Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Karpov endurnýjar sig Skák Margeir Pétursson ANATÓLÍ Karpov, fyrrum heimsmeistari, virðist hafa tví- eflst við það tækifæri sem hann fékk upp í hendurnar þegar þeir Gary Kasparov og Nigel Short sögðu skilið við Alþjóða- skáksambandið FIDE. Það er nú ljóst að Karpov mun í haust tefla við Hollendinginn Jan Timman um „FIDE heimsmeist- aratitilinn“ í skák. Eftir að Nig- el Short sló Karpov út úr áskor- endakeppninni í fyrra og hann lækkaði á stigum virtist hann einfaldlega fallinn niður í hóp 10 bestu skákmanna heims. En nú hafa orðið furðuleg um- skipti. Karpov hækkar stöðugt á stigum og ef hann sigrar Tim- man í haust, sem flestum þykir líklegt, er akurinn plægður fyr- ir enn eitt einvígi þeirra Ka- sparovs. Fljótlega eftir að einvígi hans við Timman var ákveðið sigraði Karpov á tveimur öflugum al- þjóðlegum skákmótum á aðeins einum mánuði. Fyrri sigurinn var í Dortmund í Þýskalandi, en þar urðu úrslit þessi: 1. Karpov 5'A v. af 7 mögu- legum 2. -3. Kramnik, Rússl. og Lutz, Þýskal. 4 v. 4.-5. Kamsky, Bandar. og Dolmatov, Rússl. 3VÍ v. 6. Lautier, Frakklandi 3 v. 7. Serper, Úsbekistan 2Vi v. 8. Lobron, Þýskal. 2 v. Karpov notaði tækifærið í Dortmund og kynnti sér háþró- aðan vamarútbúnað gegn inn- brotum til að setja í íbúð sína í Moskvu og sveitasetur. Að gjöf frá þýsku lögreglunni fékk hann forláta öryggistösku, einkar hentuga til að geyma í verðlaun- afé. Tveimur vikum síðar hélt svo Karpov til Dos Hermanas á Spáni og varð efstur eftir harða keppni við ungversku stúlkuna Júdit Polgar. Úrslitum réði innbyrðis viðureign þeirra í næstsíðustu umferð. Þá skák vann Karpov örugglega og hefndi fýrir ófarim- ar gegn Júdit á atskákmótinu í Mónakó um daginn. 1. Karpov 7Vi v. af 9 mögu- legum 2. Júdit Polgar 6V2 v. 3. -5. Epishin og Khalifman, Rússlandi og Rivas, Spáni 5 v. 6.-7. Júdasín, Rússlandi og Magem, Spáni 4 v. 8. Adams, Englandi 3V2 v. 9. Izeta, Spáni 2V2 v. 10. Femandez, Spáni 2 v. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Júdit Polgar Kóngsindversk vöm 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - g6 3. g3 - Bg7 4. Bg2 - 0-0 5. 0-0 - d6 6. d4 - Rc6 7. Rc3 - e5 Mun algengara er 7. — a6, en Júdit hefur oft leikið þessu, rétt eins og Bobby Fischer þegar hann var ungur. 8. d5 - Re7 9. b4!? Viktor Kortsnoj lék 9. c5 gegn Fischer árið 1962. Nú virðist 9. - a5 strax eðlilegast, en Júdit leikur því undir óhagstæðari kringumstæðum. 9. - Rd7 10. Hbl - a5 11. a3 - h6 12. e4 - f5 13. exf5 - gxf5 14. Rh4 - e4 15. Db3 - Re5 16. f3! - exf3 17. Rxf3 - Rd3? 18. Bd2 — axb4 19. axb4 - Rg6 20. Re2 - Rde5 21. Rfd4 Karpov hefur náð að ráða ferð- inni og er með trausta og þægi- lega stöðu en Júdit er mótspils- laus. 21. - Df6 22. c5 - Hf7 23. Khl — dxc5 24. bxc5 — Da6 25. c6 — bxc6 26. dxc6 — Re7 27. Bf4 - Dc4 28. Dxc4 - Rxc4 29. Hfcl - Re5 30. Hb3 - Hal 31. Rb5 • bcdafgh Það er spuming hversu vel Karpov hefur ávaxtað sitt pund eftir byijunina. Nú hefði Júdit átt að leika 31. — Be6 32. He3 — R7g6 og hefur þá enn mögu- leika á að halda í horfínu. En hún missir þolinmæðina og gefur tvo menn fyrir peð og hrók. 31. - R5xc6? 