Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 15
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 y maka.“ Þegar tiltekinn maður þótti grun- samlegur voru ýmsar leiðir til að ganga úr skugga um hvort hann væri hættulegur. Til þess að kom- ast í þennan flokk þurftu menn ekki endilega að hafa vakið athygli vegna stjórnmálaafskipta. Nægt gat að viðkomandi hefði oft fengið heimsóknir úr vestrinu (sérstaklega ef ekki hafði verið tilkynnt um þær), verið gat að um hann væri sagt að hann læsi mikið, og jafnvel gátu ógætileg orð um skoðanir, áhugamál eða vitneskju viðkomandi orðið Stasi tilefni til aðgerða. í kennslubókum Stasi var fyrsta regl- an sú að komast að því hvað leynd- ist á bak við ásjónu manna. Póstur grunaðra var opnaður, síminn hler- aður og óopinberir starfsmenn fylgdust með þeim. Fastir starfs- menn Stasi fóru einnig gjarnan á vinnustað eða í skóla viðkomandi og yfirheyrðu hann. Stundum kynntu þeir sig sem starfsmenn lögreglu til að leyna fyrirætlan sinni. Stasi gat falsað öll hugsanleg skilríki og því gátu þeir þrugðið sér í hvaða gervi sem var. Óopinberum starfsmönnum var einnig falið að kynnast viðkomandi til þess að upp- lýsingaöflun væri auðveldari. Slík kynni voru einnig gagnleg því þá var hægt að afla aukalykla að íbúð- um, taka fingraför, rithandarsýnis- horn og jafnvel lyktarsýni. Það var grundvallarregla að óopinberir starfsmepn, símahlerarar og aðrir sem fylgdust með fórnarlömbunum vissu ekki til hvers þeir gerðu það. Þeir fengu einungis að vita að um hættulega einstaklinga væri að ræða. Lægra settir starfsmenn vissu því sjaldnast hvaða upplýsing- um var sóst eftir og lögðu því á minnið eða skráðu hjá sér öll smá- atriði eins og t.d. hversu oft hinn grunaði færi út með. ruslið! Svo dæmi sé tekið þá var sími hleraður á þann veg í Leipzig, þar sem búa 530.000 manns, að í kjall- ara símstöðvarinnar var skiptiborð og þaðan var hægt að leiða allt að tvö þúsund símtöl í einu til hlerunar- deildar Stasi þar í borg. Þessi bún- aður var ekki fullnýttur nema þegar kaupstefnan í Leipzig stóð yfír. I hlerunardeildinni var hægt að taka upp 360 símtöl í einu. Einkum var ÁRATUGUM saman var ævi milljóna manna skráð í leyndarskjöl Stasi. Nú hefur hulunni verið svipt af þeim og birtist þá grimmd austur-þýska kerfisins og tilgangsleysi í allri sinni nekt. Fórnarlömb Stasi geta nú séð hvern- ig ofsóknir á hendur þeim voru skipulagðar, hvernig Stasi lék sér með líf þeirra. Aðrir, sem ekki vissu til þess að þeir hefðu átt nokk- uð við Stasi saman að sælda, glugga í skjölin og komast þá að því að náinn vinur, jafnvel eig- inmaður, var njósnari. m |li MtW . Enginn getur veríð tsjekisti nema hann hafi kalt höfuð, heitt hjarta og hreinar hendur. Tsjekisti verður að vera flekklausari og heið- arlegri en gengur og gerist, hann verður að vera skír eins og krist- all.“ Þannig hljóðaði eitt af slagorð- um Stasi, greinilega upprunnið hjá rússnesku leyniþjónustunni Tsjeku, sem notað var til að brýna fyrir starfsmönnum hverjir væru æski- legir eiginleikar þeirra. Stasi leit á sig sem sverð og skjöld flokksins. Betur var að Stasi búið en öðrum stofnunum ríkisins. Staða Stasi var slík að hægt er að tala um ríki í ríkinu. Hjá Stasi (stytting úr Sta- atssicherheit) unnu rúmlega 100.000 fastir starfsmenn í mörg- um deildum og úti um allt land. Sérstök deild sá um njósnir erlend- is, HVA (Hauptverwaltung Auf- klárung), og var Markus Wolf lengst af yfírmaður hennar. Örygg- islögreglan var