Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 15 elsi nokkurt í útjaðri borgarinnar, sem gekk undir nafninu Camp 020. Ég heyrði, að þar hefði verið geðveik- raspítali áður fyrr. í fangelsi þessu voru m.a. hafðir í haldi þeir, sem voru grunaðir um njósnir, þar á meðal nokkrir Islendingar, eins og lesa má um í bókinni Með kveðju frá Sankti Bernharðshundinum Halldóri. Fangelsi þetta var rammgirt og mor- aði allt í varðmönnum, gráum fyrir járnum. Þegar herbíllinn kom að fangelsishliðinu, urðu hermennirnir að sýna skilríki, og síðan var ekið inn í fangelsisgarðinn. Ég var leiddur inn og farið með mig inn í herbergi, þar sem var tek- in ljósmynd af mér. Ég var skoaður hátt og lágt, m.a. tennurnar og hvort ég væri með húðflúr, sem reyndist ekki vera, en þeim sást yfir eitt sér- kenni, sem ég hef og er reyndar ættareinkenni. Við höfum það öll. Það er, að báðir litlu fingurnir eru bognir. Þetta virðist. vera arfgengt og er komið úr föðurættinni. Ég lét hjá líða að benda þeim, sem skoðuðu mig, á þetta, en svona sérkenni er eitt af því, sem myndi vera skráð í lýsingu á útliti fanga. Ég var látinn afklæðast öllum fötum mínum og fékk svartan fangabúning til að fara í. Á hann voru saumaðir hvítir tíglar á bakið og vinstra hnéð. Þessir tíglar voru skotmörk, sem fangaverðirnir áttu að skjóta á, ef ég reyndi að fiýja. Hnéð var ákjósanlegt skotmark, því að strokufanga voru allar bjargir bannaðar, ef hann var hæfður í hnéð. Það var gott að vita þetta. Mér var sagt, að írski lýðveldisherinn hefði fundið þessa aðferð upp og sérhæft sig í henni. Þegar þessu var lokið, var farið með mig inn í stóran klefa. Þar voru tvö ním, en ég var einn í klefanum alian tímann. Glugginn var á klefan- um, en hann var svo hátt uppi, að ég gat ekki horft út, jafnvel þó ég stæði á stól. Með því að hífa mig upp á höndunum gat ég með erfiðis- munum séð húsin andspænis fangels- inu og rammgerðan fangelsismúrinn þar sem vopnaðir verðir voru á gangi. Á hveiju kvöldi kl. 9 heyrðist hár smellur, þegar tveir tréhlerar voru settir fyrir gluggann. í miðju klefa- loftinu hékk ljósapera, sem gaf frá sér daufa birtu. Éinnig voru þarna stóil og borð, og þá er allt upptalið. í hurðinni var gægjugat, sem hægt var að opna og loka. Mér var færður matur í stórri skál, ef mat skyldi kalla, því að ég hef aldrei á ævinni séð neitt þessu llkt. Þetta sull var grátt á litinn og líktist einna helst útþynntum hafragraut. Ég lét „matinn” eiga sig, og þegar verðirnir sáu, að ég hafði ekki snert hann, héldu þeir, að ég væri veikur. En ég sagði þeim sem var, að ég gæti ekki borðað þennan óþverra, og eftir það fékk ég dálítið skárri mat. Kl. 9 á hverju kvöldi voru dyrn- ar á klefanum opnaðar, og liðsforingi kom inn ásamt tveimur vopnuðum hermönnum til að ganga úr skugga um, að ég væri þarna og allt væri í lagi. Ég varð að standa í réttstöðu í hvert skipti, sem dyrnar voru opnað- ar. Það urðu allir að gera. Ég las einhvern tíman í bók, að Döntiz stór- aðmíráll hefði orðið að gera sér þetta að góðu, þegar hann var í haldi hjá bandamönnum, og það var ekkert spaug fyrir þýskan aðmírál, eins og gefur að skilja. Á næturnar barst fátt til tíðinda, en Ijósið í klefanum var látið loga allan sóiarhringinn, og ég varð var við, að verðirnir gægð- ust inn um gægjugatið nokkrum sinnum hveija nótt. Næsta morgun var farið með mig á skrifstofu fangelsisins á fund fang- elsisstjórans. Hann sat við skrifborð og sitt hvorum megin við hann stóðu tveir foringjar. Ég held, að hann hafi verið höfuðsmaður. Hann var mjög hrokafullur í framkomu. Hann var eini breski herforinginn, sem ég hef séð, sem var með einglyrni. Fjöl- margir liðsforingjar í Hitlers-Þýska- landi voru með