32.Hxc6! - Rxc6 33. Bxc6 - Be6 34. He3 - Bc4 35. Ra3 — Ha6 36. Rxc4 — Hxc6 37. Re5 — Bxe5 38. Hxe5 - Hc4 39. Bxh6 - He4 40. Hxe4 - fxe4 41. Bf4 - c5 42. Rc3 — c4 43. Rxe4 — Ha7 44. Rc3 - Hb7 45. Kgl - Hb2 46. h4 - Kf7 47. h5 - Ke6 48. h6 - Kf6 49. Re4+ - Kg6 50. Kfl - Hh2 51. Kel og Júdit gafst upp. Karpov hefur hækkað mikið á stigum undanfarna mánuði og dregur á Kasparov, þótt enn muni miklu. Líklegt má telja að heimsmeistarinn verði með u.þ.b. 2.815 stig á næsta lista FIDE en Karpov með 2.750-2.760. Þess er að vænta að Indveijinn Anand verði þriði með liðlega 2.700 stig. Karpov hefur geysilega gott tak á skákmönnum á bilinu 2.500—2.630 stig, en stöðustíll hans er fulleinfaldur og áhættu- laus til að bíta vel gegn þeim allra sterkustu. Stærsti ljóðurinn á ráði Karpovs er það þrælstak sem Kasparov hefur á honum, útreiðin sem hann fékk hjá heimsmeistaranum á mótinu í Linares í mars var til dæmis svo hrikaleg að allir sem kunna á annað borð mannganginn sjá muninn. Nái Karpov að vinna Timman er hann samt kominn í þá sterku stöðu að hækki hann enn á stig- um og takist leggja Kasparov að velli, þó ekki væri nema í einni skák, þá munu vafalaust margir fara að líta á hann sem hinn rétta heimsmeistara. Karpov mun ör- ugglega leggja allt kapp á að nýta sér það tækifæri sem Ka- sparov og Short hafa fært honum upp í hendumar. Þröstur og Björgvin tefla í Danmörku Þeir Þröstur Þórhallsson, al- þjóðlegur meistari, og Björgvin Jónsson taka nú þátt í alþjóðlegu móti í Valby í Danmörku. Þátt- takendur eru 18, þar af fjórir stórmeistarar og er mótinu eink- um ætlað að veita upprennandi skákmönnum tækifæri á að ná áföngum að alþjóðlegum titlum. Tefldar verða níu umferðir. Að loknum fjórum umferðum var lettneski stórmeistarinn Lanka efstur með 3 v., en Björgvin Jóns- son var í 2.—10. sæti ásamt stór- meisturunum Hector, Svíþjóð, Bagirov, Lettlandi og Lars Bo Hansen, Danmörku og fímm öðr- um með 2'/2 v. Þröstur var í 11,—12. sæti með 2 v. Jfóltósiur r a morgun ÁSKIRKJA: Messa kl. 14 á 'vegum Átthagafélags Sléttuhrepps. Asta Ólafsdóttir prédikar. Dr. Einar Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Kór félagsins syngur. BÚSTAÐAKIRKJA: Síðasta barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Guðbjört Kvien. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Messukaffi Vopnfirðinga. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Eftir messu verður í safnðarheimilinu aðalfundur safnaðarfélags kirkj- unnar. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Organ- isti Hörður Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingólfur Guðmundsson. HÁTEIGSKIRKJA: Hámessa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson.' LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur I) syngur. Einsöngur Signý Sæmundsdóttir. Trompetleikur Hjördís Elín, Ingi- björg og Þórunn Lárusdóttir. Hornleikari Þorkell Jóelsson. Les- arar Gunnar Eyjólfsson og Klem- enz Jónsson. Hestamenn fjöl- menna til messu. Heit súpa í safn- aðarheimilinu fyrir kirkjugesti eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Lágmessa kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Barn- stund á sama tíma. Orgel- og Guðspjall dagsins: (Jóh. 15). Þegar hugg- arinn kemur. kórstjóri Reynir. Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Þorgrímur Daníels- son guðfræðingur prédikar. Org- anisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þór Hauksson. Organleikur Sigrún Steingríms- dóttir. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónas- son. DIGRANESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Ferming og altarisganga. Fermdur verður Sigurgeir Gunnarsson, Hábergi 36. Prestur Hreinn Hjartarson. Organisti Violeta Smid. Prestarn- ir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnakór Hjallaskóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnús- dóttur. Kór Hjallakirkju leiðir safn- aðarsöng. Organisti Kristín G. Jónsdóttir. Kristján Einar Þorvarð- arson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Organisti Stefán R. Gíslason. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Fjölþrautaskólans í Breið- holti syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Sóknarprestur. GRAFARVOGSSÓKN: Göngu- messa, helgistund í varpanum við hlið Grafarvogskirkju kl. 10. Sigur- björg Helgadóttir organisti leiðir safnaðarsöng með kirkjukórnum. Fulltrúar úr trimmhópi lesa ritn- ingarorð. Síðan verður gengið með voginum. Vigfús Þór Árna- son. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Minnst verður þeirra, sem látist hafa úr alnæmi. Andrea Gylfadóttir og Egill Ólafs- son syngja. Að guðsþjónustunni lokinni verður samverustund í safnaðarheimilinu, kaffi og með- læti. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI: Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an tíma. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. 30 og 40 ára ferm- ingarbörn heimsækja kirkjuna. Organisti Helgi Bragason. Gunn- þór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. SÍK, KFUM/KFUK: Hátíðarsam- koma í tilefni þess að 125 ár eru frá fæðingu sr. Friðriks Friðriks- sonar stofnanda KFUM og KFUK kl. 20.30 í nýju húsi KFUM og K við Holtaveg. Flutt verða erindi um köllun, líf og störf sr. Friðriks, lesið verður úr verkum hans og kór og einsöngvarar syngja sálma hans. Hugleiðingu hefur sr. Sig- urður Pálsson. Veitingar í sam- komulok. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. Jóhan Olsen o.fl. tala og syngja. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 11 fjölskyldusamkoma. Umsjón: starfsmenn í sunnudagaskólan- um. Kl. 19.30 bænasamkoma. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Ingibjörg og Óskar Jónsson stjórna og tala. Söngur og tónlist. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: „Tónaveisla“ kl. 11 í safnað- arheimilinu. Barnakór Hallgríms- kirkju flyturfjölbreytta tónlist með hljóðfærum og söng. Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Ath! KFUM og K fundurinn flyst yfir á mánu- dagskvöldið og hefst hann kl. 20. Bjarni Karlsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Fé- lagar úr hestamannafélaginu Herði fara í sína árlegu kirkjureið að Mosfelli. Jón Þorsteinsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. 50 ára fermingarbörn frá Akranesi taka þátt í messunni. Einnig verða viðstödd 40 ára fermingarbörn úr Keflavík sem eru fyrstu fermingar- börn sóknarprestins. Altaris- ganga. Björn Jónsson. y \ RíkfsiF^mn Síbasti pöntunardagur Macintosh- tölvubunaöar meb verulegum afslætti er 25. ma ■ ngurlnn gyP mÆ Innkaupastofnun ríkisins Boraartúni 7, Rvk. Sími: 91-26844
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.