Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 25 Það er ekki að ástæðu- lausu að Steinunn var með beyg. Við lentum nefnilega í lífsháska í Napólí fyrir nokkrum árum undir áþekkum kringumstæðum. tekur ca 250-300 manns í sæti, en samt er mjög rúmt. Gangbrautir meðfram veggjum breiðar og þrep lág, þannig að konum í víðum við- hafnarkjólum rokokótímans liðu, eða nánast svifu upp þrepin í átt til sætis. „Hér fær enginn að ganga í sal án þess að vera uppábúinn!" sagði maðurinn og bauð Steinunni að strjúka áklæði stólanna í báðar átt- ir til merkis um að efnið væri ekta. Síðan bauð hann okkur að setjast og prófa stólana. Hér hafði greini- lega ekkert verið sparað til þess að endurnýja þennan sal og gera hann fullkominn. Þetta var allt eins og ævintýri líkast. Okkur varð hugsað til Ingólfs, hann hafði miðlað okkur af reynslu sinni í Prag. Nú gátum við miðlað honum af nokkuð óvenju- legri reynslu. Við yfirgáfum salinn og fórum út úr húsi. Þegar út á götu var komið sagði ég manninum að ég væri arkitekt, starfandi í Núrnberg, og að við værum honum þakklát fyrir þann heiður að fá að sjá þetta salargersemi. „Mér datt í hug að þú værir í faginu. Þess vegna var mér sérstök ánægja að sýna ykkur salinn,“ sagði þessi vinsamlegi eftir- litsmaður um leið og við kvödd- umst. Margt stórmerkiiegt bar fyrir augu þennan eftirminnilega dag í gamla borgarhlutanum í Prag. Þó varð hin óvænta heimsókn, svona utan dagskrár, í Tyl-leikhúsinu ógleymanlegt ævintýri. Til gamans fyrir þá sem hafa áhuga, látum við fylgja með í lokin ágrip af sögu Tyl-leikhússins fræga. Saga „Tyl“-leikhússins Það var upphaflega leikhús þýsk- ættaðra íbúa Prag. Húsið hefur ekki verið í starfsemi um árabil vegna endurnýjunar. Þessi bygging í svokölluðum nýklassískum stíl var reist á árunum 1781-1783. Ópera Mozarts, Don Giovanni, var frum- flutt hér 1787. Reyndar varð hluti tónlistarinnar einmitt til í Prag. Meðan á æfingum stóð, bjó Mozart í nálægu húsi, sem enn er til og hét þá „Til hinna þriggja gullnu ljóna“ (Zu dem drei goldenen Löw- en). Þýska tónskáldið Carl Maria von Weber var forstjóri Tyl-leik- hússins 1813-1816. A þeim tíma var það kallað Þýska óperuhúsið. Núverandi nafngift fékk húsið fyrst eftir heimsstyijöldina síðari. Nafnið er rakið til Josef Kajetán Tyl, Tékka, en leikrit hans „Fidlovacka“ var frumsýnt hér 1834. Það myndi almennt enginn muna lengur eftir þessu stykki í dag, ef ekki texta tékkneska þjóðsöngsins, „Hvar er heimili mitt,“ væri þar að finna. Á þann hátt varð nafn herra Tyl eftir- minnilega tengt leikhúsinu. Steinunn Ingólfsdóttír er fntahönnuður og Haraldur V. Haraldssoti arkitekt. HOTEL HOLT í hádeginu Príréttaöur hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195,- CHATHAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 1 I E E E p i | 1 Þ q E E E E E E E I ŒrBrBrBrBrarwwwwwTgiwBnarBrBrBrBrBrBnBrBTBn 0 I SUZUKI SYNING Kynnum 1992 árgerð af SUZUKI um helgina Kaffi á könnunni. Opið laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 13-17. $ SUZUKI --¥ÍW——.. SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 .SlMI 685100 SUZUKI SWIFT kostarfrá 726.000 kr. staðgreitt. Sýnum 1992 árgerð af hinum vinsæla fjölskyldu- jeppa SUZUKI VITARA 3 og 5 dyra. Sýnum einnig SUZUKI VITARA 5 dyra upphækkaðan og sérútbúinn til fjallaferða. * Allir SUZUKI bílar eru búnir vélum með beinni bensíninnsprautun og fullkomnum mengunarvarnarbúnaði. Komið og reynsluakið gæðabílunum frá SUZUKI. NýrSUZUKI aldrei sprækari. Ný og glæsileg innrétting, nýtt mælaborð, betri hljóðeinangrun auk fjölda annarra breytinga. Allir SUZUKI SWIFT með 1,3 og 1,6 L vélum eru búnir vökvastýri. Frumsýning á íslandi. SUZUKI SWIFT tveggja manna sportbíll með blæju. Þessi bíll á eftir að fá hjörtu margra til að slá örar. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.