Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 17 TILLÖGUR ÍMARS Morgunblaðið hafði samband við Harald Johannessen fangelsismálastjóra og innti hann eftir hvað nýtt væri á döf- inni í málefnum fangelsa á ís- landi. Haraldur sagði að ýmsar breytingar hefðu átt sér stað á síðustu mánuðum en nú væri starfandi nefnd sem Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hefði skipað til þess að gera úttekt á stöðu fangelsanna. Nefndin væri að vinna að þessu verkefni og stefnt væri að því að leggja tillögur hennar fyrir dómsmálaráðherra í mars n.k. Haraldur Johannessen um að gefa okkur sjálf „klapp á bakið,“ segir Dagný. „Við fáum ekki umbun eða þakklæti nema hvort hjá öðru. Fangarnir eru alltaf fegnir að losna við okkur og láta sumir eins og þeir sjái okkur ekki þegar út er komið, enda heilsum við þeim aldrei að fyrra bragði ef ske kynni að þeim þætti það óþægilegt. Þetta er ólfkt því sem gerist með hjúkrunarfólk og sjúklinga. Það uppsker þakklæti þeirra sem það hlynnir að. Við finn- um sjaldan slíkt hjá okkar skjólstæð- ingum meðan þeir eru í okkar um- sjá. Við erum eins og foreldar mjög erfiðra bama sem sjaldan eru gleði- gjafar.“ Þetta segja þremenningarnir brenna á öllum fangavörðum enda sé þetta eitt af því sem varað sé við í fangavarðaskólanum. „Jafnvel þótt einhver vinátta myndist milli fanga- varða og fanga þá má hún alls ekki ganga of langt, maður verður að fínna takmörk sín í þeim efnum, við megum ekki taka mál fanganna of mikið inn á okkur,“ segir Áslaug. „Við lærum líka fljótlega að útiloka okkur frá vinnunni þegar heim er komið og gera okkur engar gyllivon- ir með þetta fólk,“ segir Dagný. „Við þurfum að læra umburðarlyndi og að dæma ekki fólk, því í þessu starfí kynnist maður ótrúlegum hlut- um. Einu sinni var ég á fangelsis- málanámskeiði í útlöndum og við hlið mér sat elskulegur drengur. Ég vissi að hann átti að fara í fangelsi en vissi ekki fyrir hvað. Hann var með gítar og við og fleira fólk sátum oft og spiluðum og sungum og höfð- um það mjög skemmtilegt. Síðasta daginn sem ég var samtíða honum kom í ljós að hann hafði verið trúlof- aður, hafði líftryggt kærustuna sína og sprengt hana síðan í loft upp fíl þess að fá líftryggingarpeninga. Ég hugsa að ef ég hefði vitað þetta fyrir- fram hefði ég ekki viljað kynnast honum. Þetta kenndi mér það að þótt fólk hafí hina hræðilegustu hluti á samviskunni þá á það einnig sitt- hvað gott til. Okkur hér dettur ekki í hug að það lagist allir eða breytist sem hér dvelja, en við óskum öllum sem héðan fara alls hins besta.“ Eftir þetta samtal fylgjumst við ijögur að niður í kjallarann til þess að skoða fyrrnefnt þvottahús. Þar inni er hið raka, hlýja andrúm sem gjarnan fylgir þvottastússi. Tvær stórar þvottavélar og þurrkari hvíla „lúin bein“ meðan gardínur úr Hegn- ingarhúsinu liggja votar og útbreidd- ar á stóru borði til hliðar við sauma- vél og slitin rúmföt sem bíða viðgerð- ar. Á gólfinu er bali, hvar í liggja fölar og fáar rýjur í klórvatni. Áslaug Ólafsdóttir er hér á heimavelli og skýrir hvernig starfsemin fer fram. Fangarnir tveir, sem um þessar mundir eru starfsmenn þvottahúss- ins, hafa lokið vinnuskyldum sínum þennan daginn og eru horfnir inn í sína lokuðu herbergisveröld en hafa skilið eftir sig óljósan „mannaþef", í þeim mæli þó, að ég get séð