Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR í. MAÍ 1992 Trillur frá Amarstapa með þokkalegan afla Breiðuvík. ÚTGERÐ trillubáta frá Arnar- stapa er nú komin í fullan gang en róðrarnir hófust í síðasta mánuði. Lítill afli var framan af, mikil loðna á miðunum en varla tók nokkur fiskur á færi. Eftir fiskveiðibannið sem stóð 12.-20. apríl hefur afli verið þokkalegur hjá þeim 11 trillum sem verið hafa á sjó. í sumar verða gerðir út 23 bátar frá Arnarstapa miðað við 30 sem réru þaðan í fyrrasumar. Hins veg- ar er hafnaraðstaðan ekki nægilega góð fyrir svo mikinn fjölda báta. Er það einróma álit sjómanna hér að brýnt sé orðið að bæta úr þrengsl- unum með frekari hafnarfram- kvæmdum svo fljótt sem auðið er. Fiskmarkaður Breiðafjarðar hef- ur nú tekið á leigu fiskverkunarhús- ið á Arnarstapa til að hafa þar aðstöðu til fiskmóttöku. Og Fisk- markaður Snæfeílsnes hf. hefur boðið sjómönnum á Arnarstapa við- skipti á góðum kjörum. Weetabix $ MODfiíM A 45 Aðalfundur MENSU Aðalfundur MENSU, Menning- arsamtaka Sunnlendinga, 1992 verður haldinn á Hótel Selfossi sunnudaginn 17. maí klukkan 15.30. Fundurinn er öllum opinn með málfrelsi og tillögurétti. Klukkan 14 hefst samsöngur sunnlenskra barnakóra í Selfoss- kirkju undir stjórn söngstjóra sinna og við undirleik sunnlensks tónlist- arfólks, m.a. jasssveitar frá Sel- fossi. Tónleikar þessir eru hluti af þeim verkefnum sem MENSU hefur beitt sér fyrir í tilefni af ári söngs- ins. MENSU hvetur Sunnlendinga og aðra tónlistarunnendur til að hlýða á tónleikana og bendir á að aðal- fundurinn er í beinu framhaldi af þeim. Morgunblaðið/Björn Blöndal Breiðþota Atlanta TF-ABG á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn þeg- ar hún kom með 345 íslendinga frá Mallorka. Breiðþota Atlanta á Keflavíkurflugrelli: Flutti 345 íslend- inga til Mallorka Keflavík. Breiðþota Atlanta lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudaginn með 345 íslendinga sem voru að koma frá Mallorka. Arngrímur Jóhansson framkvæmdastjóri Atlanta sagði að vélin hefði verið leigð Sólarflugi til að fljúga með þennan hóp til og frá Mallorka en færi nú í önnur verkefni erlendis. Breiðþotan er af tegundinni Tri Star Lockheed og ber einkennisstaf- ina TF-ABG. Hún var upphaflega i eigu bandaríska flugfélagsins Eastern en er nú í eigu fjárhaldsfyr- irtækis á Miami sem leigir Atlanta vélina. Auk Tri Star-vélarinnar er Atlanta einnig með fjórar Boeing 737 vélar á leigu og sagðist Arng- rímur hafa næg verkefni fyrir vél- arnar. -BB Ingunn Eydal sýn ir í Hafnarborg INGUNN Eydal hefur opnað málverkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Ingunn lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands árið 1976. Hún hefur haldið flölda einkasýnjnga og tekið þátt í um 120 samsýningum hér heima og erlendis. Ingunn var kjörin borgar- listamaður árið 1983, fékk lista- mannalaun 1984 og starfslaun listamanna 1987. Hún vann ásamt tveimur öðrum grafíksamkeppni íþróttasambands íslands 1989. Sama ár hlaut hún viðurkenningu fyrir verk sín á sýningunni Impreza í Ivano Frankivsk, Úkra- ínu í Sovétríkjunum. Verk eftir Ingunni eru í eigu safna hér heima, á Norðurlöndum, í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. A sýningunni í Hafnarborg sýn- ir Ingunn olíumálverk, grafíkverk og teikningar. Sýningin verður opin daglega nema þriðjudaga frá kl. 12—18 fram til 11. maí. -------»...».-4--- Fermingar Ferming í Melstaðakirkju í Miðfirði sunnudaginn 3. maí kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór Ólafs- son. Fermd verða: Björn Helgason. Björn Líndal Traustason. Gunnar Ægir Björnsson. Ingibjörg Jónsdóttir Katrín Þóra Víðisdóttir. Kristján Viðar Ingimarsson. Sigurjón Ingi Björgvinsson. Skúli Már Níelsson. Sonja Karen Marinósdóttir. Þorsteinn Jóhannes Guðmundsson. Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og* starfsgleði í erli dagsins. ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU. ( EINNIG Á SUNNUDÖGUM ) ORKIN 1012-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.