Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 23 I > > > > í > > ► til skoðunar. Tryggingaráð setur þessar reglur og telji fólk á sér brot- ið er rétt að beina erindum til Tryggingastofnunar. Stofnunin hef- ur útbúið sérstök eyðublöð fyrir fólk sem vill bera fram kvartanir. d) Flatur niðurskurður. Ríkis- stjórnin lýsti því yfir að niðurskurður á sviði heilbrigðismála verði tak- markaður þannig að ekki þurfí að koma til samdráttar í heimahjúkrun eða loka öldrunardeildum sjúkra- húsa. Jafnframt verður barnageð- deild Landspítala áfram í eðlilegum rekstri. I viðræðum við stjórnvöld hafði mikil áhersla verið lögð á þetta atriði, sérstaklega þar sem flatur niðurskurður í heilbrigðiskerfínu bitnaði mjög harkalega á ófaglærðu starfsfólki sjúkrahúsanna. e) Hert skatteftirlit. í viðræðum við stjómvöld lagði verkalýðshreyf- ingin áherslu á að hægt væri að auka tekjur ríkissjóðs með því einu að herða skatteftirlit. Nýverið var í fréttum skýrt frá því að áætluð skatt- svik í landinu næmu líklega um 10 milljörðum króna. Ríkisstjómin lýsti því yfír að hún muni beita sér fyrir sérstökum aðgerðum í því skyni að draga úr skattundandrætti og muni leita eftir samstarfí við aðila vinnu- markaðarins um þessi mál. f) Starfsmenntun í atvinnulíf- inu. Fmmvarp um starfsmenntun í atvinnulífínu hefur legið fyrir Alþingi í vetur. Með slíkum lögum næst mik- ilsverður áfangi í menntunarmálum launafólks. Fyrirheit fengust um að frumvarpið yrði að lögum á þessu þingi. Miðlunartillagan Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er tvíþætt. Annars vegar er hún byggð á bókuðu samkomulagi samningsaðila um allt meginefni kja- rasamnings og hins vegar á tillögu sáttasemjara um lausn á deilu aðila um grunnkaupshækkun og samningstíma. Samningsaðilar sömdu því um alla meginþætti þess- arar niðurstöðu. a) Launaliðir. Tiliagan gerir ráð fyrir grunnkaupshækkun launa 1,7% þann 1. maí nk. og samningstíma til 1. mars 1993. Auk þess er samið um launabætur, eingreiðslu sem kemur til útborgunar tvisvar á samningstímanum, fyrir maí og des- ember. b) Tryggingar. Eina kaupmátt- artryggingin er að samningurinn er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara verði 'breyting á gengi. Ekki náðist samkomulag um rauð strik né annars konar viðmiðanir. Þess ber þó að geta að í yfírlýsingu ríkis'stjómarinnar er gert ráð fyrir að aðilar vinnumarkaðarins séu hafð- ir í samráði við ýmsar ákvarðanir sem snerta kjaramál með einum eða öðrum hætti á samningstímabilinu. Þar má nefna nefnd um atvinnumál, þak á lyfjakostnað, samráð um hert skatteftirlit o.fl. Jafnframt fylgir til- lögunni yfirlit fjármálaráuneytis um opinberar hækkanir á þessu ári. c) Dagpeningar. í tillögunni er sérstakt ákvæði um dagpeninga á ferðum starfsmanna erlendis. Slíkt ákvæði hafði ekki almennt verið inni í kjarasamningum ASÍ félaga, en oftast verið tekið mið af þeim reglum sem gilda hjá ríkinu. Hér er því ver- ið að staðfesta í kjarasamningi fram- kvæmd sem lengi hefur tíðkast. d) Mat á starfsaldri. í kjara- samningum þar seci bæði eru ákvæði um hækkanir vegna starfsaldurs og lífaldurs náðist