Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 43 Minning Guðlaug Lovísa Einarsdóttir frá Fáskrúðsfirði merkingu þess orðs. Hann æfði íþróttir og áttu aflraunir og fang- brögð hug hans í þeim efnum. Þar ber íslenska glímu hæst, í henni var hann keppnismaður frá barnsaldri og vitnar verðlaunagripasafnið á heimilinu um árangurinn. Hann keppti á öllum mótum sem mögulegt var og fór einnig erlendis til að etja kappi við þarlenda í framandi fang- brögðum og til að kynna þjóðar- íþróttina. Tryggvi var mikill keppnis- maður og gaf ekki sitt eftir fyrr en í fulla hnefana og ekki efa ég að Grettisbeltið hefur verið komið í sigt- ið. Maður var stoltur af frænda sín- um í sjónvarpinu, og sagði við dæt- urnar „sjáið þið Tryggva frænda ykkar, hann leggur á þá alla“. Nám og skóli var nokkuð sem reyndist frænda mínum létt. Keppn- isskapið kom þar fram, í endalausri sókn eftir betri einkunnum. Ekki svo að skilja að einkunnirnar hafi verið lélegar, þvert á móti, 8 og 9 í öllum prófum en keppnismaðurinn vildi meira. Tryggvi var veiðimaður að upp- lagi, bæði á fugl og fisk. Veiðar stundaði hann hvenær sem færi- gafst, fyrst undir góðri handleiðslu föður síns og afa sem báðir eru þekktir af veiðimennsku, síðan á eig- in spýtur. Hjá Strandarfeðgum þarf yfirleitt ekki að spyija hvort veiðist, heldur hve mikið, slíkt er innsæið í veiðilendumar, náðargáfa sem ekki er öllum gefín. Drengileg framkoma við bráðina og góð umgengni við landið var honum í blóð borinn. Tryggvi var kominn heim úr Laugaskóla, sem þá hafði útskrifað sína fyrstu stúdenta, að ári liðnu væri hann í þeirra hópi. Framundan var sauðburðurinn, áburðardreifíng, veiðimennska, heyskapur, meiri veiði og loks göngur og réttir áður en skóli hæfíst að nýju í haust. Svona var þetta alltaf hjá Tryggva, nóg að gera og dagskráin tilbúin langt fram í tímann. En stundum sækir efinn á, emm við á réttri braut? Er betra að vera í öðra námi, öðrum skóla? Hvemig gengur sauðburðurinn? Hvað á að gera við lambféð þegar vetrarveður geysa á sauðburði? A maður að gera eitthvað annað? Er grasið nokkuð grænna hinum megin? Þetta eru þær spurningar sem við veltum fyrir okk- ur er við hittumst í síðasta sinn. Hvar er í heimi hæli tryggt og hvíld og mæðufró? Hvar bærist aldrei hjarta hryggt? Hvar heilög drottnar ró? Það er hin djúpa dauðra gröf, - þar dvínar sorg og strið -, er sollin lífs fyrir handan höf er höfn svo trygg og blíð. Þú kælir heita hjartans glóð og heiftar slökkur bál, þú þaggar niður ástaróð og ekkert þekkir tál. Þú læknar hjartans svöðusár og svæfir auga þreytt, þú þerrar burtu tregatár og trygga hvíld fær veitt. Þú griðastaður mæðumanns, ó, myrka, þögla gröf, þú ert hið eina hæli hans, og himins náðargjöf. (Kristján ijallaskáld) Mikill harmur er að okkur kveð- inn, en þó mestur er hann hjá foreldr- um, systkinum, öfum og ömmum, þau bið ég góðan Guð að varðveita og styrkja í sinni miklu sorg. Far þú í friði frændi sæll. Pétur Snæbjörnsson. Sviplegt fráfall Tryggva Héðins- sonar hefur komið sem reiðarslag að okkur öllum. Stórt skarð hefur myndast í hinn vaxandi flokk ungra manna sem lagt hafa stund á þjóð- aríþrótt okkar á undanfömum áram. Tryggvi hóf ungur iðkun glímunnar og var þar strax framarlega í flokki. Hann hafði unnið til fjölmargra titla og verðlauna í yngri flokkum og sýndi jafnan mikla hreysti og dugnað í keppni. Tryggvi stefndi jafnan að bestum árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur enda var hann í fremstu röð hvarvetna í íþróttum, námi eða starfí. Það er vissulega erfitt að sætta sig við að slíkt mannsefni muni ekki starfa með okkur framar. Árið 1989 var Tryggvi Héðinsson valinn efnilegast