Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Um fullgerð K-bygg- ingar Landspítala - nýr tónn í heilbrigðismálaumræðuna eftirÁsmund Brekkan Umliðin misseri hafa verið heil- brigðiskerfi landsmanna erfíð. Erfíðleikamir eiga umfram allt rót sína að rekja til þeirra geig- vænlegu hræringa, sem orðið hafa og em enn í efnahagsskipan þessa lands og þeirri viðleitni sem höfð hefur verið uppi til að „bjarga því, sem bjargað verður“. Ekki skal dregið í efa, að góður hugur og ásetningur hafí fylgt vel flest- um þeim aðgerðum, sem stjórn- völd hafa gripið til, þótt í mörgu hefði e.t.v. náðst sami árangur eða rneiri árangur með skipulegri og ígrundaðri aðferðum. Ekki skal um það rætt nú og hér, né heldur um miður rökstuddan áróður á hendur læknum og ýmsum öðrum heilbrigðisstéttum, sem bera frem- ur keim af því, að verið sé að drepa öðrum málum á dreif, en að ígrundun eða heilshugar sannfær- ing liggi að baki. Ein umdeildasta meiriháttar ráðstöfun heilbrigðisyfírvalda á þessum erfíðu misserum er án efa sá leikur að gögnum og gæðum ; landsmanna auk andlegra bar- smíða á heilbrigðisstéttum, sem við höfum orðið vitni að í tengslum við svonefnda sameiningu Landa- kots ob Borgarspítala. Ekki skal frekar rætt um þessa fímleika, né um það vonleysis- og doðaástand, sem aðgerðirnar hafa víða leitt af sér. Nú tel ég, að gera verði átak í því, að snúa neikvæðri umfjöllun um sjúkrahúsmál höfuðstaðarins og landsins alls í jákvæðar ábend- ingar um það sem framundan er. Ég hefí á undanförnum árum oftar en einu sinni komið að því, í þessu blaði, að ein misvitrasta stjómvaldsráðstöfun í sjúkrahús- málum íslendinga fyrr og síðar hafí verið, er ákveðið var að stöðva framkvæmdir við K-byggingu Landspítalans í miðjum klíðum á miðju ári 1985. Lokið var við fyrsta stig þeirrar byggingar af miklum myndarskap og þar með komið sæmandi og verðskulduðu húsnæði yfir krabbameinslækn- ingar Landspítalans. Þó ber þess að geta, að ekki var að fullu lokið við þann áfanga né heldur það húsnæði, sem ætlað var lækning- um og rannsóknum í tengslum við krabbameinssjúkdóma. Menn eru oft ekki mjög minnugir á það sem vel er gert og því rétt að rifja upp í fáum orðum hvaða starfsemi K-byggingu Landspítalans var (og er) ætlað að hýsa. í þessa stórglæsilegu og vel hugsuðu byggingu var búið að fullhanna skurðstofudeild, sótthreinsun, gjörgæsludeild og nýja röntgen- og myndgreiningardeild. Rétt er að rifja upp, að skurðstofuaðstaða á Landspítalanum hefur húsnæðis- lega lítið breyst frá því er spítalinn var opnaður fyrir 62 árum. Ég hefi fyrir'satt, að í raun hafí sá skurðstofugangur, sem enn er notast við, verið hugsaður til „bráðabirgða". Röntgen- og myndgreiningardeild Landspítal- ans er enn í sama húsnæði og hún hóf starfsemi sína, fyrst allra deilda Landspítalans, í desember 1930, að vísu með viðauka. Enda þótt á Landspítalanum séu reknar skurðlækningar, t.d. kransæðaað- gerðir, vel á heimsmælikvarða, hvað árangur varðar, þá er ennþá ekki til nein sérhönnuð gjörgæslu- deild, er samrýmist þeirri há- tækni, sem á öðrum sviðum er beitt innan