Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 29 Markaðsfulltrúi Búnaðarbankans um samskipti við Rússnesku viðskiptaskrifstofuna Liður í tilraunum til að selja íslenskar vörur til Rússlands HEIMIR Hannesson, fyrrverandi markaðsfulltrúi í erlendum viðskipt- um hjá Búnaðarbankanum, segir að samskiptin við íslensk-rússnesku viðskiptaskrifstofuna hf. (IRBA hf.) hafi verið vegna tilraunar til að reyna að selja íslensk matvæli og ullarvörur, ekki sist saltsíld, til Rússlands. Annar eigandi IRBA telur sig hafa verið búinn að ná samningi við Búnaðarbankann um sölu á 500 þúsund tonnum af járni en Heimir segir að samningar hafði aldrei náðst. Bankaeftirlit Seðlabanka ís- lands lýsti því áliti sínu, að lokinni ítarlegri athugun, að Búnaðar- bankinn hefði með samskiptum við Islensk-rússnesku viðskiptaskrif- stofuna hf. farið út fyrir starfs- heimildir sínar samkvæmt lögum. í áliti sínu, sem dagsett er 2. apríl sl., segir bankaeftirlitið að umrædd starfsemi bankans geti ekki talist til viðskiptabankastarfsemi eða þjónustustarfsemi í eðlilegum tengslum við hana. Ófáanlegir að ljúka samningi Tilefni athugunar bankaeftirlits- ins er bréf Sverris Arnar Sigur- jónssonar, viðskiptafræðings og annars aðaleiganda fyrirtækisins, sem hann skrifaði eftirlitinu í nóv- ember til að vekja athygli á vinnu- brögðum bankans. Sverrir vekur einkum athygli á viðskiptum um óunnið járn. Fullyrðir hann að samningar hefðu tekist við selj- anda um 500 þúsund tonn á 38 dollara tonnið. Bankinn hafi stað- fest þessi viðskipti en verið ófáan- legur til að ljúka samningi þrátt fyrir margendurteknar ítrekanir. Sverrir Örn sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt þessi við- skipti við Búnaðarbankann, eina virtustu stofnun landsins, og það hefði því komið honum mjög á óvart að ekki hefði tekist að fá bankann til að standa við skuld- bindingar sínar. IRBA er nú að undirbúa málaferli á hendur bank- anum vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna samningsrofa bankans. í vetur krafðist fyrirtækið tæplega 8 millj- óna kr. en Sverrir Örn sagði að sú fjárhæð væri nú til endurskoð- unar. Guðni Ágústsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, hefur talað um að fyrirtækið hafi reynt að beita bankann fjárkúgun, kraf- ist peninga fyrir að þegja um mál- ið. Sverrir Örn sagðist vísa slíkum ummælum til föðurhúsanna, krafan hefði verið sett fram vegna tjóns fyrirtækisins en aldrei hefði verið talað um að bankinn gæti keypt þögnina. „Það er alvarlegt mál að vera sakaður uni fjárkúgun af svo virtri stofnun. Eg mun ekki sitja undir því,“ sagði hann. Samningar tókust ekki Heimir Hannesson lýsir járnvið- skiptunum á annan hátt: Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að í nóvember 1991 hefði Vladimir Verbenko, fyrrverandi yfirmaður kynningardeildar sovésku áróðurs- deildar APN/Novosti, kynnt fyrir Búnaðarbankanum áhuga aðila í Moskvu á að kaupa héðan verulegt magn matvæla, ekki síst saltsíld og ullarvöru, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem voru í fyrrverandi Sovétríkjum þennan vetur. Þeir hefðu engan gjaldeyri haft en boð- ið vörur sem þriðji aðili teldi sér fært að kaupa. Hann sagði að hlut- verk Búnaðarbankans hefði ein- ungis átt að vera í því fólgið að koma upplýsingum á milli eftir því sem þörf krefði og varðveita hugs- anlegt söluandvirði samkvæmt, bankalegri venju. Heimir sagði að málið hefði ver- ið kynnt bankastjórn sem talið hefði rétt að láta á þetta reyna, ekki síst með tilliti til erfiðeika í saltsíldarsölu. Samráð hafi verið haft við sendiráð Islands í Moskvu og fulltrúa helstu útflytjenda. Öll- um hafi verið ljós aðild og hlutverk bankans. Heimir sagðist hafa talið að Verbenko kynni að hafa- einhver þau sambönd í kerfinu þarna eystra sem hann hefði sagst hafa. Hann sagðist þó fljótlega hafa far- ið að efast um það svo og þekk- ingu hans á