glímumaður ársins af stjórn GLÍ. Hann sýndi það og sannaði að þetta val var engin tilvilj- un. Á næstu árum var hann þó korn- ungur væri kominn í hpp sterkustu glímumanna landsins. Á síðustu ís- landsglímu náði Tryggvi frábæram árangri er hann tryggði sér þriðja sætið eftir harða úrslitakeppni við öfluga andstæðinga og sýndi þar sína bestu glímu. Tryggvi var tæplega meðalmaður á hæð, sterkbyggður og afrendur að afli. Góðir hæfíleikar, ásamt vilja- styrk og ástundun, höfðu skilað hon- um í röð fremstu glímumanna lands- ins. Félagar hans úr keppni og mörg- um utanlandsferðum á vegum Glímu- sambandsins munu sakna góðs fé- laga sem létti lund manna og gott var að hafa með í ferðum. Þó var meira um vert að Tryggvi var drengur góður, prúðmenni sem gaf öðrum gott fordæmi með áhuga og dugnaði. Þeir sem mest hafa starfað innan glímunnar á undan- fömum áram hafa kynnst afar vel innbyrðis. Brotthvarf eins úr hópnum snertir okkur alla djúpt. Þegar slíkt gerist að ungur og efnilegur maður er hrifinn brott á morgni lífsins eru orð lítils megnug. íþróttin okkar hefur misst góðan liðs- mann, góður félagi er horfínn. Mest- ur er þó missir fjölskyldu hans og viljum við stjómarmenn Glímusam- bandsins votta aðstandendum Tryggva okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Stjóm Glimusambands íslands. Fædd 14. janúar 1911 Dáin 16. maí 1993 Mig langar að minnast vinkonu minnar með fáeinum orðum. Þótt við Guðlaug værum báðar fæddar í Vestmannaeyjum, kynnt- ist ég henni 'ekki fyrr en hún var orðin uppkomin stúlka. Okkar fyrstu kynni voru í Hvamminum á Höfn í Hornafirði þar sem ég var ung heimasæta. Það var siður á þeim árum að taka hjálparstúlkur inn á heimilið. Þetta var mannmargt útgerðar- heimili og hálfgerð samgöngumið- stöð í þorpinu. Ég man að okkur stelpunum þótti gaman að fá þenn- an nýja gest í plássið. Guðlaug var kát og skemmtileg og átti gott með að umgangast heimafólkið og fara í leiki með okkur stelpun- um. Hún innleiddi danskan og norskan boltaleik í plássið og bar með sér fleiri uppákomur frá Vest- mannaeyjum. Foreldrar Guðlaugar voru Ing- unn Jónsdóttir, Austur-Skaftfell- ingur að ætt og Einar Þórðarson af Skógaætt undan Eyjafjöllum. Þau hjónin bjuggu í Vestmanna- eyjum og eignuðust átta börn. En lífshamingjan var þeim ekki að sama skapi hliðholl. Ingunn deyr frá bamahópnum sínum ung- um og fóru börnin eftir það sitt í hveija áttina til uppfósturs. Tveir yngstu drengjanna voru þá mjög ungir, annar var 4ra ára, Páll Víd- alín, sem síðar varð fósturbróðir minn, hinn var yngri. Guðlaug ólst upp á Kirkjubóli í Vestmannaeyj- um hjá góðu fólki, við þó nokkum aga. I Eyjum fékk hún sína mennt- un og þar eignaðist hún sína bestu æskuvinkonu, sem hún saknaði mjög er leiðir skildu. Ásgeir, elsti bróðirinn, var alinn upp á Kálfafelli í Suðursveit hjá frændfólki sínu, hinn mesti mynd- armaður sem ætíð lét sig varða afdrif yngri systkinanna. Hann réð síðar Guðlaugu sem vinnukonu að prestsetrinu Kálfafellsstað í Suð- ursveit til séra Jóns Péturssonar og móður hans sem þá var orðin ekkja eftir séra Pétur Jónsson sóknarprest staðarins. Sjálfur var Ásgeir þá ráðsmaður á búinu. Eftir veru sína á Kálfafellsstað var Guðlaug um tíma kaupakona á Eystribænum í Flatey á Mýrum. Þaðan lá svo leið hennar á Höfn sem fyrr segir, þar sem hún var hjálparstúlka í Hvamminum. Á höfn kynnist hún mannsefn- inu sínu Gunnari Þórðarsyni sem þá var vélamaður á mb. Björgvin, bát þeirra Hvammsbænda, Jóns J. Brunnans og Sigurðar Ólafsson- ar. Þau kynni leiddu síðar til frek- ari sambúðar. Með Gunnari fluttist hún síðan á Fáskrúðsfjörð og þar gengu þau í hjónaband og byrjuðu sinn búskap í Ásbyrgi, heimili