Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 5» UMHELGINA Knattspyrna LAUGARDAGUR 1. deild kvenna: Akureyri: ÍBA - Þróttur kl. 14 2. deild karla: Grindav.: UMFG - Þróttur R. kl. 14 Garðabær: Stjaman - Leiftur kl. 14 ísafjörður: BI - Þróttur N. kl. 14 Sauðárkr.: Tindastóll - IR kl. 14 4. deild karla: Gervigras: Léttir - Vík. ÓI. kl. 13.30 Grýluvöllur: Hamar - Fjölnir kl. 14 Varmá: UMFA - Snæfell kl. 14 Gervigras: Árvakur - HB kl. 17 Selfoss: Emir - Hvatberar kl. 14 Keflavík: Hafnir - Ægir kl. 14 Siglufj.: KS - Þrymur kl. 14 Hofsós: Neisti - Hvöt kl. 17.30 SUNNUDAGUR 1. deild karla: Valsvöllur: Valur - Víkingur kl. 17 Eyjar: ÍBV - Fram kl. 20 Keflavík: ÍBK - Fylkir kl. 20 Kaplakriki: FH - 1A kl. 20 KR-völlun KR - Þór kl. 20 2. deild karla: Kópavogur: UBK - KA kl. 17 MANUDAGUR L deild kvenna: Valsvöllur: Valur - ÍA kl. 20 Garðabaér: Stjaman - UBK kl. 20 KR-völlur: KR - ÍBV kl. 20 4. deild karla: Melar: SM - HSÞ-b kl. 20 Junior Chamberfélögin f Reykjavík halda knattspyrnumót fyrir 5. flokk drengja á Gróttuvellinum á Seltjamamesi í dag, laug- ardag. Mótið hefst kl. 10.30. Golf I Leirunni verður annað mótið í sumar sem gefur stig til landsliðs og verða leiknar 36 holur, 18 í dag og 18 á morgun. Golfklúb- bur Suðumesja sér um framkvæmd mótsins en innflytjendur golfvara frá Maxfli og Dunlop gefa öll verðlaun. A Hellu verður opið mót í dag þar sem menn leika 18 holur með og án forgjafar. Verðlaun gefur Endurvinnslan. Almenningshlaup Landsbankahlaupið fer fram í áttunda sinn í dag, laugardag. Hlaupið er samstarfs- verkefni Landsbankans og FRÍ og verður hlaupið á 37 stöðum á landinu og hefst það á flestum stöðum kl. 11.00. I iyrra hiupu 5.380 krakkar, en rétt til þátttöku hafa krakkar á aldrinum 10 - 13 ára. Frjálsíþróttir Vormót Aftureldingar veður í dag á Varm- áivelli og hefst kl. 13.30. Fimleikar Afmælishátíð Fimleikasambandsins lýkur i dag í Laugardalshöll, en FSÍ heldur um þessar mundir uppá aldarfjórðungs afmæli. I dag verður sjónva’rpsmót þar sem Andreas Wecker sýnir meðal annars. Mótið hefst kl. 13. Vorsýning fimleikadeildar Ármanns verð- ur í Laugardalshöll á sunnudaginn og hefst kl. 14. Badminton Opið hús verður hjá TBR á morgun milli kl. 10 og 17 og getur fólk þá rennt við og leikið sér i badminton. Félagslíf Ársþing handknattleikssambandsins verður haldið um helgina á Selfossi. . Uppskeruhátíð körfuknattieiksdeildar IBK verður í Holtaskóla í dag og hefst kl. 16. Nýr malarvöllur á Víkingssvæðinu í Foss- vogi verður vígður í dag, laugardag, kl. 11 flh. með úrslitaleik Vtkings og Fram í Reykjavíkurmóti 4. flokks. Kafflveitingar verða að leik loknum. Hjólreiðar Hjólreiðakeppni verður í Laugardalnum í tengslum við heilsuvikuna. Keppnin hefst kl 14 og er um þrautakeppi að ræða. Kl. 13 verður hjólað úr ýmsum hverfum borgar- innar niður í Laugardal í fylgd lögrelgu og síðan verður sýning og fleira sem tengist hjólreiðum í Laugardalnum. Veggtennis íslandsmótið í veggjatennis (raquetball) verður haldið í Dansstúdíói Sóleyjar við Engjateig í dag og hefst kl. 16. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Fjárhagurinn stórbatnar Lagt til að hámarksgreiðsla fyrir leikmann við félagaskipti verði ein milljón FJÁRHAGUR handknattleiks- sambands ísiands hefur batn- að verulega á þessu ári. Hagn- aður af reglulegri starfsemi er 8,2 milljónir á móti 15 milljóna tapi ífyrra. Skuldir HSÍ nema nú 26 milljónum en voru um 35 milljónir i fyrra. Þetta kemur fram i ársreikningi HSÍ sem lagður var fram á ársþingi sam- bandsins sem hófst á Selfossi í gær. Það hafa allir lagst á eitt við að koma Qármálunum í þetta horf með því að draga úr kostnaði. Þetta er mikið starf en ánægjulegt þegar maður