Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ '1993 Eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Fjarðarseli 35, er látinn. Marin Henný Matthiasdóttir og börn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR, áðurtil heimilis íÞverholti 12, Akureyri, lést í Seli að kvöldi 17. maí. Kolbrún Geirsdóttir, Jóhann Hauksson, ívar Geirsson, Guðrún Þórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t' Ástkær - eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ÁSTRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Lyngholti, Sandgerði, sem lést þriðjudaginn 18. maí, verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju þriðju- daginn 25. maí kl. 14.00. Ármann Gujónsson, María Ármannsdóttir, Marel Andrésson, Helgi Ármannsson, Michela Jespersen barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AXELTHORARENSEN, Gjögri, sem lést á heimili sínu þann 14. maí, verður jarðsunginn frá Árnes- kirkju, Trékyllisvík, í dag, laugardaginn 22. maí, kl. 14.00. Jóhanna Sigrún Thorarensen, Benedikt Bent ívarsson, Ólafur Gisli Thorarensen, Steinunn Thorarensen, Ólafur Grétar Óskarsson, Kamilla Thorarensen, Rósmundur Skarphéðinsson, Olga Soffía Thorarensen, Sveinbjörn Benediktsson, Jakob Jens Thorarensen, Elva Thorarensen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Hátúni 4, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álfta- nesi, mánudaginn 24. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Sigurður Kr. Óskarsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Nanna Óskarsdóttir, Halldór Geir Lúðvíksson, Jórunn Óskarsdóttir, Kristinn Þórhallsson, Sigriður Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURHANS SNÆBJÖRN SIGURHANSSON, Smáratúni 48, Keflavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítal- ans 19. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstuaaginn 28. maí kl. 14.00. Guðný Guðmundsdóttir, Hrafn Sigurhansson, Birna Elmres, Magni S. Sigurhansson, Guðrún H. Kristinsdóttir, Signý Sigurhansdóttir, Grétar Sigurðsson, Anna Dóra Sigurhansdóttir, Paul Erik Didrichsen, Guðný Sigurhansdóttir, Sigri'ður B. Sigurhansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning * Oskar Ketilsson bóndi, Miðbælisbökkum, Austur-Eyjafjöllum Fæddur 5. apríl 1929 Dáinn 11. maí 1993 Er andlát Óskars Ketilssonar barst mér til eyrna, kom það ekki svo mjög á óvart, þó að slíkt hefði mér ekki komið til hugar fyrir rúm- um mánuði, er ég hitti hann síðast, hressan og kátan að vanda. Lífið er hverfult og illvígur sjúkdómur sigrar á skömmum tíma. Óskar fæddist á Uppsölum í Vestmannaeyjum 5. apríl 1929. Foreldrar hans voru Steinunn Jóns- dóttir frá Rauðsbakka og Ketill Brandsson frá Yzta-Bæli. Ungur var hann tekinn í fóstur til móður- systur sinnar Guðrúnar Jónsdóttur og eiginmanns hennar Ingvars Ing- varssonar að Miðbælisbökkum í Austur-Eyjafjallahreppi. Eftir fermingu fór hann til móður sinnar í Vestmannaeyjum og útskrifaðist sem gagnfræðingur úr Gagnfræða- skóla Vestmannaeyja. Á sumrin hjálpaði hann fósturforeldrunum viðbústörfin. Óskar stundaði sjómennsku frá Vestmannaeyjum, lengst af á ísleifi VE, síðustu vertíðirnar var hann stýrimaður og matsveinn og hafði hann þá öðlast réttindi til að stjóma 30 tonna bátum. Óskar tekur við búskap á Mið- bælisbökkum árið 1956 og kvæntist hann árið 1958 Björgu Jónsdóttur frá Flateyri. Böm þeirra eru Guðrún María, f. 1959, Jón Ingvar, f. 1961, og Steinar Kristján, f. 1965. Fyrir átti Óskar