Landspítalans. Sótt- hreinsunardeild spítalans, sem að vísu er vel búin, er rekin á tveim- ur stöðum án beinna tengsla við Ásmundur Brekkan „Það er raunhæfur möguleiki, að þá getum við farið að „flylpa út“ sérhæfða heilbrigðis- þjónustu, t.d. í formi skurðaðgerða á hjarta og liðum. Um það liggja fyrir raunhæfar fyrir- spurnir erlendis frá. skurðdeild, annars vegar í kjallara gamla spítalahússins, hins vegar í öðrum enda borgarinnar. Á Landspítalanum þrífst og hefur þrifíst talsvert öflug vísinda- leg rannsóknastarfsemi, þrátt fyr- ir húsnæðisvandræði til allra hluta. Landspítalinn á líka því láni að fagna að eiga mjög vel mennt- að og áhugasamt starfslið, sem setur metnað sinn í að halda uppi merki spítalans, sem hátækni-, rannsókna- og kennsluspítala. Öll höfum við lagt á okkur tals- verðar þrengingar, meðal annars vegna þeirrar framtíðarsýnar, að með fullgerðri K-byggingu Land- spítalans yrðum við í stakk búin til að taka að okkur og leysa ýmis aðkallandi verkefni, bæði í því „tæknivædda" húsi, svo og vegna þeirra rýma, sem losna í gömlu spítalabyggingunum. Það er raunhæfur möguleiki, að þá getum við farið að „flytja út“ sér- hæfða heilbrigðisþjónustu, t.d. í formi skurðaðgerða á hjarta og liðum. Um það liggja þegar fyrir raunhæfar fyrirspurnir erlendis frá. Ýmis önnur læknisfræðileg „útflutningsverkefni" mætti nefna, svo sem sérhæfðar rann- sóknir fyrir næstu nágranna okk- ar, og til dæmis glasafijóvganir fyrir allstóran hóp lengra aðko- minna. Nú er langt komið að steypa fyrir tengimannvirkjum, sem nauðsynleg voru til að K- bygging kæmist í gagnið. Því er nú lag að knýja enn á, að fram- kvæmdir við K-byggingu Landsp- ítálans verði hafnar á ný án tafa, og þeim lokið sem forgangsverk- efni, þannig að arðsemi spítalans fyrir þjóðina, hvort heldur er litið til peninga eða annarra gæða, megi aukast og ný viðhorf opnast. Höfundur er prófessor og yfirlæknir á Röntgendeild Lnndspítulans. p & & Qi'ii 6/ * h' «•♦ 'l/i >íi w'&V'Sr* | “ |éééééA| ú .. * lj-*t •*iH’&Wlé&Mi •*, ■// »>• ;/ 9 th ’ý/ Ht’ iit ‘ih '»/• %■ ik ’$"$/■ Hr 'ii! ‘il 'Si ■ ' ÍH <i/: öf’ Hl 'iþ rft- Ht 'Hl ‘U’ 'lj /I, «(> f ‘t!> dnUj ‘ÍH ‘it 'H ■' ■(! *• 'H H'l Hir H. Jl, /k $1’',f (rfo " $ •*»« ' ## *,*/,» *,&»'*‘/flfy & édfl'/1*1* *** «*•»•»*«>**!éfi9-k*/t/fr»9ér»ér»*fl-efl’ifl»9 a-6/* »■»*/»»** ** - ¥9 V’9-6/ t&iirifl •*** *'<99 ih t/i 9‘96 tt 6* .'♦• * + ♦ **#•**«>* «•«•**»........ » (fl % * * 4> ifl 4fl «•«* 'iflifl 4fl <tfl #•«**•«», %* + %•*+ v' >»*»**»**«*•* ****•*#■• /b-flW* *♦»**»•»**** * * * ® * « O 9, <ti' • »«©*«/• 8 ****««*•' »* ifl* fl ■ii/ ■$ •»**• -* to tfl *«** »#•******• ............/fj//i/þí/l IBHBr |Hp:r r * * *»*/ ** **• > “*** tfl; *>**> - ***** * * 111*1-9 **#»#/ - «/**•• * ‘ífl* ***** .*•«**» e *■«/* *• + #* * * * * - . * f* •** * * * * « *■ * * « **■««• ft ,» « »**«>*« #»* ,* *»******•* ft ** •**♦•**♦- »ifl»*e/ + * Ítt* ftí- ** »*>*•» -*****»***>» fl *, , *a«*6<®*****f - - **«+++***••****+**»***•+ «,»»tr»%/*■»»»*# -9* - * * IflSn ’ *'%*#*>*•#***- > *#/f« FRAMTÍDAR MENNTUN Fiskeldisnám er tveggja ára hagnýtt verklegt og bóklegt nám sem gefur áfanga að stúdentsprófi og titilinn FISKELDISFRÆÐINGUR. hlnntökuskilyrði: Samsvarandi u. þ. b. fyeggja ára námi við fjölbrautaskóla, tft •*«««*■** ***** .. -* *♦*>*>♦**<• ' * *> -r ***** f* */»#* % V 6, # V 9- «:#■///*/ *■ íh <9 * «/ « *> « ‘H -9 V 9 •*****♦*» »*«**.