Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 10
I 1 10 MORGÚNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 911 91 97 A L^RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI tm I I vv*blO /V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasaii Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Glæsileg eign við Selvogsgrunn Steinhús ein hæð 171,2 fm nettó. Bílskúr um 30 fm. Töluvert endurn. Glæsil. trjágarður. Frábær staður. Með 40 ára húsnæðisláni ný og glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæð v. Jöklafold. Sérþvottaaöstaða. Fullgerð sameign. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Skammt frá Dalbraut - gott verð Vel með farin 4ra herb. íb. á 4. hæð tæpir 90 fm nettó. Nýl. gler. Danfoss kerfi. Sólsvalir. Risherb. fylgir m. snyrtingu. Útsýni. Verð aðeins kr. 6,5 millj. Nýendurbyggt og stækkað einbhús v. Háabarð Hafnarfirði ein hæð 130 fm. Bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Útsýni. Eignaskipti möguleg. Á úrvalsstað á Nesinu neðri sérhæð í tvíbhúsi v. Skólabraut 4ra herb. tæpir 100 fm. Nýendur- byggð. Góður, upphitaður bilsk. Eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Lyngmóar - útsýni - bílskúr 4ra herb. íb. á 2. hæð tæpir 100 fm. Nýl. mjög góð. 3 svefnherb. Góður bílskúr. Frág. lóð. Skipti mögul. á minni íb. í borginni. í nýja miðbænum óskast á söluskrá 4ra herb. íb. um 100 fm helst á 2. hæð. Fjárst. kaupandi. • • • ____________________________________ Opið í dag kl. 10-16. Fjársterkir kaupendur. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 if Opið í dag kl. 11-14 Einbýlishús HLÉSKÓGAR Einbhús 210 fm m. aukaíb. á jarðhæð. Góð- ur 38 fm bílskúr. Falleg hornlóð. Gott út- sýni. Verð 17,5 millj. VESTURBERG Gott einbhús, 189,3 fm, m. 5 svefnherb. og glæsil. stofu. Góður garöur. 29 fm bíl- skúr. Auk þess stórt ófrág. svæði í kjallara. Veró 13,7 millj. BUGÐUTANGI MOS. Vandað og vel með farið hús á einni hæð, 163,2 fm m. samb. bílsk. Stór og sérstakl. falleg lóð. Verð 12,5 MIÐBRAUT Fallegt og vel staðsett 140 fm einbhús með 23 fm góðum bílsk. 3 svefherb., góð stofa, sólstofa, sauna. Góð lóö. .Góð, skemmtil. og vel staösett eign. Verð 13,8 millj. HÁTEIGSVEGUR 44 Lögfræðlngur Þórhildur Sandholt Sölumenn Glsli Sigurbjörnsson Sigurbjörn Þorbergsson 4ra-6 herb. HRÍSMÓAR - GBÆ Einstaklega falleg 4ra-5 herb. íb. á efstu hæð í litlu fjölbhúsi. Mjög fallegt 45 fm baðstofuloft. Frábært úsýni. Eign ísérflokki. SEILUGRANDI Góð 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð ásamt stæði í bílskýli. Tvennar svalir. Mjög gott um- hverfi og leiksvæöi barna. ESKIHLÍÐ 4ra herb. íb. á 4. hæð. Gott útsýni. Svalir í vestur. Áhv. 4,8 millj. Laus strax. ROFABÆR Mjög góð 5 herb. íb. á 2. hæð 113,7 fm. 4 svefnherb. Parket. Húsið nýklætt að utan. Nýtt gler. Verð 8,6 millj. KLEPPSVEGUR Falleg og vel um gengin 4ra herb. íb. á 1. hæð í fjölbhúsi. Laus. Verð 6,8 millj. OFANLEITI Gullfalleg 5 herb. endaíb. á 2. hæð 115,9 fm. Gegnheilt parket á gólfum. Allar innr. og búnaöur í sérfl. Gott bílskýli fylgir. Áhv. góð lán 4,5 millj. Getur losnað strax. Verð 11,5 millj. KRUMMAHÓLAR 132 fm íb. á 6. og 7. hæð. 4 svefnherb. Stórar svalir. Sérinng. Góður bílsk. fylgir. Verð 8,2 millj. Virðulegt einbhús á mjög góðum stað m. tvöföldum bílskúr. Rað- og parhús LERKIHLIÐ Mjög fallegt raðhús 6-7 herb. kj. og tvær hæðir ásamt góðum bílskúr. Góð lán geta fylgt. BRÚNALAND Endaraðh. á tveim hæðum, 225 fm. 4 svefnh. og gott sjónvarpsh. á neðri hæð. Eldhússkáli, bókaherb. og stór stofa m. góðum suðursv. á efri hæð. Skjólgóður af- girtur garður. 