skipulögð eins og her, menn báru hermannatitla og skilyrðislaust varð að hlýða skipun að ofan. Stasi rak eigin háskóla fyrir væntanlega yfírmenn þótt ekki væri þess skóla getið í opinberum bæklingum. Stasi hafði á sínum snærum nokkur hundruð þúsund uppljóstrara, eða óopinbera starfs- menn eins og þeir hétu á innanhúss- máli. Hver þeirra hafði einn yfir- mann og vel gat verið að uppljóstr- arinn þyrfti ekki að hafa samskipti við aðra Stasi-menn en stjórnanda sinn. Erfitt er að gera sér grein ar- fleifð Stasi. Möppumar teljast þekja 202 hillukílómetra. Þó er vitað að Stasi tókst að eyðileggja mjög rnörg skjöl áður en almennir borgarar réðust inn í höfuðstöðvarnar víðs vegar um Austur-Þýskaland haust- ið 1989. T.d. hefur mjög lítið fund- ist um starfsemi HVA og er talið að skjölin um það efni séu komin til Moskvu. í Stasi-skjölunum eru upplýsingar um fjórar milijónir (af 17 miiljónum) Austur-Þjóðveija og tvær milljónir Vestur-Þjóðveija. Þar er að finna nöfn nær allra fastra starfsmanna. Mikil áhersla var hins vegar lögð á að leynd hvíldi yfir nöfnum uppljóstraranna. Þeir báru því dulnefni í skjölunum. Spjald- skráin sem geymir raunveruleg nöfn þeirra er mjög gloppótt. Oft er þó unnt að ráða af samhenginu hvern um er rætt. Fastir starfsmenn þurftu að und- irrita yfirlýsingu sem ber vott um hvers krafist var af starfsmönnum. Þar segir m.a.: „Eg geri mér grein fyrir og virði þær afleiðingar [sem starf mitt hjá Ráðuneyti ríkisörýgg- is] hefur einkum hvað varðar sam- skipti og tengsl við aðila í erlendum ríkjum sem ekki eru sósíalísk, þ.m.t. í Vestur-Berlín og val þeirra sem ég umgengst, vinahóps og mnmKSOFM WMOKKAXW tCaktarim hlx ftt— tmáíbmUtiX ..tifin Q»n. JMwjlt 52^4 JK-r«l bAð'á /1989 Beohachtuugsberidbt B— flr Onjan„ ___ nrKMZdtro. í9»1105S9. T_XBa3-DI» X 21.11.1989 - 09.00 Ulir 21.11.1989 - 15.00 TJhr ?9. m .1983 18.15 TJBr wurð* «• Beobnohtung ron “OboIho* mlt <Sir Abalobr- . runx dor SUdtolnfohxtoa LUtmor StrsSo, atraSo dor OGP/Xokm Chouoooobaoo aowlo an dor boknnnton tdroaoo dtr Hlroboa<«t«lDdo In 7025 Ulpalg, Kt«l«r str*B« 51 bogonnon. 18.39 Ohr konato dna Pnhrmong dor Hmbbmí ttp, Opol P»rb«i grau_______ t tmmmmmmm aa CJhAUBBftebAuo aufgtnoaoMQ w»rd»n. V. / O VIII - 2 hlerað hjá fólki sem sótt hafði um leyfi til að flytjast úr landi, borgur- um sem grunur lék á að væru að hugleiða landflótta, stjórparand- stæðingum og hugsanlegum stjórn- arandstæðingum, menntamönnum, yfirmönnum ríkisfyrirtækja og stofnana. Talið er að í Leipzig hafi verið um tuttugu hlerunartæki í notkun í éinu, sem komið var fyrir í íbúðum. Móttökubúnaður var í nærliggjandi leynilegum íbúðum Stasi. Þaðan voru hljóðin úr íbúð- inni leidd eins og venjuleg símtöl til höfuðstöðva Stasi í borginni. Síð- an voru raddirnar bornar saman við raddskrá Stasi, þar sem safnað var raddsýnishornum. I^höfuðstöðvum Stasi í Leipzig unnu 120 manns við að opna (að sjálfsögðu með hanskaklæddum höndum), ljósrita, mynda á örfilmu og flokka póst. Skrifborðin voru þannig gerð að upp úr borðplötunni steig gufa sem notuð var til að opna bréf á þann veg að hægt væri að loka þeim aftur án þess að sæist að við þau hefði verið átt. Talið er að 3-5% bréfanna hafi aldr- ei komist á áfangastað. Bréfin sem gerð voru upptæk voru einkum „betlibréf" til Vestur-Þjóðveija, bréf unglinga til vestrænna popp- stjarna, bréf til háttsettra stjórn- málamanna í Austur-Þýskalandi, bréf sem höfðu pólitískt mikilvægt innihald og erlend bréf sem inni- héldu