Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1991 25 Skýjarek Mattias F agerholm í anddyri Norræna hússins sýn- ir Mattias Fagerholm nær íj'óra tugi grafíkmynda fram til 24. nóv- ember. Hann er fæddur í Stokkhólmi árið 1952 og stundaði nám við Pagurlistaskólann í sömu borg á árunum 1972—1978. Hann hefur haldið þijár einkasýningar, í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö, auk þess að taka þátt í fjölmörgum samsýningum í heimalandi sínu og erlendis, og eru verk hans í eigu Listasafns ríkisins í Stokk- hólmi og Listasafninu í Gautaborg. Fagerholm er þannig tengdur Islandi, að hann var sambýlismað- ur listmálarans kunna, Jóhönnu Kristínu Ingvadóttur, síðustu ár ævi hennar. Myndir sínar vinnur listamaðurinn á hinn sígilda máta í mjúkgrunnsætingu og stein- þrykki og eru þær allar í svart- hvítu, ásamt því að hann þrykkir allar myndir sínar sjálfur. A síðustu tímum er slíkur vinnu- máti næsta fátíður, en hefur í auknum mæli rutt sér rúms vegna hinna mörgu gervitæknibragða og hjálparmeðala sem notuð hafa ver- ið í grafík og eru þar filmu- og ljósmyndanotkunin ofarlega á blaði, auk þess sem fagmenn þrykkja upplögin. Það sem einkennir grafíkmyndir Fagerholms öðru fremur eru hin hreina og tæra tækni, auk þess, sem þær hafa svip af ákveðinni sænskri hefð í gerð slíkra mynda, sem er gjöróiík öllu því sem fram hefur komið til þessa í íslenzkri grafík. Hér er það~nákvæmnin ásamt sannferðugri lýsingu myndefnisins sem máli skiptir, en þó með vissri stíliseringu í bland. Myndefnið er fjölþætt og skarar vítt svið, en það sem maður tekur helst eftir, er hve einlægur lista- maðurinn er í vinnubrögðum sín- um þannig að hann virðist leggja sig allan fram i hverri einustu mynd og kastar hvergi til höndun- um. Er ánægjulegt að sjá slík vinnu- brögð nú á dögum, þó þau séu algengari á sýningum erlendis en margan íslenzkan listamanninn grunar. Fagerholm er það sérstaklega lagið að draga fram náttúru- stemmningar, hvort heldur það sé i einni hlykkjóttri tijágrein t.d. „Birkitré” (1) eða landslagsvíð- áttu. Hann 'lifir sig inn í myndefn- ið og þannig er myndaröð hans frá Islandi nr.9—14 mjög sérstæð á sýningunni, og áberandi öðruvísi en við eigum að venjast hjá ís- lenzkum grafíklistamönnum. Annars er erfitt að gera upp á milli mynda á sýningunni, því að maður er alltaf að taka eftir ein- hverju sérstöku og ágætu í þeim, en ég staðnæmdist helst við mynd- irnar „Trió” (17), „Gluggi” (19), „Útflytjandinn” (22), „Kaup- mannshús” (34) og „Ströndin” (38). Það er þungt norrænt yfirbragð yfir sumum myndanna svo sem myndaröðinni nr. 30-33, en þær myndir eru einnig formrænt mun einfaldari. Þetta er í heild eftirtektarverð sýning, sem fengur er að og prýði fyrir anddyrið, sem verður eitthvað svo magnþrungið og norrænt og í trúverðugu samræmi við skamm- degið. leikjum _ styrigínnum á abeins “ FAMILY HOME COMPUTER ÆliOy BRINGS IMAGES AND THE AMAZING REALITY! NS-9Ö Verðdæmi: Nasa leikjatölva meb Turbo stýripinnum og 4 leikjum Nasa leikjatölva meö Turbo stýripinnum og 35 leikjum______ Super Mario Bros. Ill_ The Simpsons__________ Yo-Nid________________ 11.900,- _14.900,- _ 3.900,- _ 3.900,- .3.900,- Back To The Future____3.900,- Battle Toads__________ 3.900,- 100 leikja pakkL JI0.800,- SKIPHOLT119 SÍMI29800 ómögulegt! Árshátíð erlendis? Eru uppi hugmyndir um árshátíðarferð til útlanda? Leitið upplýsinga hjá okkur og við munum örugglega koma ykkur á óvart. Helgarferðir með öllu Það eru nokkur sæti laus til stórborga á ótrúlegu helgarverði okkar: Flug, gisting í tvíbýli m/morgunverði, 4 dagar - 3 nætur frá 22.840, - stgr. Skíðaferðir til Ameríku á ótrúlegu verði! Nú gefst skiðafóiki loksins kosturáað komast á skíði í sjálfum Klettafjöllum Bandaríkjanna, þar sem er að finna sjö stærstu skíðalönd heims, og á verði, sem aldrei hefur verið boðið áður! Verð: 78.500.-* Fyrsta brottför: 15. janúar 1992 Innifalið íverði: Flug: Keflavík, Baltimore-Denver, fram og til baka, gisting á fjögurra stjörnu hóteli í Baltimore i eina nótt, sex nastur i fyrsta flokks íbúð í Cross Creek skiðahótelinu og bílaleigubíll i sex daga. 'miðad við fjóra íibúð og bil (A flokkur) og staðgreiðslu. Flugvallarskattar ekki irtnifaldir. (92.040,-miðað við tvo iibúð og bil (A flokkur). Tungumálaskólar um allan heim Námsdvöl í tungumálaskóla er tilvalin jóla- og útskriftargjöf, - gjöf, sem endist alla ævi. Við minnum á hin vinsælu gjafabréf okkar, - ávísun á greiðslu að hluta eða öllu á ferð með Samvinnuferðum-Landsýn. íþróttaferðir Við skipuleggjum æfingaferðir fyrir íþróttahópa og nýtum þar umgangsmikil sambönd okkar og frábær æfingasvæði fyrir íþróttahópa. FLUGLEIDIR. SainiiiiiiiíeríiirLíiiulsí/ii Reykjavík: Austurstræti 12. sími 91-69 10 10- Innanlandsferðir simi 91 -691070 ■ Simbréf 91 -2 77 96 ■ T elex 2241 Hótel Sögu við Hagatorg, slmi 91-62 22 77 ■ Simbréf 91-62 39 80 Akureyri: Skipagötu 14 ■ Simi 96-27 200 - Símbréf 96-2 75 88 ■ Telex 2195

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.