Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 ALLTAF HAR ÁHUGA Á ISLANDI DavidDuke> hinn fallni ríkisstjóra- frambjóbandiy í samtali vib Morgunblabib. eftir Karl Birgisson ÞAÐ ER sjaldgæft að kosningar til fylkisstjóra nái athygli banda- rísku þjóðarinnar. Um síðustu helgi stóð bandarískur almenn- ingur þó á öndinni af ótta við að nýnasistinn David Duke yrði kosinn fylkisstjóri í Louisiana. Hann náði ekki kjöri að þessu sinni, en hlautþó um 40% at- kvæða eftir einhverja átaka- mestu kosningabaráttu sem sést hefur í áratugi. Þetta er í ar.nað skipti á rúmlega ári sem Duke skýtur Bandaríkjamönnum skelk í bringu. I fyrra bauð hann sig fram til öldungadeiidar Banda- ríkjaþings og gekk ívið betur en í þessum kosningum. Úrslitin í fylkisstjórakosningunum nú sýna að hann nýtur enn mikils fylgis og er til alls líklegur í framtíð- inni. Hann er þegar byrjaður að undirbúa þátttöku í prófkjörum repúblikana fyrir forsetakosn- ingar á næsta ári. Morgunblaðið átti samtal við Duke skömmu fyrir kosningar þar sem hann lýsti m.a. ógninni sem stafar af náinni sambúð og blöndun kynþáttanna og hvatti Islendinga til að standa vörð um sína hvítu, merkilegu menning- ararfleifð. Pað er vart hægt að ímynda sér litríkari fortíð en David Duke á að baki. Hann er sagnfræðingur að mennt óg vakti fyrst athygli í háskóla fyrir skoðanir sín- ar á yfirburðum hvíta kynstofnsins. Hann stundaði nám um tíma við Göthe-stofnunina í Salzburg, en gerðist snemma virkur í bandarísk- um nýnasistasamtökum og Ku Klux Klan í Louisiana. Árið 1975 varð hann æðstiprestur (Grand Wizard) í tiltölulega óþekktum armi KKK sem kallaðist Knights of the Ku KIux Klan. Á nokkrum árum tókst honum að afla þeim samtökum tölu- verðs fylgis, en innbyrðis deilur urðu til þess að hann sagði skilið við KKK árið 1980 og stofnaði þess í stað National Association for the Advancement of white People. Nafn samtakanna er tekið beint frá NAACP (þar sem C stendur fyrir colored), sem hafa verið öflugustu mannréttindasamtök blökkufólks í Bandaríkjunum. Duke reyndi nokkrum sinnum að ná kjöri sem fylkisþingmaður í Lou- isiana og fékk yfirleitt um 30% at- kvæða. Árið 1989 gekk hann í Repúblikanaflokkinn og náði loks David Duke kjöri á fyikisþingið með 51% at- kvæða. í kosningabaráttu hefur David Duke alltaf sýnt á sér hófsamari hliðina og látið vera að breiða út nasistaboðskap nema óbeint. Hann lét lýtalækna fegra á sér andlitið og flöt hárgreiðslan hefur vikið fyr- ir góðri blásningu. En á milli kosn- inga hefur hann haldið uppi málstað hvíta kynstofnsins og lýst skoðun- um sem hver þýskur nasisti hefði verið hreykinn af. Gamalt vín á nýjum belgjum í augum Dukes er hvítt fólk ein- faldlega búið meiri og betri hæfi- leikum en aðrir. Það er greindara og dugmeira, en stafar hætta af blóðblöndun og innflytjendum, sem eru smám saman að eyðileggja það samfélag sem hvítt, kristið fóik hefur skapað. Blökkufólk er þannig úr garði gert að það hneigist til ofbeldis og morða. Þeir sem eru á framfæri hins opinbera eru yfirleitt of heimskir til annars en barneigna: hnigriun vestrænnar siðmenningar má rekja til gyðinga, sem stjóma fjölmiðlum og fjármálastofnunum og hvetja til eiturlyfjaneyzlu og sið- leysis. Duke hefur mælt fyrir aðskilnað- arstefnu og stutt hugmyndir um að Bandaríkjunum verði skipt upp í aðgreind svæði í Austur-Mongoliu (Hawaii) fyrir Bandaríkjamenn af asískum uppruna, Nýju Afríku (suð- austurhorn Bandaríkjanna) fyrir blökkufólk, Nýju Kúbu (Miami) fyr- ir kúbanska Bandaríkjamenn, Navahona fyrir indíána, Alta Calif- ornia (30 km rönd á suður-landa- mærunum) fyrir mexíkanska inn- flytjendur. Minoria (New York- borg) fyrir Bandaríkjamenn ættaða frá Suður-Evrópu og Miðjaxðar- hafslöndunum og loks Vestur-ísrael (Manhattan og Long