gjaldeyri. Talið er að í Leipz- ig hafí árlega verið fjarlægð 180.000 vestur-þýsk mörk úr bréf- um. Úr bréfunum voru ennfremur tekin rithandar- og letursýnishorn. Þessi sýnishorn fóru svo til sér- stakrar deildar Stasi sem meðal annars stærði sig af því að hafa getað rakið það hveijir stæðu á bak við nafnlaust veggjakrot og dreifi- rit sem voru stjórnvöldum ekki þóknanleg. Stasi hafði komið sér upp lyktar- sýnum af öllum stjórnarandstæð- ingum í Leipzig. Þeirra var aflað við leit í íbúðum eða með því að kveðja fórnarlambið til viðtals á lögreglustöð, síðan var lyktarprufa tekin úr stólnum sem setið var í. Sýnin var síðan hægt að bera sam- an við óþekktar prufur með hjálp þefliunda. Oopinberu starfsmennirnir voru einn helsti styrkur Stasi, þeir öfluðu ekki einungis mikilvægustu upplýs- inganna heldur voru þeir peðin sem fléttumeistarar Stasi beittu til að leiða andstæðinga í gildrur með sviðsettum atburðum. Þeir fengu þóknun fyrir vel unnin störf (25-200 mörk fyrir hvert viðvik) og smágjaf- ir (á afmælum, brúðkaupsafmælum o.s.frv). Þeir sem reyndust sérstak- lega vel fengu fastar launagreiðsl- ur. Oopinberir starfsmenn áttu venjulega leynjlega fundi með yfir- mönnum sínum í einni af óteljandi íbúðum Stasi (581 í Leipzig) eða skrifstofum í opinberum bygging- um og fyrirtækjum sem Stasi réð yfír. Dæmi eru um að fallist væri á að ijöiskylda flytti úr landi gegn því að Stasi fengi íbúð hennar end- urgjaldslaust. Margt bendir til að áður en óopinberir starfsmenn voru ráðnir til starfa hafi verið fylgst með þeim í langan tíma (jafnvel nokkur ár) til að ganga úr skugga um að þeim væri treystandi. Einnig voru lagðar fyrir hugsanlega starfs- menn prófraunir, t.d. var áróður gegn ríkinu settur í póstkassa við- komandi til að komast að því hvern- ig hann brygðist við. Einnig var fylgst með þeim áfram eftir að þeir hófu störf. Mögulegt var að færast undan því að vinna fyrir Stasi eða hætta störfum en til þess þurfti hugrekki og siðferðisþrek því afleið- ingarnar gátu verið óþægilegar. Læknir á heilsugæslustöðinni í An- germúnder segir svo frá því er Stasi reyndi að fá hann til að vinna fyrir sig árið 1984: „í hádegisverðarhléi var ég sendur til starfsmannastjór- ans. Hún var ekki við þegar ég kom þangað heldur miðaldra karlmaður sem virtist vingjarnlegur, allt að því geðþekkur. Það kom mér á óvart að hann hafði upplýsingar um smá- atriði í lífi mínu allt frá því ég hóf nám í læknisfræði. í fyrstu var MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 15 samtal okkar almenns eðlis, við töluðum um hluti sem fóru í taug- arnar á mér á vinnustaðnum og ræddum einnig um skóglendi það sem Erich Mielke (yfirmaður Stasi) hafði lokað af. Hann sagðist einnig harma það að geta ekki gengið um í skóginum ... Smám saman barst talið að kirkjunni. Líklega hefur hann haft vitneskju um vinahóp minn og þess vegna bað hann mig um að veita upplýsingar um fyrir- ætlanir og starfsemi kirkjunnar í Angermúnde. Ég hafnaði því og sagði að ekkert væri mér fjær en að dreifa óhróðri um fólk og sam- viska mín bannaði slíkt ... Tveimur dögum síðar hitti ég þennan mann aftur og nú hét hann mér því að ég gæti fengið uppfyllta ósk mína um starf úti í sveit ef ég veitti umbeðnar upplýsingar. Eg var steinhissa á því að hann skyldi vita um þessa fjarlægu drauma mína. Auk þess sagði hann að það yrði ekkert vandamál fyrir mig að fá síma ... Þegar ég neitaði enn þá beitti hann hótunum. Hann las orð- rétt upp reiðilestur sem ég hafði haldið