Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 18
eftir Guðmund Halldórsson ÞEGAR uppljóstranir um glæpi og mistök Stal- íns fóru að birtast í sovézkum blöðum og tímaritum fyrir nokkrum árum áttu ýmsir lesendur þeirra erfitt með að kyngja því að hann hefði verið lélegur herforingi. Fullyrt var að Stalín hefði verið óviðbúinn innrás nazista 1941, eins og al- mennt hefur verið vitað, vegna þess að hann hefði borið óttablandna virð- ingu fyrir Hitler. Víðtæk- ar njósnir Þjóðverja á sovézkri grund voru látn- ar viðgangast, þýzkar herflugvélar fengu að fljúga óáreittar yfir Sov- étríkin og afleiðingin varð sú að 1200 sovézkum herflugvélum var grand- að á fyrsta degi stríðsins. Stalín hafði sett traust sitt á griðasáttmálann við Hitler, sem kom heimsstyijöldinni af stað. Samningurinn kvað á um hlutleysi, skiptingu Póilands, áhrifasvæði í Austur-Evrópu og viðskipti, sem tryggðu Þjóðvetjum matvæli og olíu. Stalín taldi að hann hefði leikið á Hitler með samningnum, sem væri snilldarverk og mundi gera honum kleift að fylgjast með úr fjarlægð þegar Þjóðveijar réðu niðurlögum Frakka og Breta og reka síðan rýtingsstungu í bakið á nazistum þegar vel stæði á. Griðasáttmálinn sannfærði Stal- ín um að Hitler mundi ekki ráðast á Sovétríkin, en honum skjátlaðist hrapallega. Eftir sigra sína í vestri sneri Hitler sér í austur til að ganga milli bols og höfuðs á fyrr- verandi óvini sínum. Stalín trúði hvorki viðvörunum njósnarans Sorge í Tókýó né Churchill og Roosevelt. Hann trúði jafnvel ekki skýrslum eigin hershöfðingja um aukinn liðssafnað á landamærun- um. Viku fyrir innrásina reyndi Stal- ín að koma sér í mjúkinn hjá Hitl- er með því að minna hann á að Rússar hefðu staðið við alla gerða samninga. Átta tímum áður en innrásin hófst kvað hann vísbend- ingar um yfirvofandi árás ekki marktækar, en samþykkti að her- inn yrði varaður við. Lamaðist Stalín lét jafnvel ekki sannfæ- rast eftir að innrásin hófst kl. 4 f.h. 22. júní. Skipanir um algert viðnám voru ekki gefnar fyrr en fjórum tímum síðar. Þjóðinni var ekkert sagt fyrr en á hádegi og Molotov hafði orð fyrir valdaforyst- unni, ekki Stalín, sem lokaði sig inni í sumarbústað sínum í ná- grenni Moskvu og talaði ekki við nokkurn mann lengi á eftir. Þegar hann náði sér sagði hann: „Við tókum við miklum arfi frá Lenín og höfum klúðrað öllu!“ Molotov horfði á hann furðu lostinn. Þegar hann ávarpaði þjóðina í útvarpi var hann í svo miklu uppnámi að átak- anlegt þótti að hlusta á hann. Áföll Rússa fyrstu vikur stríðs- ins áttu sér enga hliðstæðu. í októ- ber höfðu Þjóðveijar setzt um Len- íngrad og sótt upp að borgarhliðum Moskvu. Þjóðveijar náðu allri Úkraínu og skriðdrekar þeirra sóttu til Kákasus. Eyðileggingin var gífurleg og manntjónið ótrú- legt. Þúsundir flúðu frá Moskvu og kveikt var í skjölum í aðalstöðv- um leynilögreglunnar í Lubjanka. Tilfínnanlegur skortur var á hæfum herforingjum eftir hreins- anirnar fyrir stríðið. Eftir ósigrana voru fleiri háttsettir foringjar lífl- átnir, en hæfir menn völdust til forystu í yfirherstjórninni, Stavka, Zjúkov, Sjaposjnijov, Vasílíevskíj og Antonov. Herforingjum á borð við Rokossovskíj var sleppt úr fangelsi. Sókn nazista var var stöðvuð, að minnsta kosti í bili. Vetrarhörk- ur hjálpuðu upp á sakimar, en þegar Zjúkov sýndi Stalín