Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 36
Tíunda Hængsmótið sett í íþróttahöllinni TÍUNDA Hængsmótið verður sett í Iþróttahöllinni á Akureyri í dag, föstudaginn 1. maí, kl. 13. Lionsklúbburinn Hængur sér um undirbún- ing mótsins. Þátttakendur á mótinu hafa aldrei verið fleiri, en þeir verða um 120 talsins frá 10. félögum víðs vegar af landinu. Keppt verður í fjórum greinum á mótinu, boccia, borðtennis, bogfími og lyftingum. Flestir keppa í boccia eða um 90 og verða spilaðir 160 leikir. Lokahóf verður haldið í Alþýðu- húsinu þar sem verðlaun verða af- hent og verður forseti ISI heiðurs- gestur í hófinu. í tilefni af 10. mótinu verða gefnir 10 farandbik- arar og þá gefur íslenskur skinna- iðnaður veglegan bikar til þess fé- lags sem hlýtur flest stig á mótinu. Gunnlaugur Bjömsson, formaður mótanefndar, sagði að mikill undir- búningur lægi að baki, en þetta væri mjög þakklátt starf, þátttak- endur væru allir afar ánægðir og það væri vel þess virði að leggja á sig mikla vinnu þegar menn sæju hve þakklæti keppenda væri mikið. Kirkjukór Akra- ness með tónleika KIRKJUKÓR Akraness heldur tónleika í Eyjafirði dagana 1. til 3. maí næstkomandi. Fyrst heldur kórinn tónleika í Akureyrarkirkju föstudaginn 1. maí kl. 20.30 og síðan í Hríseyjar- Fræðslufund- ur um stuðn- ing við krabba- meinssjúkling-a STYRKUR, félag krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, heldur fund að Glerárgötu 36 kl. 20 mánudagskvöld, 4. maí. Fyrirlesari kvöldsins er Elísabet Hjörleifsdóttir krabbameinshjúk- runarfræðingur og mun hún fjalla um almennan stuðning við krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra og kynna sambærilega stuðningshópa í Skotlandi. kirkju laugardaginn 2. maí kl. 17.30. Þá syngur kórinn við guðs- þjónustu í Akureyrarkirkju sunnu- daginn 3. maí kl. 14.00, þar sem séra Bjöm Jónsson sóknarprestur á Akranesi predikar. Á efnisskrá kórsins í þessari söngferð er „Requiem“ Op. 48 og „Cantique de Jean Racine“ Op. 11 eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar á tónleikunum í Akureyrarkirkju verða. Margrét Bóasdóttir, sópran, og Halldór Vil- helmsson, bassi. Orgelleikari verð- ur Marteinn Hunger Friðriksson, dómorganisti. Einnig syngur Mar- grét aríu og sönglög eftir Bach við undirleik Marteins H. Friðriksson- ar. í Hríseyjarkirkju verða þau Sólveig Hjálmarsdóttir, sópran, og Halldór Vilhelmsson, bassi, ein- söngvarar, en undirleikari verður Juliet Faulkner. Söngstjóri Kirkjukórs Akraness er Jón Olafur Sigurðsson. Kórinn var stofnaður í desember árið 1942 og er stefnt að því að halda veg- lega upp á afmælisárið með fjöl- breyttu verkefnavali. (Úr fréttatiikynningu.) E FBIVWBSLIDflLBtl IIW Sjávarútvegsdeildin á Dalvik - VMA Kennarar - stýrimenn Lausar eru stöður dejldarstjóra og kennara frá 1. ágúst 1992. Kennslugreinar: íslenska, tungumál, raungreinar og siglingafræðigreinar. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Upplýsingar í símum 96-61380 og 96-61162. Skólastjóri. MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn 1992-1993. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu skólans, Kaupvangsstræti 16. Allar hánari upplýsingar veittar í síma 96-24958. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Skólastjóri. Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Við veiðar Þegar fer að vora þyrpast veiðiklær að strandlengjunni inn við Leir- urnar og kasta grimmt, en það þykir vera eitt merki þess að vorið er komið, þegar sjóbirtingurinn er farinn að gefa sig á þessum stað. Landsmótkvennakóra haldið að Ýdölum FYRSTA landsmót kvennakóra verður haldið að Ýdölum í Aðal- dal helgina 2. til 3. mai og munu 5 kórar mæta til mótsins. Kórarnir eru Kvennakórinn Ljós- brá, Rangárvallasýslu, Kvennakór Suðurnesja, Kvennakór Siglufjarð- ar, Freyjukórinn Borgarfirði og Kvennakórinn Lissy, Þingeyjar- sýslu, sem annast hefur skipulag og undirbúið mótið. Þátttakendur verða um 160. Auk æfinga og sameiginlegrar kvöldskemmtunar syngja kórarnir við guðsþjónustur sunnudaginn 3. maí kl. 11 í Húsavíkur-, Þórodds- staðar- og Neskirkju. Lokatónleikarnir verða haldnir að Ýdölum sunnudaginn 3. maí kl. 15 og kemur þar fram sameiginleg- ur kór allra þátttakenda og kórarn- ir hver fyrir sig. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög og sönglög, kórar úr óperum og söngleikjum. Fyrirlestur um sjálfræði GUÐMUNDUR Heiðar Frí- mannsson heimspekingur flytur erindi á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki og Háskól- ans á Akureyri í húsakynnum skólans við Þórunnarstræti, laugardaginn 2. maí kl. 14. Fræðslufund- ur um umönnun heilabilaðra FÉLAG áhugafólks og aðstand- enda sjúklinga með Alzheimer- sjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni heldur fræðslufund á morgu, laugardag- inn 2. maí kl. 14 í Hlíð. Á fundinum segir Þóra Arnfinns- dóttir, geðhjúkrunarfræðingur, frá umönnun og aðhlynningu heilabil- aðra sjúklinga í Hlíðabæ í Reykjavík. Félagið var stofnað nýlega og í stjórn þess eru Guðrún Haraldsdótt- ir, Anna Bára Hjaltadóttir, Ingunn Baldursdóttir, Kristinn Eyjólfsson og Valgerður Jónsdóttir. Sumarbústaéur Tilvalið fyrir þá, sem vilja smíða sjálfir. 50,5 m2 sumarhús, staðsett á Suðurlandi og tilbúið til flutnings. Tilbúið að utan + loft og gólf frá- gengið. Gott verð. Upplýsingar í síma 985- 25773 og 91-689561. í erindinu mun hann fjalla um það, hvaða rök hníga að því að maðurinn eigi að ráða sjálfur öllu því sem hann varðar; hugsjónina um hver geti verið sjálfum sér nóg- ur og óháður öðrum. Guðmundur er Akureyringur, fæddur 1952, hann nam heimspeki við Háskóla íslands, í London og St. Andrews, en þaðan útskrifaðist hann á síðasta ári. Hann hefur ásamt Kristjáni Kristjánssyni staðið að námskeiði í siðfræði heilbrigðis- stétta við FSA. Að erindi og umræðum loknum verður stuttur fundur um starfsemi félagsins á vetri komanda og færi gefst á að gagnrýna stjórn félagsins og velta henni úr sessi. -------♦ ♦ ♦-------- Tvennir vísnatón- leikar um helgina Tvennir vlsnatónleikar verða haldnir á Akureyri um helgina, hinir fyrri í Gamla Lundi á morg- un, laugardag, kl. 16 og hinir siðari á sunnudagskvöld kl. 20.30 á Hótel KEA. Á fyrri tónleikunum koma fram Hanus G. Johansen frá Færeyjum, Jannika Haggerstrom frá Finnlandi og Tjarnarkvartettinn frá Tjörn í