markaði Suðurnesja nam 19,11% og verðmætaaukning var 40,2%. Á Fax- amarkaði dró lítiilega úr hráefn- isframboði á milli ára eða sem svarar 8%, en aftur á móti hækkaði meðal- verð úr 62,91 kr. í 76,04. HEILDARHAGSMUNIR muni fyrirtækisins, hefur stefna ÚA verið sú að vinna allan aflann í eigin vinnslu,” segir Gunnar Ragnars, for- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. „Það er afar mikilvægt í þessum rekstri að geta haldið vinnslunni gangandi á daginn alla vikuna og það tryggjum við með þessari stefnu okkar og ekki eru í augsýn neinar breytingar hvað það varðar. Enda vek ég athygli á því að minnkandi kvóti gefur ekki tilefni tii þess að fara að senda aflann eitthvert annað. Aðstæður á hveijum stað eru afar mismunandi á landinu og rekstur fyrirtækja sömuleiðis og því get ég hvorki mælt með né fordæmt þá aðila, sem kjósa að senda aflann óunninn úr landi. Hinsvegar held ég að markmið okkar til lengri tíma lit- ið hljóti að vera það að reyna að vinna aflann okkar sem mest hér heima. Ljóst er þó að við þurfum eftir sem áður að þjóna ákveðnum ferskfiskmarkaði, þar sem fiskurinn er keyptur og fer beint til neyslu, en ekki til vinnslu. Á hinn bóginn hlýtur sá fiskur, sem fer almennt til vinnslu, í auknum mæli að þurfa að fara til vinnslu hér heima og eitt af því sem sjálfsagt er að skoða er að afli frystitogaranna verði flokkaður og pakkaður í neytendaumbúðir hér heima en ekki erlendis. Aftur á móti þarf að fara með gát í því efni því ferskfiskur er viðkvæm vara og slík vinnubrögð myndu augljóslega kalla á tvífrystingu,” segir Gunnar og bætir við að stundum taki hann sér í munn orð Hjalta Einarssonar hjá SIl sem yfirleitt endi sínar ræður með því að segja að hingað til hafi ekki fundist betri aðferð til að geyma fisk en einmitt að frysta hann og sú staðhæfing væri enn í fullugildi. „Ferskfiskmarkaðir eru afar við- kvæmir og erfiðir. Tollar á unnum ferskum físki koma til með að lækka með tilkomu EES-samninga og sum- ir tala um að nú ættum við að grípa það tækifæri. Sjálfsagt eru einhveij- ir möguleikar á því að flytja í aukn- um mæli út ferskan fisk, en ég minni á að ekki er allt gull sem glóir og vísa enn og aftur til orða Hjalta,” segir Gunnar. RÍKISSTYRKIR Að mati Gunnars eru ríkisstyrkir Efnahagsbandalagslandanna okkar hættulegasti andstæðingur, en þar tíðkast ríkisstyrkir til handa vinnsl- unni í smáum og stórum stíl í anda byggðastefnu. „Það er auðvitað morgunljóst að fiskvinnslan erlendis nýtur ríkisstyrkja og sú þróun er varhugaverðust hvað við kemur því sem við erum að fást við hér uppi á íslandi. Sú þróun er langalvarlegust fyrir okkar litla land, sérstaklega þegar á það er litið að Efnahagsband- alagsþjóðirnar geta sprengt upp hrá- efnisverðið í skjóli styrkja. Menn skulu átta sig á því að það er ekkert víst að það verði um aldur og ævi eða þegar þannig verður búið að drepa niður íslenska fiskvinnslu. Þá er ég hræddur um að menn verði á minna flæðiskeri staddir en áður. Við höfum byggt upp öfluga fisk- vinnslu í landinu og sömuleiðis öflugt markaðs- og sölukerfi víðs vegar um heiminn og það getur vissulega orðið okkur dýrkeypt ef allt það kerfi verð- ur brotið niður og lamað. Það er ekki víst að einhver stundargróði endist um aldur og eilífð,” segir Gunnar. GRÓÐI FYRIRTÆKJANNA ER GRÓÐIÞJÓÐARINNAR „Ef hagnaður er af því að landa aflanum heima, þá skulum við gera það. Ef það er hinsvegar tap af því að landa heima, þá munum við ekki gera það. Svo einfalt er málið,” seg- ir Gísli Jón Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Ögurvíkur hf., sem gerir út frystiskipið Frera og ísfisk- togarana Ögra og Vigra. „Hveiju sinni skal þessi þjóð gera það sem er hagsælast hveiju sinni, hvort sem það heitir að flytja út óunninn fisk eða unninn og ég vil meina að menn geri það sem er hagkvæmast hverju sinni. Við höfum til dæmis flutt allan okkar afla, sem er að uppistöðu karfi,. út óunninn í mörg ár og stöndum fast á því að við séum að gera rétt því vit okkar er einfaldlega ekki meira. En ég hef að sama skapf oft verið hissa á „kollegum” mínum hvað þeir hafa lagt mikla áherslu á að fara út með þorsk og ýsu vegna þess að ég tei ekki stórtap á því að þorski og ýsu sé landað heima. Ég hef hinsvegar alltaf álitið það að ef fyrirtækin í landinu eru að græða, þá sé þjóðin jafnframt að græða. Ef fyrirtækin eru að tapa, þá held ég að þjóðin sé líka að tapa,” segir Gísli Jón og bætir við eftirfarandi spurn- ingu: „Hveijir eru stærstir í því að flytja út óunninn fisk?” Og hann svarar sömuleiðis: „Það eru auðvitað fiskverkendur sjálfir því þeir eiga um 70% af allri útgerð í landinu. Þeir væru ekki að þessu ef þeir sæju sér ekki hag í því. Ég sé ekki í fljótu bragði fyrir mér áhrifin sem EES-samningar kunna að hafa á útílutning fisks frá íslandi. Við vitum að allar þjóðirnar í kringum okkur styrkja sinn sjávar- útveg og það að við erum í sain- keppni við þær. Okkur hefur hinsveg- ar tekist að láta íslenskan sjávarút- veg vera óstyrktan og þannig hefur hann gengið ef hann hefur verið lát- inn í friði. Ég hef ekki tnikla trú á „Þegar miðað er við heildarhags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.