slíkt, en það heyrði til undantekninga, að breskir foringj- ar notuðu einglymi. Fangelsisstjór- inn virti mig fyrir sér með botn- lausri fyrirlitningu, og ég fylltist andúð á honum. Hann sagði. „Okkur hefur verið tilkynnt, að þú eigir að njóta nokkurra sérréttinda hérna, svo að þér verður leyft að reykja, lesa og raka þig.” Og mikið rétt. Mér voru fengnar fimm sígarettur, jafn- margar eldspýtur og rakáhöldin mín. Ég fékk líka bók, sem reyndist vera eitthvað trúarrit, og var svo þraut- leiðanlegt, að ég gafst upp á að lesa hana. Ég hefði óskað mér alls ann- ars til að drepa tímann. Mig minnir, að ég hafi verið u.þ.b. viku eða tíu daga í þessu einangrun- arfangelsi. Daganir voru hver öðrum líkir, og ekkert bar til tíðinda, sem rauf leiðindin og tilbreytingarleysið. Allt var í föstum skorðum. I morgun- mat fékk ég ristað brauð og te, aldr- ei kaffi. Fangavörður einn, sem ég var farinn að vingast við, spurði mig einu sinni, hvort mig langaði ekki í kaffi. „Jú,” sagði ég, „en ekki enskt kaffi. Þið kunnið ekki að laga kaffi, svo að ég ætla að halda mig við teið.” Hann móðgaðist við þetta svar. En staðreyndin var sú, að Englendingar kunnu ekki að laga kaffi, a.m.k. ekki þá. Ég hafði komist að raun um það, þegar ég var í siglingum. Ég veit ekki, hvort það hefur breyst síðan. Einu sinni heyrði ég, að það var töluð íslenska úti á ganginum. Ég heyrði, að Islendingur var að tala við einn af vörð- unum, sem virt- ist kunna hrafl í íslensku, því að hann svaraði á íslensku. Vörð- urinn hefur ber- sýnilega gegnt herþjónustu á íslandi og kannski var það ástæðan til þess, að hann starfaði þarna. Ég heyrði til þeirra rétt í svip, þegar þeir gengu eftir ganginum, en það var eins og Islendingurinn væri að segja fangaverðinum frá einhveiju. Mér þykir lík- legt, að þetta hafi verið einn af skipveijunum á Arctic, sem ég heyrði í. Þeir vóru handteknir 10 dögum eftir að ég kom til Islands og fluttir til Englands. Ég var lokaður inni í klefanum allan sólarhringinn og fékk bara að fara út úr honum, þegar ég þurfti að fara á salernið. Þá var þess vand- lega gætt, að ég sæi enga aðra fanga, enda var þetta einangrunarfangelsi, eins og áður hefur komið fram. Þeir, sem höfðu verið í klefanum á undan mér, höfðu reynt að stytta sér stund- ir með að krota á veggina. Þama höfðu m.a. verið Frakki og Belgíu- maður, að því er marka mátti af kortinu. Eftir viku eða 10 daga dvöl í Camp 020 var aftur farið með mig á fang- elsisskrifstofuna og mér sagt, að ég mætti fara í einkennisbúninginn minn. Ég lét ekki segja mér það tvi- svar, en það vantaði skóna mína, og þeir fundust ekki þrátt fyrir mikla leit. Það var komið með slitin her- mannastígvél og ég spurður að því, hvort ég gæti ekki notað þau. En ég þvertók fyrir það og sagðist ekki fara, fyrr en ég fengi skóna mína. Þetta voru næstum því nýir skór, sem ég hafði verið í, þegar ég gekk á land á Langanesi, eins og áður hefur komið fram. Mér var farið að renna í skap, en loksins fundust skórnir eftir langa mæðu. Fangaverðirnir sögðust ekki geta skilið, hvað hefði gerst, en það var greinilegt, að ein- hver af starfsmönnum fangelsisins hafð^„reynt að stela þeim, enda voru þetta vandaðir skór. Þegar ég var búinn að fá þá, var mér ekkert að vanbúnaði að fara og kvaddi forráða- menn fangelsisins með litlum kær- leikum. Ronald Reed beið eftir mér fyrir utan fangelsið í bíl, ekki leigubíl, heldur opinberum bíl. Um ieið og við ókum af stað, sagði hann: „Nú ert þú laus, þú ert fijáls.” „Já, kærar þakkir,” sagði ég. „Þetta var ekki nauðsynlegt.” Og hann sagði: „Vertu ekki svona geðvondur.” „Eg hef góða og gilda ástæðu til að vera það,” sagði ég. „Ég kom til ykkar af fúsum og fijálsum vilja, og þið