Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 43 NÖRRÆNT GIGTARAR Erfðir og gigtsjúkdómar eftir Alfreð Árnason Það er vel við hæfi á norrænu gigtarári að ræða örlítið í almenn- um orðum um gigt og erfðir. Gigt hefur mörg birtingarform og er raunar safn sjúkdóma eins og fram hefur komið í blaðagreinum að und- anförnu. Menn hafa löngu veitt því at- hygli að gigt getur lagst í ættir. Þetta þýðir raunar að eitthvað erf- ist sem eykur möguleikann á að fá gigt. Reyndar aðhyllast flestir þá skoðun, að utan að komandi þætt- ir, eins og sýkingar (veirur, sýklar) spili með ákveðnum erfðaþáttum og afleiðingin verður gigt. Fylgni gigtsjúkdóma og vefjaflokka uppgötvast Árið 1973 birtust greinar frá tveim óháðum rannsóknarhópum, öðrum í Bretlandi en hinum í Bandaríkjunum, sem sýndu mjög mikla fylgni með hrygg-ikt og vefj- aflokknum B27. Þessi uppgötvun braut blað í hugsanagang manna hvað snerti gigt og erfðir. Vefja- flokkarnir (HLA) erfast og eru af- gerandi hluti ónæmiserfðafræðinn- ar. Næsta skref var svo þegar sam- band fannst milli liðagigtar og veíj- aflokksins DR4 á árunum 1976- 1978. Litlu síðar var sýnt fram á að skortur ákveðinna prótína í svo- kölluðu „kompiimentkerfi“ var oft fylgifiskur rauðra úlfa, sem er sjálfsofnæmissjúkdómur líkt og gigt. Þau gen (erfðavísar) sem ákvarða ofangreinda þætti (HLA- B27, DR4, komplimentin: Bf, C2 og C4 ) eiga öll heima á þröngu svæði á sama litningi (nr. 6). 011 þessi erfðamörk eða flokkar eru til- tölulega algeng og aðeins lítill hluti þeirra sem bera þessi erfðamörk þjáist af gigt í einhverri mynd. Það þarf því eitthvað fleira til. Hitt er augljóst að vefja- og kompliment- Ljóðatón- leikar í Hafnarborg FINNSKI söngvarinn Markku Heikkinen heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarborgar, laugardaginn 2. maí kl. 20.30. Undirleikari á tónleikunum er finnski píanóleikarinn Jari Hi- ekkapelto. Markku Heikkinen er fæddur í Oulu í Finnlandi árið 1955. Hann stundaði nám við tónlistarháskól- ann í Kuopio í Finnlandi og lauk þaðan söngkennaraprófi. Markku Heikkinen starfar sem tónlistar- kennari við tónlistarskólann í Kuopio og starfar einnig við Óperuhátíðina í Savonlinna. Hann hefur haldið tónleika víða í Finn- landi og í Sovétríkjunum. Á efnisskrá tónleikanna í Hafn- arborg eru verk eftir Schumann, Tsjajkovskíj, Kuula og Kilpinen. ----------» ♦ ♦----- Helgi Valdimars- son sýnir í Gall- eríi Emils SUNNUDAGINN, 26. apríl hófst sýning í nýjum sýningarsal, „Gall- erí Emil“ í kjallara Austurstrætis 6 á verkum Helga Valgeirssonar, myndlistarmanns sem sýnir þar verk sín fram til 10. maí. Verkin eru unnin í olíu. Þetta er fimmta einkasýning Helga, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. flokkun er mjög gagnlegt hjálpar- tæki við greiningu og ákvörðun á meðferð gigtsjúk- dóma. Vefjaflokkur- inn B27 Tæplega 18% íslendinga hafa vefjaflokkinn B27 sem er tvöfalt al- gengara en gerist meðal nágranna- þjóða. Það mætti því búast við hærri tíðni þeirra sjúkdóma sem tengjast þessum vefjaflokki á ís- landi en í nágrannalöndum. Um þetta vantar heimildir og er nauð- synlegt að afla þeirra. Til þess að það megi verða þarf sameiginlegt átak allra sem greiningar stunda á slíkum sjúkdómum svo hin raun- verulega tíðni verði ljós. „Slíkar rannsóknir er auðveldara að stunda hér en víða annars stað- ar. Þjóðin er tiltölulega fámenn og stærðin því viðráðanleg, ættartölur þokkalega skráðar og ættfræðiáhugi almenn- ur og síðast en ekki síst er fólk mjög skilnings- ríkt hvað rannsóknir varðar og samstarfs- viyi góður.“ Sérstaða íslands Eins og áður segir þá getur gigt hijáð marga í sömu ætt meðan aðrar ættir eru lausar við hana. Nánari athuganir á þessum „gigtar- ætturn" hefur tvöfalda þýðingu, þ.e. hún gagnast þeim sem gigtin hrjáir en ekki síður, er til lengri tíma er litið, eykur hún skilning okkar á eðli þessara sjúkdóma. Ráða mætti í hvaða áhrif mismun- andi niðurröðun erfðaþátta hefur á mynd sjúkdómsins og hversu þung- bær hann er. Slíkar rannsóknir er auðveldara að stunda hér en víða annars stað- ar. Þjóðin er tiltölulega fámenn og stærðin því viðráðanleg, ættartölur þokkalega skráðar og ættfræði- áhugi almennur og síðast en ekki síst er fólk mjög skilningsríkt hvað rannsóknir varðar og samstarfsvilji góður. Hér er líka að finna góða læknisfræðileg sérþekkingu á þessu sviði sem með vaxandi þekkingu í ónæmiserfðafræði gætu skýrt þetta flókna fyrirbæri sem gigtin er. Eitt Alfreð Árnason er víst að það er aðeins með rann- sóknum, miklum rannsóknum, að „gigtargáturnar" verða leystar að nokkru marki. Höfundur er doktor í erfðamarkafræði og forstöðumaður Vísindarannsóknastofu Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.