Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 Frá fundi Landssambands sjúkrahúsa. Morgunblaðið/Þorkell Stjórnendur spítalanna funda með heilbrigðisráðherra: Erfiðast er að skera nið- ur á höfuðborgarsvæðinu - segir formaður Landssambands sjúkrahúsa STJÓRNENDUR sjúkrahúsanna eru þessa dagana að undirbúa til- lögur um sparnað í rekstri til að mæta 5% flötum niðurskurði á fjárveitingum. Eiga þeir að skila tillögum sínum til heilbrigðisráðu- neytisins fyrir mánaðamót. Á föstudag mættu fulltrúar allra spítala landsins og annarra sjúkrastofnana á fund hjá Landssambandi sjúkrahúsa til að ráða ráðum sínum og hlýða á Sighvat Björgvins- son heilbrigðisráðherra skýra forsendur aðgerðanna. Jóhannes Pálmason, formaður Landssambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðherra hefði beðið stjórnendur sjúkrastofn- ana að taka höndum saman til að mæta niðurskurðinum. Síðan hafi orðið skoðanaskipti á milli hans og fundarmanna. Sagði Jóhannes að spítalarnir væru til- búnir að gera allt sem þeir gætu til að spara í rekstri þó það yrði erfitt og sársaukafullt. Þá væri öllum ljóst að ekki yrði hjá því komist að draga þjónustuna eitt- hvað saman. Jóhannes sagði að meirihluti nið- urskurðarins kæmi fram hjá sjúkrahúsunum á höfuðborgar- svæðinu, eða rúmlega 500 milljónir af um 700. Jafnframt væri erfiðast að draga saman þar því fólk væri flutt þangað vegna alvarlegra veik- inda eða slysa enda væri sérþekk- ing og þjálfun mest á þessum stofn- unum. Hótelfólk bjartsýnt á viðskiptin í sumar FREMUR léleg nýting er á mörgum hótelum í Reykjavík um þess- ar mundir en yfirleitt nokkuð betri um helgar en á virkum dög- um. Þó heyrast þær raddir hjá starfsfólki hótelanna að gestum í pakkaferðum hafi fækkað um helgar meðal annars vegna ódýrra helgarferða til útlanda. Engu að síður er hótelfólk fremur bjart- sýnt á sumarið og reiknar með að viðskiptin fari að glæðast fljót- lega Ingibjörg Ójafsdóttir, móttöku- stjóri á Hótel íslandi, sagði að um þessar mundir væri nýtingin á hót- elinu 80-100% um helgar en gæti farið niður í 10-12% á virkum dög- um. Nokkuð er um pakkaferðir um helgar en Ingibjörg sagði að þeim hefði fækkað. Hluti skýringarinnar væri sennilega álíka dýrar helgar- ferðir til útlanda og boðið væri upp á til höfðuborgarinnar fyrir lands- byggðarfólk. Þorsteinn Helgason í móttöku Hótel Esju sagði að meðalnýtingin væri 30-35% í janúar. Nýtingin væri nokkuð betri um helgar en á virkum dögum og bæri þá mest á Norðurlandabúum og landsbyggð- arfólki. Um 70% nýting er á hótel- inu um helgina en þá gista 55 manna hópur Breta og 40-50 Norð- urlandabúar hótelið. Þorsteinn sagði að nj^tingin yrði betri þegar voraði og nefndi að sennilega yrði ágætis nýting þegar komið væri fram í apríl. 55% nýting hefur verið á Hótel Sögu það sem af er janúar og lík- lega verður hún álíka mikil seinni hluta mánuðarins að sögn Karenar Þórsteinsdóttur móttökustjóra. Hún sagði að nýtingin ykist strax eftir mánaðamótin og sumarnýting væri um það bil 90%. Álíka mikið er bókað á hótelinu í sumar eins og verið hefur undanfarin ár. Steinþór Júlíusson, hótelstjóri á Flughótelinu í Keflavík, sagði að nýtingin yrði væntanlega 25-30% í janúar og febrúar en eftir það færi hún batnandi. Svipuð nýting væri á virkum dögum og um helg- ar. Best sagði Steinþór að nýtingin væri á vorin og haustin en í júlí væri hún ekki eins góð. Sumarnýt- ing á hótelinu er um 70% en þess má geta að síðastliðinn nóvember- mánuð var nýtingin sú sama, eða 70%. Jóhann Sigurólason, móttöku- stjóri á