Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Kammersveit Reykjavíkur- f.v. Rut Ingólfsdóttir, Zbigniew Dubik, Selma Guðmundsdóttir, Guðmundur Kristmundsson og Inga Rós Ingólfsdóttir. Kammersveit Reykjavíkur; Tónleikar í Stykkis- hólmi og Borgarnesi Á NÝBYRJUÐU sumri leggur Kammersveit Reykjavíkur land undir fót og heimsækir Snæ- Minningar- tónleikar um Benny Hill VINAFÉLAG Benny Hill á íslandi heldur minningatónleika á Hótel Borg í kvöld, föstudaginn 1. maí. Fram koma hljómsveitirnar Risa- eðlan og Ham. Benny Hill lést á dögunum og munu hljómsveitirnar Ham og Risa- eðlan heiðra hinn látna með leik sín- um og með því að halda uppi Hill- stuði. Að auki er lofað margvíslegu gríni og gleði í stórum skömmtum. fellsnes og Borgarfjörð. Heldur Kammersveitin tvenna tónleika í þesari ferð og verða þeir fyrri í Stykkishólmskirkju laugar- daginn 2. maí kl. 17 en hinir síðari í Borgarneskirkju sunnu- daginn 3. maí kl. 16. Á efnis- skránni eru verk eftir Jón Ás- geirsson, Grieg, Beethoven og Dvorak. Þeir sem fram koma eru Reykjavíkurkvartettinn, en hann skipa þau Rut Ingólfsdóttir og Zbigniew Dubik fíðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari. Með þeim leikur Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Öll- um börnum er boðið á tónleikana. Kammersveitin nýtur styrks frá FÍT til fararinnar. Opið hús hjá MIR1. maí OPIÐ hús verður að venju í húsakynnum félagsins MÍR, Vatnsstíg 10, 1. maí, á alþjóðlegum baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins. Hátíðarkaffi verður selt frá kl. 14, kvikmyndir verða sýndar kl. 15—17, efnt verður til hlutaveltu og gestir koma í heimsókn. Sýn- ingin „Halldór Laxness í austur- vegi“ verður opin 1. maí frá kl. 10 til 18 og er það síðasti dagur sýningarinnar. Listahátíð í Seltjamamessókn „VORIÐ OG sköpunarverkið" er yfirskrift listahátiðar sem haldin verður í Seltjarnarneskirkju dagana 3. til 17. maí. Verður þar sam- an kominn fjöldi listgreina, s.s. teiknilist, málaralist, tónlist, glerlist, leirlist, höggmyndalist, vefnaðarlist, ljóðlist og danslist. Með hátíðinni vill sóknarnefnd auðga menningarlíf í sókninni með því að bjóða upp á fjölbreyttan list- flutning í húsakynnum kirkjunnar og jafnframt stíga ákveðið skref til samstarfs við listamenn í hinum ýmsu listgreinum sem gæti orðið grundvöllur að trúarlegri listsköpun og til aukningar á listflutningi al- mennt í tengslum við helgihald í Seltj arn ameskirkju. Fyrirkomulag listahátíðarinnar er með þeim hætti að sunnudaginn 3. maí verður hátíðin sett í lok guðsþjónustu sem hefst kl. 11 og jafnframt verður opnuð sýning á listmunum í kirkju, safnaðarheimili og félagsaðstöðu á jarðhæð. Verður sýningin opin allan tímann á sunnu- dögum kl. 14 til 17, laugardögum kl. 16 til 19 og aðra daga kl. 20 til 22. Sunnudagana 3. og 10. maí verða sérstakar dagskrár kl. 17 með fjölbreyttri tónlist, upplestri og ballett. Listamennirnir sem sýna listmuni eru margir. Myndverk eru eftir nemendur í Mýrarhúsa- og Valhús- askóla. Listmálarar eru Bragi Hannesson, Guðrún Einarsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Magnús Valdi- marsson, Rúna Gísladóttir, Sólveig Eggerts, Sigríður Gyða og Sigurður Kr. Ámason. Vefnaðarlist sýna Herdís Tómasdóttir og Steinunn Tónleikar í Bústaðakirkju HINIR árlegu tónleikar tónfræða- deildar Tónlistarskólans í Reykja- vík verða haldnir í Bústaðakirkju laugardaginn 2. maí og hefjast kl. 17.00. Á tónleikunum verða frum- flutt verk nemenda í tónfræða- deild. Á efnisskránni eru Blásarakvintett nr. 1 eftir Helga Þ. Svavarsson, Hlustað á þögnina eftir Sesselju Guðmundsdóttir, Passíusálmur nr. 31, vers 14 og 18 og Passíusálmur nr. 19, vers 11 (úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar) eftir Elínu Gunnlaugsdóttur og Frosið saman eftir Egil Gunnarsson og er það loka- verkefni hans frá skólanum. Flytj- endur tónverkanna eru nemendur í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Pálsdóttir, höggmyndalist Ölöf Pálsdóttir, leirlist Ragna Ingimund- ardóttir og glerlist Ingunn Bene- diktsdóttir, Sunnudaginn 3. maí kl. 17 verður sérstök dagskrá. Flutt verður fjöl- breytt tónlist, ljóðlist og ballett. Flytjendur eru Gunnar Kvaran, sell- óleikari, Gísli Magnússon, píanó- leikari, Elísabet F. Eiríksdóttir, söngvari, Vilhelmína Ólafsdóttir, píanóleikari, Njörður P. Njarðvík, rithöfundur, Páll Eyjólfsson, gítar- leikari, og Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari. Barnakór Seltjarnar- neskirkju, stjórnandi Sesselja Guð- mundsdóttir, og Barnakór Tónlist- árskóla Seltjamarness, stjórnandi Jón Karl Einarsson, flytja sumarlög og Helena Jóhannsdóttir, Birgitte Heide og Ingibjörg Pálsdóttir dansa ballett