Gunnars sem þá bjó í foreldrahús- um; Þórður faðir Gunnars bjó þá í Ásbyrgi og reyndist Guðlaug honum vel. Hún var hlý og góð manneskja, mjög barngóð og hændust börn mjög að henni. Það man ég frá Hvammsárunum þegar hún var að endursegja sögurnar úr dönsku blöðunum. Með þessi blöð kom danski skipstjórinn á kaupfélagsskútunni Sif á vorin. Munaði Guðlaugu ekkert um að krydda sögurnar með skemmtileg- um frásagnarblæ sem féll vel í kramið hjá ungu kynslóðinni sem á hlýddi og jók það á ævintýra- ljómann. Þá má ekki gleyma því hvað hún kom vel fram við gam- alt fólk og sér í lagi þá sem eitt- hvað áttu bágt. Hún fann greiða leið inn í hjörtu þeirra með ljúfri framkomu og reyndi þá að gefa sem mest af sjálfri sér til að gleðja þá. Gunnar þekkti hvert mannsbarn á Fáskrúðsfirði þegar hann kom með sína ungu brúði í fjarðarbæ- inn sinn, milli hárra fjalla. Eftir það var fjörðurinn hans hennar heimkynni. Á Fáskrúðsfírði eign- aðist hún marga góða vini. Guð- laug var félagslynd og starfaði bæði í kvenfélaginu og slysavarna- félaginu á staðnum og blandaði geði við félagssystur sínar. Gunnar er duglegur maður sem alltaf hefur haft nóg fyrir stafni. Eftir sína sjómannstíð gerðist hann vörubílstjóri og vegavinnu- verkstjóri í mörg ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hreppsfélagið eins og faðir hans hafði gert. Hann hefur alltaf haft mikið yndi af ferðalögum og mikið ferðast á eigin vegum, en mest var þó-gaman ef eiginkonan gat ferðast með, en síðari árin var hún ekki nógu hraust til að njóta þess sem skyldi. Þá kom sér líka vel að eiga duglegan mannskap að, sem gat tekið af henni snúninga og svo sannarlega var Gunnar allt- af tilbúinn að rétta henni hjálpar- hönd. Þau Guðlaug og Gunnar eignuð- ust tvö börn, Oskar og Þóru. Þóra er búsett í Mosfellsbæ, mesta myndarhúsmóðir sem jafnan tók vel á móti foreldrum sínum er þau voru þar á ferð. Óskar er búsettur á Fáskrúðsfirði og byggði sitt hús í föðurtúni. Hann starfar sem at- vinnubílstjóri og keyrir vöruflutn- ingabíl á milli Fáskrúðsfjarðar og Reykjavíkur. Gunnar og Guðlaug byggðu sér nýtt hús er efni leyfðu og standa hús þeirra feðga hlið við hlið. Barnabömin ganga daglega um sömu stéttina á milli húsa. Slík voru forréttindi að fá að alast upp í faðmi afa og ömmu. Þetta ná- býli hefur líka verið Gunnari stuðningur nú í seinni tíð eftir að Guðlaug missti heilsuna og mátti dvelja fjær sínu heimili. Síðustu árin dvaldist hún á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði þar sem hún fékk notalega hjúkrun og aðhlynningu. Fyrir það er Gunnar þakklátur. Eins var það huggun fyrir Gunnar að eiga Nönnu systur sína að á staðnum til að heimsækja og spjalla við, en Nanna er trygg og góð kona sem ætíð vildi bróður sínum vel. Ég vil að lokum þakka Guð- laugu góðar endurminningar frá okkar kynnum um leið og ég sendi Gunnari, börnum hans og þeirra fjölskyldum mínar bestu samúðar- kveðjur. Blessuð sé mining Guðlaugar Einarsdóttur. Jónína Brunnan. Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. Starfsmenn Reykjuvíkurborgar munu sjó um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk. Einnig er auðvelt að losna við rusl í gámastöðvar Sorpu sem eru við: Ánanaust móts við Nlýragötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Strandvegar og Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni hreinni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík hreinsunardeild í dag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fást afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ við Sigtún, Miðbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Árbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.