snjallar áætlanir um gagnárás á Stalíngrad „lét hann sér fátt um finnast". Allt varð að lúta því markmiði að stökkva innrásarliðinu á flótta. Gömul hermennskuhefð var endur- vakin, þar með taldar foringjagráð- ur og orður. Aftur var leyft að hylla þjóðhetjur á borð við Alex- ander Nevskíj og Kutuzov mar- skálk. Að lokum fögnuðu herir Stalíns sigri. í veizlu með herforingjum í Kreml skálaði Stalín fyrir „rússn- esku þjóðinni", sem hefði verið staðföst og trú og barizt til sigurs, þótt aðrar þjóðir kynnu að hafa Marpir httfOu ástæðu til að myrða Stalín látið hugfallast og snúizt gégn leið- toga sínum. Samkvæmt nýju, sov- ézku riti um ævi Stalíns eftir Volkogonov hershöfðingja er lík- legt að auk 22 milljóna fórnar- lamba Stalíns hafí 27 milljónir fall- ið í stríðinu. Að hve miklu leyti mannfallið kunni að hafa verið Stalín að kenna er ósagt látið. Allsráðandi Stalín fór einu sinni til vígstöðv- anna, en hélt sig í 40 km fjarlægð frá vígvellinum. Þegar hann sótti ráðstefnuna í Teheran 1943 ferð- aðist hann með flugvél í fyrsta og eina skiptið á ævinni og hitti Churchill og Roosevelt. Hann hitti þá aftur í Jalta og taldi sig hafa tryggt samkomulag við Churchill og jafnvel Roosevelt um áhrifa- svæði, en tók enga áhættu og tryggði valdatöku hliðhollra ríkis- stjórna í skjóli Rauða hersins í Austur-Evrópu. Hann gerði sér vonir um sex milljarða dollara lán frá Bandaríkjamönnum, en þær dofnuðu þegar Rossevelt andaðist í apríl 1945. Síðasti leiðtogafundurinn fór fram í Potsdam, þar sem Stalín hitti Truman í stað Roosevelts og Attlee í stað Churchills. Truman sagði honum að Bandaríkjamenn ættu kjarnorkusprengju, en þagði um áhrifamátt hennar. Stalín þagði um tilraunir Japana til að fá Rússa til að hafa milligöngu um friðarviðræður við Vesturveldin. Þegar kjarnorkusprengju var varp- að á Hiroshima flýtti Stalín sér að segja Japönum stríð á hendur og 10 dögum síðar hafði hann náð aftur mestöllu því svæði, sem Rússar höfðu misst í stríðinu við Japana 1904-1905. Tveimur árum síðar hafði tog- streita milli Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna snúizt upp í „kalt stríð“, sem átti rætur að rekja til yfirráða Rússa yfír Austur-Evrópu og uggs um hernaðarmátt Sovétríkjanna. Þýzkaland varð aðalvettvangur þessarar baráttu vegna tilrauna Rússa til að einangra Berlín og NATO var stofnað 1949. Síðustu æviár sín var Stalín valdameiri en nokkur annar harð- stjóri í sögunni. „Herbúðir komm- únista“ náðu frá Saxelfi til frum- skóga Víetnams og virtust órofa heild. í Sovétríkjunum þorði enginn að vefengja ákvarðanir valdhaf- anna. í opinberum áróðri var lögð áherzla á „óijúfanlega samstöðu sovézku þjóðanna undir forystu J.V. Stalíns“ og hvatt til „stöðugr- ar árvekni" gegn leynilegum út- sendurum vestrænna heimsvalda- sinna. Ótrúlegur fjöldi var fluttur í fangabúðir í Síberíu vegna gruns um svik. „Hinn almáttugi leiðtogi", vozjd, stjórnaði með flóknu skrif- stofukerfi, sem grundvallaðist á leynilögreglunni MVD, stjómum fyrirtækja og kommúnistaflokkn- um. Enginnlvar óhultur, ekki einu sinni þeir sem tilheyrðu valdahóp- unum, og allir höfðu gætur á ná- unganum. Lögreglunjósnarar voru á hverju strái og óviðeigandi skoð- anir þýddu fangavist. Minnst 12 milljónir hungraðra fanga, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.