farið svona með mig.” „Já, ’ég veit það,” sagði hann. „En við urðum að ganga úr skugga um, að þú værir sá sem þú sagðist vera.” „Þið hefðuð getað fundið annan samastað handa mér,” sagði ég. „Ég hafði ekki í hyggju að stijúka.” Dag nokkurn komu Ronald Reed og félagar hans til mín og tilkynntu mér, að nú ætti ég að fara aftur til íslands. Við þrír flugum fyrst í lítilli herflugvél til Prestwick. Við vorum látnir festa á okkur fallhlífar, og var þetta í fyrsta skipti á ævinni, sem ég þurfti að nota slíkan hiut. Flug- maðurinn sýndi okkur, hvernig við áttum að nota fallhlífina. Það var mjög óþægilegt að sitja í sætinu með fallhlíf á bakinu, en við^ urðum að gera okkur það að góðu. í Prestwick gistum við í dæmigerðir gamaldags, en ansi notalegri skoskri krá. í her- berginu var ekki rafmagnsbjalla, heldur strengur, sem átti að toga í, ef maður þurfti á einhveiju að halda. Næsta dag héldum við þremenn- ingarnir áfram ferðinn til íslands í sömu áströlsku Lockheed-sprengju- flugvélinni og hafði flutt mig til Skot- lands. Á Reykjavíkurflugvelli tók á móti mér Lieutentant-Commander Hugh Simpson ásamt öðrum manni, og þeir óku mér niður í miðbæ. Þar Var mér hleypt út úr bílnum og Simp- son sagði, að nú yðri ég að bjarga mér upp á eigin spýtur: „Komdu á skrifstofuna í næstu viku, þegar þú ert búinn að koma þér fyrir.” Ég reyndi að malda í móinn og spurði, hvernig ég ætti að fara að því að fá húsnæði, ég væri alveg ókunnugar í'Reykjavík. En Simpson sat fastur við sinn keip og sagði mér að reyna. Ég fór að hitta hálfbróður móður minnar, Hjört Nielsen, sem var yfir- þjónn á Hótel Borg, og hann bauð mér í hádegismat. Það var auðvitað ekkert herbergi laust, enda hótelið fullt af enskum herforingjum, og húsnæðisskorturinn var svo mikill í Reykjavík, að það var ekki hægt að fá húsnæði, þó að gull og grænir skógar væru í boði. Hjörtur ráðlagði mér að leita til gamals vinar fjölskyldunnar. Það var Soffía Steinbach, sem hafði dvalið á heimili foreldra minna árið 1925, þegar hún var við nám í Kaupmanna- höfn. Hún og maður hennar, Kjartan Steinbach, tóku vel á móti mér, og ég fékk að sofa í borðstofunni heima hjá þeim í nokkrar vikur. En það var auðvitað ekki til frambúðar, og Soff- íu tókst að útvega mér herbet'gi á Nýlendugötu 20 hjá Guðinundi Thorlacius og konu hans, Helgu Halldórsdóttur. Þau voru frá ísafirði, og Helga var eitthvað skyld mér í föðurættina, enda kölluðu þær mig frænda. Ég var hjá þeim nokkra mánuði, að mig minnir, en þá þurftu þau sjálf á herbergi að halda. Þá fékk ég inni á Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti og var þar til stríðsloka. Það var ekki að ófyrirsynju, að Bret- ar vildú ekki koma nálægt því að útvega mér húsnæði, því að það hlut- verk, sem þeir höfðu ætlað mér, var þess eðlis, að þeir vildu láta sem minnst á því bera, að ég væri á þeirra vegum. Mig minnir, að ég hafi verið u.þ.b. tvær vikur í London, og allan þann tíma var ég aldrei yfirheyrður né minnst einu orði á það, hvað enska leyniþjónustan ætlaðist fyrir með mig. Það var ekki fyrr en ég var kominn áftur til Reykjavíkur og mætti á skrifstofuna í Tjarnargötu 22, að það kom í ljós, hvaða hlutverk mér var ætlað. Þar var fylgdarmaður minn, Ronald Reed, staddur, og hann tilkynnti mér, að ég ætti að gerast gagnnjósnari fyrir Breta, þ.e. senda þýsku leyniþjónustunni upplýsingar, sem breska leyniþjónustan myndi láta mér í té. Ég átti sem sé að lát- ast vera njósnari Þjóðveija, en vinna í raun og veru fyrir bresku leyniþjón- ustuna. Mér var bara stillt upp við vegg og sagt, að svona ætti þetta að vera. Ég átti ekki um neitt að velja. Ég var látinn undirrita skjal, þar sem ég féllst á að vinna fyrir bresku leyniþjónustuna