*.***** +* '****** * i - ■ -þ">g. annaðhvort 48 einingar eða 18 éiningar ásamt reynslu af vixmu við sjómennsku, landbúnað eða matvæla- iðnað í eitt og hálft ár ef umsækjandi er 25 ára eða eldri. Mjög góð aðstaða á stað sem býður alla almenna þjónustu og er rómaður fyrir náttúrufegurð og veðursæld. Umsóknarfrestur til 1. júlí. FSU FISKELDISBRAUT KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Hringdu og fáðu freltari upplýsingar i síma (98) 74633, 74635 og 74884 Bréfasimi (98) 74833 Málverka- uppboð á suimudag GALLERÍ Borg heldur mál- verkauppboð nk. sunnudag þann 3. maí. Boðnar verða upp rúm- lega sjötíu myndir, þar af þrjár olíumyndir eftir Ninu Tryggva- dóttur en mjög sjaldgæft er að svo margar myndir eftir Nínu séu boðnar á einu og sama upp- boðinu, segir í frétt frá gallerí- inu. Myndirnar eftir Nínu eru módel- mynd, landslagsmynd og uppstill- ing, allar frá því um 1940. Þá verða boðin upp tvö stór olíumálverk eftir Jóhannes S. Kjarval, olíumynd úr Borgarfírði eftir Ásgrím Jónsson, blómamynd eftir Gunnlaug Blön- dal, máluð í París 1930, mynd frá Eyrarbakka eftir Kristínu Jónsdótt- ur, tvær uppstillingar eftir Júlíönu Sveinsdóttur og olíumálverk sem á aðra hlið er málað af Þorvaldi Skúl- asyni og á hina hliðina af Jóni Engilberts. Auk þess verða boðnar tvær bronsafsteypur eftir Tove Ól- afsson, skúlptúr í tré eftir Siguijón Ólafsson, tveggja metra hár skúlpt- úr eftir Sverri Ólafsson og fjöldi olíu-, vatnslita- og pastelmynda eft- Módelmynd Nínu Tryggvadótt- ir kunnustu listamenn. landsins, lif- andi og látna. Myndirnar verða sýndar í Gallerí Borg við Austurvöll á laugardag og sunnudag milli klukkan 2 og 6 báða dagana. Uppboðið hefst kl. 20.30 og fer fram í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudagskvöld eins og fyrr segir. Þeir sem ekki komast á uppboðið en vilja festa sér myndir geta ýmist gert forboð í galleríinu eða hringt inn á uppboðið sjálft og gert boð símleiðis. (Fréttatilkynning) Rómantískur jass í Ömmu Lú TRÍÓ Sigurðar Flosasonar leikur um þessar mundir á matsölu- og skemmti- staðnum Ömmu Lú. Auk Sigurðar sem leikur á saxafón, skipa tríóið Eyþór Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. Tríóið leikur rómantíska jasstónlist. Tríóið leikur frá kl. 20-23.30 á föstu- dags- og laugardagskvöldið. Síðasta klukk- utímann bætist jafnan við gestasöngkona og nk. föstudag verður Berglind Björk við hljóðnemann en Andrea Gylfadóttir nk. laugardag. Föstudaginn 8. maí syngur Ellen Kristjánsdóttir með tríóinu. Amma Lú býður gestum upp á mat fram- reiddan af gestakokknum Lisu Stalvey sem starfar á veitingahúsinu Spago í Los Ángel- es. Gestum er velkomið að njóta tónlistar- innar hvort sem þeir snæða eða ekki. (Fréttatilkynning) Sigurður Flosason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.