Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 Morgunblaðið/RAX Tíminn að renna út...Þorgils Óttar Mathiesen heldur um ennið, telur að Sigur Selfyssinga sé í höfn, en við hlið han er Guðjón Árnason, s^m getur verið að segja: „Taktu þessu rólega vinur, þetta er ekki búið.“ Rétt á eftir fór Guðjón inná og skoraði jöfnunarmark FH-inga, 25:25. „Guðjón er maður að mínu skapi“ - sagði Kristján Arason, þjálfari FH-liðsins, sem sýndi enn einu sinni mikla keppnishörku ÚRSLIT Körfuknattleikur Leikir [ úrslitakeppni NBA í fyrrinótt: Austurdeild: Chicago Bulls - Miami Heat..119:114 ■Jordan fór á kostum í leiknum og gerði 56 stig. Chicago vann samanlagt 3:0 og mætir Detroit eða New York. Vesturdeild: Phoenix Suns - San Antonið..101:92 ■Phoenix Suns vann samanlagt 3:0 og mætir annað hvort Lakers eða Portland. LA Lakers - Portland........121:119 ■Eftir framlengdan leik. Staðan. eftir venjulegan leiktíma var 102:102. Treatt var stigahæstur í liði Lakers með 24 stig, en Clyde Drexler gerði 42 stig fyrir Portland. Næsti leikur verður í Portland annað kvöld. Portland er yfir 2:1. Íshokkí Patrick-deildin: New Jersey - New York............5:3 ■Þegar einn leikur er eftir er staðan, 3:3. Pittsburgh - Washington........6:4 ■ Staðan er 3:3. Adams-deildin: Hartford - Montreal Canadiens....2:1 ■Staðan er 3:3. Buffalo Sabres - Boston Bruins...9:3 ■ Staðan er 3:3. Snóker 8-manna úrslitin í heimsmeistaramótinu í snóker fór fram í Sheffield á Englandi á miðvikudagskvöldið: Alan McManus (Skotlandi) vann John Parrott (Englandi) 13:12 60-31, 128-0, 64-1, 43-62, 44-68, 21-88, 74-38, 32-93, 80-51, 127-0, 25-60, 74-37, 35-79, 11-51, 64-13, 59-46, 60-59, 77-1, 28-59, 11-89, 51-79, 32-69, 58-73, 53-36, 79-0. Terry Griffiths (Wales) vann Peter Eb- don (Englandi) 13:7 69-48, 99-10, 68-50, 87-37, 1-134, 8-84, 65-57, 15-72, 94-27, 95-3, 74-67, 78-33, 61-74, 89-13, 4-124, 43-69, 60-16, 17-108, 73-0, 96-29. Stephen Hendry (Skotlandi) vann Dene O’Kane (N-Sjálandi) 13:6. 43-58, 98-44, 1-114, 0-68, 126-4, 70-37, 126-0, 81-24, 36-67, 16-125, 109-5, 75-0, 79-51, 64-68, 67- 62, 80-40, 73-13, 82-36, 71-14. Jimmy White (Englandi) vann Jim Wych (Kanada) 13:9. 0-71, 65-17, 90-46, 51-60, 79-2, 72-29, 113-4, 78-16, 0-73, 51-63, 30-103, 75-7, 79-5, 22-76, 53-72, 100-19, 63-41, 121-11, 0-74, 91-5, 35-72, 68- 57. Knattspyrna ítalfa Sampdoria og Parma gerðu 2:2 jafntefli f síðari leik liðanna í undanúrslitum í bikar- keppninni. Parma kemst áfram, 3:2. Um helgina Glíma Íslandsglíman verður í íþróttahúsi Kennarahá- skólans á laugardaginn kl. 14. Tíu glímukapp- ar mætá til leiks og eru 45 glímur. Keppnin tekur rúman klukkutíma. Handknattleikur Tveir leikir verða í úrslitakeppninni í hand- knattleik karla. Selfyssingar taka á móti FH- ingum á morgun 16 og á mánudaginn mæt- ast liðin aftur, nú í Hafnarfirði og hefst leikur- inn kl. 20. Knattspyrna Fjórir leikir verða í Reykjavíkurmótinu í knatt- spymu og fara þeir allir fram á gervigrasinu í Laugardal. í kvöld kl. 20 leika Þróttur og Leiknir. Á morgun, laugardag, mætast Valur og KR kl. 17. Fram og Víkingur leika á sunnu- dag kl. 20 og Fylkir og ÍR á sama tíma á mánudag. Landsmót „old boys“ í knattspymu innan- húss verður í Valsheimilinu í dag og á morg- un. Úrslitaleikurinn fer fram kl. 17. Hlaup Tjamarboðhlaup KR fer fram í dag kl. 14. Hlaupið hefst hjá Ráðhúsinu og laupnir verða einn til tveir hringir í flokkum unglinga og eldri. Golf Golfklúbbur Hellu heldur opið golfmót á Strandarvelli í dag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 9. Golfklúbburinn Keilir heldur „Opna AIís“ punktamótið 'á laugardaginn og verður ræst úr frá klukkan 9. Golfklúbbi Grindavíkur verður með opið mót laugardaginn 2. maí. Mótið hefst kl. 8 og verða leiknar 18 holur með og án forgjaf- ar. Skráning hefst hjá Golfklúbbi Grindavíkur í síma 92-68720 í dag frá kl 16. Skylmingar Vormót