SIS (Secret Intelligence Service), eða M.I.6, eins og hún er líka kölluð, þ.e. þá deild bresku leyniþjónustunnar, sem ann- ast njósnir á erlendri grund, til að- greiningar frá M.I.5, sem sér um gagnnjósnir og starfar eingöngu í Bretlandi. Ég krafðist þess, að tekið yrði fram í skjalinu, að ég hefði boð- ið fram þjónustu mína að fyrra bragði. Bretum var ekkert um það gefið, en þeir féllust að lokum á það með miklum semingi. Inn í skjalið var bætt orðunum „offerd services”, þ.e. að ég hefði boðið fram þjónustu mína. Launakjör mín voru einnig ákveð- in á þessum fyrsta fundi, og það gerðu Bretar einhliða. Mér yrði borg- uð ákveðin upphæð í viku hverri, sem nægði fyrir mat og húsnæði, og ekk- ert umfram það. Þeir voru mjög harð- ir í horn að taka, hvað þetta varð- aði, og varð ekki hnikað. Ég gat ekki keypt föt, nema með því að sleppa úr máltíðum öðru hvetju. Eft- ir að ég hafði kvartað margsinnis yfir lélegum launum, voru þau hækk- uð um 50 krónur á viku, en þá hafði allt verðlag hækkað upp úr öllu valdi. Leyniþjónustumennirnir sogðu mér líka að halda fast við þá sögu, sem Þjóðveijar höfðu sagt mér að segja um komu mína til landsins og minn- ast ekki á dvöl mína i London. I vef kóngulóarinnar Ég sendi fyrst og fremst upplýs- ingar um ferðir skipalestanna, sem sigldu frá íslandi til Murmansk og Arkangelsk, aðallega lognar. Meg- intilgangurinn með þessu var að reyna að rugla Þjóðveija í ríminu og koma í veg fyrir, að þeir gætu unnið skipalestunum tjón, en þeir lögðu, eins og við var að búast, ofurkapp á að granda þeim. Oftast nær létu yfir- menn mínir mig um að snúa skeytun- um á dulmál, en nokkrum sinnum kom það fyrir, að þeir sáu sjálfir um það og aliientu mér þau tilbúin til sendingar. Þá var um að ræða leynd- armál, sem þeir vildu ekki, að ég kæmist á snoðir um. Fyrsta skeytið af þessu tagi sendi ég nokkru eftir að ég tók til starfa. Það var alllangt og tók nokkurn tíma að senda það. Að sjálfsögðu hafði ég ekki hugmynd um efni þess, en nokkru seinna barst mér skeyti frá Þjóðvetjum, þar sem þeir þökkuðu mér mikillega fyrir upplýsingamar, sem ég hafði sent, og sögðu, að þær hefðu verið svo mikilvægar, að þeir myndu greiða aukaþóknun inn á reikning föður míns. Mig fór að gruna margt, þegar þetta skeyti barst, og af tali Blyth og aðmírálsins tengdi ég þetta skeyti skipalest, sem hafði lagt upp frá Islandi um svipáð leyti og ég sendi skeytið. Óljósar fregnir höfðu borist af því, að skipa- lest þessi hefði orðið illa úti í árásum Þjóðvetja á hana. Á þeim tíma, sem er liðinn frá þessum atburði, hefur mér oft orðið hugsað um dulmálsskeytið og hvert hafi verið efni þess. Miðað við tím- ann, þegar skeytið var sent, getur ekki hafa verið um aðra skipalest að ræða en PQ-17, sem sigldi af stað úr Hvalfirði 27. júní 1942. í henni voru 35 skip, aðallega bresk og amerísk, sem fluttu dýrmætan farm, bæð hergögn, mat og fatnað, handa Rússum, sem áttu í vök að veijast fyrir þýska hernum. En af ástæðum, sem aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á, skipaði breska flotastjórn- in herskipunum, sem voru skipalest- inni til verndar, að snúa við, þegar skipin nálguðust Noreg. Eftir það áttu Þjóðveijar alls kostar við skipa- lestina, og af skipunum 35 komust aðeins 11 til hafnar við illan leik. Hinum höfðu flugvélar, kafbátar og herskip Þjóðverja sökkt. Mál þetta komst fyrst í hámæli árið 1969, þegar bókin The Destr- uction of Convoy PQ-17 eftir David Irving kom út. Hún olii miklum deil- um, því að hann fullyrti, að breska flotastjórnin hefði átt sök á því, hvernig fór, þar eð hún hefði gefið verndarskipunum skipun um að snúa við. Flotastjórnin fór í mál við Irving og bókin var innkölluð. Nokkrum