sér árangur," sagði Jóhanna- Sig- urðardóttir gjaldkeri HSl sem gefur kost á sér aftur sem gjaldkeri sambandsins. „Við höfum tekið upp nýjar vinnuaðferðir og haft ráðdeild í heiðri. Við náðum að semja um niðurfellingu skulda og afla við- Siguröur Jónsson skrifar frá Selfossi bótarfjár. Svo geymdum við ýmsa kostnaðarliði svo sem fræðslumál, unglingamál og kvennamál sem gert er ráð fyrir í íjárhagsáætlun að taka upp á næsta ári,“ sagði Jón Ásgeirs- son formaður HSÍ. Eitt stærsta málið á þinginu er til- laga um breyttar reglur um félaga- skipti. í ítarlegri tillögu þar um er meðal annars gert ráð fyrir að til að vera hlutgengir í mótum meistara- flokks skuli leikmenn 17 ára og eldri hafa leikmannasamning við félag sitt. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ íslandsmeistaramir byrja í Hafnavfirði íslandsmótið íknattspyrnu hófst í neðri deildunum í gær- kvöldi, en 1. deild kvenna og 2. deild karla byrja í dag og á morgun hefst baráttan í 1. deild karla. Íslandsmeistarar ÍA hefla titilvörn- ina gegn FH í Hafnarfírði. KR, sem varð í öðru sæti í fyrra, tekur á móti Þór, sem hafnaði í þriðja sæti, og verður stúkan við KR-völl- inn formlega vígð. Nýliðarnir, ÍBK og Fylkir, mætast í Keflavík og Fram sækir ÍBV heim, en opnunar- leikurinn verður að Hlíðarenda, þar sem bikarmeistarar Vals leika gegn Víkingi. íslandsmeistarar UBK í 1. deild kvenna byija gegn Stjörnunni í Garðabæ, silfurlið ÍA heimsækir Val, sem varð í þriðja sæti, KR tek- ur á móti ÍBV og ÍBA og Þróttur leika á Akureyri. í 2. deild mætast fallliðin úr 1. deild í fyrra, UBK og KA, í Kópa- vogi. Nýliðar Tindastóls fá IR í heim- sókn, nýliðar Þróttar í Neskaupstað leika gegn BÍ á ísafirði, UMFG og Þróttur mætast í Grindavík og Stjarnan og Leiftur leika í Garðabæ. Arsenal sigraði Arsenal sigraði Sheffíeld Wed- nesday 2:1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar á fímmtudaginn. Þetta var annar leikur liðanna og þurfti framlengingu til að ná fram úrslitum. Vamarmaðurinn Andy Linighan gerði sigurmark Arsenal mínútu áður en framlengingin var úti. Linighan nefbrotnaði á 18. mín- útu leiksins en lét það ekki á sig fá. Það þurfti því ekki að grípa til víta- spyrnukeppni, en það hefði orðið í fyrsta sinn í sögu ensku bikarkeppn- innar. Þetta var þriðji úrslitaleikur félag- anna í vor og áttust þau við í 330 mínútur á Wembley. Ian Wright kom Arsenal yfír á 34. mínútu og Chris Waddle jafnaði á 68. mínútu. Leikurinn hófst hálfri klukkustund seinna en til stóð því fjöldi stuðnings- manna Wednesdey komust ekki leið- ar sinnar vegna umferðarslyss og því var ákveðið að bíða eftir þeim. Andy Linighan og Ian Wright fagna sigrinuin. Reuter Gott, en samt tap Islenska landsliðið U-18 ára tapaði 1:3 fyrir SJóvakíu í gær og leikur því um 5. sætið á æfíngamótinu I Slóvakíu. íslensku strákamir voru á vissan hátt óheppnir. Leikmenn Slóvakíu skoruðu úr þremur af fjórum færum sem þeir fengu en íslensku strákamir aðeins úr einu af þremur. Heimamenn skoruðu strax á 2. mínútu en í síaðri hálfleik virtist þetta að vera að koma hjá okkar stákum þegar skellurinn kom. Tvö mörk, fyrst á 50. mínútu og hitt tveimur mínútum síðar. Guðjón Jóhannsson úr ÍBK minnkaði muninn á 65. mínútu eftir auka- spymu frá Bjamólfi Lárussyni. Kjartan Antonsson var útnefndur maður leiksins af vallaryfirvöldum en Guðjón og Bjarki Stefánsson áttu einnig mjög góðan leik. Heimilt verði að skipta um félag þar til 4. umferð er lokið. Þá er gert ráð fyrir að félagaskiptum fylgi greiðslur milli félaga nema samkomulag sé um annað, sérstök félagaskiptanefnd úr- skurði um greiðslufjárhæð ef ágrein- ingur rís og að hámarksfjárhæð vegna félagskipta verði ein milljón króna. Loks eru í tiHögunni ákvæði um at- riði til hliðsjónar fyrir félagaskipta- nefndina og aðra til að taka mið af við ákvörðun fjárhæðar fyrir leikmerin sem skipta um félag. URSLIT Knattspyrna Reykjavíkurmót: Úrslitaleikur i mfl. kvenna: KR-Valur..........................2:1 Guðrún Jóna Kristjándóttir, Helena Ólafs- dóttir - íris Eysteinsdóttir. ■KR-stúlkur eru því Reykjavíkunjieistarar því fyrri leiknum lauk með jafntefli 2:2. 