Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 40
varða i i Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Bögglapóstur um ullt Iflnd PÓSTUR OG SÍMI ) MORGUNBLADJD, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 091100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Aukinn loðnukvóti: Tekjuauki Síldarvinnslunn- ar g-etur orðið 200 milljónir Menn svartsýnir á að takist að veiða allan kvótann „EG ER svartsýnn á að íslensku loðnuskipin nái að veiða kvóta sinn á þessari vertíð,“ segir Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. I sama streng taka Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og Sveinn ísaks- son skipstjóri á Hábergi GK, en íslensku skipin eru búin að veiða um 100 þúsund tonn af 577 þúsund tonna kvóta sínum. Þau hafa mest veitt 612 þúsund tonn á vetrarvertíð en það var árið 1990. Viðræður lífeyrissjóða og Húsnæðisstofnunar; Líkur á sam- komulagi um skulda- bréfakaup fyrir um 3 milljarða MIKLAR líkur eru taldar á að samningar takist á milli lífeyris- sjóða og Húsnæðisstofnunar um skuldabréfakaup sjóðanna af stofnuninni fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nú um helgina. Fulltrúar lífeyrissjóðasamband- anna, sljórnar Húsnæðisstofnun- ar og fjármálaráðuneytisins héldu fundi á föstudag og laugar- dag og sögðu Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, og Yngvi Orn Kristinsson, formaður Húsnæðismálastjórnar, góðar líkur á að samið verði um helgina um kaup sjóðanna á skuldabréf- um fyrir um þijá milljarða kr. vegna lánsloforða sem eftir er að afgreiða úr húsnæðiskerfinu frá 1986. Yngvi Örn sagði að ákveðið hefði verið að skipta viðræðunum í tvennt og freista þess fyrst að ná sam- komulagi um skuldabréfakaup vegna lánsloforða úr húsnæðiskerf- inu frá 1986 en gefa sér svo tíma til að skoða framhaldið vegna frek- ari skuldabréfakaupa. Hrafn Magn- ússon sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu lagt áherslu á að eðlilegt væri að Húsnæðisstofnun færi út á frjálsan fjármagnsmarkað vegna annarra skuldabréfakaupa. Sagði hann að fulltrúar Húsnæðisstofnun- ar virtust ekki fráhverfir því að leita út á frjálsan markað. Yngvi Örn staðfesti að það væri til skoðunar og sagði það vel koma til greina að gera tilraun til að afla lánsfjár á frjálsum markaði. Að sögn Hrafns voru kaup lífeyr- issjóðanna af Húsnæðisstofnun mjög viðunandi á síðasta ári en þá keyptu sjóðirnir fyrir rúmlega 9,2 milljarða kr. og þar af keyptu sjóð- irnir fyrir rúmlega 1,3 milljarða í desember. Er þetta ríflega 90% af samningsbundinni kaupskyldu líf- eyrissjóðanna hjá Húsnæðisstofn- Sigurður Ingvarsson, formaður fiskvinnsludeildar Verkamannasam- ■^bandsins, segir að samkomulag hafi ■ tekist um rammasamninga fyrir hópkerfi í frystihúsum, í saltfiski og skreiðarvinnu. Einnig sé búið að Loðnuveiðarnar hafa gengið frekar illa undanfarið og loðnan hefur verið dreifð úti fyrir öllum Austfjörðum. Loðnuveiðum lýkur yfirleitt um 20. mars en þær geta staðið um hálfum mánuði lengur þegar um vestangöngu er að ræða. ganga frá samkomulagi varðandi kauptryggingarsamninga og fræðsl- umál. Ekki hafi náðst samkomulag um fatapeninga, þrif í frystihúsum og um gerð ráðningarsamninga. „Við höfum verið að reyna að Ákveðið hefur verið að auka heildarloðnukvótann um 300 þús- und tonn á Jiessari vertíð og þar af er hlutur Islendinga 234 þúsund tonn. „Þessi aukni loðnukvóti þýðir 13 þúsund tonna aukinn kvóta fyrir okkar skip og skiptir auðvitað miklu meta stöðuna í þessum viðræðum ásamt forystumönnum Alþýðusam- bandsins," segir Einar Oddur. „Það má segja að við séum búnir að ljúka öllu sem skiptir máli. Það var mjög veigamikið að komast í gegnum það. Um helgina og á næstu dögum verða teknar ákvarðanir um hvernig menn ætla að standa að framhald- inu. Það er einlæg von okkar í Vinnuveitendasambandinu og Vinnumálasambandinu að við kom- umst sem allra fyrst með samninga- gerðina á sameiginlegt borð. Við teljum það mjög brýnt því hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða.“ Einar Oddur sagði að margt væri máli, bæði fyrir fyrirtæki okkar og Neskaupstað, þar sem við byggjum mikið á loðnunni," segir Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað. „Þessi kvótaaukning þýðir um 200 milljóna króna tekjuaukningu fyrir Síldarvinnsluna, auk þess sem hún þýðir verulega tekjuaukningu fyrir bæjarfélagið í gjöldum." Finnbogi telur að byijunarkvóti íslensku skipanna, um 250 þúsund tonn, hafi verið alltof lítill og veið- unum hefði verið hagað með allt óafgreitt í sérkjaraviðræðum en hann teldi ekkert því til fyrirstöðu að þau mál yrðu til umfjöllunar jafn- hliða viðræðum á sameiginlegu borði. „Það er mjög einlæg ósk okk- at’ að við getum hraðað okkar vinnu eins og kostur er. í næstu viku taka þeir sínar ákvarðanir og það skýrist því á næstu dögum hvernig verka- lýðshreyfingin kemur að þessu borði,“ segir hann. Sigurður segir að strax eftir helg- ina verði farið að undirbúa sam- eiginlegu viðræðurnar og segist telja líklegt að þær geti hafist eftir næstu viku. öðrum hætti, en gert hefði verið, ef kvótinn hefði verið meiri í upp- hafi. „Það var ekkert tillit tekið til þeirrar loðnu, sem skipstjórarnir fundu, og þeirra sjónarmiða." Finn- bogi segir að hægt hafi verið að halda uppi fullri atvinnu í Neskaup- stað í vetur. Þó hafi ekki verið ráð- ið í stöður, sem hafí losnað, og færri hafi flust til bæjarins í fyrra en næstu ár á undan. Þar sem loðnuveiðin hefur verið lítil og slitrótt hefur ekki verið talin ástæða til að bræða loðnu í öllum verksmiðjum Síldarverksmiðja rík- isins á þessari vertíð, að sögn Jóns Reynis Magnússonar framkvæmda- stjóra. Ekkert hefur verið brætt í verksmiðju SR á Siglufírði í vetur. SR á Raufarhöfn og Seyðisfírði bræddu loðnu fyrir áramót en ein- ungis SR á Seyðisfirði og Reyðar- fírði hafa brætt loðnu í ár. Hins vegar þarf að setja loðnuverksmiðj- ur í gang allt í kringum landið ef veiðin glæðist, að sögn Jóns Reynis. Fullt tungl var aðfaranótt laugar- dags, þannig að loðnan stóð djúpt og veiðarnar gengu frekar illa, að sögn Sveins Isakssonar skipstjóra á Hábergi GK. Hann segir að flest- öll íslensku loðnuskipin hafi verið á miðunum djúpt út af miðjum Aust- fjörðum í gær en norsku skipin hafi verið aðeins norðar. Mjög góð síldveiði hefur verið í Lónsvík sl. 2-3 sólarhringa. Síldin er nú 14-17% feit en hún þarf að vera a.m.k. 12% feit til að vera söltunarhæf fyrir Rússlandsmark- að. Hins vegar horast síldin hratt. úr þessu. íslensku loðnuskipin eru rúmlega 30 talsins. Fimmtán þeirra hafa veitt síld í vetur en þau eru öll farin á loðnuveiðar, nema Kap VE, sem verður áfram á síldveiðum. un. Kjarasamningarnir: Undirbúningur liafinn að við- ræðum heildarsamtakanna Sérkjaraviðræðum fiskverkafólks lokið SÉRKJARAVIÐRÆÐUM fiskverkafólks og vinnuveitenda lauk á föstu- (lagskvöld með samkomulagi um að kröfur sem ekki hefur náðst sam- komulag um verði teknar inn í viðræður heildarsamtaka um aðalkjara- samninga og eru líkur taldar á að þær geti hafist fyrir mánaðamót. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, segir að tekist hafi að Ijúka öllu sem skipti máli í sérlyaraviðræðum við Verkamannasambandið og að á næstu dögum verði teknar ákvarðanir um hvernig staðið verði að sameiginlegum viðræðum sem brýnt sé að hefja sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.