Skylmingafélags Reykjavíkur heldur vormót sitt í ÍR-húsinu við Túngötu um helg- ina. Nánari upplýsingar gefa Davíð Þór (s. 75805), Hildigunnur (s. 12240) og Kári Freyr (s. 51683). Veggtennis íslandsmót karla og kvenna í veggtennis (rac- quetball) fer fram í Dansstúdíói Sóleyjar við Engjateig um helgina. Á laugardaginn verður kvennamótið og hefst það kl. 12. A sunnudag keppa Qórir til úrslita í karlamótinu en þeir eru Jóhannes H. Guðmundsson, Jón H. Stein- grímsson, Sigtryggur B. Hreinsson og Þránd- ur Arnþórsson. Kynning Framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinnar í Sittard í Hollandi er staddur hér á landi og mun ásamt íþróttadeild Úrvals-Útsýnar kynna miðstöð þessa fyrir forráðamönnum íþróttafé- laga og sambanda, þjálfurum og öðrum frámá- mönnum. Fyrsta kynningin verður laugardag- inn 2. maí í KA-heimiIinu á Akureyri og hefst kl. 11. Daginn eftir kl. 14 í félagsheimili Týs í Vesmannaeyjum og síðasta kynningin verður á mánduaginn kl. 17 í húsakynnum Úrvals- Útsýnar við Álfabakka. Uppskeruhátíð Handknattleiksdeild Fram heldur uppskeruhá- tíð deildarinnar kl. 15 á sunnudaginn í félags- heimili Fram. „VIÐ gerðum okkur fyllilega grein fyrir því þegar við mætt- um til seinni hálfleik fjórum mörkum undir, að nú væri að duga eða drepast - við ætluð- um okkur að gera allt til þess að koma í veg fyrir að tapa á heimavelli," sagði Guðjón Árnason, sem fór á kostum í FH-liðinu og tryggði FH jafn- tefli, 25:25, á eileftu stundu og framlenginu, en í henni léku leikmenn FH-liðsins við hvern sinn fingur og fögnuðu sigri. Auðvita vorum við þrælheppnir að ná að jafna þegar leik- tíminn var að renna út. Strákarnir unnu mikið þrek- SigmundurÓ. virki að vinna upp Steinarsson forskot Selfyssinga, skrífar en það var greinilegt að leikmenn Selfoss þoldu ekki að tveir leikmenn væru teknir úr umferð - þeir urðu tauga- spenntir yfir að þurfa að leika fjór- ir gegn fjórum og réðu ekki við Hans Guðmundsson og Kristján Arason, sem voru sem klettar í vörninni," sagði Þorgils Óttar M'att- hiesen. „Urðum aðtaka Einar Gunnar og Sigurð úr umferð“ „Það var ekkert annað fyrir okk- ur að gera en að taka þá Einar Gunnar Sigurðsson og Sigurð Sveinsson úr umferð. Þeir Voru búnir að vera óstöðvandi og skora stórglæsileg mörk með langskotum og þá opnuðu þeir leiðina á línunni með ógnun sinni. Það kom okkur til góða að Einar Guðmundsson meiddist og gat ekki leikið með. Selfyssingum eftir fyrri hálfleik- inn,“ sagði Kristján Arason, þjálf- ari FH-liðsins. Okkar óheppni að Einar Guð- mundsson meiddist" Einar Þorvarðarson, þjálfari Sel- fyssinga, sagðist hafa reiknað með því að Sigurður og Einar yrðu tekn- ir úr umferð. „Það er ekkert nýtt fyrir okkur að annar þeirra ef ekki báðir eru teknir úr umferð. Okkar óheppni í stöðunni var að Einar Guðmundsson meiddist, en það er fyrir okkur að missa hann eins og ef FH-ingar hefðu misst Guðjón Árnason. Við erum með ungt lið sem skortir reynslu og það er dýr- mætt að þurfa að taka út reynsluna í hreinum úrslitaleikjum um ís- landsmeistaratitlinn," sagði Einar. „Daufir og andlausir“ Selfyssingar voru búnir að skora sjö mörk með langskotum og opna línuna þannig að fjögur mörk komu þaðan í fyrri hálfleik, en FH-ingar náðu að minnka þessar tölur niður í tvö mörk úr langskotum og tvö af línu í seinni hálfleiknum. Hvað var upp á teningnum hjá FH í fyrri hálfleik? „Við vorum daufir og andlausir í vörn og sókn í fyrri hálfleik og má segja að Bergsveinn Berg- sveinsson hafi þá haldið okkur á floti,“ sagði Guðjón Árnason, hetja Einar ekki Selfossi? Einar Guðmundsson, leikstjórn- andi Selfyssinga, fékk slæmt högg á vinstra lærið, stórir mar- blettir mynduðust. „Eg vona svo sannarlega að Einar nái sér, en það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun hversu mikil bólga kemur fram á læri hans,“ sagði Einar Þorvarðar- son, þjálfari Selfyssinga. Einar