Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 18
I IKIAJHKUD ' 18--------:---------1--------------------------MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 — §" ' J BARÁTTUDAGUR VER KALÝÐSINS Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna: Verum reiðubúin til baráttu til varn- ar réttindum okkar Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga: Björtum augum litið til framtíðar EFTIRFARANDI er úrdráttur úr 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Hafnarfirði og Starsmannafélags Hafnarfjarð- ar: „Atvinnuleysi, húsnæðisekla, vaxtaokur og skertur kaupmáttur launa eru hlutskipti verkafólks þessa dagana. Frá því núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur hún með mikilli heift og offorsi ráðist að kjörum almennings í Iandinu, þó sérstaklega kjörum þeirra sem minnst mega sín, sjúklinga, öryrkja, ellilífeyrisþega, skólafólks og jafnvel barna. Og þetta er gert þrátt fyrir hátíðleg loforð um hið gagnstæða. Launafólk gerir kröfur til hverrar ríkisstjórnar að hún sýni fulla ábyrgð gagnvart öllum landsmönn- um og jafni byrðum niður á þegn- ana eftir getu hvers og eins, en ætli ekki þeim tekjulægri að bera þyngstu byrðarnar. Verkalýðsfélögin leggja áherslu á að full atvinna sé tryggð, að ein dagvinnulaun dugi til framfærslu heimilis, að fullkomnu launajafnrétti verði náð, að lífeyrisréttindi verði jöfnuð, að tvísköttun lífeyris verði afnumin, að láglaunafólki verði tryggt húsnæði, að vextir lækki. Launafólk! Við þær aðstæður sem nú ríkja í kjaramálum er nauðsyn- legt fyrir okkur að vera vel á verði og reiðubúin til baráttu til varnar réttindum okkar og til að ná aftur þeim sem af okkur hafa verið tekin.“ Ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, ICFTU, fer hér á eftir: „Alþjóðasamband fijálsra verka- lýðsfélaga lítur björtum augum til framtíðar. Okkur hafa verið falin mörg og vaxandi verkefni með launa- fólki sem tekur þátt í skipulegri starfsemi stéttarfélaga í fimm heim- sálfum og sameinast um grundvallar- reglur fyrir starfsemi fijálsra verka- lýðsfélaga og alþjóðlegrar samstöðu. Við eigum þá sannfæringu að auð- lindir jarðar beri að nýta til þess að tryggja jarðarbúum félagslegt rétt- læti, öruggan efnahag, vistvænt umhverfi, frelsi, frið og jöfnuð. Við stöndum dyggan vörð um grundvall- armannréttindi. Við staðhæfum að hornsteinn efnahagsstefnu og velferðarþjónustu sé næg nytsamleg atvinna að eigin vali. Fjöldaatvinnuleysi er ekki eðli- legt ástand heldur afleiðing rangrar efnahagsstefnu og pólitísks viljaleys- is. Fjöldaatvinnuleysi er frumástæða sárrar fátæktar og jarðvegur fyrir kynþáttahatur, þjóðernisrembing og trúarofstæki. Með því að útrýma atvinnuleysi og arðráni vinnuafls færist heimurinn nær því að uppræta fátækt. Við lítum á kröfur launafólks til betri efnáhags, bættrar féiagslegrar stöðu og betri lífsskilyrða sem rétt- mætar alls staðar. Mikill og vaxandi ójöfnuður milli iðnaðar- og þróunar- landa er til vansæmdar. Saman eiga iðnríkin og þróunarlöndin að leggja sig fram um að koma á lýðræðis- legri stjórn í samskiptum þjóða til þess að greiða fyrir því að sem flest- ar þjóðir nái markmiðum sínum um frelsi og jöfnuð. Við erum þess fullviss að fijáls verkalýðshreyfing er afar mikilvæg- ur þáttur lýðræðis og aflmikið verk- færi til þess að byggja réttlátt og efnahagslega skilvirkt þjóðfélag. Við höfnum falskenningunni um að fá- tækt og atvinnuleysi séu óumflýj- anleg eða nauðsynleg og vísum því á