22 fm bílsk. REYÐARKVÍSL Glæsíl. 232 fm raóhús á tveimur hæðum. Góðar stofur og stórt eldhús á neðri hæð. 4 svefnherb., baðstofuloft. 38,5 fm bílsk. FUNAFOLD Stórgl. 237 fm raðhús á tveimur hæðum með tvöf. innb. bílsk. Mjög vönduð og vel búin eign með fyrsta flokks innr. og gólfefn- um. Stórar suðursv. Verð 16,8 millj. TUNGUVEGUR Gott raðhús. Efsta hæðin 3 svefnherb. og baðherb. Miðhæð stofur, eldhús og inn- gangur. i kjallara þvottahús, geymslur og tómstundaherb. Fallegur garður. V. 8,2 m. Hæðir LÆKJARSEL Sérstakl. glæsil. sem ný 192ja fm efri sérh. í tvíbhúsi á góðum stað í Seljahverfinu. All- ur búnaður 1. flokks. Bílsk. fylgir. TÓMASARHAGI 106 fm íb. á 1. hæð m. sérinng. 2 stofur, 2 herb. Bílskréttur. Suðursv. Laus strax. SÓLHEIMAR Glæsil. neðri sérhæð, 129,2 fm ásamt góð- um 32 fm bílsk. Laus fljótl. Verð 12,5 millj. 3ja herb. REYNIMELUR Vönduö 3ja herb. íb. á 1. hæö í góðu fjölb- húsi. Nýtt parket. Suðursv. Laus strax. Verö 7,0 millj. OFANLEITI Falleg íb. á 4. hæð 90,8 fm í nýl. fjölbhúsi. Stór stofa með parketi og stórum svölum. Þvhús í íb. Laus eftir samkomul. V. 9,5 m. KRUMMAHÓLAR Snyrtil. 89,5 fm íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. Stæði í sameiginl. bílskýli. Laus fljótl. Verð 6,6 millj. ENGIHJALLI - KÓP. Falleg 3ja herb. íb. á 1. hæð 78,1 fm. Góð lán fylgja íb. um 3 millj. 2ja herb. HAMRABORG Góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Laus nú þegar. Bilskýli. FURUGRUND Góð 2ja herb. einstaklib. á 2. hæð í fjölb- húsi. Stórar vestursv. Faliegt útsýni. BLIKAHÓLAR Snotur 2ja herb. íb. á 7. hæð í lyftuh. 57,3 fm. Verð 5,1 millj. UNNARBRAUT - SELTJ. Björt og hugguleg íb. m. sérinng. éjaröh., 51,4 fm. Parket. Laus fljótt. Verð 4,9 millj. ASPARFELL Falleg 2ja herb. íb. í lyftuh. Húsið er í góðu ástandi. Húsvörður. Verð 4,7 millj. KLEPPSVEGUR Falleg íb. á 2. hæð 55,6 fm. Austursv. Hús í góðu ástandi. Verö 5,2 millj. m W Meira en þú geturímyndað þér! Umsjónarmaður Gísli Jónsson Þá skulum við líta á fjögur kvenkynsorð í óreglulegri beygingu (V. flokki) sterkra nafnorða. Þessi orð beygðust með sama lagi að fornu, en ekki hafa þau öll farið sömu slóð til okkar daga. Þetta era orðin lús, mús, brún og gás. Beyging ein- tölu er einföld, til dæmis: lús - lús - lús - lúsar, og þetta hef- ur ekki breyst. En í flt. gerðust tíðindi. Hún var þannig í fornís- lensku: lýss, mýss, brýnn, gæss. Brýnn Egils bónda á Borg fóra í lag, er Aðalsteinn Engla- konungur kunni sig. Gæss gullu við í túni i Guðrúnarkviðu, og urðu þar reyndar meiri stór- merki. Elucidarius hét fornt fræðslurit, uppbyggilegt. Þar koma fyrir lýss og kleggjar, og munu síðar nefndu skordýrin hafa verið fleyg. Og í Ólafs sögu helga eftir Snorra Sturlu- son segir: „En í því bili laust Kolbeinn svá goð þeira, svá at þat brast allt í sundr, ok hljópu þar út mýss, svá stórar sem kettir væri, ok eðlur ok ormar. En bændr urðu svá hræddir, at þeir flýðu, sumir til skipa, en þá er þeir hrundu út skipum sínum, þá hljóp þar vatn í ok fylldi upp, ok máttu eigi á koma, en þeir, er til eykja hljópu, þá fundu eigi.