í matsal heilsugæslustöðvar- innar nokkrum vikum áður vegna ýmissa hluta sem farið höfðu úr- skeiðis á vinnustaðnum. Hann bauð mér að litið yrði framhjá þessu lög- broti. En ef ég þráaðist enn við þá væri hægðarleikur að breiða út þá sögu að ég ynni fyrir Stasi. Þessi síðasta hótun leiddi til þess að ég varð sjúklega varkár í umgengni við vini og starfssystkini." Stasi gerði greinarmun á grun- samlegum mönnum og íjandmönn- um ríkisins þótt að sjálfsögðu væru mörkin þar á milli ógreinileg. Mæli- kvarðinn á andstöðu við ríkið var slíkur að við fyrstu sýn virðist ekki íjarri sanni að álykta að meirihluti Austur-Þjóðveija hafi fallið þar undir. En eins og aðrar stofnanir ríkisins vann Stasi samkvæmt áætl- un og því voru takmörk sett hve margir borgarar komust fyrir undir smásjánni. Stundum þurfti Stasi að réttlæta viðamiklar aðgerðir gagn- vart mönnum sem voru grunsam- legir með því að setja „refsivert athæfi“ á svið eða kalla slíkt fram með klókindum. O*' vinir ríkisins voru „meðhöndl- aðir“ til að gera þá skað- lausa. Eftirtaldar aðferðir til þess arna voru ákveðnar með vinnureglu árið 1976: mannorð skyldi eyðilagt með hjálp sannra og loginna upplýs- inga, skipulögð skyldu mistök í starfi og félagslífi til að eyðileggja sjálfstraust viðkomandi, grafa und- an skoðunum, sá fræjum tortryggni og ýta undir fjandskap í hópum og samtökum og sjá til þess að slíkir hópar hefðu nóg með innri vanda- mál að gera til að „afmarka ijand- samlegt og neikvætt athæfi". Til að hrinda þessu í framkvæmd fóru óopinberir starfsmenn á stjá, beitt var nafnlausum bréfum og sím- tölum, teknar voru myndir af raun- verulegum eða sviðsettum atburð- um. Hjónin Gerd og Ulrike Poppe, sem voru virkir stjórnarandstæð- ingar, hafa við lestur skjalanna um sig komist að því hvernig Stasi reyndi að eyðileggja hjónabandið. Stasi vissi að erfiðleikar væru í hjónabandinu og ákvað að nýta sér þennan „veikleika". Ulrike var gert kleift að heija iðnnám sem hún hafði lengi sóst eftir. Tilgangurinn var að vekja með henni þá tilfinn- ingu að hún gæti staðið á eigin fótum. Maður að nafni Harald var sendur út af örkinni til að draga Ulrike á tálar. Gerd var ófrægður á vinnustað. Birt var grein um dótt- ur hans af fyrra hjónabandi og lof á hana borið fyrir pólitíska stað- festu. A þann veg átti að veikja traust annarra andófsmanna á Gerd. En Stasi var ekki almáttug, Ulrike féll ekki fyrir Harald og hjónabandið varir enn. Seinni árin þegar raunveruleg stjórnarandstaða var farin að myndast í Austur-Þýskalandi, m.a. vegna atburðanna í Sovétríkjunum, hafði Stasi í nógu að snúast. Fylgst var gaumgæfílega með einstakling- um og starfsemi hópanna, sem töld- ust ólöglegir vegna þess að ekki væri fyrir hendi „þjóðfélagsleg nauðsyn fyrir starfsemi þeirra“. Reynt var að grafa undan starfsem- inni og jafnvel beina henni inn á hættulausar brautir með hjálp út- sendara. Síðustu daga hafa komið í ljós æ fleiri vísbendingar um að Stasi hafi haft mikil áhrif á stefnu Jafnaðarmannaflokks Austur- Þýskalands sem stofnaður var í október 1989. Ibrahim Böhme, fyrsti framkvæmdastjóri flokksins, var óopinber starfsmaður Stasi. Frammámenn í flokknum hafa reynt að gera lítið úr áhrifum Böhmes á stefnumótun í flokknum og benda á að hann hafi ekki megn- að að hindra stofnun flokksins. Sá möguleiki er hins vegar fyrir hendi að Böhme hafi alls ekki viljað koma í veg fyrir stofnun flokksins heldur fremur hafa áhrif á stefnu hans. Böhme vildi að flokkurinn aðhylltist „lýðræðislegan sósíalisma" og áframhaldandi tilveru Austur- Þýskalands. Hið sama gerðu Lothar de Maiziere, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins, og Gregor Gysi, sem síðar varð formaður PDS, flokks hins lýðræðislega sós- íalisma. Sannað er að de Maiziere var óopinber starfsmaður Stasi og grunur leikur á að hið sama eigi við um Gysi. Það er því ýmislegt sem bendir til að Stasi hafi strax haustið 1989, áður en Berlínarmúr- inn féll, ákveðið að sínir menn í nýju flokkunum skyldu vinna gegn sameiningu Þýskalands og tryggja að sósíalisminn yrði áfram við lýði. Stjórnarandstaðan þreifst þessi síðustu ár undir verndarvæng kirkjunnar. Prestar fóru því ekki varhluta af ofsóknum Stasi. Séra Heinz Eggért, núverandi innanrík- isráðherra Saxlands, þakkar guði fyrir að vera enn við fulla heilsu eftir að hann las Stasi-möppuna sína sem er 2.600 síður. Frá árinu 1974 var Eggert þjónandi prestur í bænum Oybin nærri landamærum Tékkóslóvakíu. í prédikunum sínum messaði hann jafnan yfir flokknum og myrkraverkum hans. Stasi lét sér annt um prestinn, hleraði síma hans, las póstinn og óopinberir starfsmenn flykktust til sálusorgar- ans. Presturinn átti á tímabili við sálræna erfiðleika að stríða vegna ofsókna Stasi. Einn „vina“ hans. sem vann fyrir Stasi ráðlagði hon- um að leita til geðlæknis í nágrenn- inu. Þar var hann lokaður inni og dælt í hann geðlyijum. Eftir sex vikna martröð var honum sleppt. í þann mund sem fyrstu réttar- höldin yfír starfsmönnum Stasi hefjast í sameinuðu Þýskalandi lýk- ur síðustu nasistaréttarhöldunum. Enn á ný verða Þjóðveijar að tak- ast á við uggvænlega fortíð. Þjóðfé- lagið er heltekið af þessum vanda. Stjórnmálamenn bæði úr austri og vestri verða að una því að rannsak- að sé hvort þeir höfðu tengsl við Stasi, sömuleiðis umsækjendur um opinber störf. Komið hefur í ljós að öryggislögreglan teygði anga sína jafnvel inn í hópa andófs- manna. Komið hefur á daginn hví- lík heljartök Stasi hafði á samfélag- inu og það er líklega ein af skýring- unum á því hvers vegna Austur- Þjóðveijar risu svo seint upp gegn alræðiskerfinu. Opnun skjalasafn- ins hefur ekki síst ófyrirsjáanleg áhrif á líf óbreyttra borgara sem nú geta lesið sér til um svik vina og vandamanna. I flestum tilfellum verður dæmt í málum Stasi-manna á grundvelli austur-þýskra laga. Oft eru það því ekki hinar raunverulegu sakir sem koma til kasta dómstóla, frekar smærri yfirsjónir sem stangast á við austur-þýskan rétt eins og hann var. Þótt Stasi-skjölin séu einstök heimild um ógnarstjórn þá er erfitt að byggja málssókn á þeim. Þær eru hugleiðingar, launráð og ævi- skrár, dagbækur stóra bróður, en ekki óháður vitnisburður. Fórn- arlömb Stasi verða því að unna kúgurunum þess sem þau fengu ekki sjálf notið, verndar réttarríkis- ins. Heimildir: Stasi Intern, gefin út af For- um Verlag1 í Leipzig; Der Spiegel. Bændafundir með Jóni Baldvin Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisróðherra, boðar til funda með bændum um GATT-samninginn og önnur mól, sem hér segir: Þriðjudaginn 21. janúar, kl. 21.00 i félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli. Miðvikudaginn 22. janúar, kl. 21.00 í matsal Bændaskólans ú Hvanneyri. Fimmtudaginn 23. janúar, kl. 21.00 í Miðgarði, Skagafirði. Föstudaginn 24. janúar, kl. 21.00 í Idölum, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu. Bændur, komið og kynnið ykkurmólin - milliliðalaust. UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.