Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐll) FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Norrænir vísnadagar VÍSNATÓNLIST á sér samhljóm hvarvetna á Norðurlöndunum og í kvöld gefst kostur fyrir hvern og einn að sannreyna það, því þá hefjast í Norræna húsinu Norrænir visnadagar. A þeim vísnadögum, sem standa til 5. maí, koma fram nokkrir af helstu vísnasöngvurum Norður- landa, þar á meðal Björn Afzel- ius, Hanne Juul, Hörður Torfa- son, Oyvind Aund og Jannika Haggström ýmist í Reykjavik, eða á Akureyri, ísafirði og Egils- stöðum. Flytjendur á vísnadögunum koma frá öllum Norðurlöndum. Ís- lensku þátttakendurna er vart þörf að kynna, en erlendu gestirnir eru eftirfarandi: Björn Afzelius er merkastur þeirra gesta sem sækja okkur heim að þessu sinni, og reyndar er hann með vinsælustu tónlistarmönnum Norðurlanda. Bjöm, sem er sænsk- ur, hóf tónlistariðkan snemma á sjöunda áratugnum og var þá und- ir áhrifum af bresku poppi og bandarísku rokki og rytmablús. Hann lagði hljóðfæraslátt á hilluna um tíma til að sinna háskólanámi, en tók þráðinn upp aftur þegar hann stofnaði Hoola Bandoola Band með Mikael Wiehe 1970. f upphafi var það frístundasveit, en eftir að fyrsta breiðskífan kom út 1971 varð tómstundaiðjan að aðal- starfi. Hljómsveitin naut þegar mikillar hylli, en sveitarmeðlimir ákváðu að hvíla sveitina 1974. Þá sendi Björn frá sér sína fyrstu sóló- skífu, sem seldist vel og lagði grunninn að sólóferli hans, sem hófst fyrir alvöru þegar Hoola Bandoola Band var lagt niður 1976. Önnur breiðskífan kom út 1976 og ári síðar stofnaði Björn rokksveit, sem varð meðal vinsælustu hljóm- sveita Svíþjóðar. Hann leysti sveit- ina upp 1979 og sendi frá sér kántrýplötuna Globetrotter 1980 og seldist í yfir 50.000 eintökum í Svíþjóð. Endanlega sló Bjöm svo í gegn með breiðskífunni Innan tystnaden, sem seldist í yfir 130.000 eintökum. Síðan hefur Björn Afzelius verið fremstur með- al jafningja í sænskum tónlistar- heimi. Á ferli sínum, sem er enn í blóma, hefur hann selt yfir milljón hljómplötur og leikið fyrir fullu húsi hvarvetna á Norðurlöndunum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Björn Afzelius leikur hér á landi, en hing- að kemur hann með félögum sínum Bengt Bygren og Hannes Rástam. Jan-Olof Andersson er sænsk- ur söngvari og gítarleikari. Hann hefur leikið hér á landi áður, kom fram á afmælistónleikum Blásar- akvintetts Reykjavíkur á síðasta ári og hélt einnig tónleika í Nor- ræna húsinu. Jan-Olof hefur hlotið ij'ölda viðurkenninga fyrir vísna- túlkun sína og nægir að. nefna Alf Hame-styrkinn 1991, Per Olrog- styrkinn 1987 og LilleBror Söder- lundh-styrkinn 1985. Jan-Olof leggur megináherslu á sænska vísnahefð, en hefur á efnisskrá sinni sinni ástarsöngva frá 16. öld og allt í flutning eigin söngva. Hanne Juul á rætur á Islandi, enda var afi hennar apótekari á ísafirði og Hanne bjó hér á landi í níu ár. Hún er búsett í Svíþjóð um þessar mundir, en ferðast um Norðurlönd og treður gjaman upp í sjónvarpi, eins og margir ættu að kannast við, því hún söng í þætti Hermanns Gunnarssonar fyr- ir stuttu. Ilanne hefur safnað að sér styrkjum og viðurkenningum á öllum Norðurlöndum, var meðal stofnenda Vísnavina á íslandi 1976, barðist fyrir því að Norræni vísnaskólinn í Kungálv í Svíþjóð var stofnaður og var í mörg ár formaður samtaka norrænna vísnasöngvara og vísnavinafélaga, Nordvisa. Hanne hefur sent frá sér eina breiðskífu, Brisingamen, 1984. Norski vísnasöngvarinn og myndlistarmaðurinn Oyvind Sund hefur haft margvísieg áhrif á norska vísnahefð frá því á sjöunda áratugnum. Hann var fyrsti þegi Alf Pröyser-styrksins, sem varð til að afla honum viðurkenningar sem listamanns og vísnaskálds. Hann hefur víða farið um Norðurlönd til tónleikahalds og meðal annars kom hann hingað til iands á norræna vísnamótið Visland 1985, en hann hefur einnig iðulega komið fram í útvarpi og sjónvarpi. 