eftir Ásdísi Magnúsdóttur. Sunnudaginn 10. maí kl. 17 verð- ur sérstök dagskrá með fjölbreyttri tónlist og upplestri. Flytjendur Selljarnarneskirkja. verða Sigrún V. Gestsdóttir, söngv- ari, Einar Kr. Einarsson, gítarleik- ari, Guðmundur Magnússon, píanó- leikari, Sigríður Hagalín, leikari, Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbóbleik- ari, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó- leikari, Þóra Einarsdóttir, söngvari, Kolbrún Sæmundsdóttir, píanóleik- ari og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, klarinettleikari. Listahátíðinni lýkur eins og fyrr segir sunnudaginn 17. maí. Lista- fólkið gefur alla vinnu sína og allar tekjur af hátíðinni renna til fjár- mögnunar á pípuorgeli sem áform- að er að komi í kirkjuna á árinu 1997. (Frétt frá sóknarnefnd Sel- tjarnarneskirkju.) Gengið og siglt á milli hafna í FJÓRÐU hafnargöngunni laugardaginn 2. maí verður kynnt höfn- in sem gerð var við Sundabakka í Viðey árið 1907. Þá verður gengið frá Hafnarhús- inu kl. 13.30 með ströndinni inn í Sundahöfn. Á leiðinni verður rifjað upp hvar alfaraleiðin lá inn í Laug- arnes. Úr Sundahöfn verður farið með Maríusúðinni í Viðey. Frá Bæjarvörinni verður gengið austur á eyna og rústir hafnarmannvirkj- anna og byggðarinnar skoðaðar og saga starfseminnar rifjuð upp en hún lagðist alveg niður skömmu fyrir 1940. Ef verður leyfir verður siglt til baka út Viðeyjarsund og fyrir Laug- arnestanga og lagst að bryggju við Miðbakka í gömlu höfninni eins og gert var þegar uppskipunarbátarnir voru á fömm milli hafnarinnar við Sundbakka og smábátahafnirnar í Reykjavík áður en höfnin var full- gerð þar 1917. Ferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Ekkert þátttökugjald. Ásgerður Ki-istjánsdótt- ir sýnir í Gallerí Port ÁSGERÐUR Kristjánsdóttir er með einkasýningu í Gallerí Port, Kolaportinu, um helgina. Þetta er fyrsta einkasýningin í galleríinu en það hefur einungis starfað sem sölugallerí fyrir marga aðila í senn hingað til. Frá því 24. janúar, þegar Ásgerð- ur kom með sín fyrstu verk í gallerí- ið, hefur það selt 36 verk eftir hana. Allt frá litlum gifsvatnslitamyndum upp í stór olíumálverk. Ásgerður hefur áður verið með einkasýningu í Bolungarvík þar sem hún er fædd og uppalin og á ísafirði þar sem hún bjó um tíma. Þá tók hún þátt í samsýningu vorið 1990 á Akranesi, í tengslum við M-hátíð- ina á Vesturlandi. það heldur hefur launafólk þurft að horfa upp á skattsvikara og ópr- úttna atvinnurekendur sem skipu- leggja gjaldþrot eigin fyrirtækja til að sleppa við skuldbindingar sínar. Hve lengi eigum við að sætta okkur við að aðeins hluti þjóðarinnar borgi velferðina? Hve lengi? Hve lengi? íliugum vandlega hvert skref í Evrópumálum Á síðustu árum hefur mikil um- bylting átt sér stað í Evrópu. Evr- ópa er um þessar mundir að samein- ast pólitískt og efnahagslega. ís- lensk verkalýðshreyfing verður að fylgjast grannt með breytingunum því kjör okkar og réttindi munu verða fyrir áhrifum af samrunanum í Evrópu hvort sem við eigum þar aðild eða ekki. Hin rétta leið í þessu efni er vandrötuð fyrir litla þjóð sem vill halda sjálfstæði sínu en um leið halda lífskjörum eins og þau gerast best i nálægum löndum. Hvert skref þarf að stíga fram á við að vand- lega athuguðu máli og að höfðu samráði við þjóðina alla. F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Vignir Eyþórsson, Björk Jónsdóttir, Sigurður Bessason, Hildur Kjartansdóttir, Grétar Hannesson, Hafsteinn Eggertsson. F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Guðmundur Þorkelsson, Margrét Tómasdóttir. F.h. Iðnnemasambands fslands, Ólafur Þórðarson. HONDA ACCORD ER í FYRSTA . . . l . . . sæti í Bandaríkjunum sem söluhæsti fólksbíllinn undan- farin þrjú ár og var hei^raður sem sá bfll sem eigendur voru ánægðastir með. Accord hlaut einnig verðlaunin um Gullna stýrið í sínum flokki í Þýska- landi. Það er ekki hægt að segja að Accord sé sportbíll, en hann er eins nálægt því og hægt er að komast sem fjöl- skyldubíll. Það má því kannski segja að Accord sé fjöl- skyldusportbíll. Útlitshönnun Accord er sérlega vel heppnuð og innréttingar í alla staði vel úr garði gerðar. Accord er með sextán ventla, tveggja lítra vél og nýja hönnun á sveifarás sem dregur mjög úr titringi. Accord er stórgóður bíU sem uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru til fjölskyldubíla. Accord ár- gerð 1992 er til sýnis að Vatnagörðum 24, virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00 - 15:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 68 99 00 Verð frá: 1.548.000,— stgr. Greiðslukjör við allra hæfi. HOISIDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.