Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 25 Hæstiréttur staðfesti dóm yfír Steini Armanni Stefánssyni Rannsóknaraðferðir innan eðlilegra marka HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja- víkur um sjö ára fangelsi yfir Steini Ármanni Stefánssyni, 26 ára gömlum manni. Hann var handtekinn aðfaranótt 18. ágúst sl., eftir að hafa ekið á lögreglubíl sem reyndi að hefta flótta hans undan lögreglu með 1,201 kg af kóka- íni, sem hann hafði flutt inn til landsins frá Kólumbíu. Við áreksturinn á Vesturlandsvegi slösuðust tveir lögreglu- menn, annar lífshættulega og varanlega. Hæstiréttur telur að rannsóknaraðferðir Björns Halldórssonar, lögreglufull- trúa fíkniefnadeildar, sem egndi meðal annars tálbeitu til að lokka fram fíkniefnið sem Steinn Ármann hafði flutt til landsins, hafi verið innan þeirra marka sem rannsóknar- aðferðir lögreglu við svo sérstakar aðstæður verða að vera. Hæstiréttur telur að Birni hafi verið heimilt að koma hlerunarbún- aði fyrir í bíl þeim þar sem viðskipti með efnið áttu að fara fram. í Hér- aðsdómi hafði ekki verið tekin af- staða til rannsóknaraðferðanna. Ásetningur um sölu í dómi Hæstaréttar er Steinn Ármann sakfelldur fyrir að hafa flutt inn fíkniefnin þann 4. febrúar 1992. Samkvæmt framburði Steins hafði hann upphaflega verið fenginn til þess af mönnum í Kólumbíu að flytja efnið til Kaupmannahafnar en þar fór hann á mis við viðtakanda. Því er ekki slegið föstu að fyrir ákærða hafi vakað við komu til Islands þann 4. febrúar á síðasta ári að selja efnin hér á landi en Hæstiréttur telur ljóst að eftir símtal við Kólumbíumann nokkrum dögum eftir heimkomuna hafi verið vakinn hjá ákærða ásetningur um að selja efnið. Þá er hann sakfelldur fyrir að raska almennu umferðaröryggi með flóttaakstri sínum undan lögreglu og fyrir að stofna lífi fólks í hættu á ófyrirleitinn hátt og fyrir ýmis umferðarlagabrot. Einnig er hann sakfelldur fyrir stórfelldar líkams- meiðingar af gáleysi vegna afleið- inga árekstursins, sem hann olli, og fyrir stórfellda líkamsárás fyrir að hafa ráðist með skærum að lögreglu- mönnum sem hugðust handtaka hann eftir áreksturinn. Skorti á samráð Ólíkt Héraðsdómi fjallar Hæsti- réttur um atriði þau sem varða rannsóknaraðferðir fíkniefnalög- reglu í málinu fram að handtöku ákærða, en eftir handtökuna flutti ríkissaksóknari forræði rannsókn- arinnar frá fíkniefnalögreglu og til RLR. Hæstiréttur finnur að því einu við rannsóknaraðferðir Björns Hall- dórssonar að á það hafi skort að hann hafi haft nægilegt samráð við yfirmenn sína hjá lögreglunni í Reykjavík. „Er slíks jafnan þörf til að öruggt eftirlit sé með þessari rannsóknaraðferð og þess var sér- stök þörf í þessu máli, þar sem [uppljóstrari lögreglunnar] hafði verið ákærður sem fyrr greinir," segir í dómi Hæstaréttar, eftir að kynnt hefur verið sú niðurstaða réttarins að rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafí verið innan eðli- legra marka en slíkar rannsóknir verði að meta eftir almennum rétta- röryggisreglum þar sem ekki séu til um þær lagareglur hér á landi. Vísað er til þess að uppljóstrarinn átti þá yfír höfði sér dóm fyrir fíkni- nefnabrot. Síðar í dóminum segir að þó að skort hafi á þetta samráð Björns við yfirmenn sína leiði það hvorki til þess að Steini Ármanni verði dæmd sýkna né refsilækkun. Ekki lokkaður til brots í dómi Hæstaréttar segir einnig um þátt uppljóstrarans að þegar að því kom að hann fékk ákærða til athafna fyrir hvatningu Björns hafi verið kominn upp sterkur grunur um að ákærði hefði framið ávana- og fíkniefnabrot. Síðan segir: „Ekki verður talið að [uppljóstrarinn] hafí lokkað ákærða til brota sem hann hafði ekki ásetning ella til að fremja eða breytt eðli þess.“ Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Þór Vil- hjálmsson, Gunnar M. Guðmunds- son, Hrafn Bragason, Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. miTSUSHIBR ÖGOLF Mikið úrval Hagstætt verð mmuTiuFPmiA. GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 6t fttúúnn sutná/ tii et,M Höfn 468 Þú ert frjáls ferða þinna á eigin úíl. Ferðin hefst heima á hlaði og þú getur tekið allt með sem á þarf að halda, grillið, hústjaldið eða húsvagninn. Engar áhyggjur af yfirvigt, hvorki heiman né heim. Þrjár ferðir íeinni: - ferð innanlands - sigling - efiið um Evrópu Þið njótið ferðarinnar frá upphafi tii enda og komið endurnærð heim úr fríinu. Norræna er nýlegt og vel búið skip þar sem allt er til staðar sem sigling hefur upp á að bjóða. Afslöppun og hvíld eða glaumur og gleði. Veislumatur eða skyndibitar. Fríhöfn, sóldekk og kvöldvökur. Tveir áhyggjulausir sólarhringar á siglingu gefa ykkur tækifæri á að Ijúka við ferðaáætlunina og njóta þess að vera í fríi. Akureyri 432 Mosfellsbær 1 5 1j > T 1 Esbjerg 732 (um Seyöisfjörö) ^ Á eigin bíl til Evrópu með Norrænu er einstakur og ódýr ferðamáti. Verð er breytilegt, meðal annars eftirtíma sumars, fjölda í bíl, aðbúnaði um borð og afsláttarkjörum. Þeir sem eru yngri en 15 ára fá farið á hálfvirði og yngri en 3 ára frítt! Hafðu samband og við setjum saman hagstœtt verð á úíltúr fyrir þig og fjölsftylduna um Evrópu í sumar. Nýja bæfdinginn færðu fijá flestum ferðaskrifstofum. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Smyril Line. Laugavegi 3. Reykjavík. Sími 91-626362 AUSTFAR HF. Seyðisfirði. Sími 97-21111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.