einn son, Finnboga Bald- ur. Óhætt er að fullyrða að oft hefur lífsbaráttan verið hörð á Miðbælis- bökkum og átti heilsuleysi Bjargar sinn þátt í því. Glaðlyndi Óskars og hans góðu kostir hafa þá komið sér vel. Ef hægt er að nota orðin stálheið- arlegur og bóngóður saman um ein- hvern einstakling, þá áttu þau við Óskar Ketilsson. Hann gætti þess jafnan að standa við allar sínar skuldbindingar og ófáar sveitungar nutu greiðvikni hans og hjálpsemi. Minnist ég þess er auglýst var eftir sjálfboðaliðum til stígagerðar við Skógafoss, var Óskar sá fyrsti sem bauð fram hjálp sína og kom þar síðan að á hvetju ári. Hann starf- aði einnig alla tíð með hinum ýmsu félagasamtökum í sveitinni. Óskar fylgdist vel með þjóðmál- um, svo og þeim málefnum, sem efst voru á baugi í sveitinni hverju sinni. Víst er, að undirrituð, sem ber nöfn fósturforeldra hans, fékk oft í þeirri umræðu að njóta nafns. Snillingur var Óskar í ritun á íslenskri tungu og ekki gerði hann mannamun ef koma þurfti skoðun- um eða skilaboðum á framfæri. Óhætt er að segja, að mannlífið í sveitinni sé fátækara eftir við frá- fall Óskars Ketilssonar og margur mun sakna hressilegra samtala um hinar ýmsu innansveitarkróníkur. Við hjónin sendum Björgu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kVeðiUr' Guðrún Inga. Það var einsýnt hvert stefndi þegar í ljós kom hvaða sjúkdómur hijáði Óskar, en banalega hans var stutt en erfið. Þegar ég heimsótti hann í síðasta sinn á Borgarspítal- ann, sá ég að þess var ekki langt að bíða að Óskar fengi lausn þrauta sinna. Fyrir Óskars hönd vil ég koma þökkum á framfæri til starfs- fólks Borgarspítalans á deild 5A fyrir góða umönnun og tillitssemi. Óskar fæddist 5. apríl 1929 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Steinunn Jónsdóttir frá Rauðs- bakka undir A-Eyjafjöllum og Ket- ill Brandsson frá Krókvelli undir A-Eyjafjöllum, sem nú eru bæði látin. Óskar lauk prófi frá gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og stundaði svo sjósókn í nokkrar ver- tíðir. Þótt hann flytti síðar frá Eyj- um, áttu þær stóran hlut í hug hans alla tíð því oft sagði hann frá sínum yngri árum í Eyjum. Síðar fluttist Óskar til móðursystur sinn- ar, Guðrúnar Jónsdóttur, og manns hennar, Ingvars Ingvarssonar, til bæjarins Miðbælisbakka undir Austur-Eyjafjöllum. Eftir að Guð- rún dó var Öskar áfram hjá Ing- vari á Miðbælisbökkum þangað til að Ingvar missti heilsuna og féll frá. Árið 1956 keypti Óskar jörðina af bræðrum Ingvars og réð síðar til sín bústýru, Björgu Jóhönnu Jónsdóttur frá Önundarfirði, sem síðar varð eiginkona hans og með henni stundaði hann búskap á Mið- bælisbökkum allt til dauðadags. Börn Óskars og Björgu eru: Guð- rún María, busett í Reykjavík og á hún einn dreng, Birgi Óskar; Jón Ingvar, rafeindavirki í Reykjavík og á hann eina dóttur, Ánitu Björgu; og Steinar Kristján, starfs- maður Pósts og síma í Reykjavík. Óskar átti fyrir einn son, Finnboga Baldur, búsettan í Reykjavík. Ég hef þekkt Óskar frá því ég man eftir mér, þar sem hann var bæði nágranni minn og frændi og hef ég alla tíð haldið kunningsskap við hann. Ég sá fljótt að hann hafði að geyma hjartahlýjan mann sem vildi öllum vel og forðaðist að gera nokkuð á hlut annarra. Enginn er gallalaus en kostimir vom meira áberandi í fari Óskars. Hann var harðduglegur og lá ekki á liði sínu við að hjálpa sveitungum sínum við búskap og hvers konar störf/ Reyndist hann foreldrum mínum vel þegar þau voru orðin ein