meiddist í fyrri hálfleik og síðan voru kaldir bakstrar settir á læri hans í leikhléi. Hann kom haltrandi að varamannabekk Sel- fyssinga þegar tólf mín. voru búnar af seinni hálfleik, en þá voru FH- ingar bytjaðir að taka Einar Gunn- ar og Sigurð Sveinsson úr umferð. FH-inga. „Guðjón var frábær í seinni hálfleik og stjórnaði leik okk- ar eins og herforingi. Hann var maður að mínu skapi,“ sagði Krist- ján Arason, sem var mjög þjáður í öxlinni eftir leikinn. „Ég er ákveð- inn að þrauka í þessari baráttu - þó svo að ég fái engin fegurðarverð- laun fyrir handknattleik,“ sagði þessi keppnismikil þjálfari FH-liðs- ins, sem er ekki vanur að gefa tommu eftir þegar á reynir. Já, Kristján er maður að mínu skapi. Athugasemd Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Ingólfi Hannes- syni, deildarstjóra íþróttadeildar Rík- isútvarpsins: „Vegna ummæla Arnar Magnús- sonar, formanns handknattleiksdeild- ar FH, í Morgunblaðinu í gær, vill undiiTÍtaður taka eftirfarandi fram: „Ö.M. sat fund 3. des. sl. ásamt forseta íþróttasambandsins, for- manni Handknattleikssambandsins o.fl. aðilum um gólfauglýsingar o.fl. mál þeim tengd, en Ö.M. bað sérstak- lega um að slíkur fundur yrði boðað- ur. Þar var m.a. ákveðið að engar breytingar yrðu á þessum málum þar til almenn heildarstefna hefði verið mörkuð. I fundargerð segir orðrétt: „Örn Magnússon, FH, lagði áherslu á að samræmi væri milli einstakra íþróttahúsa og að FH mundi sætta sig við sameiginlega niðurstöðu." Svo mörg voru þau orð og býsna fróðleg í dag. Auglýsingar á gólfum eru hvergi leyfðar í handknattleikskeppni í Norður-Evrópu. Ástæðurnar eru fjöl- margar, m.a. þær að aðrir auglýsend- ur telja þær rýra mjög gildi skilta viðleikvang. Á Heimsmeistaramótinu í Austur- ríki var auglýsing í miðjuhring, þvert á samning á milli viðkomandi aðila. Flestar sjónvarpsstöðvarnar sem sendu frá mótinu hafa mótmælt þessu samningsbroti. Nú hefur Evrópusam- band útvarps- og sjónvarpsstöðva, EBU, tilkynnt viðkomandi aðila (í faxi dags. 27.3.) að helmingur samn- ingsupphæðar verði ekki greiddur, eða tæpar 10 milljónir ísl. króna. Gólfauglýsingar voru einfaldlega aldrei til umræðu um samningsrétt á úrslitaleikjum, einfaldlega vegna þess að slík umræða fór aldrei fram eins og áður hefur verið sagt frá.“ ■agBHBsnanr' : Vartíminn úti þegar FH skoraði? „Erfitl að sjá á eftSr vmmngnum" Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfyssinga, var að sjálfsögðu ekki ánægður með að sjá á eftir sigrinum til Hafnfirðinga. „Jú, það var erfitt að horfa á eftir vinningnum - honum var hreinlega stolið frá okkur. Ég er fullviss að tíminn var útrunninn þegar Guðjón Árna- son skoraði jöfnunarmarkið þannig að leikurinn fór í framlengingu." Leikmenn Selfossliðsins tóku undir og Sigurður Sveinsson sagði; „Tíminn var úti um leið og Guðjón fékk knöttinn inn á línuna. Gísli Felix, markvörður okkar, horfði á klukkuna þegar sendingin kom til Guðjóns - þá sýndi hún eina sekúntu, en þegar Guðjón fékk knöttinn stóð klukkan á núlli,“ sagði Sigurður. KORFUKNATTLEIKUR Torfi velur NM-hópinn Torfí Magnússon, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, hefur valið landslið- ið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Noregi 7. til 10. maí. ís- lenska liðið leikur í riðli með Finnlandi, Svíþjóð og Lettlandi, en í hinum riðlinum leika landslið Eistlands, Litháen, Danmerkur og Noregs. Jón Kr. Gíslason er fyrirliði liðsins, sem er annars þannig skipað: Teitur Örlygsson og Friðrik Ragnarsson, Njarðvík, Jón Kr. Gíslason og Guð- jón Skúlason, Keflavík, Valur Ingimundarson, UMFT, Guðmundur Bragason, Grindavík, Birgir Mikaelsson, UMFS, Magnús Matthíasson og Tómas Holton, Val, Guðni Ó. Guðnason, Páll Kolbeinsson og Axel Nikulásson, KR. Liðið leikurgegn styrktu Vesturlandsúrvali í Borgarnesi kl. 16 á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.