Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 23 Doktor í nýj ate stament- isfræðum og frumkristni CLARENCE Edvin Glad varði doktorsritgerð nýlega við guð- fræðideild Brown-háskóla á Rode Island í Bandaríkjunum. Umsjónarmaður ritgerðarinnar „Adaptability in Epicurean and Early Christian Psychagogy: Paul and Philodemus“ var Stanley K. Stowers prófessor við guðfræðideild Brown-háskóla. Fyrsti lesari var David Konstan prófessor í kassísk- um fræðum og samanburðarbók- menntum við Brown-háskóla. Ann- ar lesari var Susan A. Harvey pró- fessor við guðfræðideild sama skóla. Aðrir andmælendur voru Summer B. Twiss, Giles Milhaven og Wendell Dietrich, allir prófessor- ar við Brown-háskóla. í ritgerðinni eru færð rök fyrir fyrir þeirri tilgátu, að staðhæfing Páls postula i 1. Korintubréfi 9.22B, „Ég hef verið öllum allt, til þess að ég geti að minnsta kosti frelsað nokkra“, væri hluti af tiltekinni bókmenntahefð sem rekja mætti aftur til umræðna Platóns og Arist- ótelesar um mikilvægi aðlögunar í ljósi margbreytileika mannlegs lífs og lundarfars. Sýnt var fram á mikilvægi þessarar bókmennta- hefðar í umræðunni um ieiðbein- ingu sálarinnar meðal alþýðuheim- spekinga á fyrstu öld fyrir og eftir okkar tímatal. Þá voru færð rök fyrir þeirri tilgátu að tileinkunn Páls postula á þessari hefð eigi sér nána hliðstæðu í tileinkunn Eprikr- úrista á sömu hefð, sér í lagi Fíóde- musar á 1. öld fyrir Krist. Clarence lauk B.A.-prófi í guð- fræði frá Continental Bible College í Brussel í Belígu vorið 1979. Sum- arið 1979 lagði hann stund á hebr- esku við Hebreska háskólann í Jerú- Dr. Clarence Edvin Glad salem og hóf um haustið nám í guðfræðideild Háskóla íslands og lauk embættisprófi þaðan haustið 1983. Hann brautskráðist á sama tíma frá heimspekideild HÍ. með B. A.-próf í heimspeki og grísku sem aukagrein. Veturinn 1983 til 1984 lagði Clarence stund á latínu við HI, en frá haustinu 1984 hefur hann verið við nám, kennsku og rannsóknir við Brown-háskóla. Clarence vinnur nú við rannsóknir á vináttuhugtakinu í grískum og rómverskum ritum og eru þær styrktar af Hug- og félagsvísinda- deild Vísindaráðs Islands. Eigin- kona Clarence er Kolbrún Baldurs- dóttir, M.A. í félags- og persónu- leikasálfræði og M.A. í menntunar- sálfræði og ráðgjöf. Dætur þeirra eru Karen Áslaug og Harpa Rún. Hámarksgreiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu árið 1992 eru 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin 3000 kr. Öll börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru talin saman og er hámarksgreiðsla fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu þeirra samtals 12.000 kr. á ári. Munið að fá alltaf kvittun fyrir greiðslum Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu sjúklings. Fríkort Þegar hámarksupphæð á ári er náð, skal framvísa kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort, sem undanþiggur handhafa frekari greiðslum vegna læknisþjónustu til áramóta. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitjanir, en gjaldið lækkar við framvísun fríkorts. Gjald fyrir læknisvitjun er þá 400 kr. á dagvinnutíma og 900 kr. utan dagvinnutíma. Gegn framvísun fríkorts greiða elli- og örorkulífeyrisþegar 150 kr. á dagvinnutíma og 300 kr. utan dagvinnutíma. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu fá sameiginlegt fríkort, með nöfnum þeirra allra. I Reykjavík fást fríkortin í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28. Annars staðar eru þau afhent á skrifstofum sýslumanna og bæjarfógeta. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Geymiö auglýsinguna Frímiði fyrir maka þeirra sem ferðast með Saga Basiness Class til New York eða Baltimore Farþegar sem greiða fullt Saga Business far- gjald til New York eða Baltimore frá Islandi njóta sérstakra vildar- kjara fyrstu þrjá mánuði ársins. Þeir fá í kaup- bæti frímiða fyrir maka í sömu ferð og á Saga Business Class ef þar er laust sæti þremur sólar- hringum fyrir brottför; að öðrum kosti gildir miðinn á almennu farrými. Þetta tilboð gildir til 31 .mars og ferð verður á ljúka fyrir 6. apríl. Farþegum á Saga Business Class Hl Bandartkjanna stendur m.a. tilboéa: • Fyrirvaralaus breyting á feröaáœtlun • Hröð innritun á sérstökum innritunarborðum • Sérstakar setustofur á Keflarvtkutflugvelli og JFK-flugvelli • Veitingar án endurgjalds á setustofum og um borð • Breið steti og gott stetabil • Sérstakur viðurgjömingur í mat og þjónustu • Gott úrval kvikmynda á videótíekjum • Boðitt erfrtr „Umúsínu-akstur"fráJFK- flugvelli á bótel í Manhattan eða á annað bvortla GuardiaflugvöU eða Netvark. SAGA BUSINESS CLASS FLUGLEIDIR BESTA FIKBIX VFSTIR mn!Bg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.