við búskapinn. Ennfremur var gestrisni Óskars og Bjargar mikil þegar komið var að Bökkunum. Hann var greindur maður og raunsær, sem kom fram í ákveðnum skoðunum hans á þjóð- málunum. Óskar var með afbrigð- um minnugur á hluti liðins tíma og var skemmtilegur í frásögnum og var oft skemmtilegt að heyra hann lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum, t.d. landbúnaðarmál- um, en Óskar var ekki alveg sáttur við núverandi landbúnaðarkerfi. Nú þegar Óskar er farinn yfir móðuna miklu mun ég minnast vin- ar míns og frænda með hlýhug. Ég og fjölskylda mín sendum Björgu og börnunum innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Hilmar Andrésson. Að setjast niður og hugsa til baka er erfitt við þær aðstæður sem skapast svo skyndilega að liðnar stundir komast vart að fyrir sárind- um um orðinn hlut og horfinn fé- laga. Það verður að segjast eins og er að gallinn við að kynnast góðu og elskulegu fólki í gegnum vinnuna, fólki sem tekur manni sem fjöl- skyldumeðlim, vekur mann upp við að tíminn er takmarkaður. Tíminn sem ég átti með Óskari á Bökkun- um var fyrir mig dýrmætur, en allt- of stuttur. Ég held að það sé góð regla, að geyma ekki til morguns það sem hægt er að gera í dag, því að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér fyrr en að honum liðnum. Mér bárust þær fréttir að vinur minn, hann Óskar á Bökkunum, væri til aðhlynningar á sjúkrahús- inu á Selfossi. Ég dreif mig í betri fötin og heimsótti vin minn á stofu 206. Þar dvaldist hann einn á þriggja manna stofu, rólegur og kíminn á svipinn eins og honum var lagið, en það leyndi sér ekki að hann var lasinn. Ekki grunaði mig að veikindi hans væru svo alvarleg að ferðin til Reykjavíkur yrði hans síðasta. Þetta tel ég að hafi verið ferð sem hann stefndi ekki að á þessu vori. Óskar var ekkert óvanur að bregða sér bæjarleið og það gerði hann með stæl og naut hverrar mínútu, öll mannleg samskipti voru honum ákaflega kær, enda eru móttökur og gestrisni á Miðbælis- bökkum lýsandi dæmi um það. Ég fæ þeirri spurningu ekki svar- að fyrr en síðar hvað ég fékk gott pláss í hugarheimi hans þrátt fyrir ólík áhugamál. Það er ekki gott að þurfa að segja frá vinnusvikum sín- um, en þegar vinnusvikin eru vinn- unni ánægjulegri er það ekkert leyndarmál. Vegna starfsins kom ég reglulega í hlaðið á Bökkunum snemma dags. Var þá ávallt boðið upp á kaffi hvernig sem á stóð í það og það skiptið. Yfir kaffinu og kleinunum vildi Óskar ræða pólitík, ' en á henni hef ég ekkert vit. Hann reyndi þá að ræða við mig um sjó- inn sem var honum mjög kær, en það bar að sama brunni því að ég hef aldrei svo mikið sem migið í saltan sjó, þannig að umræðurnar enduðu ávallt um málefni líðandi stundar. Þar er mér gafst ekki færi á að kveðja Óskar á þann hátt sem ég hefði viljað, skrifaði ég þessa grein mér til' sárabóta og vitandi það að þegar leiðir okkar liggja saman á ný fæ ég að vita hvað í skrifum mínum er satt og hvað-ekki. Þó að Óskar hafi brugðið sér í lengri ferð en til stóð, stoðar ekki að leggja árar í bát. Sólin kemur áfram upp í austri og ég geri eins og Óskar mundi gera og horfa bros- andi og bjartsýnn eftir veginum framundan. Vinarkveðja heim að Miðbælis- bökkum. + Ástkær dóttir mín og systir okkar, GUÐBORG ÓSKARSDÓTTIR GASPER, Brown Mills, New Jersey, lést á heimili sínu 25. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir, systkini og aðstandendur. Þorvaldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.