bug að til þess að öðlast efnahags- legt öryggi og félagslegt réttlæti verði að fórna frelsi og lýðræði. Til þess að auðlindum heimsins verði skipt af sanngirni og réttlæti þarf fijálsa verkalýðshreyfingu í lýðræð- islegu stjórnkerfi þar sem grundvall- arréttur hennar er virtur. Við hvetjum fijálsa verkalýðs- hreyfingu alis staðar í heiminum að starfa í anda lýðræðislegrar og sjálf- stæðrar verkalýðshreyfingar undir forystu Alþjóðasambands fijálsra verkalýðsfélaga í baráttunni fyrir brauði, frelsi og friði. Við fullyrðum að félagafrelsi, rétt- ur verkafólks til þess að stofna og eiga aðild að skipulögðum samtökum án íhlutunar — er grundvallarmann- réttindi. Félagafr^lsi er grunnurinn sem launafólk byggir fijálsa verka- lýðshreyfingu á og meginforsenda fyrir því að hún geti starfað óáreitt að því að bæta og gæta réttinda þess. Launafólk þarf á verkalýðsfé- lögum að halda til þess að minna á og auka réttindi sín sem atvinnurek- endur eða stjórnvöld gleyma, hafa að engu eða hafna annars. Eini lög- formlegri málsvari verkafólks eru fijáls verkalýðsfélög. Við kreijumst þess að rétturinn til félagafrelsis og samningafrelsis stéttarfélaga fyrir hönd félagsmanna sinna og verkafólks almennt verði að fullu viðurkenndur um allan heim. Við höldum uppi vörnum fyrir rétti verkafólks til að leggja niður vinnu í þeim tilgangi að fylgja eftir kröfum sínum. Við erum þeirrar skoðunar að vegna hraðra tæknibreytinga og nánara alþjóðlegs samstarfs sé nauð- synlegt að leggja meiri áherslu á að alþjóðlegar reglur sem hvetja til framfara í launamálum og vinnu- umhverfi taki gildi um allan heim. Ný tækni kallar á greiðan aðgang að verkmenntun og endurmenntun. Við heitum stuðningi okkar við verkafólk sem enn á í baráttu við einræðisstjórnir, undirokun, kyn- þáttahatur og óþolandi mismunun. Við krefjumst þess að allir skuli eiga rétt til aðo velja sér nýtt eða breyta núverandi stjómmálalegu, efnahags- legoi eða félagslegu skipulagi að því tilskildu að það sé gert á lýðræðisleg- an hátt. Félagslegu réttlæti öllum til handa verður aðeins náð þar sem er borin virðing fyrir verkalýðshreyf- ingu éins og öðrum mannréttindum. Við teljum okkur skuldbundin til þess að beijast fyrir jöfnum rétti karla og kvenna alls staðar, í fjöl- skyldunni, á vinnustaðnum, í verka- lýðsfélaginu og annars staðar í þjóð- félaginu. Við trúum því að ósvikinn, varan- legur friður sé undir því kominn hvernig tekst til með útbreiðslu frels- is, lýðræðis og félagslegs réttlætis í heiminum. Við viljum efla undirstöð- ur friðar, öryggis og afvopnunar sem og alla skipulega starfsemi til þess að fyrirbyggja styijaldir og borgara- skærur. Við viðurkennum að þjóðir heims- ins eru innbyrðis háðar hvað um- hverfismál, stjórnmál og efnahags- mál varðar. Við beijumst gegn náttúruspjöllum, viljum stuðla að sjálfbærri þróun og atvinnu. Mesta alþjóðlega auðlindin er vinna fóiks- ins, sem undir hæfilegu félagslegu skipulagi og á sanngjömum launum, getur útrýmt fátæktinni. Við kreíj- umst þess að öllu verkafólki sé sýnd sú virðing og sú reisn sem því fólki ber. Við styðjum sjónarmiðin sem koma fram í sáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og við styðjum alþjóð- legt samstarf sem byggir á virðingu fyrir verkalýðshreyfingu og öðrum mannréttindum alls staðar. Ut- breiðsia þessara undirstöðu lýðræð- islegs frelsis til allra þjóða heimsins er eini ömggi grunnurinn til þess að halda jafnvægi milli fullveldis þjóð- ríkis og aðkallandi