“ Hvernig gátu svona skrýtnar fleirtölumyndir orðið til? Úr frumnorrænu: *lúsiR, *músiR, *brúniR, *gásiR. í öllum þess- um dæmum hefur i valdið hljóð- varpi og síðan fallið brott, og þá gat orðið samlögun: sR>ss. Hvað svo? Við skulum taka hvert orð fyrir sig hægt og rólega. Byijum á brýnn. Menn þreyttust á því að bera fram tvöfalt (langt) n á eftir ý, fóru að segja brýn. Þetta gerum við stundum enn. Við berum einhverjum eitthvað á brýn = „beram það upp á brún- irnar á honum“, „slengjum því framan í hann“, „segjum það upp í opið geðið á honum“. Brúnirnar skrifaði ég áðan. Hvers konar tal er þetta eigin- lega? Framnorræna, sbr. *brún- iR? Já, það stappar nærri, einna líkast því að við séum farin að tala framnorrænu. Augabrúnir, fjallabrúnir, segjum við. En ef krakkar segja „lúsir“ og „mús- ir“, hvað geram við þá? Snuprum þessi grey sem löngum eru gædd meiri samræmiskennd í máli sínu en við sem eigum að heita fullorðin. Og við eram ekki sloppin. Við segjum ekki alltaf augabrúnir, við föram stundum í framkvæmdir og segjum augabrýr. Hvernig má nú þetta vera? Jú, með greini var fleirtala af brún: brýnnar og af brú: brýrnar. Þegar við hættum að bera þetta gætilega og fallega fram, hreyttist út úr okkur í báðum dæmum „brýd(d)nar“, og þá átti ruglingurinn góð sóknar- færi. Svo erum við að skamma blessuð börnin sem vilja hafa samræmi og segja lúsir, músir og brúnir. En við týndum snemma seinna s-inu aftan af kvikindunum og segjum nú lýs og mýs. Á Þormóði í Gvendareyjum voru ekki „augabrúnir“. Hann kvað: Álfar hreykja issum sín, eldi feykja mér fyrir brýn, þankann veikir þeirra sýn; þú mátt kveikja, dóttir mín. En hvað um gásina? Þar var fornt mál ein gás og margar gæss. Nú er allt komið í rugl og óefni. Annað s-ið er dottið aftan af fleirtölunni, og það sem eftir stendur, gæs, er orðið ein- tala. Síðan gerum við okkur lítið fyrir, stelum nýrri ir-endingu á fleirtöluna og segjum nú ein gæs og margar gæsir. Þarna hafa Danir heldur en ekki slegið okk- ur við, þeir segja: en gás og mange gæs. Einstaka sinnum segjum við þó gás, ýmist til spari eða í spaugi. Enn tölum við um Grá- gás, og enn gætum við sungið, eins og á stríðsárunum: Tri, Tri, Tri, Tri, Trína, Gilitruttína, ljótur er hann á þér gásarhamurinn. Má, mánaljósið málaði fjósið, og mættu mér við ka, ka, ka, kamars- innganginn. 693. þáttur Og er nú held ég meira en nóg sungið að sinni. Fáein tökuorð: 1) gaberdín, „fataefni", mjög um talað á sinni tíð; úr dönsku eða ensku gabardine. Orðið er ættað úr gamalli frönsku og á sér langa sögu. Frummerking; „pílagrímabúningur“. 2) gaflok, „létt, lítið kast- spjót“. Orðið er keltneskrar ætt- ar, komið til okkar úr fornri ensku, kannski skylt gaffall. 3) galapín, „flón, æringi“, tökuorð úr skosku og merkir þaf þjónn, en líklega hjá okkur orðið fyrir merkingaráhrifum frá gal- inn eða galgopi. Staðarhóls- Páll var svo ógætinn í orðum, að hann nefndi herra Guðbrand Þorláksson galapín, þegar bisk- up vildi ekki gefa honum Hall- dóru dóttur sína, og var þó Páll enn ekki lögskilinn við Helgu Aradóttur. 4) gal(I)osía, venjulega í fleir- tölu gal(l)osíur, „skóhlífar“. Komið úr dönsku galoche, en í dönsku komið úr frönsku og ættað úr latínu. Merkti upphaf- lega „gallískur ilskór“. 