0yvind hefur gefíð út þrjár breiðskífur og nokkr- ar vísnabækur. Hanus G. Johansen er þekkt- asti vísnasöngvari Færeyinga. Hann hefur haldið tónleika um öil Norðurlönd, og var meðal gesta á Visland-hátíðinni hér á landi á sín- um tíma. Hanus sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu 1988, þar sem hann flytur eigin lög við ljóð fær- eyska skáldsins Pouls F. Joensens. Jannika Hággströin er Hanne Juul sænskumælandi Finni og meðlimur í Vísnavinum í Helsinki. Hún nam í Norræna vísnaskólanum 1987 og hefur ásamt Hanus G. Johansen þýtt færeyskar vísur á sænsku. Janika er formaður Félags ungra túbadúra, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til íslands. Á Opnunartónleikunum, sem verða í Norræna húsinu og hefjast kl. 16.00, koma fram Jan-Olof Andersson, Jannika Hággström, Hanus G. Johansen, Hanne Juul, Oyvind Sund, Anna Pálína og Aðal- steinn Ásberg og hljómsveitin Is- landica. Laugardaginn verða tónleikar á Isafírði, sem um leið eru í tilefni af opnun Norrænnar upplýsinga- skrifstofu þar. Þar koma fram Jan- Olof Andersson, Hanne Juul og ísfírðingurinn Sigurður Friðrik Júl- íusson. Sama dag verða í Gamla Björn Afzelius Lundi á Akureyri tónleikar þar sem fram koma Hanus G. Johansen og Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðar- dal. Tónleikarnir þar eru á vegum svæðiskrifstofu Norræna félagsins. Sunnudaginn 3. maí verða tón- leikar Bjöms Afzeliusar og félaga í Norræna húsinu kl. 20.30. Á Akureyri verða þá tónleikar í Hótel KEA með Hanne Juul. Jan-Olof Andersson og Herði Torfasyni. Á Egilsstöðum verða tónleikar í Hótel Valaskjálf með Hanus G. Johansen, Janniku Hággstöm, 0yvind Sund, Önnu Pálínu og Aðalsteini Ásbergi og Vísnavinum á Héraði. Þriðjudaginn 5. maí verða loka- tónleikar í sal Tónlistarskóla FÍH í Rauðagerði. Þar koma fram allir erlendu gestirnir, Hörður Torfason og Islandica. _ Texti: Árni Matthíasson Kirkja Óháða safnaðarins. „Bjargar- kaffi“ Óháða safnaðarins Á SUNNUDAGINN kemur, þann 3. maí, verður jjuðs- þjónusta í Kirkju Oháða safnaðarins og hefst hún kl. 14. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, messar £ fjarveru safnaðar- prests. Eftir guðsþjónustuna verð- ur hið árlega „Bjargarkaffi" í Kirkjubæ og er það nú sem fyrr Kvenfélagið, sem sér um kaffísöluna til styrktar safn- aðarstarfínu. Safnaðarfólk ogvelunnarar safnaðarins eru hvattir til að koma til guðsþjónustu og njóta síðan veglegra veitinga Kvenfélagskvenna. Safnaðarprestur V VEITINGAHÚSIÐ JAZZ ÁRMÚLA 7 (við hliðina á Hótcl íslandi) FÖSTUDAG OGLAUGARDAG mun víbrafónlcikarinn góðkunni Reynir Sigurðsson ásamt Þórði Högnasyni og Helgu Möller spila frá kl. 23-03. Opiökl. 18-03 Borðapantanirí síma:681661. Opið fyrir mat til kl. 23.30 Athugasemd í VIKUBLAÐINU Press- unni, sem út kom í dagfseg- ir að undirritaður hafí verið kallaður til yfirheyrslu hjá RLR vegna viðskipta manna, sem þar eru tilgreindir. I sama blaði má lesa að undir- ritaður stjórni Naustaborg hf./Grensásvegi 14 hf. ásamt þar nafngreindum manni. Hvorttveggja er missagt. Undirritaður seldi hlut sinn í félaginu Naustaborg hf. hinn 23. ágúst 1991 Skúla Sigurðssyni lögmanni. Við söluna voru í eigu félags- ins tvær fasteignir, að vísu all veðsettar, en þó undir raunhæfu markaðsverði. Öll veðlán og opinber gjöld voru í skilum. Þá er og missagt í nefndri Pressugrein að þar nafn- greindur maður hafi verið í stjórn félagsins ásamt undir- rituðum. Hann mun hins vegar hafa eignast hlut í fé- laginu og setið þar í stjóm eða varastjórn, eftir að und- irritaður seldi hlutafé sitt. Skv. þessu er breyting á nafni félagsins og hækkun á opinberu mati á fasteignum í eigu þess, ef þar er rétt frá greint, undirrituðum óvi- komandi. Ólnfur Thoroddsen, hdl. T~T W T T OPIÐ UM HELGINA VITASTÍG 3 T SÍMI623137 L Föstud. 1. mai opið kl. 20-03. 1. MAÍ-FAGNAÐUR KK, gitar og söngur, Ellen Kristjánsdöttir, söngur, Eyþór Gunnarsson, piano, Þorleifur Guðjónsson, bassi, Kormakur Geirharðsson, trommur. GESTIR SEM MÆTA TÍMANLEGA FÁ FORDRYKK: „1. MAÍ-DÚNDUR“ KL. 22-23: SÆLU-DÆLU-STUND (HAPPY-DRAFT-HOUR) DÚNDURSTEMMNING TIL KL. 3 í NOTT. Laugard. 2. mai opið kl. 20-03. skemmta Opiðfrákl 19ti!03 Meim en þú getur imyndað þér! Hljómsveit INGIMARS EYDAL LEIKA FYRIR DANSI Snyrtilegur klæðnaður O < D D I- tn =o lL 0 < □ ce < O D < J SÁLIN HANS JÓNS MÍNS SKEMMTIR ( KVÖLD - SJÁUMST [ FIRÐINUM - Snyrtilegur klæðnaður KLANG OG KOMPANÝ SKEMMTA / KARAOKE Gestasöngvarar velkomir -opið til kl. 03.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.