árum seinna þegar leynd var létt af skjölum um málið, kom í ljós, að Ir- ving hafði haft lög að mæla. Flota- stjórnin (British Admiralty) hafði í raun og veru kallað verndarskipin til baka og ofurselt skipalestina þýsku hernaðarvélinni. Fram að þessu hefur verið litið svo á, að flotastjórninni hafi þarna orðið á herfileg og óskiljanleg mistök, en ég er ekki þeirrar skoðunar. Ég held því fram, að þetta hafi verið með ráðum gert. Ég er sannfærður um, að í skeytinu, sem ég sendi, hafi verið upplýsingar um brottfarardag skipalestarinnar PQ-17 og að vernd- arskip hennar hafi verið kölluð til baka af ráðnum hug, svo að Þjóðveij- ar tækju mig tmanlegan sem njósn- ara í eitt skipti fyrir öll. Til þess að þeir gerðu það, varð ég að láta þeim í té upplýsingar, sem þá munaði um og þeir gætu sannreynt, að væm réttar. Um þetta snerust atvik í sam- bandi við skipalestina PQ-17 að mínu mati, þó að ég geti ekki fært skjalleg- ar sönnur á þessa sannfæringu mína. Þess er heldur ekki að vænta, að breska leyniþjónustan muni nokkurn tímann viðurkenna, að máli þessu hafi verið háttað á þá leið, sem ég er sannfærður um. Eins og kemur fram í frásögn Sir John, Masterman í bók hans The Double Cross System, sem vitnað er í hér að framan, var einn tilgangur- inn með skeytasendingum mínum til Þjóðveija að reyna að lokka þýska herskipaflotann úr höfn, þegar breski flotinn væri í góðri vígstöðu gagn- vart honum. Ég hef ástæðu til að ætla, að skeyti, sem ég sendi, hafi stuðlað að því, að orustuskipið Sc- harnhorst lét úr höfn, þegar von var á skipalest frá íslandi, með þeim afleiðingum, að breska flotanum tókst að sökkva því. Orustuskipið Tirpitz og Scharn- horst höfðu bækistöð í Altafirði í Norður-Noregi og voni stöðug ógnun við skipalestirnar, sem leið áttu þar fram hjá. Bretar létu því einskis óf- reistað að koma höggi á þessi tvö orustuskip og sökkva þeim. Breskum dvergkafbáti tókst að komast í færi við Tirpitz og laska það svo, að það var úr leik, en Scharnhorst lék laus- um hala, og fyrir bragðið var sigling- aleiðin ti Murmansk og Arkangelsk afar ótrygg. Þegar hér var komið sögu síðla árs 1943, voru fá skip eftir í þýska herskipaflotanum, og Þjóðveijar voru orðnir varir um sig óg gáfu ekki höggfæri á Scharn- horst. Það lá þarna í firðinum, en á meðan það var enn ofansjávar, staf- aði skipalestunum mikil hætta af því. Ég er ekki í neinum vafa um, að skeyti, sem ég sendi og var efnislega á þá leið, að afar þýðingarmikil skip- alest væri að leggja af stað til Rúss- lands og um borð í einu skipinu væru háttsettir menn, átti mikinn þátt í því, að Þjóðveijar ákváðu að senda Scharnhorst til móts við skipa- lest, sem nálgaðist strendur Norður- Noregs. Þjóðveijar þökkuðu mér fyr- ir skeytið, sögðu það vera mjög at- hyglisvert og spurðu, hvort ég gæti sent frekari upplýsingar. En þetta var látið duga. Bretar höguðu því svo til, að fá herskip voru skipalest- inni til verndar, en í humátt á eftir henni sigldi bresk flotadeild, og vissu Þjóðverjar ekki af henni. Þeir töldu því óhætt að siga Scharnhorst á skip- alestina, en dæmið gekk upp hjá Bretum og þeim tókst að sökkva Seharnhorst á 2. jóladag 1943. Fór- ust þar 1900 manns. En eftir þetta var siglingaleiðin til Rússlands miklu öruggari en áður. Eftir stríð sagði mér ritari í breska sendiráðinu í Kaupmannahöfn, sem var fulltrúi bresku leypiþjónustunnar þar, að ég hefði með skeytasending- um mínum bjargað mörgum manns- lífum, þar sem ég hefði beint kafbát- um frá skipalestunum með því að senda Þjóðverjum rangar upplýsing- ar. Ib Árnason Riis og kona hans, Sigrún Þórarinsdótt- ir Riis, við heimili sitt í Pacifica í Kaliforníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.