alþjóðiegs sam- starfs. Þannig má mynda friðsamleg samskipti milli allra þjóða og til þess að eyða félagslegu, efnahagslegu og stjórnmálalegum ójöfnuði sem enn sundrar íbúum jarðarinnar. Við höfum allt frá stofnun samtak- anna árið 1949 barist gegn hvers konar stjórnmálalegri og efnahags- legri kúgun og stundum haft sigur. Við getum ekki slakað á í baráttunni á meðan milljarðar verkafólks og barna þeirra eru enn föst í neti fá- tæktar, kúgunar og misnotkunar jafnframt því að hungursneyð, sjúk- dómar, stríð og ósætti ógnar þeim. Við hvetjum verkafólk alls heimsins til þess að leggja þessum málstað lið og að sækjast eftir aðild að fijálsum verkalýðsfélögum, sækjast eftir aðild að og styrkja Alþjóðasamband fijálsra verkalýðsfélaga. Saman tekst okkur að gera heiminn að ör- uggu athvarfi fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Ávarp verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB og INSÍ: Samstaða er styrkur Hér á eftir fer 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandálags starfs- manna ríkis og bæja og Iðnnema- sambands íslands: „Baráttudagur launafólks er í dag haldinn í lok erfiðrar samningalotu. í átta mánuði hefur verkalýðs- hreyfingin átt í erfiðum samninga- viðræðum sem nú er lokið með miðl- unartillögu frá sáttasemjara. I ljósi erfiðrar efnahagsstöðu og atvinnu- leysis í þjóðfélaginu tókst ekki að komast lengra án átaka á vinnu- markaðnum. Kröfur samtaka launafólks hafa verið skýrar og afdráttarlausar. Höfuðáhersla hefur verið lögð á aukinn kaupmátt þeirra sem minnstan kaupmátt hafa, að við- halda kaupmætti hinna og veija velferðarkerfið. Samtök launafólks hafa staðið saman um þessar kröfur og fylgt þeim eftir í samningavið- ræðunum. Allt frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur hún staðið í samfelldu stríði við launafólk. Hún hefur fyrst og fremst beint spjótum sínum að þeim hópum í þjóðfélaginu sem erfiðast eiga um varnir. í stað þess að skattleggja ijármagns- og eignatekjur, koma böndum á skatt- svik og ná þannig auknu fé til að standa undir velferðinni, hefur hún einbeitt sér að því að rýra kjör sjúkl- inga, aldraðra og öryrkja auk þess sem hún hefur þrengt að kjörum barnafólks og námsmanna. Þá hafa sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í heilbrigðiskerfinu einkennst af vanhugsun og flumbrugangi. Að- ferð ríkisstjórnarinnar hefur jafnan verið sú að skjóta fyrst og spyija svo. Verkalýðshreyfingin hefur all- an þennan tíma staðið í harðri varn- arbaráttu um kjarna velferðarkerf- isins. Á verkalýðsdaginn heitir hún á landsmenn alla að standa vörð um homsteina velferðarinnar. í þessum deilum við ríkisvaldið og atvinnurekendur hefur orðið ljóst hve nauðsynlegt það er að samtök launafólks standi saman og mæti fjandsamlegri afstöðu með fullum þunga og með þeim krafti sem býr í breiðfylkingu launafólks. * Við munum aldrei fallast. á að velferðarkerfi okkar verði skert. *Við krefjumst þess að heilbrigð- iskerfið verði áfram opið öllum án tillits til efnáhags. * Við höfnum öllum hugmyndum um skólakerfi hinna efnameiri. * Við minnum á að atvinnuleysis- tryggingarsjóður er eign launa- fólks og við vörum við öllum hugmyndum um skerðingu á bótum eða réttindum launa- fólks. * Við mótmælum enn og aftur tvísköttun í lífeyriskerfinu. * Við höfnum öllum skerðingum á ellilífeyri. Sættum okkur aldrei við atvinnuleysi í nær aldarfjórðung hefur fjölda- atvinnuleysi verið óþekkt hér á landi. Hættumerkin eru nú