Svarfaðardal. Á seinni vísnatónleikunum koma fram Hanne Juul frá Danmörku, Jan-Olof Andersson frá Svíþjóð og Tjarnarkvartettinn. Þessir tónleikar eru liður í nor- rænum vísnadögum, en tónleikar verða haldnir samtímis á fjórum stöðum á landinu, Akureyri, Egils- stöðum, ísafirði og Reykjavík. Um skipulagningu sjá Vísnavinir, Nor- ræna húsið og Norræna félagið. (Úr fréttatilkynningu.) Unglingar standa að leiksýningu 1. maí, verkalýðsdaginn, var frumsýnt leikritið „Slúðrið" eftir Flosa Ólafsson. Það eru krakkar á aldrinum 14-15 ára úr félag- smiðstöðinni Tónabæ sem hafa ráðist í að setja verkið upp. Leið- beinandi er María Reyndal. Krakkarnir hafa sótt leiklistar- námskeið síðan í haust og unnið að þessari sýningu frá því í febrúar. Áætlað er að sýna verkið fimm sinn- um og verða sýningar sem hér seg- ir. 2. maí, 3. maí, 5. maí og 7. maí. Sýningarnar verða öll kvöldin frá kl. 20.30 til 22.00. Miðaverð er kr. 400. Krakkarnir hafa lagt mjög mik- ið á sig í þágu listarinnar og er sýn- ingin bæði frumleg og skemmtileg. Þetta er sýning sem leikhúsáhuga- menn ættu ekki að láta framhjá sér fara, segir í fréttatilkynningu frá Tónabæ. Söngur í ráðhúsi SKÓLAKÓR Árbæjarskóla mun á laugardag kl. 15.00 syngja fyrir gesti í Tjarnar- salnum í Ráðhúsi Reykjavík- ur, auk þess kemur Bergþór Pálsson fram með kórnum. Kórinn hefur víða komið fram að undanförnu m.a. tekið þátt í jólatónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Islands. Á efnis- skránni eru einkum íslensk lög. Einnig koma fram nokkrir korn- ungir flautuleikarar og fleira gott fólk mun aðstoða kórinn. Skólakór Árbæjarskóla telur um 50 börn á aldrinum 12-16 ára og hefur verið starfandi í Árbæjarskóla frá upphafi. Stjórnandi kórsins sl. 9 ár hefur verið Áslaug Bergsteinsdóttir og hún er jafnframt undirleik- ari. Öllum er heimill aðgangur. Aukasýning verður á stutt- myndadögum ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda aukasýningu á vinsælustu mynd- unum af hátíðinni ásamt myndum sem bárust of seint. Sýningin verður nk. laugardag (2. maí) á Hótel Borg og hefst hún kl. 22 og lýkur henni um kl. 2.00. Þessar myndir verða sýndar: Stutt saga af Sigurði, eftir Helga Bollason og Jóakim Hlyn Reynisson, Sjúkleg ástríða, eftir Auðólf Þorsteinsson, Kára Val Sigurðsson og Kristin Ara- son, Bonnie & Bonnie, eftir Steinþór Birgisson, Happy Birthday, eftir Júlíus Kemp, Happaþrenna, eftir Axel Jóhann Björnsson, Engin von, eftir PCP, Loanless, eftir Hallgrím Helgason og Gunnar Helgason, Si- lent Neigborhood, eftir Einar Daní- elsson, Follow the Sign, eftir Þ.U.M.B.I., Kolbítur eftir RAN, Só- dóma Reykjavík, eftir Óskar Jónas- son (trailer) og Veggfóður, eftir Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson (trailer). ------♦ ♦ ♦---- Síðasta sýning- arhelgi á verk- um Kees Visser SÝNINGU Kees Visser í Nýlista- safninu lýkur 3. maí nk. Þetta er 17. einkasýning Kess Vissers en auk þess hefur hann tek- ið þátt í 26 samsýningum beggja vegna Atlantshafsins. Nýlega sýndi hann í París og er að undirbúa sýn- ingar í Varsjá, Amsterdam og Osló. Sýningin er opin daglega kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.