viðskiptamálum. Smám saman hefði komið í ljós að hinir rússnesku viðræðuaðilar hefðu ekkert að bjóða sem líklegt hafi verið til -að skapa áhuga vest- rænna kaupenda. Helst hafi komið tii greina óunnið járn sem víða væri eftirsótt til endurvinnslu. Heimir sagði að það mál hefði ver- ið komið á áhugavert stig og hefði getað gagnast íslenskum hags- munum þar sem um hefði verið að ræða milljarða kr. Kaupandi hefði verið fundinn í gegn um miðl- ara, en það hafi að sögn verið bandarískur aðili sem gat selt þetta til vinnslu í Egyptalandi. Hann hefði samþykkt verð og aðra skil- mála, með því mikilvæga fráviki að hann vildi kaupa cif, það er járnið að meðtöldum flutningi á áfangastað, en seljandinn hefði engin önnur tök haft en fob, það er að afhenda járnið í skip í rúss- neskri höfn. Sagði Heimir að þar kæmi fram sá vandi Rússa í alþjóð- legum viðskiptum að þeir hefðu hvorki skipulag né skip. Vegna þessa hafi ekki getað orðið úr við- skiptunum. Heimir sagði að eftir að menn slitu stórviðskiptunum í sambandi við saltsíldarsöluna hafi IRBA allt- af verið að reyna að opna ein- hveija nýja viðskiptamöguleika en allt hefði verið á sömu bókina lært, láust og óákveðið. Hann tók það fram að allar hugmyndir sem fram hefðu komið, meðal annars um timbur, olíu, varahluti, hefðu verið að frumkvæði IRBU-manna. Aðspurður að því hvernig hann mæti nú samskiptin við Islensk- rússnesku viðsldptaskrifstofuna sagði Heimir: „Ég sé ekki eftir neinu í öllum þessum samskiptum, nema að hafa sýnt þeim fullmikla þolinmæði og langlundargeð, í þeim tilgangi að gefa þeim tæki- færi til að sanna sig, vegna þess að ég vildi þeim vel.“ Fyrirtæki án viðskipta Sverrir Örn sagði að Búnaðar- bankinn hefði óskað eftir ýmsum varningi, eins og fram hefur kom- ið. Nefndi hann í því sambandi úran, varahluti í sovéskar orrustu- þotur, herþyrlur og skriðdreka fyr- ir herinn í Perú, riffla, þijár teg- undir af flugskeytum og margt fleira. IRBA var stofnuð í ársbyijun 1992 til að hafa milligöngu um vörusölu frá Rússum, og hafa Verbenko og Sverrir Örn báðir verið í fullu starfi hjá fyrirtækinu allan þann tíma, að sögn Sverris Arnar. Hann sagði að í upphafi hefði Búnaðarbankinn verið aðal- viðsemjandi fyrirtækisins og vegna þess hvernig farið hefði með þau viðskipti hefði fyrirtækinu ekki tekist að selja neitt allan þennan tíma. Fyrirtækið hefði nú stokkað upp spilin og væri að koma með ýmsar vörur frá lýðveldum fyrrver- andi Sovétríkjanna á íslenskan markað. Aðstoð við útflutning Heimir sagði í samtali við Morg- unblaðið að á hveijum einasta degi hefði hann unnið að fjölmörgum úrlausnarefnum á sínu verksviði sem var að liðsinna viðskiptavinum bankans við útflutning. Áf stærri málum nefnir hann frumkvæði við að koma á verulegum útflutningi á hugviti með nýrri starfsemi í Austur-Evrópu, meðal annars í hitaveituverkefnum í Ungveija- landi. Hann nefnir ný tengsl í Austurlöndum, meðal annars Ta- iwan, samninga um sölu á bleikju til Frakklands og vörukaupasamn- inga í Spvétríkjunum á síðasta starfsári Álafoss eldra. r iIL IIB © IIR ® Matseðill Heitur aspas með estragon-sinnepssósu 850 Bláskelsúpa með saffranþráðum 790 Salat með heitum huniar og cous-cous 920 Ofnbökuð laxasneið með engjasúrusósu 940 Tagliatelli með reyktum laxi og graslauk 980 Steiktur skötuselur með kremaðri steinselju 1590 Ferskasti fiskur dagsins Grilluð sinnepsmarineruð kjúklingabringa með hrísgrjónum 1390 Steinseljusteiktur lambahryggur með basilikumtertu 1690 Grilluð nautalund með morella og svepparagout 2590 Risahumar frá Maine 3800 Sími 11440 Heit eplaskífa með vanilluís 510 Súkkulaðimousse með kardimommusósu 470 Creme Brulé með ferskum berjum 490 Heitar fíkjur með hungagsrjóma og hnetum 510 Smjördeig með hunangsis og ávaxtasósu 430 fíorcfið d Borginni — Búicf d Borginni Njótið Líf<*in<t d Borginni Velkomin á Hótel Borg \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.