sýnileg. Atvinnuleysið er staðreynd. Það er óþolandi. íslensk verkalýðshreyfing sættir sig ekki við að atvinnuleysi festist í sessi. Við munum ekki sætta okkur við atvinnuleysi hér á landi til frambúðar. Aldrei fyrr hafa svo stórir hópar ungs fólks gengið atvinnulausir. Aldrei fyrr hafa samtök aldraðra þurft að minna á atvinnuþátttöku eldra fólks sem á í vök að veijast á vinnumarkaði. Aldrei fyrr hefur ungt fólk, sem er að heíja lífsbarátt- una eftir margra ára undirbúning í skóla, komið út á vinnumarkað þar sem enga vinnu er að hafa. Við megum ekki láta þetta viðgangast. I umræðu um atvinnumál innan verkalýðshreyfingarinnar hefur komið fram að við Islendingar eig- um mikla vannýtta möguleika í sjáv- arútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði. Við erum auðugt þjóðfélag af auð- lindum og hugviti. Hér verður að eiga sér stað markviss umræða um þá kosti sem fyrir liggja og verka- lýðshreyfingin að hafa forystu í því efni. Vinnan er frumþörf. Atvinnulaus maður er óhamingjusamur, vonlaus og örvæntingarfullur. Þar sem meinsemd atvinnuskorts hefur náð að grafa um sig eru mannleg eymd og óhamingja þrúgandi. Þar er gróðrarstía ofbeldis, aukinnar fíkni- efnaneyslu og menningarleysis. At- vinnuleysið verður aldrei metið í glötuðum vinnutíma, atvinnuleysis- dögum eða skertum launum. Þegar atvinnu skortir ganga at- vinnurekendur á lagið. Svipan er á lofti yfir höfði launafólks. Verka- lýðshreyfingin verður að mæta at- vinnurekendum af fullri einurð og hörku. Atvinnurekendur mega ekki komast upp með að nota atvinnu- leysið sér til framdráttar á kostnað launafólks. Full atvinna fyrir alla. Um þessa kröfu verður barátta verkalýðs- hreyfmgarinnar að snúast á næstu mánuðum. Sýnum þjóðarstolt. Með því að kaupa í auknum mæli íslensk- ar vörur og framleiðslu sköpum við atvinnu og viðhöldum íslenskum atvinnufyrirtækjum. Þjóðarauðinn til fólksins Fyrirhyggjuleysið hefur allt of lengi ráðið ferðinni í atvinnumálum þjóðarinnar. Blind offjárfesting hef- ur átt sér stað í ýmsum greinum atvinnulífsins og af þessu súpum við seyðið. Við lýsum ábyrgð á hend- ur þeim stjórnmálamönnum sem staðið hafa fyrir bruðli og gæluverk- efnum sem kostað hafa allt samfé- lagið ofljár. Gróðafíkn hefur ráðið of miklu í íslensku atvinnulífi. Gengdarlaust okur hefur fært ijár- muni svo milljörðum skiptir frá laun- afólki og fyrirtækjum til ijármagns- eigenda en með því móti hefur ver- ið grafíð undan stoðum atvinnulífs- ins. Hvergi annars staðar verður þetta augljósara en í rússnesku rúl- lettunni um þjóðarauðinn; fískinn í sjónum — atvinnu verkafólks — sem skipin sigla með úr landi á hveijum degi. Eign þjóðarinnar gengur kaup- um og sölum. Það sem þjóðin á er fært til eignar hjá fjölskyldum út- gerðarmannanna og síðan er sjó- mönnum, fískverkafólki og öðrum launamönnum í sjávarútvegi skömmtuð kjörin úr hnefa. Við krefjumst þess að þjóðarauð- urinn verði aftur færður í hendur eiganda hans. Fólkið á fiskinn. Við krefjumst ábyrgðar. Við sættum okkur ekki við að skammsýnir stjórnmálamenn leiki sér að íjöreggi þjóðarinnar. Burt með skattsvikin Árum saman hafa íslenskir launa- menn horft upp á botnlaus og blygð- unarlaus skattsvik þeirra sem hafa haft aðstöðu til að stela úr hinum sameiginlega sjóði pkkar. Það er sorgleg staðreynd að veikburða til- raunir stjórnvalda á undanförnum árum til að stöðva þjófnaðinn hafa runnið út í sandinn. Ekki nóg með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.