5) gambri, „heimabruggað, áfengt öl (ósoðið)“, leitt af er- lendu mannsnafni. Konungur nokkur flæmskur, Gambrius að nafni, var talinn upphafsmaður ölgerðar á 9. öld. íslendingar hafa kannski tengt orðið gambri við sögnina að gambra = gaspra, gorta, og nafnorðið gambúr sem umfram gort getur merkt kátínu og hvassviðri. 6) gammosía, „há skóhlíf eða legghlíf". Orðið er komið til okk- ar úr dönsku gamache eða gamaske, en er ættað úr arab- ísku og merkir eiginlega „leður frá Gadames (í Trípólí)“. Vilfríður vestan stældi úr ensku: Gunnvör drottning var kropin á kné, spyr kóng Artúr hvort mögulegt sé að hann sjálfur, þessi elska, léti lordinum velska lykil að skírlífisbeltinu í té. VITASTIG 13 26020-26065 Gaukshólar. 2ja herb. góö íb. 56 fm. Suöursv. Góð lán áhv. Falleg sameign. Verð 4,9 millj. Skúlagata - þjón- ustuib. 2ja herb. glæsil. fb. 69 fm auk bilskýtis. GI«Sit. ut- sýni. Vastursv. Góð lán áhv. Trönuhjalli. 2ja herb. góð íb. á jarðhæð í fjölb. Sérgarður. Áhv. 3,0 millj. húsbr. Verð 5,9 m. Ljósheimar - „pent- house“. Góð 115 fm endaib. á efstu haoð. Stór stofa, sérforsth. m. ányrtmgu. 36 fm þaksvalir. Gtæai. útsýni. Hagst. lán éhv. Hjallavegur. Hæð og ris í tvíbhúsi 102 fm mikið endsurn. Verð 8,7ynillj. Vorsabœr. Fallegt elnbhús á oinni hæð ca 140 fm ésamt 40 fm bilskúr. Nýtt gler og gluggar. Arinn. Verð 13,5 millj. FÉLAG HFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fastelgnasali, hs. 77410. Arleg kirkjureið Fáks- manna til Langholtskirkju FÉLAGAR úr hestamannafélag- inu Fáki í Reykjavík munu nk. sunnudag 23. maí fjölmenna til kirkjureiðar að Langholtskirkju eins og þeir hafa gert mörg undanfarin ár. Safnast verður saman á félagssvæði Fáks í Víðidal og riðið niður Elliðaár- dal sem leið liggur að kirkj- unni, en guðsþjónusta hefst þar kl. 11. Fáksfélagar munu leggja sitt að mörkum við guðsþjónustuna. Hestagæsla verður á vegum þeirra í girðingu austan við kirkjuna, Gunnar Eyjólfsson og Klemenz nMnnnnisEfii >ími h7‘,KI,,IO • Sidiimula 21 Hagamelur. 3ja herb. góð kjíb. í þríbýli á eftisóttum stað v. Flagamel. Sérinng., sér- hiti. Tvöfalt nýtt gler. Parket. Verð 6,7 millj. Nýi miðbærinn. Rúmgóð og óvenju glæsileg 5 herb. íb. um 116 fm auk stæð- is í bílgeymslu. íb. er laus nú þegar. Verft: Tilboft. 2521. Jónsson leikarar munu lesa ritn- ingartexta, systurnar Hjördís Elín, Ingibjörg og Þórunn Lárusdætur munu leika á trompet, Þorkell Jó- elsson á horn og einsöngvari verð- ur Signý Sæmundsdóttir. Að guðsþjónustunni lokinni verður framreidd kjötsúpa í safn- aðarheimilinu að gömlum og góð- um íslenskum sið svo að hesta- menn eiga að geta riðið út í sumar- blíðuna, sem þá verður vonandi komin, andlega og líkamlega vel nærðir. Á fyrri tímum þótti það jafnan nokkur tilbreyting í hversdagsleik- anum þegar heimilisfólk á bæjum fékk að fara ríðandi til kirkju sinn- ar. Nú þykja kirkjuferðir vart nokkur nýlunda lengur eftir að samgöngur breyttust og ferðalög urðu á hvers manns færi. En það er nú svo með gamla siði, að þeir deyja ekki alveg út ef þeir hafa eitthvað sér til ágætis. Margir hestamenn hafa reynt að kirkju- reið er í senn skemmtileg tilbreyt- ing, góður félagsskapur og hoil útivera. Það er von okkar að sem flestir hestamenn beisli fáka sína á sunnudaginn og taki þátt í kirkju- reiðinni að Langholtskirkju. - Sr. Flóki Kristinsson, sóknar- prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.