Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 FYRIR OKKUR ÖLL Ný símavakt sjálfboðaliða Rauða krossins tekin til starfa Sigtryggur Jónsson og tíma. Það eykur þeim lífsfyllingu að fínnast þeir gera gagn. Það eru forréttindi að vera þannig staddur í lífínu að maður geti gefið og það er nægileg umbun. Sjálfboðaliðinn gefur kost á sér að eigin vali og ætlast ekki til launa í formi peninga eða þakklætis." Venjulegar manneskjur Sjálfboðaliðar Ungmennahreyf- ingar Rauða kross íslands áttu frumkvæðið að stofnun Vinalínunn- ar og að sögn Helgu var það fyrir áhuga þeirra og dugnað að starf þetta fór af stað. „Sjálfboðaliðarnir gerðu sér Ijóst að þeir þyrftu góðan undirbúningstíma til þess að fræð- ast og að nauðsynlegt væri að þeir fengju einhveija undirbúningsþekk- ingu í að svara í símann," sagði Helga. „Styrkur sjálfboðaliðanna felst m.a. í því að þeir eru venjuleg- ar manneskjur sem eru tilbúnar að hlusta og miðla af eigin reynslu. Þeir verða að geta verið heiðarlegir gagnvart því sem þeir ráða ekki við, þannig gera þeir meira gagn, en ef þeir fara í einhveijar sérfræð- ingastellingar. Besta leiðin leiðin í mannlegum samskiptum er að koma jafnan til dyranna eins og Morgunblaðið/Keli eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur SÍÐASTLIÐIÐ fimmtudags- kvöld gafst landsmönnum í fyrsta skipti kostur á að hringja í Vinalínu Rauða krossins í síma 91-616464 og í græna númerið þar 996464. Vinalínan er síma- þjónusta, þar eru sjálfboðaliðar Rauða krossins við símtækin, tilbúnir að hlusta á fólk sem vill létta á hjarta sínu, hvort sem vandamál þess eru smá eða stór. Sjálfboðaliðarnir eru ekki sér- fræðingar, en að sögn Helgu Þórólfsdóttur félagsráðgjafa, sem starfar hjá Rauða krossin- um, hafa sjálfboðaliðarnir eigi að síður fengið nokkra þjálfun og undirbúning fyrir þetta starf. Mannúð, óhlut- drægni, hlut- leysi, sjálfstæði, sjálfboðahjálp, eining og al- heimshreyfing, þannig hljóða grundvallarmarkmið Rauða kross- ins og í anda þeirra starfa sjálfboð- aliðar Rauða krossins," sagði Helga í upphafí viðtals sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hana á skrifstofu hreyfingunnar á Rauðar- árstíg 18. „Sjálfboðaliðarnir sem starfa við Vinalínuna eru eins mis- jafnir og þeir eru margir, bæði hvað varðar reynslu og hæfni til þess að hlusta og miðla af sinni reynslu," sagði Helga ennfremur. „Þeir eiga hins vegar allir sameiginlega þá trú að mikil þörf sé fyrir vinalínu í okkar þjóðfélagi. Þeir eiga einnig vilja til þess að leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo öðrum líði betur og hafa þörf til þess að hjálpa með því að deila með öðrum reynslu sinni KVENIXLAGID HLIMAEY Vestmannaeyingar Munið þorrablót félagsins sem verður haldið í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði, laugardaginn 25. janúar. Miðasala í Skútunni fimmtudaginn 23. janúar frá kl. 17.00-19.00. Upplýsingar í síma 656075. Mætum sem flest. Stjórnin. maður er klæddur. Sjálfboðaliðarnir gera sér grein fyrir að þeir eru ekki fagfólk og ætla sér ekki að verða það. Samt sem áður er það mjög mikilvægt að þeir afli sér sem mestrar þekkingar, sem gerir þeim kleift að taka á sem flestum