3. deild karla: Dalvík - SkallagT..............3:0 Garðar Níelsson, Birgir Össurarson, Jónas Baldursson. Afturelding - Snæfell...........3:1 Sumarliði Amasson 2, Stefán Viðarson. HK-Magni.......................4:0 Steindór Elíson 2, Þorsteinn Sveinlaugur Sveinsson 2, Jóhann Helgi Ólafsson. Grótta - Reynir.................5:1 Ingólfur Gissurarson 2, Guðjón Kristinsson 2, Haukur Magnússon - Sigþór Aðalsteins- son. ■Haukur, sem leikið hefur með Þrótti R. byijaði vel með sínu nýja félagi, skoraði strax á 2. mínútu. Haukar - Selfoss...........frestað Allir mættu til leiksins og höfðu hitað upp en stundarfjórðungi fyrir leik kom dómarinn og skoðaði mörkin á nýja gervigrasvelii Hauka og sagði að þau væru ólögleg og frestaði leiknum við lítinn fögnuð leikmanna liðanna. Selfyssingar voru sérstaklega óhressir. 4. deild karla: Leiknir- Njarðvík..............2:2 Ragnar Baldursson, Pétur Sigurðsson Kjartan Ingvarsson, Sigurður Sveinsson. Austri - KBS...............frestað Ítalía Cagliari - AC Milan............1:1 Enzo Franceseoli (4.) - Daniele Mass- aro (33.) Hollenska bikarkeppnin Úrslitaleikur: Ajax - SC Heerenveen...........6:2 Edgar Davids (7.), Marc Overmars (44., 90.), Dan Petersen (70., 89.) ), Dennis Bergkamp (81.) - Erik Regtop (35.), Radidn Camataru (90.). 47.000. Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA-deildarinnar San Antonio - Phoenix......100:102 ■Phoenix vann samtals 4-2. Íshokkí Undanúrslit NHL-deildarinnar Montreal - NY Islanders........2:1 ■Eftir framlengingu. Montreal leiðir 3-0. Toronto - LA Kings.............2:3 ■Staðan er jöfn, 1-1, en næstu tveir leikir fara fram í Los Angeles. Fékk rautt fyriraðbrosa - sagði Þorvaldur Örlygsson Það vakti mikla undrun er dómari leiksins, Monteiro frá Portúgal, sýndi Þorvaldi Örlygssyni rauða spjaldið er hann var að undirbúa sig við að taka innkast á 59. mínútu leiks- ins. „Gula spjaldið sem ég fékk í fyrri hálfleik var líka rugl. Ferron togaði í skyrtuna mína og ég reif í höndina á honum til að losa mig. Síðan fórum við upp í skallaeinvígi og þegar hann lendir kemur hann illa niður og ég fékk gula fyrir. Þegar ég var að taka innkastið var ég að leita að manni til að gefa á og brosti til Amórs. Þetta var furðulegur dómur og það er orðið hart ef menn mega ekki brosa í leik. Það er ótrúlegt að vera að spila alvöru landsleik þar sem dómarinn er aðal stjaman á vellinum með alls- konar fíflalæti,“ sagði Þorvaldur. „Leikurinn var ekki góður af okkar hálfu. En það sem réði úrslitum var léleg dómgæsla. Við vorum 1:0 yfír og komnir ágætlega inní leikinn eftir slakan fyrri hálfleik og hefðum getað komist í 2:0. En þeir efldust við útaf- reksturinn og börðust ein og ljón og uppskám jafntefli." Opnunarhátíd íslandsmótsins í knattspyrnu sunnudaginn 23. maí áValsvellinum, Hlíðarenda. Getraunadeildin kl. 17 Valur-Víkingur (^) Skrúðganga yngri flokka, setningarræða formanns KSÍ. Valsbandið og Pollabandið hita upp fyrir leik. Og það verður stuð, stuð, stuð.... þegarValsstuðarar safnast fyrir miðri stúku og hvetja sína menn. Mætum í rauðu og fjölmennum! AthtValsstuðarar halda fund með leikmönnum í félagsheimilinu að leik loknum og undirbúa sumarstarfið. Knattspyrnudeild Vals.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.