Island) fyrir bandaríska gyðinga. Afgangurinn er ætlaður hvítum (norður-evrópsk- um) Bandaríkjamönnum sem þann- ig gætu verndað siðmenningu sína og séreinkenni. Þetta er „það minnsta sem við getum gert,” sagði Duke i viðtali árið 1989. Róttækasta lausnin væri að nota erfðafræðilega vísindi til að flýta þróun hvíta kynstofnsins; það mætti gera með því að borga blökkufólki fyrir að gera á því ófijó- semisaðgerðir (eins og hann hefur reyndar lagt til í fylkisþinginu) og borga hvítu fólki með háa greindar- vísitölu fyrir að eignast börn. Út! koman væri greindara, sterkara, fallegra og heilbrigðara fólk. í stuttU máli aðhyllist David Duke nasisma á bqrð við þann sem réð ríkjum í Þýskalandi á fjórða áratugnum. Söguskoðanir hans og „kynþáttavísindi” má rekja beint til evrópskra menntamanna sem boð- uðu svipaðar skoðanir fyrr á öld- inni. Þessar kenningar guldu vitan- lega afhroð á Hitlers-tímanum, en Duke hefur gert sitt besta til að leiðrétta þær „sögufalsanir”. Hann segir frásagnir af útrýmingarbúð- um ni ;a ýktar og segir ýmislegt benda þess að þær hafi aldrei verið t Hann segir það líka hafa verið mistök hjá Bandaríkjunum að taka þátt í seinni heimsstyijöldinni. Duke hélt upp á afmæli Hitlers á hveiju ári þar til fyrir skömmu. Það eru ekki nema tvö ár síðan hann rak póstverslun á þingmanns- skrifstofunni sinni og seldi bækur á borð við Mein Kampf og tugi annarra þar m.a. er haldið fram að helförin hafi aldrei átt sér stað, dagbók Önnu Frank sé fölsuð, gyð- ingar stefni að heimsyfirráðum og að hvíti kynstofninn verði að veij- ast ágangi minnihlutahópa. Hjá Duke mátti einnig kaupa áróðurs- kvikmynd sem Hitler lét gera um Ólympíuleikana 1936 og kassettur með „gamansöngvum” á borð við Some Niggers Never Die, Nigger Hating me og The South is Gonna Rise Again. Afrek hinna hvítu íslendinga Allt er þetta opinber vitneskja, en Duke nýtur samt mikillar hylli meðal kjósenda í Louisiana og reyndar víðar. Hluti skýringarinnar er að líklega er búið að hlaða svo miklum óhreindindum á Duke að þau tolla ekki við hann lengur. Að auki segist Duke ekki aðhyllast sömu skoðanir nú og á yngri árum í Ku Klux Klan. Hann segist vera „endurborinn í Kristi á hveijum degi” og honum hefur tekist að drepa á dreif umræðum um fortíð sína. Koma þá fyrir ekki mótbárur þeirra sem benda á að það eru ekki nema tvö ár síðan hann sagði að blökkufólk hneigðist til glæpa af genetískum ástæðum og að kyn- bótarannsóknir nasistans Mengels hefðu verið stórmerkilegar. Frambjóðandinn David Duke flytur heldur ekki nasískan boð- skap. Hann berst gegn háum skött- um og ríkisafskiptum; hann vill af- nema löggjöf sem ætlað var að bæta fyrir áratuga kúgun blökku- fólks; hann segir velferðarkerfið viðhalda atvinnuleysi, eiturlyfja- neyslu og barneignum; hann vill harðari viðurlög við afbrotum og hann vill stemma stigu við innflutn- ingi útlendinga. Þetta er málflutningur ekki ósvipaður þeim sem margir aðrir hægri menn viðhafa. Duke hefur líka tekist að sveipa um sig skikkju umburðarlyndis og fjölræðis, en það þarf ekki að tala lengi við hann til að skynja hversu grunnt er á hugs- unarhættinum sem liggur að baki nasískri hugmyndafræði. Ég spurði hann fyrst um vest- ræna siðmenningu og meinta hnignun hennar. „Það er ýmislegt sem stefnir kristinni, vestrænni siðmenningu í hættu. Sem dæmi má nefna ýmiss konar lagaboð og stjórnvalds- ákvarðanir sem grafa undan sam- heldni þjóðfélagsins, bæði hér og annars staðar. Hin evrópska ar- fleifð, evrópskur hugsunarháttur og menning, er á undanhaldi. Óheftur innflutningur á útlendingum er mikið og vaxandi vandamál og stefnir evrópskri menningararfleifð í hættu.” Hvernig lýsir þetta sér ná- kvæmlega? „Of mikill innflutningur á útlend-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.