málum. Það er einnig mikilvægt að sjálfboð- aliðarnir njóti handleiðslu sérfræð- ings í starfi sínu. Bundnir trúnaðareiði Sjálfboðaliðar Vinalínunnai' koma ekki fram undir nafni og eru bundnir trúnaðareið. Þeir gera sitt besta og það er undir þeim komið sem hringir, hvort hann nýtir sér það sem uppá er boðið. Sá sem hringir þarf heldur ekki að gefa upp nafn sitt. Auk þess að vera til stað- ar fyrir þann sem hringir getur Vinalínan, þegar reynsla er komin á starfsemi hennar, gegnt því mikil- væga hlutverki að koma almennum upplýsingum á framfæri um það sem ábótavant er í okkar þjóðfélagi og haft áhrif á það að eitthvað verði gert til úrbóta. Vinalínan er ekki aðeins til fyrir þann sem hring- ir heldur líka fyrir þann sem svar- ar,“ sagði Helga að lokum. „Vina- línan er farvegur fyrir þörf mann- eskjunnar til þess að láta gott af sér leiða.“ Fyrsta skrefið oft erfiðast Sigtryggur Jónsson sálfræðingur hefur leiðbeint sjálfboðaliðum Vina- línu Rauða krossins á námskeiðum og mun veita þeim handleiðslu í starfi. „Til Vinalínunnar getur jafnt leitað það fólk sem sem líður illa og hitt sem þarfnast beinharðra upplýsinga,“ sagði Sigtryggur þeg- ar blaðamaður spurði hann hvaða fólk hann teldi eiga brýnast erindi við Vinalínuna. „Þangað geta menn leitað sem langar til að létta af sér vanlíðan eða reiði. Einnig fólk sem er í hugleiðingum um hvað það eigi að gera í tegnslum við alls kyns erfiðleika eða vandamál. Fólk í sjálfsvígshugleiðingum kann einnig að finna létti við að taia við Vinalín- una. í sumum tilvikum getur Vina- lína leyst úr vandamálum t.d. ef fólk vantar upplýsingar, en í öðrum málum getur samtal við Vinalínuna brotið ísinn í átt að lausn, fengið fólk til þess að byija að takast á við vandamál sín. Oft er fyrsta skrefið erfíðast í þeim efnum." Að sögn Sigtryggs getur það verið auðveldara fyrir fólk að ræða vandamál sín í síma en augliti til auglitis við einhvern. „Fólk má hins vegar ekki halda að það fái sér- fræðilega meðferð í gegnum síma,“ sagði Sigtryggur. Hann hefur leið- beint sjálfboðaliðum Vinalínunnar á námskeiðum sem miðuðu að því að hjálpa þeim til þess að kynnast, auka samkennd hópsins og sam- vinnu. Einnig var sjálfboðaliðunum kennd undirstöðuatriði í viðtals- tækni. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk í slíku starfi að taka vandamál- in ekki allt of mikið „inn á sig“, sagði Sigtryggur. „Þannig eiga sjálfboðaliðarnir auðveldara með að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Hættan við sjálfboðaliðana er að þeim finnist að þeir þurfi að gera hlutina fyrir fólkið sem leitar til þeirra. En slíkt yrði óneitanlega til þess að sjálfboðaliðarnir myndu fljótlega „brenna út“ sem hjálparað- ilar. Það er nauðsynlegt að veita þeim faglega handleiðslu áfram.“ Að sögn Sigtryggs verða sjálf- boðaliðar sem sinna símavakt Vina- línunnar að hafa til að bera gott sjálfstraust og sjálfsvirðingu og vera ákveðnir. „Þeir sem slíku starfi sinna mega heldur ekki sjálfir „sitja inni“ með mikið af óunnum vanda- málum,“ sagði Sigtryggur að end- ingu. UTSALA 20-50% afsláttur »huimnel SPORTBÚÐIN Ármúla 40, sími 813555 VISA E

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.