samkomulag um að túlka starfsaldur og lífaldur þannig að ákvarðaður starfsaldur skuli að fullu metinn við ákvörðun hærri starfsaldursþrepa í launatöflu. e) Hópuppsagnir. Samkomulag um hópuppsagnir er hluti af miðlun- artillögunni. Sá háttur fyrirtækja að segja upp hópum starfsmanna, og endurráða síðan stóran hluta í þeim tilgangi að endurskipuleggja starf- semi sína hefur færst mjög í auka að undanfömu. Hópuppsagnir starfs- fólks sjúkrahúsanna í haust fylltu mælinn. Háværar kröfur urðu um að stemma stigu við þessari fram- kvæmd, sem í raun sviptir fólk upp- sagnarrétti. Jafnframt er aðildarríkj- um Evrópubandalagsins skylt að fylgja ákveðnum reglum um hópupp- sagnir. I stað þess að bíða eftir að stjómvöld lögfesti þessar reglur vegna hugsanlegrar aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu töldu aðilar heppilegra að semja sín í milli um þessar reglur. Samkomulagið gengur að nokkru leyti lengra en tilskipun EB. Bæði nær það til fleiri fyrirtækja, þ.e. fyrirtækja með 16 starfsmenn eða fleiri í stað 20, og einnig eru ákvæði um lengingu upp- sagnarfrests starfsmanna, verði dráttur á tilkynningu atvinnurek- anda um það hvort starfsmenn verði endurráðnir. Mikilvægir þættir þessa samkomulags er annars vegar það samráð sem atvinnurekanda er skylt að hafa við trúnaðarmenn á vinnu- stað áður en til uppsagnar kemur og hins vegar sú upplýsingaskylda sem hvílir á atvinnurekanda. f) Iðnnemar. Eins og endranær annaðist ASÍ samningsgerð fyrir iðn- nema. Tvennt olli nokkrum heilabrot- um í málefnum iðnnema. Vegna breyttra laga um framhaldsskóla er stefnt að því að iðnnemar verði félagsmenn í sveinafélögum, en þangað til sú breyting er um garð gengin þarf að ganga tryggilega frá samningum fyrir iðnnema á öðrum vettvangi. Mikil andstaða var einnig af hálfu VSÍ við að greiða iðnnemum samsvarandi launabætur og launa- fólki. Eftir mikla yfírlegu náðust þó sættir í báðum atriðum. Sérstök bók- un var gerð um iðnnemamál. g) Gildistími. Verði miðlunartil- lagan samþykkt gildir hún sem kja- rasamningur frá 1. maí 1992 til 1. mars 1993 og fellur þá úr gildi án uppsagnar. h) Afgreiðsla miðlunartillögu. í miðlunartillögunni er kveðið á um það hvernig beri að standa að af- greiðslu tillögunnar hjá félögunum. Einnig hefur ríkissáttasemjari sett fram leiðbeiningar sínar í bréfi sem hann hefur sent félögunum með til- lögunni. Hjálagt er sýnishorn af at- kvæðaseðli. Óframkvæmanlegt er að fylgja í þaula reglum um allsheijarat- kvæðagreiðslu, t.d. hvað varðar for- mennsku í kjörstjórn, og er mælt með því við félögin að þau feli sínum eigin kjörstjórnarmönnum fram- kvæmd og eftirlit með atkvæða- greiðslunni. NYKOMIN SUIYIARTISKAN í AMERÍSKUM SKARTGRIPUM MATT GULL - LITAÐIR STEINAR - MlKIÐ ÚRVAL. Vc/) í7-\ OPIÐ 9-18 OG 10-16 Á LAUGARDÖGUM. Úflzéiy LAUGAVEG 51, S. 12128. ALASÍU Éjssws Höfum fengið mikið úrval af fallegum, austur- lenskum keramikblómapottum. Stórir og smáir pottar, fallegir og frostþolnir. - Hentugir til nota jafnt úti sem inni. Viðurkenndur handiðnaður á frábæru verði. - Skoðið sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.