Holiday Inn, sagði að nýt- ingin á hótelinu hefði verið 20-30% í janúar, 60-70% nýting væri yfir- leitt um helgar en 10-25% á virkum dögum. Hann sagði nýtinguna ekki eins góða og í fyrra en sumarið liti mjög vel út. Sumartörnin byrjar að sögn Jóhanns í lok mars. Tíu HIV- smitaðir á árinu 1991 SAMTALS höfðu 69 ein- Hallarekstur fiskvinnslunnar 6-7% eftir aðgerðir stjómvalda AFKOMA fiskvinnslunnar hefur lagast lítillega vegna þeirrar að- gerðar stjórnvalda að fella niður inngreiðslur í botnfiskdeild Verð- jöfnunarsjóðs um áramót. Hallinn í vinnslunni í heild er nú talinn að meðaltali 6-7% en hann var metinn um 8% á síðastliðnu hausti. Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að staðan hafi eingöngu batnað sem nemi niðurfellingu innborg- ana í Verðjöfnunarsjóðinn. Hann segir að reglur stjórnvalda um skuldbreytingu lána sjávarútvegs- fyrirtækja hjá Atvinnutrygginga- sjóði og Fiskveiðasjóði bættu greiðslustöðu margra fyrirtækja en þær hafi ekki mikil áhrif á að bæta afkomu greinarinnar. Að sögn Bjarka Bragasonar, yfir- manns fyrirtækjadeildar Atvinnu- tryggingadeildar, er fjöldi lántek- enda í sjávarútvegi, fyrirtækja og einstaklinga sem hafa fengið lán til hlutabréfakaupa í sjávarútvegsfyrir- tækjum, tæplega 300 talsins. Meiri- hluti þessara lána eru í vanskilum. Sagði Bjarki að reglum um skuld- breytingar fylgdi það skilyrði að sam- ið yrði um vanskilinn áður en kæmi til lánalenginga og væri sjávarút- vegsfyrirtækjum gefmn kostur á að greiða vanskilin með prósentusamn- ingi, þar sem deildin fær endur- greiðslur miðaðar við útflutnings- eða aflaverðmæti á næstu tveimur árum. Einstaklingar þurfa hins vegar að gera upp vanskil sín fyrir 1. júní til að fá skuldbreytingu, að sögn Bjarka. „Vel flest fískvinnslufyrir- tæki munu eflaust þiggja þessa lána- lengingu," sagði Arnar. Samtök fiskvinnslustöðva fóru þess á leit við stjórnvöld sl. haust að lánstími í Atvinnutryggingadeild og hjá fleiri sjóðum yrði lengdur til að mæta aflasamdrætti og rekstrar- halla vinnslunnar. Farið var fram á að felldar yrðu niður afborganir á tímabilinu frá 1. september 1991 til ársloka 1993 og lánstíminn lengdur um fímm ár. Niðurstaðan varð sú að færa afborganir áranna 1992 og 1993 aftur um flögur ár og lánum skuldbreytt fyrir sömu ár. „Við höf- um miklar áhyggjur af því að mörg fyrirtæki muni eiga í erfiðleikum að komast í skil vegna þess að vanskil- in byijuðu að hlaðast upp í haust með nýju fiskveiðiári. Vanskilin eru veruleg þótt sjávarútvegsfyrirtæki hafí staðið betur í skilum en aðrar greinar. Skuldbreyting hefur einnig verið gerð í Fiskveiðisjóði en þar eru iítil vanskil. Það er þó mikilsvert fyrir okkur að fá þessa lánalengingu á báðum stöðurn," sagði Arnar. staklingar greinst með HIV- smit í árslok 1991. Á árinu 1991 greindust 10 ný smittil- felli og af HlV-smituðum greindust 6 með alnæmi á árinu. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá landlæknis- embættinu. Þar segir ennfrem- ur að nú hafi 22 einstaklingar greinst með alnæmi á lokastigi og er helmingur þeirra eða 11 látnir. Kynjahlutfall smitaðra og alnæmissjúklinga er um það bil ein kona fyrir hveija 6 karla. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Flugfélög eiga stóran hlut í ferðaskrifstofum erlendis Ekki hægt að fá upplýsingar um tap Flugleiða vegna ferðaskrifstofureksturs á undanförnum árum SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, segir að aukin hlutdeild Flugleiða í ferðaskrifstofurekstri á Islandi sé í samræmi við alþjóð- lega þróun sem eigi sér stað víða í nágrannalöndunum og hag- kvæmni geri kröfur um stærri einingar í ferðaskrifstofurekstri. Flugleiðir sjái hag sínum betur borgið í það heila tekið með því að auka umsvif sin í ferðaskrifstofurekstri þrátt fyrir misjafna af- komu mörg undanfarin ár. Þetta hafi ekki verið skipulögð stefna heldur hafi þetta meira komið upp í hendurnar á þeim. Aðspurður hvort hægt væri að fá yfirlit yfir hvað Flugleiðir hefðu tapað miklu á ferðaskrifstofurekstri t.d. sl. tíu ár, hvað hann það ekki hægt og fram kom að upplýsingar þar að lútandi koma ekki sérstaklega fram í ársreikningum Flugleiða. Sigurður sagði að Flugleiðir og annar forvera þess, Flugfélag ís- lands, hefðu verið í ferðaskrifstofu- rekstri frá 1970. Þessar einingar hafi ekki reynst nógu stórar og því hafi þróunin verið sú að stækka skrifstofuna til að ná fram hag- kvæmni. Hann rakti að upphaflega fyrir um 10-12 árum hefði Úrval keypt Ferðaskrifstofu Geirs Zoega, þá ferðaskrifstofu Úlfars Jacobsen, síðan hefði þeim staðið Útsýn til boða og loks nú síðast Atlantik og Saga. Flugleiðir hefðu verið eignaraðilar í Sögu, og Atlantik væri keypt til að ná hótelsamn- ingum á Mallorca, svo ná mætti hagræðingu fram yfir Úrval- Útsýn í ferðum þangað. Þetta væri þróun sem ætti sér hvar- vetna stað. Stóru flugfélögin í Skandinavíu, Finnlandi, Þýska- landi og Bretlandi, sem væru einkum í áætlunarflugi, væru stór- ir rekstaraðilar ferðaskrifstofa. Sí- fellt meiri kröfur væru gerðar til ferðaskrifstofa og tæknivæð- ing væri í örri þróun. Farmiðaverð væri að lækka þannig að þóknun ferðaskrifstofa fyrir sölu farmiða færi Iækkandi og þær berðust í bökkum. Auk þessa gerði ríkisvald- ið í auknum mæli kröfur um trygg- ingar til að tryggja hagsmuni far- þega og einungis sterk félög gætu mætt slíkum skuldbindingum. Aðspurður hvort hann sæi enga hættu í því fólgna fyrir neytendur að stærsta flugfélag landsins og það eina sem væri í áætlunarflugi milli landa væri með mjög stóra markaðshlutdeild í ferðaskrifstofu- rekstri og hefði möguleika á að færa fé milli rekstrareininga eftir atvikum, kvaðst Sigurður ekki sjá neitt athugavert við það. Það skipti ekki máli hvort Flugleiðir rækju hér stóra ferðaskrifstofu eða ein- hveijir erlendir aðilar þegar allt áætlunarflug væri orðið eða yrði fijálst á næstunni. Miklu betra væri að hafa þetta í íslenskum höndum heldur en að erlend flug- félög eða ferðaskrifstofur kæmu inn á þennan markað. Aðspurður sagðist hann heldur ekki telja að það væri nein hætta á því að Flugleiðir misstu viðskipti annarra ferðaskrifstofa vegna eignaraðildar þeirra í stórri ferða- skrifstofu. Aðspurður hvort hann teldi ekki hægt að reka traustar ferðaskrifstofur hér nema með að- ild Fiugleiða, sagði Sigurður að þær þyrftu að hafa sterkan bakhjarl, því gífurleg áhætta fylgdi þessum rekstri, eins og hefði sýnt sig und- anfama daga. „Við teljum að það sé til hags- bóta að það séu sterkir aðilar hér í íslenskri ferðaþjónustu. Við höf- um séð veika aðila undanfarið í ferðaskrifstofurekstri og hvaða af- leiðingar það hefur haft? Ég held það sé til hagsbóta fyrir neytendur að ferðaskrifstofureksturinn þjapp- ist saman í færri, en stærri og öflugri, fyrirtæki. Þannig næst verðið niður. Flugleiðir eru fyrst og fremst í flugrekstri, en við sinn- um líka almennri ferðaþjónustu," sagði Sigurður og benti á hótel- rekstur og rekstur bílaleigu fyrir- tækisins, auk ferðaskrifstofurekst- urs erlendis og út um land og eigna- raðildar að smærri flugfélögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.