þá fyrir mér vinna verk sín, ganga frá og bijóta saman hreinan og heitan þvottinn. Líklegt má telja að þessum föngum sé þvottahúsvinnan hvatning á þeirra erfíðu leið. Flest fólk eflist til dáða, finni það að aðrir treysti því. Hvernig var ekki með söguhetju Victor Hugo úr Vesalingunum, Jean Valjean, fangann úr dýflissunni. Hann varð hinn mætasti borgari vegna þess trausts sem fátækur bisk- up sýndi honum. Og hafði þó Valjean stolið frá honum silfurmunum. Bisk- upinn bjargaði honum frá nýrri fangavist með því að segja lögregl- unni að hann hefði gefið honum silfurmunina til að selja og bætti svo við: „Jean Valjean, bróðir minn, þér eruð ekki lengur á vegi hins illa, heldur hinsgóða. Það er sál yðar sem ég kaupi. Eg dreg hana frá hinum dimmu hugsunum, frá anda glötun- arinnar og gef hana guði.“ Guðmundur Gíslason Morgunblaðið/Þorkell valda af fangelsismálum fyrst og fretpst einkennst af áhugaleysi. Þessi málaflokkur hefur ekki verið vinsæll í umræðu stjórnmálamanna. Hann er dýr og skilar ekki miklum arði, sé mælt í beinhörðum pening- um, auk þess að vera sorglegur og þreytandi í alla staði. Nú eru viss teikn á lofti um að hugsanlega verði hér einhver breyting á. Nú er að störfum nefnd sem á að gera tillögur um framtíðarskipan fangelsismála. Það er vissulega af hinu góða og getur orðið til að ýmislegt breytist, t.d. í sam- bandi við fangavinnuna." Mínum nánustu og öðrum, sem urðu til þess að gera 80 ára afmœli mitt þann 10. janúar að miklum gleðigjafa, þakka ég af alhug. Vinátta er eitt af því besta, sem ég gat kosið mér yfir á níunda áratuginn. Lifið heil! Grimur Gíslason. Verslunarhúsnæði til leigu ca.100 fm á mjög góðum stað. Góðir leiguskil- málar. Verslunarplássið er laust 1. febrúar. Upplýsingar í síma 813517. Fyrirlestraröð um kenningar, sálgreiningar og notkun þeirra í meðferð. Þerapeia hf. gengst fyrir fyrirlestraröð um kenn- ingar sálgreiningar og notkun þeirra í meðferð og hefst hún 10. febrúar n.k. Fyrirlestrarnir eru ætlaðir fagfólki, sem stefnir að því að vinna eftir þessum kenningum eða hefur áhuga á að kynna sér þær. Fyrirlestraröðin er með svipuðu sniði og tværfyrri fyrilestraraðir Þerapeiu, en aukin. Henni er skipt í 4 lotur og er þátttökugjald kr. 4.200 fyrir hverja. Allar nánari upplýsingar og þátttöku- tilkynningar í síma 623990, milli kl. 15 og 17. | Meim en þú geturímyndad þér! ALLT fyrirGLUGGANN úrval, gæði, þjónusta Rimlagiuggatjöld í yfir 20 litum. Sérsniðin fyrir hvern glugga eftir máli. Sendum í póstkröfu um land allt. 20% afsláttur gefinn af hvítum rimlagluggatjöldum á meða á útsölunni stendur. Einkaumboð á íslandi Síðumúla 32 - Reykjavík Sími: 31870-688770 Tjarnargötu 17 - Keflavík Sími 92-12061 Glerárgötu 26 - Akureyri Sími 96-26685 [Grænt númer: 99-6770 Hvort sembig vantar lipran smáM til sendínga eða kassaM fyrir verkfærin, þá höfum við lausnina V.S.K. BÍLL FRÁ FIAT - LYKILLINN AÐ LÆGRI ÚTGJÖLDUM Hvers vegna ættirðu að slíta einkabílnum þegar þú getur fengið ódýran, þægilegan og skemmtilegan bíl í atvinnureksturinn. Rekstrarkostnaður er að fullu frádráttarbær, virðisaukinn sömuleiðis. ítalska verslunarfélagið hf. SKEIFUNNI17 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 91 688 850 VERÐ: UN0 45 514.000 KR. - FI0RIN0 629.000 KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.